Morgunblaðið - 22.08.1978, Page 36
au<;lVsin<;asíminn ek.-
22480
|H»r0iinbl«bit>
Verzlið
i aérverzlun með
litmjónvörp og hljómtaeki?
l^BÚOIN
SkiphoÍTTÍ9,
sími 29800
ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1978
Verður forsæt-
isráðherrastóll-
inn helzti ásteyt-
ingarsteinninn?
ENDA þótt skipan manna
í ráðuneytin sé lítið sem
ekkert komin á dagskrá í
vinstri viðræðunum, sem
nú standa yfir, er þó Ijóst
að helzti ásteytingarsteinn-
inn í þessum efnum kemur
til með að verða sá hver
skuli fara með forsætisráð-
herraembættið í þeirri
stjórn sem út úr viðræð-
unum kann að koma.
Eftir því sem Mbl. hefur
fregnað er mjög ákveðin
andstaða gegn því innan
þingflokks Alþýðuflokksins
að Lúðvík Jósepsson verði
forsætisráðherra og gefa
Alþýðuflokksmenn í skyn
að þeir muni fremur sætta
sig við Ólaf Jóhannesson í
foj-sætið, þar sem þeir sjálf-
ir eigi ekki von á því jað
Alþýðubandalagið muni
láta Alþýðuflokki eftir
þetta sæti.
Mjög skiptar skoðanir eru
um þetta atriði innan
Framsóknarflokksins og
jafnvel gert ráð fyrir að
þingflokkurinnn mundi
klofna í tvær fylkingar um
málið, en þó er látið að því
liggja að líklega muni
framsóknarmenn fremur
fallast á Lúðvík sem forsæt-
isráðherra en að láta við-
ræðurnar springa á því eina
atriði. Innan Alþýðubanda-
lagsins eru þær raddir
einnig orðnar háværari,
sem telja að Lúðvík eigi
ekki að gefa forsætisráð-
herrastólinn eftir.
Ljósm. Mhl.: Krístján.
Eins og sagt hefur verið frá þá fórst þrennt þegar þessum Bronco jeppa hvolfdi í
Krossá aðfaranótt laugardagsins. Jeppinn fór mjög illa í ánni og er talinn að mestu
ónýtur. Sjá bls. 28.
Samkomulag að nást um lausn
átta milljarða efnahagsdæmis
Hátekjuskattur, eignaskattsviðauki og veltuskattur meðal tekjuöflunarleiða
FLOKKARNIR þrír, Alþýðu-
bandalag, Alþýðuflokkur og Fram-
sóknarflokkur, sem nú standa í
stjórnarmyndunarviðræðum undir
forystu Lúðvíks Jósepssonar urðu
í gær sammála um ákveðið efna-
hagsdæmi, sem lagt var fyrir
Bóndinn á Deildará
talinn hafa drukknað
Skipulagðri leit hefur verið hætt
Flókalundi, 21. ágúst.
HÆTT hefur verið umfangsmik-
illi leit í Breiðafjarðareyjum að
öldruðum bónda, Jóni G. Jóns-
syni, Deildará á Múlanesi,
V-Barðastrandarsýslu, en bátur
hans fannst hálffullur af sjó við
Ileiðnarey í gærkvöld og í dag
fann kafari fatnað af Jóni á
svipuðum slóðum.
Nánari tildrög voru þau, að í
gær, sunnudag, ætlaði piltur frá
Patreksfirði að heimsækja Jón til
að fá lánað hjá honum dekk en Jón
er einbúi á Deildará. Var Jón þá
ekki heima en jeppi hans niðri í
í'jöru og trillubátur hans horfinn
úr fjöru. Þegar piltur spurðist
nánar fyrir um Jón á bænum Firði
minntist fólk þess þar að bíllinn
hefði líka verið í fjörunni daginn
áður. Var þá haft samband við
Björgunarsveit Patreksfjarðar og
SVFI og leit hafin úr lofti, landi
og af sjó, þar sem m.a. fjórir
froskmenn aðstoðuðu. Seint í
gærkvöldi fannst báturinn eins og
fyrr getur og einnig ýmis fatnaður,
svo sem stígvél og úlpa Jóns. Við
frekari leit í gær fann froskmaður
síðan buxur af Jóni og var leit þá
hætt að öðru leyti en því að
eitthvað verður reynt að kafa
áfram við Heiðnarey.
Deildará er einn fimm bæja á
Múlanesi, og eru þeir nýlega
komnir í eyði en jarðeigendur eru
þar þó flestir á sumrin til að sinna
landnytjum, svo sem sel, dúni,
fugli og fiski. Jón hafði þó áformað
að vera áfram á Nesi í vetur.
- Páll.
Þjóðhagsstofnun til útreikninga.
Á grundvelli þeirra útreikninga
mun svo í dag verða tekin ákvörð-
un um hvort tilgangur sé í frekari
viðræðum flokkanna eða ekki.
Enda þótt flokkarnir séu f
meginatriðum sammála um „út-
viði“ efnahagsdæmisins er nokkur
meiningarmunur varðandi einstök
atriði tekjuöflunarhliðarinnar,
sem mun vera upp á 8 milljarða
króna fram til áramóta. Þessi
meiningarmunur er þó fremur
stigsmunur en eðlismunur þvf
f lokkarnir eru sammála um að afla
tekna með sérstökum hátekju-
skatti, eignarskattsviðauka, auk-
inni skattlagningu á fyrirtæki f
formi veltuskatts og aukinna
neyzluskatta, einnig með sparnaði
f ríkisrekstri. Flokkarnir eru
sammála um 15% gengisfellingu
og að áhrif hennar verði greidd
niður. í stað 10% niðurfærslu
vcrðlags 1. september er nú rætt
um 8% þá og 4% 1. desember og
einnig munu flokkarnir á þvf að
heppiíegra sé að haga lækkun
söluskatts misjafnt eftir vöruteg-
undum í stað sömu lækkunar yfir
alla lfnuna. Þá er ætlunin að setja
á stranga verðstöðvun.
Ekki er útrætt með hverjum
hætti verður farið að gagnvart
launamálum, en Ólafur Jóhannes-
son formaður Framsóknarflokksins
sagði í samtali við Mbl. í gær, að
framsóknarmenn gætu fallizt á
„nokkra kauphækkun á lægri laun
upp að ákveðnu marki" en þetta
mark sagði Ólafur ekki ákveðið þá.
Ólafur sagði það sitt mat á
stöðunni í gær að flokkarnir þrír
ættu að geta komið sér saman „ef
ekki eitthvað óvænt kemur upp á“
en benti á að fjölmörg atriði væru
enn ófrágengin. Einn af forystu-
mönnum Alþýðuflokksins sagði, að
enda þótt segja mætti að beinagrind
efnahagsmálanna til áramóta lægi
fyrir, þá væri ekkert farið að ræða,
hvað taka á við á næsta ári né
heldur aðra flokka en efnahagsmál-
in og því gæti ýmislegt gerzt ennþá.
Hvað sem því líður er Lúðvík
Jósepsson staðráðinn í að láta
draga til úrslita í dag og sagði hann
í gær, að ef hann mæti stöðuna
neikvæða eftir daginn í dag myndi
hann slíta viðræðunum og skila af
sér stjórnarmyndunarumboði til
forseta Islands.
Kanadamenn ógna salt-
sfldarmörkuðum okkar
Óvíst hvenær reknetaveidar hef jast í haust
KANADAMENN ógna nú síldar-
mörkuðum íslendinga f Evrópu,
en þeir bjóða nú saltsíld á miklu
lægra verði en íslendingar geta
boðið, að því er Morgunblaðinu
hefur verið tjáð. Það scm fyrst og
fremst veldur þessu, er að bæði
borga Kanadamenn miklu minna
fyrir sfldina upp úr sjó og
ennfremur er verkunarkostnaður
þar í landi mun lægri en á
Islandi. Þá hefur verðbólgan
mikið að segja f þessu máli og t.d.
er talið að verkunarkostnaðurinn
hafi hækkað á íslandi um ca 85%
frá sfðustu vertfð, og er þá ckki
gcrt ráð fyrir hækkuðu verði til
sjómanna og útgerðarmanna.
Þá er nú alveg óvíst hvenær
síldveiðar reknetabáta geta hafizt,
þar sem síldin er mjög horuð enn.
Þau síldarsýni, sem tekin hafa
verið, sýna aðeins 9—10% búkfitu,
en til þess að hægt sé að hefja
söltun á síld, má fitan helzt ekki
vera undir 14—15%
Á meðan síldin hefur ekki
nálgazt þetta fitumark, er talið
vonlaust að hefja síldveiðar, en
gert var ráð fyrir að reknetabátar
hæfu veiðar kringum 25. ágúst.
Stalbflí
Reykjavík -
Faldihann
íÖlfusá...
Á LAUGARDAG var lögregl-
unni á Selfossi tilkvnnt að
jeppabifreið væri í Olfusá, á
móts við cnda flugbrautarinn-
ar á Selfossi og flæddi yfir
dekk bílsins og inn á gólf í
honum. Við rannsókn málsins
kom f ljós að jeppanum hafði
þá um nóttina verið stolið í
Reykjavík. Var þar að verki
ungur Selfyssingur, sem eitt-
hvað hafði verið að skemmta
sér í höfuðborginni og þurfti
að komast heim.
Tók hann jeppann trausta-
taki og ók honum austur yfir
fja.ll. Þegar þangað kom ætlaði
hann að fela hann undir háum
bakka í Ölfusá fyrir neðan
Selfoss en þurfti að krækja
fyrir girðingu sem lá út í
Ölfusá. Þegar hann var kominn
út fyrir girðinguna drap jepp-
inn á sér og sá ökumaðurinn sér
þann kost vænstan að vaða í
land. Fór hann þá heim og
lagðist til svefns. Seinna um
daginn var hann vakinn af
lögreglunni og viðurkenndi þá
verknaðinn og hafði hann verið
nokkuð við skál um nóttina.
Situr hann enn inni en bíllinn
náðist upp og var ekið til
Reykjavíkur.