Morgunblaðið - 23.08.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.08.1978, Blaðsíða 1
181. tbl. 65. árg. MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Eftir að hafa sigrað í tveimur skákum heimsmeistaraeinvígisins hélt Karpov heimsmeistari mikla sigurveizlu. Hér má sjá hann fá sér sneið af sigurtertunni. Með honum á myndinni eru Miguel Anton forstjóri hótelsins sem hann dvelur á (fyrir miðju) og dulsálfræðingurinn, Zouchar, sem svo mjög hefur komið við sögu einvígisins. Sjá skákskýringu á bls.: 27 Hua veitist enn mjög harkalega að Rússum Belgrad - 22. ágúst AP - Reuter. HUA Kuo-Feng formaður kín- verska kommúnistaílokksins fékk mjög góðar viðtökur á öðrum degi heimsóknar sinnar í Júgóslavíu í dag. Talið er að um 400 þúsund manns hafi fagnað Hua á götum Belgrad þegar hann ók þar um. í ræðu sem Hua héltí Belgrad í gær lýsti hann fullum stuðningi Kínverja við sjálfstæðisstefnu Júgóslava og kvað Kínverja hafa fullan hug á því að efla samskipti ríkjanna verulega. Þá veittist Hua mjög harkalega að Sovétmönnum í ræðunni og er sagt að hann hafi verið enn ómyrkari í máli en í ræðum sínum í Rúmeníu á dögun- um. Sérstaklega átaldi hann Sovétmenn fyrir heimsvaldastefnu þeirra. Viðbrögð Sovétmanna við ásök- unum Hua voru mjög hörð og átöldu þeir hann mjög fyrir að misnota þessa heimsókn sína til Balkanlandanna til þess að seilast eftir áhrifum þar og bera út óhróður um Sovétríkin, sem væri alls ekki á rökum reistur. Þá kom það fram í tilkynningu júgóslavneskra stjórnvalda að ríkin hygðust auka verulega vöruvið- skipti sín á milli, eða úr 200 milljónum dollara í ár í 500 milljónir dollara árið 1980. Jomo Kenyatta Kenyatta látinn Nairobi, 22. ágúst — AP. JOMO Kenyatta forseti Kenya lést í svefni í morgun, að því er segir í fréttum þarlendra stjórn- valda. Kenyatta, sem talinn var vera ,.um 85 ára" gamall, hefur stjórnað f Kenya undanfarin 15 ár, eða allt frá því að landið hlaut sjálfstæði. Af stjórnmála- sérfræðingum hefur hann ætíð verið talinn einn merkasti leið- togi Afrfkulanda. Viðbrögð víða um heim vegna fráfalls forsetans eru flest á einn veg og sögð mikil eftirsjá að hinum látna forseta, sem hefur tekist að halda landi sínu mikið til utan við „brólt" stórveldanna, eins og útvarpið í Nairobi lýsti því. Bretar í rimmu við EBE Brllssel, 22. áKÚst. AP. RÁÐHERRANEFND Efnahags- bandalagsins hefur neitað að sam- þykkja hið nýja bann Breta við ó'Ílum síldveiðum á svonefndu ír landshafi, að þvf er heimildir f Brtissel hermdu f dag. Þá segir að Finn Olav Gunderlach erindreki bandalagsins telji bæði alveg óaðgengilegt, að Bretar skuli einhliða án umræðu í ráðherra- nefndinni taka þessa ákvörðun, svo og að aðlðgunartíminn sé allt of skammur. Bretar tilkynntu um þessa ákvörðun sína s.l. fimmtudag og sögðu þá að síldveiðibannið kæml til framkvæmda eigi síðar en 24. september nk. Síldveiðar á þessum slóðum eru jafnan stundaðar af brezkum fiski- mönnum á tímabilinu -ágúst til október og af Frökkum á tímabilinu september og október, og eru þeir eina bandalagsþjóðin sem nýtir þessi síldarmið. Gunderlach telur að Bretar virði ekki þær samþykktir sem gerðar voru á júlífundi ráðherranefndar- innar um fiskveiðimál og ef eðlilegur framgangur hefði verið á málinu kæmi það til umræðu á fundi nefndarinnar 26. september n.k. Hua Kuo-Feng formaður kínverska kommúnistaflokksins er um þessar mundir í níu daga heimsókn í Júgóslavíu. Hér sést hann í „Hitlersdeild" hersögusafnsins í Belgrad. Portúgal: Stjórn myndud í næstu viku? Nombre da Costa Lissabon, 22. ágúst. AP. NÝSETTUR forsetisráð- herra Portúgals, Alfredo Nombre da Costa, sagði í dag á fundi með frétta- mönnum að ekki væri þess Morðingjar Schleyers sluppu frá lögreglunni Bonn 22. ágúst. AP. Reuter. ÞRÍR hryðjuverkamenn, sem ákaft hefur verið leitað af vestnr-þýzku lbgreglunni undan- flirna mánuði vegna morðanna á þýzka iðjuhöldinum Schieyer, bankastjóranum Ponto og sak- sóknaranum Buback, sluppu á einkennilegan hátt úr hiindum lbgreglunnar f Vestur-Þýzka- landi fyrir tveimur vikum að því er fréttir frá stjórnvöldum herma. Hryöjuverkamennirnir sem uir. ræðir eru Christian Klar, 26 ára, Willy Peter Stoll, 28 ára, og Adeheid Schulz 23 ára. Það var þyrlufyrirtæki utan við Frank- furfc sem gerði lögreglunni viðvart um frekar grunsamlegt fólk sem tekið hafði þyrlu á leigu hjá fyrirtækinu undir því yfirskyni að það hyggðist kvik- mynda fangelsi úr lofti. Menn frá þyrlufyrirtækinu höfðu tek- ið fjölda mynda af þremenning- unum sem lögreglan fékk til' meðferðar, án þess þó að þekkja „þrjótana". Forsvarsmenn lögregluyfir- valda segja að þremenningarnir hafi breytt svo mjög útliti sínu að ógjórningur hafi verið að þekkja þá. Lögreglan ákvað því á sínum tíma að fylgjast einung- is vel með þessum furðufuglum og sjá hverjar væru fyrirætlanir þeirra. Þegar þremenningarnir tóku eftir því að þeim var veitt eftirför á gula Benzbílnum þeirra juku þeir hraðann að mun og stungu lögregluna ein- faldlega af. Ekki hefur lögreglan komist að því hver hinn raunverulegi tilgangur var með þessu þyrlu- flugi, en leitt er að því getum að þeir hafi einungis viljað kynna sér til hlítar notkun þyrlu upp á seinni tíma not. að vænta að stjórn yröi mynduð í Portúgal fyrr en í fyrsta lagi um miðja næstu viku. Sagðist Costa myndu taka sér mjög góðan tíma til að finna hæfa menn í ríkisstjórn sína, hann myndi alls ekki láta undan þrýst- ingi um að mynda stjórn í snarhasti. Ennfremur neitaði hann orðrómi þess efnis að hann væri að vinna að myndun hægri- stjórnar. „Ég mun velja menn í embætti eftir verðleikum, en ekki eftir því hvort þeir eru til hægri eða vinstri í pólitík," sagði Costa ennfremur. Samkvæmt fréttum dagblaða í Lissabon vefst það aðallega fyrir Costa að finna hæfa menn í embætti menntamála- og upplýs- ingamálaráðherra og utanríkis- ráðherra. Mario Soares fyrrverandi for- sætisráðherra hefur gagnrýnt mjög skipun Costa í embætti og sagt hana brjóta í bága við stjórnarskrá landsins, þar sem hún hafi ekki verið samþykkt af þingi landsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.