Morgunblaðið - 20.08.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.08.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 1978 23 Ingvi Jónsson frá Ljárskógum —Kveðja Ingvi í Grindavík — Ingvi frá Ljárskógum er dáinn. Hann fæddist þar heima fyrir 74 árum. Foreldrar hans voru hjónin Anna Hallgrímsdóttir og Jón Guðmundsson, er bjuggu þar búskap sinn allan og ólu upp börn sín, þrjár dætur og fimm syni. Nú eru aðeins tveir bræðranna eftir á vettvangi. „Tiiírar liöins tíma tendra forna k1óö.“ Kannske koma mér í hug þessar ljóðlínur Jóns frá Ljárskógum — vegna þess að ég kynntist Ljárskógaheimilinu og tengdist því þegar sól var í hádegisstað og lífið fullt af fyrirheitum. Þá urðum við Ingvi samferða nokkur ár. Þær stundir er gott að muna. — Á þeim árum var heimilið fjölmennt og búsumsvif allmikil. En hin hversdagslega lífsfram- vinda einkenndist þó ekki af áhyggjum eða amstri. Hve nær sem gest bar að garði var nógur tími til að sinna honum og veita allan* beina. Þangað lagði því margur leið sína, þótt ekki ætti annað erindi en að njóta hins hlýja viðmóts og taka þátt í söngvagleð- inni sem einkenndi heimilið. Þessar uppeldisvenjur og eðlis- eigindir voru heimanfylgja Ingva, þegar hann gekk til móts við lífsköllun sína og stofnaði eigið heimili. Hann kvæntist Guðrúnu Jóelsdóttur frá Laxárdal. Ég veit að Ingvi átti erfitt með að yfirgefa Ljárskóga — heim- taugin var sterk og þar hefði hann kosið framtíð þeirra hjóna. En af því gat ekki orðið og hófu þau búskap á Ketilstöðum í Hörðadal. Allt gekk að óskum hvað afkomu snerti, en ekki festu þau rætur þar. — Heima var í sjónmáli hinum megin fjarðarins. Og svo fóru dalabörnin suður á hrjóstruga strönd Reykja- nesskagans, byggðu þar upp fram- tíðarheimili og ólu upp synina þrjá. Heimilið var hlýtt og bjart. Húsbóndinn starfsamur og hlý- hentur. Konan traust, heillynd og dugmikil. Kannski hefur brimhljóðið verið ógnvekjandi fyrstu árin og berangur strandarinnar harður við fót — talsvert annar tónn en öldukliður í smásævi Hvamms- fjarðar, þegar hún mynnist við ósinn. En nú varð ekki aftur snúið, grýtta stöndin var orðin þeirra heima. „Á hausti síöustu sHngvar deyja. þá söngva skóp tyrrum vorsins ylur. Á miili er sumar með sói og unað. Og hægt til grafar alit lifandi iæðist, þótt lífsKlöð æskan mót sólu brosi. Á milli er óÍKandi úthaf lffsins.“ Þessum línum er ekki ætlað að rekja lífsþráð Ingva frá Ljárskóg- um. Þær eru aðeins fátækleg kveðja — siðbúin þökk fyrir löngu liðna daga. — Vestan yfir fjöllin flytur mildur þeyr kveðjustef niður að ströndinni suður við hafið. — Þangað sem sonur dalsins hvílir á hinsta beði. í gegnum djúp rökkursins ljóma lífgeislar minninganna og lýsa þeim lifandi. Þorstoinn frá Kaldrananesi. SolarVerosol strimlatjöld! Viö viljum vekja athygli yöar á aö viö höfum gjört framleiöslusamning viö VEROSOL hiö þekkta hollenska fyrirtæki í strimlatjaldaefni til varnar sólar-hita og kulda. VEROSOL er byggt upp meö polyester þræöi, ýmsir litir eru á annarri hliö, en hin hliðin íborin meö mycro þunnri ál-þynnu sem speglar frá sólargeislum sem og innfra-rauðum. SÓLAR-STRIMLATJÓLD meö VEROSOL strimlum er því hin eina örugga vörn gegn hita utanfrá (ál-filman kastar sólargeislunum frá) SÓLAR-VEROSOL gefa mjúka birtu í stofuna SÓLAR-VEROSOL fyrir heimili (sérstök mynstur) sérlega góö fyrir sjúkrahús og skrifstofur ef huga á aö þægindum og gæöum. Kynnið yöur kosti VEROSOL-STRIMLANNA og UNIVERSAL-SUPER brautanna (fríhjóla, meö gormum í hverju hjóli). glugyatjöld Lindargötu 25 — Símar 13743 og 15833 EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU Höfum á lager ýmsar geröir af vlöurkenndum þllplötum til eldvarna frá ETERNIT í Belgíu. M.a: PICALUX innanhússplötur. ETERSPAN utanhússplötur. GLASAL meö innbrenndum lit til alhliöa nota. ^K^^húsa fIU SMIOJAN HF Súðarvogi 3 104 Reykjavík Sími 86365

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.