Morgunblaðið - 20.08.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.08.1978, Blaðsíða 1
1 60 SIÐUR ingmðfi$Stíb 179. tbl. 65. árg. SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 1978 Prentsmiðja Morgunblaösins. Karpov með betri stöðu Baguio. — 19. águst. Reuter VELHUGSUÐ skiptamunaríórn Karpovs heimsmeistara undir lok 14. einvígisskákar þeirra Korchnois í dag, gerbreytti jafn- tef lislegri skák og er heimsmeist- arinn talinn hafa verulegar vinn- ingslíkur í biðskákinni, sem væntanlega verður tefld á sunnudag. Fjórtánda skák þeirra var lengi framan af í jafnvaegi og endur- tekning á 2. og 4. einvígisskákun- um og virtust flestir álíta að jafntefli væri líklegast. En upp- skiptin seint í skákinni, er Karpov gaf hrók fyrir biskup og peð, leiddu til þess, að hann náði skömmu síðar tveimur peðum af Korchnoi og hefur Karpov nú undirtökin í skákinni. Alger leynd VatíkaniA. 18. áitúst. AP. LEYNDIN yfir kjöri páfa, sem rúmlega eitt hundrað kardínálar víðs vegar að úr heiminum ákveða á samkundu sinni, Conclave, dag- ana 25. og 26. ágúst n.k. er alger. Ekki svo mikið sem orð hefur lekið frá háttsettum embættismönnum Vatíkansins eða kardínálunum sjálfum. Og á meðan verða menn að famna sér við að geta í eyðurnar. þeim getgátum er margt hægt að taka með ( reikninginn, en þó aðeins eitt sem talið er nokkurn veginn víst. Það er, að ættarnafn næsta páfa muni byrja á bókstöfun- um B eða P. Einn maður er þó talinn öfunds- verður þessa dagana vegna þeirrar vitneskju, sem hann mun búa yfir um eftirmann páfa. Það er franski kardínálinn Jean Villot, 73 ára gamall. Hann var trúnaðarmaður Páls páfa og Páll fól honum að sjá um að allt gengi sinn vanagang í Vatíkaninu frá dánardægri sínu og þar til annar páfi yrði kjörinn. Villot er einnig í forsæti á daglegum fundum kardínálanna um þessar mundir og er talinn lykilmaður. Sjálfur er hann af sumum talinn í hópi hundruða líklegra. Sjá grein á bls, 36-37. 10 ár frá innrásinni í Tékkóslóvakíu: Leitað á vegfarendum og brynvagnar til taks PraK. 19. áxúst. Reuter. EINU sjáanlegu merkin um sér- stakan viðbúnað tékknesku stjórnarinnar vegna tíu ára innrásarafmælisins voru í morg- un þau að vatnsbflum og bryn- vörðum vögnum hefur verið raðað upp við aðalbækistöðvar lögreglunnar í Prag. Lögreglu- vbrður í borginni hefur verið margefldur og þótt spenna sé ríkjandi í borginni er ekki búizt við því að róstusamt verði þar vegna innrásarafmælisins en þó hefur lögreglan í dag leitað á vegfarendum á Wenceslas-torgi, greinilega til að koma í veg fyrir sprengjutilræði. Forsíða Rude Pravo er enn helguð þakkargjörð vegna „hern- aðaraðstoðarinnar, sem bjargaði sósíalismanum í landinu fyrir tíu árum", eins og segir í forsíðugrein undir fyrirsögninni „Órjúfanlegt bandalag", og er Sovétríkjunum þar vottuð mikil virðing. Blöðum á Vesturlöndum verður Hafréttarráðstefna SÞ: Vinnsla auðlinda á hafebotni er helzta ágreiningsmálið SameinuAu þjóAunum — 19. ágúst — AP. BÚIZT cr við inikium ágrein- ingi á hafréttarráðstefnunni, sem hefst á ný á mánudaginn, og vcrður að ollutn líkindum mest deilt um skipulag og stjórnun á vinnslu auðlinda á hafsbotni. Bjartsýnustu menn telja fráleitt að nýr hafréttar- sáttmáli verði undirritaður fyrr en í fyrsta lagi árið 1980, cn þrýstingur vegna auðlinda- vinnslu fer stöðugt vaxandi. Iðnþróuð ríki þrýsta mjög á um að vinnsla málmgrýtis á hafsbotni geti hafizt sem allra fyrst en meðal annars lönd þriðja heimsins standa fast á því að þessar auðlindir séu sameiginleg arfleifð mannkyns og vinnsla fyrirtækja frá ein- stökum ríkjum geti því ekki hafizt fyrr en hafréttarráð- stefnan hafi komið sér saman um skipulag vinnslunnar, þann- ig að tryggt sé að ríku þjóðirnar fái ekki í skjóli tæknilegra yfirburða ríflegri skerf af þess- um verðmætum en þeim beri. Frumvörp um heimildir til vinnslu á hafsbotni liggja nú fyrir löggjafarsamkundum í Washington, Lundúnum og Bonn, og er mjög þrýst á um afgreiðslu þeirra. Bandaríkja- stjórn styður frumvarp um heimildir til handa fyrirtækjum um að hefja vinnslu eftir 1980, en frumvarpið var afgreitt frá fulltrúadeild Bandarikjaþings í síðasta mánuði og var þá samþykkt með 312 atkvæðum gegn 80. Er búizt við svipuðum undirtektum öldungadeijdarinn- ar. Elliott Richardson formaður bandarísku sendinefndarinnar á hafréttarráðstefnunni, er ein- dreginn stuðningsmaður þessar- ar löggjafar og segir að ekki sé unnt að bíða með að hefja vinnslu meðan beðið sé eftir að samningaþófi 156 þjóða um málið á hafréttarráðstefnunni ljúki. í dag tíðrætt um innrásina, og ýmsir kommúnistaflokkar í Evr- ópu taka undir fordæmingú á atburðunum, þar á meðal brezki flokkurinn, sem er mjög fámennur og hefur hingað til ekki verið í hópi þeirra kommúnistaflokka á Vesturlöndum sem hafa hafnað forsjá kommúnistaflokksins í Sovétríkjunum. Andófsmenn í Tékkóslóvakíu segja lögregluna hafa ráðlagt þeim að halda sig utan Prag á innrásar- afmælinu, ella geti þeir búizt við handtöku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.