Morgunblaðið - 19.08.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.08.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1978 17 Umhverfismálaráð Reykjavíkur hefur ákveð- ið að gatan Heiðarbær skuli í ár njóta þess að vera nefnd fegursta gata Reykjavíkur og hefur verið sett upp þar merki Umhverfismálaráðs, sem fær að standa þar næstu 10 ár að því tilskildu, að þar haldist áfram sami hreinleiki og laufskrúð sem nú setur svip á umhverfið að því er segir í fréttatilkynningu frá Heiðarbær gata arsrns ráðinu. Þá hefur hús norska sendiráðsins við Fjólugötu 17 verið valið hús ársins 1978 og einnig fær Gróðrarstöðin Mörk við Stjörnugróf 8 viður- kenningu fyrir um- gengni og útlit. Það er orðin föst venja að minnast afmælis borgarinnar sem er þann 18. ágúst, með þeim hætti að vekja athygli á því sem vel hefur verið gert og er til fyrirmyndar í snyrtingu og umgengni borgarbúa. Valin er fegursta gata Reykjavíkur, hús ársins og viðurkenning veitt fyrir frábæra snyrtimennsku stofnunar eða atvinnufyrirtækis. Nú í ár, sem er 192. afmælisár borgarinnar frá því að hún öðlaðist kaupstaðarréttindi árið 1786, ákvað Umhverfismálaráð Reykjavíkur, að gatan Heiðar- bær skyldi njóta þess heiðurs að vera nefnd fegursta gata Reykjavíkur í ár. Verður merki Umhverfismálaráðs sett upp við götuna og fær hún að halda því næstu 10 árin að því tilskildu, að þar haldist áfram sami hrein- leiki og laufskrúð sen nú setur svip á umhverfið. Á þessu ári eru 10 ár frá því fyrsta gatan var valin fegursta gata ársins, en það var Safa- mýri. Þar er nú sem fyrr ríkjandi sú snyrtimennska, sem nauðsynleg er, til að umhverfið sé viðfelldið og ánægjulegt fyrir þá sem borgina byggja. Þótt Safamýri hafi nú misst skjöld þann sem hún hefur borið með prýði s.l. 10 ár, þá er gatan enn sem fyrr í hópi fegurstu gatna borgarinnar og hefur nú möguleika til að vinna skjöldinn að nýju. Að pessu sinni völdu götuna sem hlýtur fegrunarskjöldinn í Norska sendiráðið valið hús ársins 1978 ár þeir Einar Þ. Ásgeirsson hönnuður, Pétur Hannesson deildarstjóri og Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri og voru þeir tilnefndir af Umhverfismála- ráði. Hús ársins völdu arkitektarn- ir Hróbjartur Hróbartsson og Þórarinn Þórarinsson tilnefndir af Arkitektafélagi íslands og Guðmundur Sigfússon fulltrúi á skrifstofu borgarverkfræðings sem tilnefndur var af Um- hverfismálaráði. Féllst Um- hverfismálaráð á tillögu þeirra um að hús norska sendiráðsins við Fjólugötu 17 hafi allt til að bera að vera valið hús ársins 1978. Öll efnismeðferð í húsi og á lóð er vönduð og smekkleg og fellur húsið mjög vel að gömlu og grónu umhverfi sínu. Hönnuður hússins er Ulrik Artursson. Gróðrastöðin Mörk við Stjörnugróf 8, fær viður- kenningu fyrir mjög ákjósan- lega umgengni og ánægjulegt útlit og má með sanni segja að fyrirtækið sé í algjörum sér- flokki hvað fegrun og umgengni snertir. Samkvæmt tilmælum Um- hverfismálaráðs tilnefndu Neyt- endasamtökin Gunnlaug Páls- son arkitekt, Félag í slenskra iðnrekenda tilnefndu Magnús Helgason forstjóra og Um- hverfismálaráð Gísla Kristjáns- son fulltrúa á skrifstofu borgar- verkfræðings til að velja snyrti- legasta fyrirtækið eða stofnun sem viðurkenningarverðar þættu. Var Umhverfismálaráð á einu máli um það, að Gróðrastöðin Mörk væri vel að viðurkenningu komin fyrir frábæra snyrti- mennsku og smekkvísi í öllu útliti og umgengni þar til fyrirmyndar, að því er segir í fréttatilkynningu frá Um- hverfisráði. Þetta eru brottfarardagarnirívetur: 25/10, 17/11, 1/12, 15/12, 22/12. ’79 5/1, 12/1, 26/1, 2/2, 16/2, 23/2, 9/3, 16/3, 30/3, 6/4, 20/4, 27/4. Þú getur valið um viku - 2ja vikna, 3ja vikna eða 4ra vikna sólarfrí í skammdeginu, suður á Kanarí. FLVCFÉLAC LOFTLEIDIR A/VD^• Lækjargötu 2 M Sími 25100 URVAL UTSYN Eimskipafélags Austurstræti 17 húsinu Sími 26611 Sími 26900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.