Morgunblaðið - 19.08.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.08.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1978 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1978 21 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiósla Auglýsíngar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2000.00 kr. á mánuði innanlands. j lausasölu 100 kr. eintakíö. Eintómur kommakjami! Ekki alls fyrir löngu sagði einn þeirra, sem stutt hafa Sjálfstæðisflokkinn, en gerði það ekki í síðustu kosningum, við annan ritstjóra Morgunblaðsins þessi orð: „Það var ástæða til að refsa Sjálfstæðisflokknum. Hann verður að skilja betur sinn vitjunartíma. Hann tók við miklum erfiðleikum og honum tókst því miður ekki nægilega að vinna bug á þeim. Þess vegna höfum við viljað refsa honum um stundarsakir. Við gátum hugsað okkur að kjósa Alþýðuflokkinn vegna þess, hve forystumenn hans lýstu oft yfir, að stefna hans í varnar- og öryggismálum væri á engan hátt ólík stefnu Sjálfstæðis- flokksins og þeir alþýðuflokksmenn mundu standa vörð um varnarmálastefnuna. En það er eitt, sem við, sem höfum nú um stundarbil kosið annan flokk en Sjálfstæðisflokkinn, stöldrum við, þ.e. að við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af Alþýðubandalaginu. Það blasir við hverjum manni, að í þingflokki Alþýðubandalagsins eru ekki aðrir en harðlínumenn í kringum Þjóðviljann og gamla Moskvuvaldið. Þar eru engir fulltrúar launþega." Þessi orð eru um margt íhugunarverð og lætur Morgunblaðið lesendum sínum eftir að skilgreina þau. Út úr þeim má lesa margt um afstöðu kjósenda í síðustu kosningum. Við getum skýrt þessa stefnu sem kjarni Alþýðubanda- lagsins hefur tileinkað sér með því að vitna í orð eins af helztu rithöfundum þjóðarinnar, Guðmundar Daníelsson- ar, sem séð hefur í gegnum þann vef, sem spunninn hefur verið víða um lönd og reynt hefur verið að leggja fyrir íslenzku þjóðina. Ummæli Guðmundar eru harla athyglisverð, ekki sízt nú á tímum, þegar öll gagnrýni á marxisma Alþýðubandalagsins er afgreidd með „rússa; grýlu"! eða öðrum álíka merkingarlausum orðaleppum. I fyrrnefndu samtali segir Guðmundur Daníelsson um kommúnistakjarnann í Alþýðubandalaginu, sem hann kallar „söfnuð": „Einstaka piltur sem ég hef kennt hefur gengið í þann söfnuð. Þeir hafa stundum komið og spjallað við mig, lýst fyrir mér framtíðarpólitíkinni: Ég hef gaman af þessu á sama hátt og ég hef gaman af að fara á samkomur hjá sáluhjálparhernum. Mér þykir bara vænt um þessa menn og hefði ekki áhuga á að ráðast á þá. Ég hef á svipuðum aldri verið í sömu sporum og þeir, en mínar skoðanir stóðust ekki reynsluna. Þess vegna hlusta ég með brosi á vör, en ekki trúartrausti. Það er athyglisvert, að hérumbil engin byltingarhetja hefur dáið fyrir sína hugsjón, flestar þeirra hafa brugðizt. Ég tók eftir því, að þeir sögðu það í sjónvarpinu, kommarnir, að sósíalískt þjóðfélag væri hvergi í heiminum í dag. Kommúnisminn í Rússlandi er t.d. ekki stefna jafnréttis, heldur ógurleg íhaldsstefna valdhaf- anna, sem hafa snúizt í andstöðu við kenningu sína. Svoleiðis einræði legg ég að jöfnu við hægri einræði — fasisma. Ég hef aldrei gengið í neinn flokk. En mér finnst hún enn falleg kenning kommúnista, en hugsjónin hefur ekki rætzt." Svo mörg voru orð þessa reynda rithöfundar, sem hefur farið eins og landkönnuður um ókunnar víðáttur stjórnmálanna og marga fjöruna sopið, en sloppið heim aftur til föðurhúsanna, heill á húfi og með hýrri há. Það er ein af ástæðunum fyrir því, að menn eins og Guðmundur Daníelsson njóta verðskuldaðs trausts og virðingar: þroskaðri menn en þeir sem hófu göngu sína, trúðu á „söfnuðinn" og héldu um stundarsakir að unnt væri að afhenda honum velferð sína og lífshamingju þjóðar sinnar. Þeir hafa verið íslenzku þjóðinni vörður á villugjarnri leið erfiðra og viðsjálla tíma. Jón Sigurðsson forstöðumaður Þjóðhagsstofnunar gerir efna- hagsmálanefnd Aljjýðubandalags (Ragnari Arnalds og Svavari Gestssyni) og Alþýðuflokks (Kjartani Jóhannssyni og Karli Steinari Guðnasyni) grein fyrir útreikningunum anum í leiðinni, aö þegar Ólafur hafi fengið aö reyna, séu Alþýðu- flokkurinn og Aiþýöubandalag tilbúin meö minnihlutastjórn þessara flokka. Þannig er málum komiö, þegar tekiö er til viö vinstri viöræöur aö nýju, réttri viku eftir aö Verka- mannasamband íslands sendi frá sér hina sögulegu ályktun sína. Þaö eru til margar skýringar á því hvernig sú ályktun varö til. Hún mun upphaflega runnin undan rifjum Jóns Helgasonar í Einingu á Akureyri, en hann var einn hinna mörgu verkalýösleiötoga í báöum flokkum, sem varö fyrir miklum vonbrigöum, þegar slitn- aöi upp úr vinstri viöræöunum í í fyrra skiptiö. Þó aö Guömundur J. Guömundsson haldi um stjórn- völinn í Verkamannasambandinu, þá eru Alþýðuflokksmenn í meiri- hluta þar í stjórninni og ýmsir þeirra horföu meö skelfingu fram á, aö þingflokkur Alþýöuflokksins virtist vera á góöri ieiö meö aö dragast inn í stjórnarsamstarf meö Sjálfstæöisflokki og Fram- sóknarflokki eða Sjálfstæöis- flokki einum. Pólitískar hamfarir Þegar tillagan um, aö Verka- mannsambandið léti frá sér fara sett á oddinn, og meö því að miöa viö stjórnarsetu til skemmri tíma, t.d. tveggja ára, þá má frekar láta þessi mál bíða.“ Meirihlutastjórn er aö mati þeirra alþýöubandalagsmanna verri kostur, þar sem þá gæti farið svo sem hún festist í sessi í heilt kjörtímabil og þá þegar væru þeir alþýöubandalagsmenn farnir aö gefa eftir ýmiss helztu stefnu- mál sín til lengri tíma. Þaö mun forystumönnum þykja erfiöara aö fóöra fyrir almennum stuönings- mönnum. „Þaö er því miklu fýsilegri kostur aö keyra inn á minnihlutastjórn, sem nyti stuön- ings verkalýöshreyfingarinnar og almenningsálitsins, og fengi þannig vinnufriö." Alþýöuflokksmenn segja aftur á móti, aö forleikurinn aö viöræö- unum, sem nú standa yfir, hafi aö flestu leyti veriö nauðsynlegur til aö Alþýöubandalagiö gæti yfir- höfuð fariö í stjórn upp á þau býtti, sem um er aö ræða, t.d. í varnarmálunum, og segja, aö þau hafi verið óhugsandi fyrir þremur vikum, „auk þess sem það sat þá í mörgum kommum aö Benedikt var falin forysta um stjórnar- myndunina, en ekki Lúövík," eins og einn þingmönnum Alþýöu- flokksins oröaöi það. Hann taldi líka, aö hefndarþorsti þeirra alþýðubandalagsmanna í garö alþýöuflokksmanna heföi eitt- hvaö minnkaö, þegar í Ijós hafi komiö aö þeir alþýðuflokksmenn „létu ekki reka sig út í hægri stjórn." Á yfirboröinu heitir þaö Svo sem veriö sé aö mynda vinstri stjórn í landinu, en í reynd er veriö aö reyna aö mynda minnihlutastjórn „tvílembinganna", Alþýöuflokks og Alþýöubandalags. Ööru vísi er naumast unnt aö skilja ummæli ýmissa manna úr báöum þessum flokkum, sem að undanförnu hafa unnið aö því aö setja niöur deilur þeirra. Algjört áhugaleysi ríkir meöal ýmissa helztu áhrifamanna þeirra á því sem Framsókn kann aö hafa til mála aö leggja og er ekki annað aö heyra en fram- sóknarmenn muni veröa aö sporörenna efnahags- og kjara- málatillögum tvílembinganna í heilu lagi, ef þeir ætla sér aö taka þátt í vinstri stjórn. Fæstir reikna hins vegar meö því aö Framsókn muni reynast svo lystug og gangurinn veröi sá aö eftir málamyndaviöræöur viö sjálf- stæöismenn muni Lúövík fara fyrir forsetann, segja honum viöleitni hans til myndunar meiri- hlutastjórnar hafi ekki borið árangur og stinga því aö forset- Stjórnin til eftir helgi? í herbúöum beggja vinstri flokk- anna viröist enn einhver stemmn- ing fyrir því, aö Framsókn veiti minnihlutastjórn þeirra hlutleysi, en þeir telja þó heldur litlar líkur á því, að framsóknarmenn muni fallast á þaö úr því sem komiö er. Flestir reikna meö því, aö útkom- an veröi minnihlutastjórn án hlutleysisstuönings, en báöir aöilar þykjast hvergi smeykir viö þann kost, því ef öörum hvorum flokknum, Sjálfstæðisflokki eöa Framsókn, dettur í hug aö bera fram vantraust á stjórnina, er leiöi til þess aö hún falli, geti þeir skellt allri skuldinni á „kaupráns- flokkana“ og gengiö óhræddir til kosninga á ný. „Viö erum aö mynda minnihluta- stjórn okkar og kratanna, og hún mun liggja á boröinu eftir helgina og standa þar, hvort sem mönnum finnst tilgangur í því aö láta fleiri spreyta sig á stjórnar- myndun eöa ekki,“ sagöi einn af þingmönnum Alþýöubandalags- ins, og bætti því við aö þeir alþýöubandalagsmenn heföu ekki minnsta áhuga á því, sem Framsókn heföi til málanna aö leggja. Þingmaður Alþýöuflokksins tók í sama streng, verið væri aö vinna aö myndun minnihlutastjórnar fyrst og fremst, en bætti því viö, aö þegar um hægöist, mætti e.t.v. fikra sig áfram og fá Sjálfstæöis- flokkinn meö í stjórn á síöari stigum. Ekki er þó aö heyra á þingmönnum í þessum tveimur flokkum, aö Nýsköpun eigi lengur upp á pallboröiö sem raunhæfur möguleiki, jafnvel ekki meö þeim hætti sem nefndur var, og benda þeir á, aö ef illa gangi hjá minnihlutastjórninni, muni Sjálf- stæöisflokkurinn ekki vilja í stjórnarsamstarfið, en ef vel gangi sé miklu nær fyrir flokkana tvo aö boöa til nýrra kosninga. Alþýöubandalagsmenn segja einn- ig, aö minnihlutastjórn sé aö því leyti hagstæöari fyrir þá, aö búast mætti viö því, aö sumir þingmenn Alþýöuflokksins heföu óbundnari hendur í meirihluta stjórn og gætu stundaö alls kyns kúnstir í fjölmiðlunum, eins og hingaö til. Eru þeir Vilmundur, Eiður og Árni Gunnarsson einkum nefndir í þessu sambandi, „fjölmiölamafí- an“, sem Alþýöubandalaginu þykir heldur hægri sinnuð. Hins vegar bendir ekkert til þess aö verkalýöshreyfingin veröi minni- hlutastjórninni erfiður Ijár í þúfu, því aö þegar í gær virtust helztu forsprakkar þessara flokka í verkalýöshreyfingunni vera búnir aö kyngja efnahagsmálahug- myndum flokkanna tveggja, eins og þær liggja fyrir í stórum dráttum, enda ráöa nú forsvars- menn láglaunafélaganna innan ASÍ ste(nunni, eins og áöur er getiö, og þeir muna telja sér bærilega borgið. Hins vegar eru horfur á því, aö erfiðara muni reynast aö fá forsvarsmenn opinberra starfsmanna inn á þessar hugmyndir, aö því er sagt er — bvs. — fj. hafi ekki beöiö lægri hlut í áróðursstríöinu, er hins vegar Ijóst, aö hringlandahátturinn í kringum Stefaníu-viöræöurnar veikti mjög stööu þeirra á ný í augum almennings. Hins vegar vakti ályktun Verka- mannasambandsins engan fögnuö hjá forystu Alþýöubanda- lagsins. Guömundur mun hafa lesiö ályktunina fyrir Lúövík í síma og Lúövík reynt aö fá hann ofan af því aö senda hana út, þar sem hann haföi ekkert á móti því aö kratarnir lentu í ríkisstjórn meö Sjálfstæöisflokknum og Fram- sókn. Guðmundur sat fast viö sinn keip, en margt bendir til, aö atburöarásin í kjölfar ályktunar- innar hafi oröiö hraöari en jafnvel Guömundur J. og Karl Steinar Guönason áttu von á eöa sáu fyrir, enda mun annar þeirra hafa látiö þau orö falla, aö steinvalan sem þeir ýttu af staö, hafi oröið aö stórgrýti, og þó þeir hafi svo sem átt von á jaröhræringum hafi þeir ekki reiknaö meö stórpóli- tískum hamförum af þessu tagi. Bezti kostur AlÞýðubandalags Fari svo sem nú horfir aö minni- hluta stjórn Alþýöuflokks og Alþýöubandalags verði niður- staöan, má engu aö síður segja, aö alþýöubandalagsmenn geti vel viö unaö. Lúövík og Ólafur Ragnar Grímsson eiga aö hafa byrjað aö nefna þennan mögu- leika snemma í fyrri lotu vinstri viöræönanna. „Þaö liggur í aug- um uppi, aö þaö er margt, sem gerir minnihlutastjórnina auöveld- ari kost fyrir okkur," sagöi einn framámanna í Alþýöubandalaginu í samtali, „því aö hér er um þaö aö ræöa aö falla frá ýmsum okkar meginkröfum, svo sem í sam- bandi viö hermáliö og ýmsa þætti efnahagsmála, sem við höfum ’Lúðvík Jósepsson og Benedikt Gröndal milli funda með verkalýðsfulltrú- um Alþýðubandalags og Alþýðuflokks. Ljósm. Mbl. Ól. K. M. einhvers konar samþykkt um nánara samstarf „verkalýösflokk- anna“ tveggja var borin undir Guömund J. Guömundsson, á hann strax aö hafa verið tilkippi- legur. Ályktunin þjónaöi ágætlega hagsmunum hans — hún undir- strikaöi uppreisn þess hluta verkalýösarms Alþýöubandalags- ins, sem taldi aö verkalýðshreyf- ingin og þá sérstaklega láglauna- félögin ættu aö hafa bein áhrif á þaö hvernig greitt yröi úr efna- hags- og kjaramálahnútnum og flutti um leiö valdamiöjuna í verkalýöshreyfingunni frá Alþýöu- sambandsstjórninni yfir til Verka- mannasambandsins. Fyrir forystumenn Alþýöuflokksins var ályktunin aö mörgu leyti lausnarorö — þeir voru meö hugann allan viö áróðursstríö sitt viö Alþýöubandalagiö og þegar mesti móöurinn rann af þeim uppgötvuöu þeir aö þeir voru aö festast í stjórnarmyndunarvið- ræöum undir forystu Geirs Hallgrímssonar. Og þótt þaö megi til sanns vegar færa aö þeir Einir fara og aðrir koma. Fulltrúar Alþýðubandalags og Alþýðuflokks í ASÍ ganga af fundi Lúðvíks Jósepssonar og Benedikts Gröndal í gær og BSRB-fulltrúar mæta til sams konar fundar. Neðst heilsast þeir Eðvarð Sigurðsson og Bergmundur Guðlaugsson en á eftir Eðvarð koma Guðmundur J. Guðmundsson og Einar Ögmundsson og á undan Bergmundi ganga Örlygur Geirsson og Haraldur Steinþórsson. Þeir Lúðvík og Benedikt kölluðu verkalýðsfulltrúa tengda Alþýðubandalaginu og Alþýðuflokknum á sinn fund í gær og kynntu þeim hugmyndir varðandi kjaramálin. BSRB-fulitrúarnir, sem voru auk Haraldar, Örlygs og Bergmundar þau Guðrún Helgadóttir, Haukur Helgason og Kristín Tryggvadóttir komu til fundar um fjögurleytið að loknum fundinum með ASÍ-fulltrúunum, sem hófst um tvöleytið. Auk þeirra Eðvarðs, Guðmundar J. og Einars voru á ASÍ-fundinum Karl Steinar Guðnason, Guðríður Elíasdóttir, Þórunn Valdimarsdóttir, Steingrímur Steingrímsson, Pétur Sigurðsson, Jón Karlsson og Gunnar Már Kristófersson og þeir Snorri Jónsson, Guðjón Jónsson, Guðmundur Jónasson og Benedikt Davíðsson og einnig sat Ásmundur Stefánsson hagfræðingur ASÍ fundinn. Fréttaskýring: Tvílembingur í stað þrílembings Nú í sumar er aö hefjast merkileg tilraun í nýju byggða- hverfi í Mjóumýri í Breiðholti II. I hverfinu eru samtals um 217 íbúðir í fjölbýlishúsum og raðhúsum og var ölium lóðum úthlutað til byggingarmeistara sem taka að sér ýmsar sameig- inlegar framkvæmdir á svæðinu, þ. á m. gatnagerð. Lóðirnar eru samtals 25 en þeim var úthlutað til 7 fyrirtækja í borginni, sem hafa atvinnu af því að byggja og selja íbúðir. Merkilegasta nýmælið við þessa úthlutun er það, að allir úthlutunarhafar eru skyldaðir til að mynda eitt framkvæmda- félag. Framkvæmdafélagið skal standa fyrir gatna- og holræsa- gerð, ásamt vatnslögnum í götum, stígum og opnum svæðum utan lóða svo og einnig borgarlögnum, sem lagðar eru innan lóða. Félagið skal tilnefna fulltrúa, sem hafi samskipti fyrir hönd félagsins við Reykja- víkurborg og fyrirtæki borgar- Mjóumýrarhverfi var þessu hins vegar ekki hagað þannig, en til að mæta gagnrýni byggingar- mannanna var því heitið, að tekið yrði tillit til réttmætra óska þeirra um breytingar á skipulaginu, ef um það næðist samstaða þeirra á milli. Sú samstaða náðist meðal þeirra og þótt ekki væri tekið tillit til allra óska þeirra um breytingar á skipulaginu, þá var því breytt í verulegum atriðum og full samstaða náðist milli borgar- ráðs og lóðarhafa um endanlegt skipulag. Næst er nauðsynlegt að byggingarmennirnir komi fyrr inn í skipulagsvinnuna, þannig að þeir geti verið með í að móta skipulagið frá grunni í Birgir Isl. Gunnarsson: Merkileg til- raun í Mióumýri innar. Þetta félag hefur nú þegar verið stofnað og annast það m.a. sameiginleg útboð í gatnagerð, grunngröft o.fl. framkvæmdir. Samkvæmt framansögðu þá taka lóðarhafar að sér að framkvæma ýmislegt af því, sem borgin hefur til þessa framkvæmt áður en hún afhendir lóðir. Kostnað af þeim framkvæmdum skal skipta jafnt niður á allar íbúðir hverfisins. Nú vaknar sú spurning, hver- nig hagað sé fjárskiptum borgarinnar og lóðarhafa í þessu tilviki. Skal það nú rakið í grófum dráttum. Lóðarhafar skulu geriða 50% gatnagerðar- gjalds innan mánaðar frá út- hlutun. Gert er ráð fyrir að Reykjavíkurborg endurgreiði lóðarhöfum þann kostnað, sem venja er að borgin taki á sig í sambandi við lóðarúthlutanir, t.d. gatnagerð, lagnir o.fl. Endurgreiðslan fer með þeim hætti, að borgin tekur að sér að undirbúa og malbika götur inni á lóðum (aðkomugötur), sem tilheyra lóðarhöfum svo og bílastæði. Að þeim framkvæmd- um loknum er það metið með sérstökum hætti, hvor hefur lagt í meiri kostnað fyrir hinn og verða þá eftirstöðvar gatna- gerðargjalds notaðar til þess uppgjörs og síðan peninga- greiðslur milli aðila, til að endanlegt uppgjör fáist. Þessi samvinna hófst við byggingafyrirtækin, en Meistarasamband byggingar- manna hafði milligöngu í þessu máli, þá var skipulag hverfisins fullfrágengið. Að því var fundið af hálfu byggingarmannanna, að þeir hefðu ekki fengið að tjá sig um skipulagið nægilega fljótt. Þeirra hugmyndir væru þær, að fá til umráða allstór byggingarsvæði og mega sjálfir taka þátt í allri undirbúnings- vinnu að skipulagi hverfisins. I þeim hverfum sem þeir fá úthlutað. Tilraun þessi er merkileg að því leyti, að með henni fá byggingarmenn í fyrsta sinn allstórt hverfi til framkvæmda. Það hefur lengi verið ósk byggingarmanna og með þeirri samvinnu, sem nú hefur tekist þeirra á milli, er unnt að koma að margskonar hagræðingu í framkvæmdum. Eitt þeirra vandamála, sem snúa að borgaryfirvöldum var- ðandi lóðaúthlutanir, er hve byggingarfyrirtækin í Reykja- vík hafa verið mörg og smá. Með þessu skapast möguleiki á út- hlutun í stærri einingum og á nánari samvinnu milli borgar og Meistarasambands byggingar- manna um val á lóðarhöfum. Framkvæmdir í Mjóumýri eru nú að hefjast. Verður fróðlegt að fylgjast með því, hvernig þessi tilraun til nýskipunar bygging- armála í Reykjavík tekst. Landbúnaðarsýningin: Sextíuþúsund manns hafa kom- ið á sýninguna UM 6000 manns komu á landbún- aðarsýninguna á Selfossi í gær og hafa þá nærri 60.000 manns komið á sýninguna. sem lýkur annað kvöld. Mikill straumur var á sýninguna fram eftir degi í gær, en heldur dró úr aðsókninni í gærkvöldi. Á dagskrá landbúnaðarsýning- arinnar í dag er m.a. flug land- græðsluvélarinnar yfir svæðið kl. 15.30. Á hún að dreifa happdrætt- ismiðum, blómum og smágjöfum yfir sýningarsvæðið og verður sama atriði á dagskrá á morgun, sunnudag. Þá verður sýning á hrossum og sauðfé í dag og í kvöld verður viðamikil kvöldvaka á vegum Sambands sunnlenzkra kvenna. Ennfremur verða tvær tízkusýn- ingar í dag. Landbúnaðarsýningunni lýkur kl. 23 annað kvöld og ákveðið er að henni verði ekki framlengt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.