Morgunblaðið - 22.08.1978, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.08.1978, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1978 23 Keflavíkinga er staðreynd. Pétur Pétursson, sem skoraði bæði mörkl Sveinsson í loftinu af gleði. Svipur Keflvfkinga er ekki eins hressilegur. lur farnir irjöfnuðu Eftir þessi úrslit er ekki annað séð, en að íslandsbikarinn hafi vistaskipti, frá Akranesi að Hlíð- arenda, því að Valur þarf ekki nema eitt stig út úr tveim síðustu leikjunum til að tryggja sér titilinn. Keflvíkingar, sem hafa tekið mikinn sprett í síðustu 5 umferðunum eygja nú möguleika á 3. sætinu og vinna sér þar með rétt til þátttöku í UEFA-keppni á næsta ári. Eins og áður er að vikið, þá léku Keflvíkingar sinn besta leik á sumrinu. Leikmenn börðust allan tímann og gáfu hvergi eftir allan leikinn. Olafur Júlíusson var besti maður Iiðsins að þessu sinni, auk þess áttu þeir Sigurður Björgvins- son, Einar Á. Olafsson, Skúli Rósantsson og Þorsteinn Bjarna- son góðan leik. Leikur Skagamanna var slakur að þessu sinni. Karl Þórðarson var langbesti maður liðsins ásamt Jóni Alfreðssyni. Aðrir leikmenn léku langt undir getu. Pétur Pétursson sást ekki í fyrri hálfleik, en hann náði sér heldur á strik í síðari hálfleik, en hann skoraði tvö mörk í lok leiksins og setti nýtt markamet í 1. deild. Þá átti Árni Sveinsson þokkalegan leik. Óli Ólsen dæmdi ágætlega, en mörgum fannst vítaspyrnudómur hans nokkuð strangur. f STUTTU MÁLl, 1. deild — Keflavíkurvöllur 19. ágúst 1978« ÍBK - ÍA 2-2 (1-0). MÖRKIN, Steinar Jóhannsson fBK á 10. og 55. mín. [’rtur Pétursson ÍA á 90. og 91. mín. ÁHORFENDUR, 996. 1. DEILD 2. DEILD Staðan 1 1. deild, Valur 16 ; 16 o 0 43.8 32 Akranes 16 13 2 1 47.12 28 Víkinxur 16 8 1 7 25,28 17 Kellav. 16 6 4 6 25,23 16 Fram 16 7 2 7 20.25 16 IBV 15 6 2 7 23,22 14 KA 16 3 4 9 14.37 10 Þróttur 15 2 6 7 17,23 10 FH 16 2 6 8 21.33 10 Breiðabl. 16 2 1 13 15,39 5 Markhæstu leikmenn, Pétur Pétursson. fA 19 Ingi B. Albertss., Val 14 Matth. Hallgrlmss., ÍA 11 Atli Eðvaldss., Val 9 Guðm. Þorbjörnss., Val 8 Gunnar ö. Kristjánss.. Víkingl 8 Kristinn Björnss., fA 8 Sigurlás Þorleiiss., ÍBV 8 Arnór Guðjohnsen, Víkingi 7 Janus Guðlaugss., FH ,7 Leifur Helgason, FH 7 Staðan f 2. deild, KR 15 12 2 1 42.4 26 Reynir 17 7 4 6 22.20 19 ÍBl 15 6 5 4 23.18 17 Þór 15 6 4 5 13.13 16 Austri 15 6 4 5 14.15 16 Ilaukar 15 5 5 5 17,17 15 Þróttur 15 5 4 6 17,23 14 Fylkir 15 6 1 8 16.18 13 Ármann 15 4 2 9 14,22 10 VHlsungur 15 2 3 10 11,35 7 Markhæstu leikmenn, Stefán ö. Sigurðss., KR 10 Sverrir Herbertss., KR 9 Birgir Guðjónss.,' KR 6 Hilmar Sighvatss., Fylki 6 Jón Láruss., Þór 6 Þráinn Ásmundss., Ármanni 6 Bjarni Kristjánss., Austra 5 Haraldur Leifss., fBÍ 5 Jón Oddss.. ÍBÍ 5 Sigurður Indriðas.. KR 5 Vilhelm Frederiksen, KR 5 Sanngjarn sigur Hauka yfir Þór HAUKAR sigruðu Þór frá Akureyri 1 —0 á Kaplakrikavelli síðastliðinn laugardag í 2. deild í knattspyrnu. Var sigur Hauka sanngjarn og hefði vel getað orðið stærri. Tvö til þrjú núll hefði ekki verið ósanngjarnt eftir gangi leiksins. Lið Þórs náði sér aldrei veruléga á strik. Það var fátt um fína drætti í fyrri hálfleik hjá liðunum, mikið var um ónákvæmar sendingar, og kýlingar út í loftið. Var furðulegt hve lítið leikmenn reyndu að leika knettinum með jörðinni, veður var allan tíman gott meðan á leiknum stóð svo að ekki var því um að kenna. Leikmenn Þórs voru öllu meira með knöttinn í fyrri hálf- leiknum en fengu fá færi. Staðan í hálfleik var 0—0. í síðari hálfleiknum hresstust Haukamenn og sóttu þá ákafar en áður, og áttu ágæt færi. Oft skall hurð nærri hælum við mark Þórs en inn vildi knötturinn ekki. Markiö lá í loftinu og á 26. mínútu síðari hálfleiksins tókst Lárusi Jónssyni að skora eftir ágæta sendingu frá Árna Hermannssyni. Var Lárus rétt utan við markteig og afgreiddi sendinguna viðstöðu- laust í netið með föstu skoti. Haukar héldu áfram að sækja en fleiri urðu mörkin ekki. Besta tækifæri Þórs kom er Sigþór skallaði á markið í góðu færi. Axel markvörður Hauka varði, en hélt ekki knettinum missti hann frá sér, út á Þórsara sem skaut yfir. Áberandi besti maður Hauka í þessum leik var Guðmundur Sig- marsson, lék hann allan tíman vel, og barðist af miklum dugnaði. Þá átti Axel markvörður ágætan leik. Lið Þórs var í heild dauft í dálkinn og náði sér ekki á strik. Var vörnin skársti hluti liðsins að þessu sinni. Ekki var að sjá á liði þess, að þeir væru að berjast fyrir 1. deildarsæti. - ÞR • Barátta í leik Ilauka og Þórs. (Ljósm. Kristinn). AUSTRI FÉKK HEPPNISSTIG AUSTRAMENN máttu svo sannarlega þakka sínum sæla, íyrir stigið sem í þeirra hlut kom úr viðureign þeirra við Völsung á Húsavík um helgina. Völsungar náðu fljótlega góð- um tökum á miðju vallarins og sóttu stíft að marki Austramanna, en þrátt fyrir það tókst Völsung- um ekki að skora mark. Aftur á móti voru það Austfirðingar sem opnuðu markareikninginn með marki Bjarna Kjartanssonar á 32. mínútu. Það voru svo ekki liðnar nema 3 mínútur af síðari hálfleik þegar Magnúsi Hreiðarssyni tókst að jafna metin fyrir Völsung. Það sem eftir var leiksins, var sama uppi á teningnum, Völsungar sóttu án afláts, en uppskáru ekki sem skyldi. Oft máttu Áustramenn þakka góðri markvörslu Sigurjóns Kristjánssonar að ekki fór verr. En það var sem endranær að mörkin gilda og því urðu Völsung- ar að sætta sig við jafntefli. Bestu menn liðanna, voru þeir Kristján Olgeirsson, Völsungi og Halldór Árnason, Austra. Leikinn dæmdi Sævar Frímannsson og virkaði óöruggurr - BA KR í ERFIÐLEIKUM, EN VANN ÞÓ ÞRÓTTOG DEILDINA UM LEIÐ KR-INGAR voru að vonum kátir eftir að þeir höfðu unnið sigur á Þrótti á Neskaupstað á laugardaginn með tveimur mörkum gegn engu. Sigurinn tryggði liðinu glæsilegan sigur í 2. deildinni í knattspvrnu og það var ekki nema eðlilegt að þeir tækju þjálfara sinn, Magnús Jónatansson. og „tolleruðu" hann að Ieiknum loknum. Reyndar má segja að Magnús hafi þarna verið á heimavelli því að í fyrra þjálfaði hann Þrótt með góðum árangri og hinum megin við Oddskarðið er Austri, sem Magnús hefur einnig þjálfað. Sigur KR-inga var þó ekki meira en svo að vera sanngjarn á laugardaginn, því Þróttararnir voru sízt lakari aðilinn í leiknum, en KR-ingar voru heilsteyptari eins og svo oft áður í sumar. Fyrsta hálftímann sótti Þróttur án afláts og þá átti Bjarni Jóhannesson gott skot í þverslá og Magnús Guðmundsson sýndi smilli er hann varði vel frá Guðmundi Ingvasyni og reyndar fleiri skot. Eftir fyrsta hálftímann jafnað- ist leikurinn og var svo þar til 30 mínútur voru eftir af leiktíman- um. Þá tóku KR-ingar yfir og Haukur Ottesen skoraði með lúmsku skoti frá vítateig á 17. mínútu seinni hálfleiksins. Þrótt- arar gáfust þó ekki upp og leikurinn var skemmtilegur allan tímann. Átta mínútum fyrir leiks- lok náðu KR-ingar skemmtilegri sókn, vörn Þróttar var grátt leikin, og Stefán Örn Sigurðsson skoraði með góðu skoti frá vítateig. Beztu menn KR í þessum ieik voru miðverðirnir Ottó og Börkur, en Vilhelm Fredriksen lék einnig mjög vel. Af Þrótturum stóðu þeir sig bezt Magnús Magnússon og Guðmundur Ingvason. Þokkalegur dómari leiksins var Hjörvar Jens- son. — II.Ben./— áij

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.