Morgunblaðið - 19.08.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.08.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1978 27 Ingibjörg Þorgeirsdótt- ir Höllustöðum, Reyk- hólasveit — 75 ára Einstaklingurinn er allt í senn: Upplifun, undur og ráðgáta. Þegar ég ákvað að minnast Ingibjargar Þorgeirsdóttur á Höllustöðum með nokkrum orðum, nú þegar hún er 75 ára, þá fór hugurinn sannarlega í hraðferð um heimalönd minning- anna. Einnig fór hann víða vegu um vettvang ættstöðvanna, fór meðal forfeðranna fjær og nær, bæði í tíma og í rúmi. Hvarvetna rakst ég á eitthvað sem ætla má að rætur liggi til. Hvað erum við? Fyrst og fremst það sem við höfum erft frá forfeðrunum. I öðru lagi erum við það sem uppeldi og umhverfi hefir gert okkur að í móti sinnar eigin myndar. Loks erum við í þriðja lagi það sem við höfum gert okkur sjálf úr öllu hinu samanlögðu. Með öðrum orðum: „Hver er sinnar gæfu srniður". Um erfðirnar er fljótsagt, að óhugsandi er að drepa á nema örfátt og aðeins í örstuttu máli. En ég má til. Breiðfirski ættavettvangurinn er svo undravíður, svo fjölskrúðug- ur í aldanna rás, svo ótæmandi um það sem kunnugt er, svo óræður um svo margt sem hvergi er skráð og aldrei verður grafið upp að eilífu. Skáldæð og hagleiksgáfa liggja mjög í ættum eins og fleiri eiginleikar. Nú verður sagt frá tveimur dæmum um norðankomur ættleggja með þær gáfur, ætt- leggja sem aukist hafa, breiðst út og dreifst í ættir Breiðfirðinga og eru samrunnir þeim. Jón hét prestur einn í Skaga- firði, sem kom að kalli í Miklabæ 1592. Hann var Stígsson prests þar í Miklabæ og Guðrúnar konu hans. Stígur prestur var sonur Björns prests í Saurbæ í Eyjafirði í pápisku og fylgikonu hans, Engil- ráðar. Björn var albróðir Árna sýslumanns á Hlíðarenda í Fljóts- hlíð, sem margt er frá komið af skráðum ættum. Þeir voru synir Gísla á Hafgrímsstöðum í Skaga- firði, Hákonarsonar. Kona Gísla á Hafgrímsstöðum var Ingibjörg frá Möðruvöllum Pálsdóttur höfðingja þar Brandssonar lögmanns á Hofi á Höfðaströnd og seinna á Mýrum í Dýrafirði Jónssonar Maríuskálds og prests á Grenjaðarstað og fylgikonu hans, Þórunnar Finn- bogadóttur. Kona Páls Brandsson- ar var Ingibjörg Þorvaldsdóttir Loftssonar ríka Guttormssonar. Þau séra Jón og Hlaðgerður áttu Björn fyrir son. Dóttur átti séra Jón, sem Þórunn hét. Ekki er mér kunnugt hvort hún var dóttir Hlaðgerðar eða fyrri konunnar, Kristínar Gísladóttur. Bæði fluttu þessi systkini vestur tii Breiðafjarðar. Þórunn gafst Snæbirni Árnasyni prests til Flateyjarþinga, en hann sat í Hvallátrum og þar bjó Snæbjörn. Björn bróðir Þórunnar átti Guð- rúnu dóttur Jóns bónda á Kolla- búðum. Stóð nú ættleggur Jóns Maríuskálds rótum við Breiðafjörð og í sama meiðnum stóð einnig ætt séra Hallgríms. Jón sonur Björns norðanfara átti breiðfirska konu, Margréti Auðunardóttur frá Kletti. Þau bjuggu í Múlakoti við Þorskafjörð 1703 og áttu fyrir son einn meðal nafntogustu ættfeðra í breiðfirskri sögu: Kollabúða-Bjarna, sem fæddur var 1677, lifði til 1753 og var tvíkvæntur. Yngri sonur Jóns og Margrétar, Arnfinnur, varð og faðir enn fjölmennari ætta. Nú verður nefndur til sögunnar annar fyrirferðarmikill aðkomu- maður í breiðfirskri ættasögu. Hann kom einnig að norðan „það menn víðast vita“, Jón Guðmunds- son Rauðseyjaskáld. Hann er talið að hafi fæðst nálægt 1570. Hann var bæði smiður og skáld. Eftir þjóðsögum að dæma, mætti ætla að bæði hafi hann verið skygn og vættatrúar. Ættir eru raktar til þriggja barna hans og Margrétar Ormsdóttur: Guðrúnar á Heina- bergi, Jóns í Rauðseyjum og Árna á Stakkabergi. Ein meðal sterkari bændaætta í Breiðafirði á 17. öld og fram eftir 18. öldinni, var Brandsættin úr Skáleyjum. Voru tveir bræður alnafnar og hétu báðir Brandur Sveinsson. Sonarsonur Jóns Rauðseyja- skálds, Jón Árnason í Skáleyjum, átti elstu dóttur Brands yngra, Guðrúnu. Bjarni Jónsson á Kollabúðum átti fyrir fyrri konu yngstu dóttur Brands yngra Sveinssonar, Guð- laugu. Til að fara nú fljótt yfir sögu, þá skal stiklað á því að Ástríður Guðmundsdóttir, yfirsetukona og húsmóðir í Skáleyjum, var fjórði og þriðji ættliður frá síðastnefnd- um hjónum hvorumtveggja: Jón í Skemmu Jónsson, Ástríður dóttir hans móðir Guðrúnar elstu Egg- ertsdóttur í Hergilsey, en Ástríður í Skáleyjum var elsta barn hennar. Dóttir Guðlaugar og Kolla- búða-Bjarna var Ingibjörg á Ham- arlandi kona Einars Björnssonar bónda þar. Sonur þeirra var Guðmundur Einarsson fyrri mað- ur Guðrúnar og faðir Ástríðar. Maður Ástríðar var Einar skáld, bóndi og sáttaleitarmaður í Skál- eyjum Olafsson. Hann var sagður öðlingsmaður, vitmaður og „skáld af eðli“. Hann var kominn útaf dóttur Jóns Rauðseyjaskálds, Guð- rúnu, sem gift var Jóni Einarssyni skáldi og smið á Heinabergi. Ögmundur sonur þeirra átti Jón fyrir son, en dóttir hans var Geirþrúður„stóra“ húsfreyja í Sviðnum og móðir Ólafs föður Einars í Skáleyjum. Þau Ástríður og Einar í Skáleyj- um voru fædd um 1770. Þau áttu stærðarhóp barna. Af sjö, sem upp komust, verða hér nefnd aðeins þrjú. Guðmundur prestur á Kvennabrekku, Þóra í Skógum og síðast en ekki síst formóðir afmælisbarnsins, Guðrún „mín í Miðbæ“, Ijósmóðir í Flatey. Meðal barna Andrésar Björns- sonar og Guðrúnar í Miðbæ var Andrés faðir breiðfirsku skáld- kvennanna Herdísar og Ólínu og Guðrún móðir Þorgeirs á Höllu- stöðum, föður afmælisbarnsins. Öll voru þau því frændsystkin, Theódóra Thoroddsen, Matthías Jochumsson og Herdís og Ólína. Lítil skil veit ég á manni Guðrúnar Andrésdóttur, Þorgeiri Einarssyni frá Klettakoti í Eyrar- sveit. Þeir mágar, Andrés Andrés- son og hann, fórust með hákarla- skipinu Snarfara frá Flatey 11. des. 1861. Þá var Þorgeir ófæddur, fæddist í apríl. Móðurætt Kristrúnar á Höllu- stöðum er breiðfirsk. Kristrún var komin útaf Brandi bónda í Flatey, syni Guðrúnar Brandsdóttur og Jóns Árnasonar Skáleyjahjóna, sem áður voru nefnd, forfeðra Þorgeirs. Kona Brandar bónda í Flatey var Guðrún Skúladóttir Guð- brandssonar undan Eyjafjöllum. Meðal barna þeirra var Guðrún Brandsdóttir. Maður hennar var Jón bóndi og smiður í Stagley, Jónsson bónda í Skáleyjum Jóns- sonar og Ásnýjar Sveinsdóttur. Jón bóndi í Skáleyjum var sonur Jóns Jónssonar Guðmundssonar Rauðseyjaskálds, svo þarna er á þriðja veg rakið til Rauðseyja- skáldsins. Dóttir Stagleyjarhjónanna, Guðrúnar Brandsdóttur og Jóns smiðs, var Ólöf, skáldmælt kona, gáfuð og mikilhæf, oft nefnd Ólöf skáldkbna. Fyrir giftingu eignað- ist hún dóttur með manni úr Reykhólasveit, Pétri Jónssyni. Það var Kristín kona Guðmundar, sem auknefndur var Kúpill, bónda og sjómanns í Bænum í Bjarneyjum. Dóttir þeirra var svo Anna móðir Kristrúnar á Höllustöðum, kona Jóhanns,, sem fyrr bjó á Kambi en seinna og lengst á Höllustöðum Jónssonar. Jóhann kom suður í Reykhóla- sveit úr Strandasýslu, en ættir mun hann hafa átt að rekja norður í Miðfjörð, þar sem harðindin á ísárunum stæltu kynstofninn meira en víðast annarsstaðar. Þessar slitróttu og ófullkomnu ættrakningar eru ætlaðar til að benda á eitt öðru fremur: Hversu samfléttuð smíðagáfa og skáldæð virðist vaka og endurnýjast kýn- slóð eftir kynslóð í fjölda ættliða öld eftir öld. Þetta verður hversu sem nýtt blóð blandast í við hver ný kynslóðaskipti. Ingibjörg Þorgeirsdóttir fæddist á Höllustöðum 19. ágúst 1903. Foreldrar hennar voru bænda- hjónin þar, Kristrún Jóhannsdótt- ir og Þorgeir Þorgeirsson. Hún var næstyngst 9 syst.kina sem fæddust. Þau voru: Jóhann, lifir enn, barnlaus. 2. Þorgeir fyrrum bóndi á Hrófá, kvæntur og á 2 börn. 3. Gunnar söðlasmiður, nú látinn, kvæntur og átti son. 4. Magnús bóndi og oddviti á Höllustöðum, dáinn ókvæntur, missti son á barnsaldri. 5. Anna ljósmóðir i Gerðum og Keflavík, látin barn- laus. 6. Sveinbjörn, dó í bernsku. 7. Salbjörg, látin miðaldra, barnlaus. 8. Ingibjörg og 9. G.vða, dó á barnsaldri. í foreldrahúsum Ingibjargar var stórt heimili, allmikil umsvif og framfarir. Þar var í hvívetna menningarbragur og mikil um- gengni við nágranna og sveitunga. Þar var verkmenning í betra lagi, bóklestur og margháttuð menningarumræða um eldra og yngra. Fjölskyldan Ijóðelsk og söngvin. Þorgeir bóndi var Ólafsdalsmað- ur, valdist til forystu í sveitar- stjórn og stofnaði Sparisjóð Reykhólahrepps og veitti honum forystu til æviioka. Hann byggði íbúðarhús úr steinsteypu á Höllu- stöðum strax á fyrsta áratug aldarinnar, það alfyrsta í nálæg- um sveitum. Kristrún húsfreyja var afbragðs húsmóðir, glaðvær í viðmóti, en þó mikil skapfestukona. Hún var jafnlynd, vinföst og mannasættir. Bráðskýr og gædd alhliða hæfi- leikum bæði til munns og handa. Mér eru minnisstæðar þær indæliskonur sem voru húsmæður hér á Re.vkjanesi á barns- og unglingsárum mínum. Þær voru öllum góðar, ungum og aumum, af bæ og á. En þegar ég svipast um meðal minninganna, finnst mér sem hjá Kristrúnu á Höllustöðum hafi farið saman hlýja hjartans og víðfeðm menning hugans. Hún hafi bæði haft yfirsýn og átt með sér þá innri glóð sem ætíð vermdi út frá sér. Síst er ofsagt, að uppeldisáhrif- in hafi orkað hvetjandi á með- fædda hæfileika ungu stúlkunnar. Þegar ráðrúm gafst efnalega, fór hún í Kennaraskólann og lauk prófi þaðan 1925. Strax veturinn eftir fór hún að kenna heima í sveit sinni, Reykhólasveit. En Ingibjörg setti markið hærra, vildi meiri námsframa. Hún fór í skóla til Noregs. Rétt í sama mund, eða áður en þeirri för átti að ljúka, létu lungnaberklarnir til sín taka. Skyndilega, alveg á hágróanda ævinnar, syrti allt í einu í álinn. í stað þess að taka til óspilltra málanna við fyrirhugað ævistarf, hófst baráttan við veikindin, ýmist á sjúkrahælum eða heima. Árin sem .fólk er í blóma lífsins, þau eyddust í baráttunní við berklana. Hvenær sem heilsan leyfði tók Ingibjörg þátt í félagslífi heima í sveitinni. Áhugasöm, velviljuð og næsta vel liðtæk tók hún ríkan þátt í störfum Ungmennafélags- ins. Seinna stofnaði hún Kven- félagið Liljuna í Reykhólasveit. Aldrei lá hún á liði sínu, hvorki í verki né í orði. Hún var driffjöðrin í skógrækt í Barmahlíð og fleiri félagsframkvæmdum. Hjá Ingi- björgu fylgdust að gáfur, mælska, leikni við ritað mál, lifandi áhugi og fórnfýsi á sviði félagsmála. Og ekki var minna um vert hve vel hún var verki farin. Á þeim sviðum ætla ég að hún hafi búið að arfi kynslóðanna, ættarfylgjum smiðanna, ekki síður en í orðsins list. En berklarnir fóru sínu fram. Ingibjörg náði ekki alveg fúllri líkamshreysti. Samt stóð hún fyrir búi Magnúsar bróður síns um nokkurra ára skeið. Aftur hertu veikindin tökin og aftur varð hún að fara á hæli. Upp úr því varð hún síðan öryrki og nú hófst nýtt tímabil, veran á Reykjalundi. Ekki lá hún á liði sínu þar fremur en fyrri daginn. Hún kenndi þar við Iðnskóla þegar atvik leyfðu og hún stóð framarlega í samtökum vist- fólksins. En alltaf var hún þó með hugann heima í sveitinni sinni öðrum þræði, átti þar heimili og á, gisti sveitina oft og löngum og rækti vináttu við gamla sveitunga heima og heiman, fylgdist með öllu af lífi og sál. Heilsule.vsið gat ekki hindrað að tilsögn og leiðsögn urðu þrátt fyrir allt helsta ævistarf Ingibjargar. Hún hlaut bara að rækja það sem fórnfúst áhugastarf eins og högum var háttað. Ekki verður Ingibjargar svo getið að ekki sé minnst á ritleikni hennar. Margt hefir komið frá henni bæði í bundnu máli og lausu, m.a. í blöðum og eins margoft í útvarpi, auk erinda á mannamót- um. Við vissum frá því fyrsta hve margt lá henni á hjarta og hve létt henni var um að koma hugsýnum sínum og skoðunum í formfagran búning meitlaðs máls. Það var allt eins og hver annar sjálfsagður hlutur. Það var ekki að því að spyrja hjá henni Ingu Þorgeirs. Maður var því svo vanur, að hún gerði hlutina vel. Það rann satt að segja fyrst í alvöru upp fyrir mér þegar hún las barnasögurnar sínar í morgunút- varpi undanfarin vor, hvílíkt afburðavald hún hefir á lifandi frásögn. í sögunum hennar Siggu litlu breiðir hún Inga Þorgeirs úr eigin bernskuminningum svo nákvæmlega, svo undur elskulega og svo óþvingað, að næstum sérhvert atriði lífs, starfa, hug- hrifa og gervalls umhverfis liggur opið fyrir sjónum okkar. Það er vinalegur heimur og aðdáanlegur, þessi bernskuheimur á morgni aldarinnar, sem hún hefir gefið okkur hlutdeild í. Fyrir það megum við vera henni ævinlega þakklát. Og hver veit nema óbornar kynslóðir eigi líka eftir að finna til þakklætis og læri að meta að verðleikum svo góðan arf. Játvarður Jiikull Júlíusson. ALLT MEÐ 28. ágúst |[j 4. sept. ír 11. sept. 4! é 24. ágúst £ 31. ágúst [| 7. sept. ir 14. sept. Á næstunni I ferma skip vor JJ! • >—» til Islands |) j sem hér segir: §J ^ ANTWERPEN: p |fri Lagarfoss 22. ágúst £Jj p Fjallfoss 28. ágúst '|y{ il Lagarfoss 4. sept. 7—1 1 ROTTERDAM: E {K'; Lagarfoss 23. ágúst 'ÚJ Fjallfoss 29. ágúst j—J’ Lagarfoss 5. sept. ir—[ pl FELIXSTOWE: 'él jJJ Mánafoss 21. ágúst Dettifoss rJj Mánafoss ÚJ; Dettifoss ® HAMBORG: [te Mánafoss jy Dettifoss [—1 Mánafoss UJ Dettifoss 14. s g PORTSMOUTH: [7J Skeiðsfoss 23. ágúst Brúarfoss 30. ágúst újj Bakkafoss 1. sept. Skeiösfoss 11. sept. r-Jj Selfoss 15. sept. ra Bakkafoss 20. sept. m GAUTABORG: rjj Háifoss 21. ágúst r4j Laxfoss 28. ágúst H Háifoss 4. sept. [íj Laxfoss 11. sept. [7- KAUPMANNAHÖFN: yi Háifoss 22. ágúst (fi) Laxfoss 29. ágúst p7, Háifoss 5. sept. pJi Laxfoss 12. sept. !£] HELSINGBORG: JJj Tungufoss 21. ágús Urriöafoss Tungufoss e Urriöafoss I MOSS: Tungufoss Tungufoss Tungufoss KRISTIANSAND: yj Tungufoss 23. ágí Jjjl Urriöafoss 30. ágí po Tungufoss 6. se| rúj Urriöafoss 13. se| P STAVANGER: l£f Tungufoss 24. ág [}t Urriöafoss r4L Urriðafoss U GDYNIA: Úöafoss 28. ágúst 4. sept. 11. sept. 22. ágúst 5. sept. 19. sept. írafoss Múlafoss VALKOM: írafoss Múlafoss WESTON POINT: 31. ági 14. se| 21. ági 1. se 13. sei “í RegíubuS^^Jerð mánudaga frá Reyk r—' Isafjaröar og Aki W Vörumóttaka í A-s1 fjTP " " l a '»"T

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.