Morgunblaðið - 20.08.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.08.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 1978 13 T rygging kaup- n frjálsari - sfyrirtæki seld koma í veg fyrir sífellda hækkun útgjalda sjúkrahúsa á ábyrgð ríkissjóðs. Til að draga úr fjárfestingu væri nauðsynlegt að fresta því að hefja nýjar opinberar framkvæmdir og draga bæri úr öðrum eftir megni. Jafnframt yrði að gera opinberar stofnanir ábyrgari fyrir rekstri og arðsemi en nú er. Ættu þær að skila ákveðinni arðsemi í rekstri sínum en samhliða yrði tekið tillit til þess að hve miklu leyti félagsleg sjónarmið skuli hafa áhrif á rekstur og fjárfestingu. Geir Hallgrímsson minnti á baráttu ungra sjálfstæðismanna fyrir því, að dregið yrði úr ríkisrekstri og sagði, að í vinnu- plaggi sjálfstæðismanna hefði verið hvatt til þess að ríkið léti af rekstri og eignaraðild ríkisfyrir- Lagt væri til, að Framkvæmda- stofnun ríkisins verði lögð niður og áætlunardeild hennar flutt til Þjóðhagsstofnunar. Ekki yrði sama yfirumsjón með Fram- kvæmdasjóði og Byggðasjóði, en báðir þessir sjóðir eru nú í vörslu Framkvæmdastofnunar ríkisins. Bankamál Þá rakti Geir Hallgrímsson hugmyndirnar um bankamál í vinnuplagginu. Gert væri ráð fyrir nýrri löggjöf um ríkisbanka og hlutafélagabanka. Sett væri fram það stefnumark, að viðskiptabönk- um í ríkiseign yrði fækkað í tvo á sem skemmstum tíma. Væri það bæði unnt með sameiningu tveggja af bönkunum þremur eða með því Geir Hallgrímsson flytur ræðu sína á fundi Sjálf- stæðisflokksíns á Hótel Sögu. tækja. Nefndi hann í því sambandi Bifreiðaeftirlit ríkisins, Ferða- skrifstofu ríkisins, Landssmiðj- una, Ríkisprentsmiðjuna Guten- berg og Siglósíld. Þá taldi hann eðlilegt, að hlutabréf ríkisins í fyrirtækjum eins og Eimskipafélaginu hf., Flugleiðum hf., Þormóði ramma hf., Slippstöðinni á Akureyri og Álafossi hf. yrðu seld. í þessu sambandi ætti að kanna hvort starfsmenn, sveitarfélög eða einkaaðilar vildu taka við rekstri eða eignast hlut ríkisins. Einnig kæmi til álita, hvort beinlínis ætti að hætta ákveðnum rekstri. Sama gilti um einstaka þætti í starfsemi opinberra stofnana, svo sem viðgerðarverkstæði og verkfræði- þjónustu. Áuka þyrfti útboð veru- lega t.d. á vegum Vegagerðar, Pósts og síma og Vita- og Hafnar- málastofnunarinnar. að deila upp verkefnum bankanna m.a. til einkabanka. Með nýjum lagaákvæðum ætti að mæla fyrir um eiginfjárstöðu banka, lausafjárstöðu og dreifingu útlána milli atvinnuvega og fyrir- tækja. Þá yrði að gera strangari kröfur til arðsemissjónarmiða í lánveitingum. Veita beri öllum bönkum. rétt til gjaldeyrisvið- skipta. Ríkisbönkunum verði falið að draga úr rekstrarkostnaði og fækka starfsliði í áföngum. Endurskoða beri fyrirkomulag afurðalána og stefnt að því, að endurkaup Seðlabanka og rekstrarlán hans til iðnaðar falli niður en öll slík lán verði veitt af viðskiptabönkunum. Jafnframt verði innlánabinding felld niður en fjárbindingu komið á í sambandi við útlán. Andvirði afurðalána í landbúnaði verði greitt á reikning bónda í innlánsstofnun hans samkvæmt hans fyrirmælum. Verölagsmál — gjaldeyrismál Geir Hallgrímsson sagði, að sjálfstæðismenn legðu á það þunga áherslu, að nýju verðlags- lögin verði framkvæmd á þann hátt, að með frjálsri samkeppni verði vöruverði haldið niðri. Þá vildu þeir, að sérstakt eftirlit yrði haft með þeim greinum, þar sem samkeppni er ófullkomin og höml- ur hafa verið settar með sam- komulagi eða myndun einokunar- aðstöðu. í vinnuplagginu væri ráðgert, að úthlutun ferðagjaldeyris yrði auk- in mjög verulega. Þá yrðu reglur um duldar greiðslur og fjármagns- flutninga gerðar frjálslegri en nú er. Reglur um erlendan greiðslu- frest yrðu samræmdar og frelsi aukið til að taka erlend vörukaup- alán og reglur um þau samræmd- ar. Jafnframt fái bankar almenna heimild til að útvega skammtíma- lán í stað greiðslufrests. Nauðsynlegt væri að breyta reglum um erlendar lántökur vegna skipa, sem smíðuð eru innanlands, þannig að heimilt sé að taka erlend lán á smíðatíma sem svarar væntanlegum lánum Fiskveiðasjóðs og Byggðasjóðs og andvirði skipa, sem selja á innan- lands eða erlendis þegar smíðinni er lokið og ganga á til greiðslu smíðakostnaðar. Sömu reglur verði látnar gilda um meiriháttar endursmíði skipa innanlands. Þá verði reglur um erlendar lántökur til lengri tíma en eins árs endurskoðaðar og einnig fram- kvæmd reglnanna. í lok þessa kafla vinnuplaggsins væri síðan lagt til, að Gjaldeyrisdeild bank- anna yrði lögð niður og verkefni hennar falin viðskiptabönkunum undir stjórn Seðlabankans. Kjaramálin Geir Hallgrímsson sagði, að í vinnuplagginu væri mælt fyrir um nokkur almenn atriði varðandi efni og gerð kjarasamninga. Sjálf- stæðismenn vildu, að samningar milli aðila vinnumarkaðarins yrðu strax hafnir og lokið yðri gagn- gerðri endurskoðun vísitölukerfis- ins fyrir 1. desember. Ákveða þyrfti hvernig tillaga verðbólgu- nefndar um samráðsvettvang ríkisvaldsins og aðila vinnumark- aðarins yrði framkvæmd. Vaxandi munur dagvinnulauna og heildar- tekna einstaklinga yrði sérstak- lega athugaður. Brýnt væri að eyða tortryggni, sem skapaðist vegna mismunar á raunverulegum tekjum og taxtakaupi. Ljúka bæri tillögugerð varðandi fyrirkomulag lífeyrismála. Hann sagði, að fyrir utan þessi almennu atriði í kjaramálunum hefðu þeir Gunnar Thoroddsen í stjórnarmyndunarviðræðunum einnig gert grein fyrir sjónarmið- um sjálfstæðismanna til lausnar á þeirri deilu, sem nú væri uppi í kjaramálum. Þar mætti nefna þrjár megin- leiðir. í fyrsta lagi að halda sig við efnahagsiög ríkisstjórnarinnar frá því í febrúar og maí. í öðru lagi að ganga að kröfu Verkamanna- sambandsins. Og í þriðja lagi að fresta öllum launahækkunum öðr- um en grunnkaupshækkun 1. september n.k. Geir sagði, að um það hverja af þessum leiðum ætti að velja væru menn vafalaust ekki á einu máli hvorki innan Sjálfstæðisflokksins né annarra flokka. Ef markmiðið væri að ráðast harkalega gegn verðbólgunni væri þriðja leiðin skynsamleg. En það ylti á því, hvað launþegar vildu fórna miklu til að ná verðbólgunni niður. Ef hins vegar yrði farið eftir glamur- yrðum Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags um samningana í gildi mundi það að óbreyttu þýða 60% verðbólgu á ársgrundvelli. Líkleg- ust væri því leið, ef sem flestir ættu að sættast, er tæki mið af núverandi ástandi og kröfum Verkamannasambandsins. En það skapaði meiri þörf fyrir róttækar efnahagsráðstafanir. En þó væri það ekki krónutala kaups, sem skipti öllu máli heldur kaupmáttur teknanna. Og spurn- ingin væri sú, hvort ekki mætti takast að ná samkomulagi við launþega og vinnuveitendur um að tryggja viðunandi kaupmátt launa. Sagði Geir, að í því efni bæri að taka tillit til ábendinga Ólafs Björnssonar prófessors um að ýmsir þættir hefðu þar þýðingu aðrir en beinn samanburður á framfærsluvísitölu og launaupp- hæð. Hann sagði, að í stjórnarmynd- i unarviðræðunum við Alþýðuflokk- inn og Framsóknarflokkinn hefðu þessi mál hins vegar ekki komið til alvarlegrar umræðu, þar sem Alþýðuflokkurinn hefði slitið við- ræðunum, áður en til þess hefði komið. Byggöamál og fleira Geir Hallgrímsson sagði, að í vinnuplagginu hefði verið lögð á það áhersla, að sjálfstæðar ákvarðanir séu teknar um fjár- framlög til byggðamála en þau væru ekki sjálfkrafa tengd út- gjöldum fjárlaga þótt það hefði verið eðlilegt á síðasta kjörtíma- bili. Þá bæri að líta á kostnað við samgöngur og raforkufram- kvæmdir, sem þjóna fyrst og fremst byggðasjónarmiðum þann- ig, að hann verði að hluta fjár- magnaður af framlögum til byggðamála. Byggðastefnan megi ekki leiða til þess að óarðbærum rekstri sé komið á fót eða haldið uppi. í vinnuplagginu er gert ráð fyrir því, að gerð verði þjóðhagsáætlun til nokkurra ára, sem sýni svigrúm til neyslu og fjármunamyndunar einstaklinga, fyrirtækja og opin- berra aðila og nota megi til viðmiðunar við stefnumótun og ákvarðanir. Þá verði í samvinnu við samtök launþega og vinnuveit- enda athugaðar aðgerðir til að auka framleiðni og með því að breyta vinnufyrirkomulagi og vinnutíma. Jafnframt verði fjár- ráð sjóða aukin, svo að þeir geti stuðlað að bættri hagræðingu í rekstri. Þá er í plagginu sett fram það sjónarmið, að ákvörðun um mynt- breytingu íslensku krónunnar verði tekin á næsta ári, þegar verulegur árangur hefði náðst í viðureigninni við verðbólguna. Geir Hallgrímsson sagði, að þessar meginhugmyndir sjálf- stæðismanna hefðu verið reifaðar af þeim Gunnari Thoroddsen í stjórnarmyndunarviðræðunum. Þeir hefðu einnig dreþið á önnur atriði s.s. húsnæðismál, þar sem þeir hefðu lagt á það megináherslu að auka lánafyrirgreiðslu til ungs fólks. Vikið hefði verið að umhverfis- málum og samgöngumálum. En í síðari málaflokknum hefði verið vakin athygli á tillögum sjálfstæð- ismanna um að varanlegt slitlag verði lagt á helstu vegi landsins á næstu árum í samræmi við þá áætlun, sem Sjálfstæðisflokkurinn kynnti fyrir kosningar. Þá hefði verið drepið á endur- skoðun á sviði menntamála og síðast en ekki síst minnst á stjórnarskrármálið og þá einkum breytingar á kosningalögum, jöfn- un kosningaréttar og persónu- bundnara kjör þingmanna. í lok máls síns ítrekaði Geir Hallgrímssön hvatningu sína til fundarmanna og allra lýðræðis- sinna um að fylgjast náið með framvindu mála á þessum tíma- mótum í islenskri stjórnmálabar- áttu. Nokkrír

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.