Morgunblaðið - 20.08.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.08.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 1978 27 tækifæri sem formaður Verndar að færa honum þakkir fyrir samviskusamt starf í þágu sam- takanna — mörgu vökunæturnar og þann skilning og hlýju, sem hann auðsýndi þeim einstæðing- um, sem leituðu skjóls á heimilinu. Einnig færi ég honum þakkir fyrir ómetanlega tryggð og vináttu við heimili mitt og fjölskyldu. Ingimar hafði fastmótaðar skoð- anir, en þótt dulur væri um eigin hag hafði hann yndi af skemmti- legum samræðum, og hafði til að bera næmt skyn á skoplega hlið tilverunnar. Á yngri árum tók Ingimar talsverðan þátt í félagslífi, var t.d. ákafur verkalýðssinni, og tók virkan þátt í baráttu fyrir bættum kjörum launþega i heimabyggð sinni. Ingimar unni ferðalögum mjög enda vandist hann þeim á ferðum sínum um landið meðan hann hafði með höndum eftirlit með rekstri kaupfélaga. — Nú á miðsumri þegar degi er þegar farið að haíla og „dauðinn hefur leyst fjötur af fæti“ gefst honum á ný að fá þessa ósk sína uppfyllta „að ferðast vængjalaust um geim allan og skoða sig um á öldum ljósvak- ans, þessa heims og annars" — Dauði og fæðing eru fyrirbæri sem aðeins eru tii samkvæmt mati mannshugans, en frá sjónarhóli alheimsins eru þau aðeins þrep í hinni endalausu breytingu allra forma. Á hverri sekúndu er einhver maður að „deyja", en lífið lifir. Dauðinn er upphaf jafnt sem endir — fæðing er ending jafnt sem upphaf, segir gríski speking- urinn Herakleitos. Guð gefi Ingimar farsælan og góðan áfangastað á ferð hans til fjarlægra stranda. Þóra Einarsdóttir. Það gat ekki farið hjá því er ég frétti að Ingimar Ingimarsson, fyrrum bókari, væri látinn að hugur minn reikaði aftur í tímann og þá sérstaklega til áranna 1959—63, en þá vann Ingimar við vistheimili Bláa-Bandsins við Flókagötu í Reykjavík. — Vist- heimilið tók á móti mönnum til vistar er höfðu verið í læknismeð- ferð vegna ofneyslu áfengis og var þrep út í lífið að nýju fyrir þá sem ekkert athvarf áttu. Þessi ár vann ég oft við Bláa-Bandið í forföllum forstjóra þess, en aðalstarf mitt var tengt þeim störfum sem þarna voru leysta af hendi, þess vegna kynntist ég Ingimar vel og störf- traust manna er hann hafði með að gera, þeir fundu hjartahlýju þessa manns og drengskap enda brást hann þeim aldrei. Ingimar var skarpgreindur maður, víðlesinn, skemmtilegur og tilsvör hans oft hnyttin. — Annars var hann hlédrægur mjög og frábitinn því að láta mikið á sér bera. Það væri hægt að skrifa langt mál um marga góða hæfileika hans en hér verður numið staðar því það veit ég að slíkt hefði hann viljað. Aðeins að lokum vil ég þakka að hafa kynnst góðum dreng sem ég þroskaðist af að kynnast. Sk.Þ. um hans þar. Það sem vakti athygli manns við störf hans var hvað fljótt hann fékk trúnað og AUGLYSINGASIMINN ER: 22410 jnorpunblabib 10% afslattur \ Af öllum Elvis plötum því nú er liöiö 1. ár frá láti rock kóngsins. Forever victow 50,000,000 ELVIS FANS CAN'T BE WRONGii Elvis Golden Record Vol. 2 Elvis Golden Record Vol. 3 EIVIS # rmsm Elvis Golden Record Vol. 4 The Sun Session ELVIS Elvis for Everyone n/m fm A Legendary Performer Roustabout ELVKS FRÍSLEV Madison Square Garden Blue Hawaii Moody Blue ! ííÉmmB I #11 ' Loving You SKifAW aaCTi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.