Morgunblaðið - 20.08.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.08.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 1978 21 Þessi nýi hugsunarháttur, sem tók að sér að lýsa okkur veginn, játti ekki tilveru hins illa í manninum og kenndi að göfugasta verkefni manns- ins væri að leita hamingjunnar. Hann grundaði vestræna menningu með þeirri viðsjálu leiðsögn að hefja skyldi manninn til öndvegis og efnislegar þarfir hans. Allt, sem ekki snerti líkamlega velferð og auðsöfn- un, var hunzað, enginn gaumur gefinn að blæbrigðaríkari þörfum og eiginleikum í ríki eða samfélagi, rétt eins og mannlífið hefði engan háleitari tilgang. Á þennan hátt var upp lokið flóðgáttum hins illa, sem umvefur okkur óhindrað nú. Frjáls- ræði eitt á báti leysir ekki hið minnsta vandamál mannlífsins, heldur þvert á móti bætir gráu ofan á svart. I elztu lýðræðisríkjum, eins og í Bandaríkjunum, voru réttindi ein- staklingsins í byrjun guðs gjöf til mannsins. Það er að segja mannin- um var ánafnað frelsi með skilyrði bundnu óaflátanlegri trúarábyrgð. Slík var arfleifð síðustu þúsund ára. Fyrir tvö hundruð, jafnvel fimmtíu árum, hefði það virzt óhugsandi í Bandaríkjunum að einstaklingur nyti óskoraðs frelsis til að svala hvötum sínum og duttlungum. En síðan hafa allar slíkar hindranir verið látnar lönd og leiö alls staðar á Vesturlöndum. Mönnum hefur veitzt alger lausn frá siðferðishefð kristninnar sem einkenndist svo ríkulega af líknarhug og fórnfýsi. Efnishyggja gagntók ríki í sívaxandi mæli. A endanum var mannréttindum með sanni borgið á Vesturlöndum, og oft svo keyrði úr hófi. En fölskva sló jafnframt hægt og þétt á ábyrgð mannsins gagnvart guði og samfé- lagi. Hinn lagalega sjálfumglaði andi vestrænna viðhorfa og hugsun- armáta er nú á seinni tíð kominn að fótum fram og veröldin á hrakhólum andans í pólitískum blindingsleik. Hinn uppljómaði ávöxtur tæknilegra framfara, þar á meðal sigrar í geimnum, leysir tuttugustu öldina ekki úr viðjum þeirrar siðferðilegu örbirgðar er enginn gat séð fyrir jafn síðla og á öldinni sem leið. Óvæntur skyldleiki Eftir því sem mannúðarstefna smitaðist æ meir efnishyggju varð hún aðgengilegra viðfangsefni hugs- uðum og kenningasmiðum. Varð hún fyrst efniviður sósíalisma, síðan kommúnisma og gerði Karli Marx kleift að setja fram eftirfarandi hugmynd 1844: „Kommúnismi er náttúruíklæðningur mannúðar- stefnu". I ljós kom að hugmyndin var ekki algerlega út í hött. Líta má sömu spýturnar í undirbyggingu hrund- innar mannúðarstefnu og í sérhverri mynd sósíalisma; viðstöðulaus efnis- hyggja, lausn frá trúarbrögðum og trúarlegri ábyrgð, sem magnast til að verða eins konar andtrúarleg harðstjórn í kommúnistaríkjum, og áherzla á vísindalega aðferð við þjóðfélagsbyggingu. (Táknrænt fyrir upplýsingastefnu átjándu aldar og marxisma). Það er því ekki að ósynju að allir hinir marklausu eiðstafir og heit kommúnismans miðast við manninn, með stórum höfuðstaf, og jarðneskan unað hans. Fljótt á litið virðist sem hér sé um óþrifalegan samanburð að ræða; sameiginleg einkenni með lífháttum austurs og vesturs. En þannig er einfaldlega rökfræði efnishyggju háttað. Skyldleika þeirra er einnig þann veg farið að efnishyggja sú er stefnir lengst til vinstri reynist ætíð á endanum öflugri, vinsælli og sigur- stranglegri, þar sem hún er sjálfri sér samkvæmust. Mannúðarstefna, sem glatað hefur kristilegri arfleifð, stenzt ekki samkeppnina. Slíka framvindu höfum við vitnað á liðnum öldum en einkum þó á undanförnum áratugum um heim allan eftir því sem staðan verður viðsjárverðari. Frjálslyndisstefna vék óumflýjanlega fyrir róttækni, róttækni beið lægri hlut fyrir sósíalisma og loks hrökklaðist sósíal- ismi undan kommúnisma. Kommúnistískt þjóðskipulag fékk þrifizt í austri sökum fjálglegs stuðnings vestrænna menntamanna, er þóttust finna til skyldleika og neituðu að leiða augum glæpaverk kommúnismans. Eftir að ljóst varð að þeir gátu það ekki lergur reyndu þeir að réttlæta þau. í Austur-Evr- ópu hefur kommúnisminn beðið fullkomið hugmyndafræðilegt af- hroð. En vestrænir menntamenn renna enn til hans ljúflingsauga og er hér að finna skýringuna á hvers vegna Vesturlönd fá ekki staðizt roðann í austri. Til nýrra sjónarhæda Hér leiði ég ekki hugann að því, sem gerast myndi ef kæmi til heimsstríðs, eða þeim breytingum, er slíkt myndi hafa í för með sér fyrir þjóðfélagið. Svo lengi sem við vöknum upp að morgni undir friðar- sól er dagsins önn í óbreyttu horfi. Engu að síður liggúr ólán í landi, er grafið hefur um sig um nokkurt skeið. Ég á hér við auðnuleysi hnignandi og guðlausrar manngild- ishugsjónar. Samkvæmt slíkri hugsjón er mað- urinn mælikvarði allra hluta. Ófull- kominn maður, sem aldrei er laus við stolt, sjálfselsku, öfund, hégóma og aðra lesti. Við komumst nú í kast við afleiðingar mistaka, sem enginn tók eftir í upphafi ferðarinnar. Á leiðinni frá endurreisn til okkar daga höfum við orðið reynslunni ríkari en jafnframt misst sjónar af þeirri æðstu ímynd fullkomnunar, er áður hafði taumhald á ástríðum okkar og ábyrgðarleysi. Við höfum bundið of glæstar vonir við pólitískar og félagslegar endur- bætur og þannig orðið þess áskynja að við erum hornungar hins verð- mætasta af öllu: andlegs lífs. I austri er það ráðandi flokkur, sem upprætir það með ráðabruggi og bauki. í vestri streitast hagsmunir viðskipta- lífs við að kæfa það. Sundrung heimsins stafar minni ógn en áþekk ásjóna meinsemdarinnar, sem nagar helztu hluta hans. Hefði mannúðarstefna rétt fyrir sér ’ í þeirri trú að maðurinn sé í heiminn borinn til að njóta lífsgleði, væri hann ekki fæddur til að deyja. Þar sem holdið er dæmt til að rotna, hlýtur verkefni mannsins á jörð að vera andlegs eðlis. Það getur ekki falizt í sókn eftir efnislegum eigum á sem ódýrastan hátt, til þess eins að hafa af þeim gáskaleg hámarksaf- not. Köllun mannsins hlýtur að vera að inna af hendi varanlega og ærlega skyldu svo okkur megi vaxa siðferð- isþrek við hvert fótmál á lífsleiðinni. Því aðeins kveðjum við þennan heim betri mannverur en þegar lagt var út á brautina. Skylt er nú orðið að endurskoða meðtekinn manngildislista. Vekur furðu hve brenglaður hann nú er orðinn. Fullkomlega ótækt er að menn meti verðleika forseta landsins eftir sinni eigin kaupgetu eða eldsneytisforða ríkisins. Sjálftamið hóf getur eitt borgið manninum frá heimsflúðum efnishyggjunnar. Það væri sannarlega afturför ef hengdu menn sig á okkar dögum í steinrunnar kennisetningar upplýs- ingastefnunnar. Félagslegar kreddu- bækur gera okkur að gjalti gagnvart erfiðleikum samtímans. Jafnvel þótt okkur sé þyrmt við útþurrkun af stríðsvöldum þurfum við að breyta lífsmáta okkar gagn- gert til að fá umflúið sjálfseyðingu. Ekki verður hjá komizt að endur- skýrgreina mannlíf og félagssambúð í grundvallaratriðum. Er það satt að maðurinn sé öllu æðri? Er enginn andi ofar honum? Er réttmætt að efnisleg útþensla móti allt mannlíf og þjóðfélagsstarfsemi? Er það verjandi að kynt sé undir slíkri útþenslu á kostnað andlegra heil- inda? Hafi heimurinn ekki þegar hafið göngu sína yfir Gjallarbrú má víst telja að hann standi nú á mikilvæg- um tímamótun sögunnar, ekki síðri en urðu milli miðalda og endurreisn- ar. Þau munu drepa ný andans öfl úr dróma og við munum stíga til nýrra sjónarhæða, á ókunnugt stig þar sem líkamseðli okkar mun enn njóta sín ólíkt því sem var á miðöldum, og það sem meira'er um vert, andinn mun ekki verða fótum troðinn eins og nú á dögum. Uppstigningu þessari mun svipa til skrefs upp á næsta sköpunarstig mannskepnunnar. Á jarðríki á enginn um aðra leið að velja — en upp á við. 6 gerðir fyrirliggjandi Lítið við í verslun okkar Gjataúrvalið hefur aldrei verið fallegra Hafnarstræti 19 CD Tískusýningar a' hverium deai ■1 W m MAftl MWW mk Sýningin er opin 11.-20. ÁGÚST Virka daga ki. 14 - 23, kl. 10 - 23 laugardaga og sunnudaga Landbúnaðarsýningin 1978 væri ekki fullkomin án sérstakrar tískusýningar, sem sýndi nýjustu tísku — unna úr íslenskum ullarvörum. Auk tískusýninganna verður sérstök dagsskrá á hverjum degi, meðýmsum atriðum bæði til fræðslu og skemmtunar. Sérstök barnagæsla fyrir yngstu börnin. Komið á Selfoss — Komið á Landbúnaðarsýninguna 1978 Ævintýri fyrir alla f jölskylduna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.