Morgunblaðið - 23.08.1978, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.08.1978, Blaðsíða 4
Útvarp kl. 10.45 og 17.50: Sjónvarp kl. 21.45: MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1978 Hvemig er bókakaupum al- menningsbókasafna háttað? „IJm bókakaup almenningsbókasafna14, nefnist þáttur f samantekt Gísia Helgasonar, en hann verður tvftekinn í dagskrá útvarpsins í dag. Fyrst verður honum útvarpað klukkan 10.45 um morguninn, en siðar klukkan 17.50 f eftirmiðdaginn. Að sögn.Gísla Helgasonar var þetta efni valið með tilliti til þess ao íslendingar telja sig vera eina mestu bókaþjóð í heiminum og þvi væri fróðlegt að athuga fivernig bókakaupum almenningsbóka- safna væri háttað og í því sambandi hvernig fjár til þeirra væri aflað. Urho Kekkonen forseti Finnlands er hann var við veiðar á Islandi fyrir skömmu. „í þættinum verður rætt við Unnar Stefánsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga," sagði Gísli. „Einnig fengum við nokkra lánþega á Borgarbóka- safninu til að segja álit sitt á bókakaupum Borgarbókasafns- ins í Reykjavík og hvernig safnið geti best þjónað þörfum almennings, en í lögum um almenningsbókasöfn segir að þau skuli vera fólki til fróðleiks, skemmtunar og upplýsinga." „Ástæðan fyrir því að við tókum Borgarbókasafnið fyrir er sú að það er langstærsta almenningsbókasafnið hér á landi," hélti Gísii áfram. „Við ræðum við Elvu Björk Gunnars- dóttur borgarbókavörð og fjall- ar hún um það hvernig bóka- kaupum Borgarbókasafnsins er Gísli Helgason. háttað og hvernig það geti best gegnt hlutverki sínu,“ sagði Gísli að lokum. Nokkrir þættir úr lífi Urho Kekkonens Finnlandsforseta „Boðberi hlutleysisslefnu" nefnist um fimmtíu mínútna löng finnsk heimildamynd um Urho Kekkonen, forseta Finnlands, en sjónvarpsmenn fylgdust með forsetanum í nokkra daga. Mynd- in er send út í lit, en pýðandi hennar er Trausti Júlíusson. Sagöi Trausti í viðtali við Morgunblaðið aö í myndinni væri brugöiö upp smámynd af lífi Kekkonens, og lýst nokkrum þáttum þess. Reynt er að skýra ^ögulegar forsendur hlutleysis- stefnunnar, sem kennd er við forsetann. „Þýski prófessorinn Löwendahl og kanslari Austurríkis Bruno Kreisky, lýsa andstæöum sjónar- miðum á hlutleysisstefnunni og ræða um svo nefnda „finnlandiser- ingu" á stefnunni,“ sagöi Trausti. „í því hugtaki felst aö Sovétríkin ráöi í öllum meginmálum. Finnland getur þá ekki sjálft tekið neinar úrslitaákvarðanir í meginstefnu- málum.“ „Fylgst er með Kekkonen í Lapplandi í nokkra daga, og er hann þar á skíöum og viö veiðar. Þar kemur fram að Kekkonen stundar mikið skíöagöngur og skokkar daglega, „sagöi Trausti. í myndinni er einnig vikið aö konu Kekkonens, Sylvi, en hún lést fyrir fjórum árum. Var hún nokkuö þekktur rithöfundur í Finnlandi. „Þetta er ekki nein ævisaga forsetans, heldur eru sýndir í myndinni nokkrir þættir úr lífi hans. Sagt er frá borgarastyrjöld- inni 1918, en taliö er aö hún hafi haft mikil áhrif á forsetann, þar sem hann tók þátt í henni,“ sagöi Trausti aö lokum. „Dýrin mín stór ogsmá” Breski framhaldsmynda- flokkurinn „Dýrin mín stór og smá“ er á dagskrá sjónvarpsins í kvöld klukk* an 20.55 og verður þá sýndur fjórði þáttur, er nefnist Ástfangið ungviði. Á myndinni má sjá unga dýralækninn Herriot, leik- inn af Christopher Timo* thy, ásamt ferfættum vini sínum Trikki-Woo. Singh hafnar formennsku utvarp ReykiavíK Nýju Dchlf. 21. Aicúst. Reuter. CHARAN Singh fyrrverandi innanríkisráðherra Indlands, sem nýlega var leystur frá störfum, hefur hafnað tilboði um að taka við formennsku Janata flokksins og leiða til lykta leiðtogakreppu þá sem verið hcfur í flokknum um hrið. Það var Raj Narain, fyrrverandi heilbrigðismálaráðherra landsins, sem skýrði frá þessu í dag, en hann er náinn vinur Singhs og var vísað úr embætti á sama tíma og Singh. Narain sagði að Singh hefði engar áætlanir á prjónunum um að taka við ábyrgðarstöðum innan flokksins. Hermt er að Singh hafi neitað tilboðinu þar sem þess var krafist af honum að hann drægi til baka yfirlýsingu sína þar sem hann gefur í skyn að spilling ætti -sér stað meðal háttsettra stjórnar- leiðtoga. Þakka hjartanlega gjafir og skeyti er ég fékk frá fjölskyldu minni og vinum á áttræðisaf- mæli mínu. Þórarinn Árnason, frá Stórahrauni. Innilegt þakklæti færi ég börn- um mínum, barnabörnum og öörum vandamönnum fyrir gjafir, skeyti og blóm á áttatíu ára afmæli mínu 6. ágúst. Þið gjöröuð mér daginn óc ayr: ;gan. Guð blr ykkur öll. .gúst Jóhannesson, Álfaskeiði 64, Hafnarfirði. A1IÐMIKUDKGUR 23. ágúst MORGUNNINN 7.00 Veðurfrcgnir. Fréttir 7.10 Létt lög og morgunrabb. 7.55 Morgunbæn. 8.00 Fréttir. 8.10 Dagskrá. 8.15 Veðurfr. Forustugr. dagbl. (útdr.). 8.30 Af ýmsu tagi. Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna. Kristín Sveinbjörnsdóttir les söguna um „Áróru og litla bláa bflinn“ eftir Anne Cath.-Vestly (12). 9.20 Tónleikar. 9.30 Tilkynn- ingar. 9.45 Iðnaður. Umsjónarmað- ur. Pétur J. Eiríksson. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Kirkjutónlist. Mormóna- kórinn og Ffladelfíuhljóm- sveitin flytja andleg lög. Stjórnendur. Richard P. Condie og Eugene Ormandy. 11.00 Morguntónleikar. Hljóm- sveitin „Sinfonia of London“ leikur Fantasíur eftir Vaug- han Williams um stef eftir Thomas Thallis og brezka þjóðlagið „Greensleeves“( Sir John Barbirolli stj. / David Oistrakh og Pierre Fournier leika ásamt hljóm- sveitinni Fflharmóníu Kon- sert í a-moll fyrir fiðlu, selló og hljómsveit op. 102 eftir Johannes Brahms, Alceo Galliera stj. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. SÍÐDEGIÐ 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna. Tónleikar. 15.00 Miðdegissagan. „Brasi- líufararnir“ eftir Jóhann Magnús Bjarnason. Ævar R. Kvaran leikari les (10). 15.30 Miðdegistónleikar. Dietr ich FischerDieskau syngur Ljóðsöngva eftir Arnold Schönberg, Aribert Rei- mann leikur með á píanó. / Serge Dangain og hljómsveit útvarpsins í Lúxemborg leika Rapsódíu fyrir klarín- ettu og hljómsveit eftir Claude Debussy, Louis de Froment stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn, Halldór Gunnarsson kynnir. 17.20 Litli barnatíminn. Gísli Ásgeirsson sér um tímann. 17.40 Barnalög. 17.50 Um bókakaup almenn- ingsbókasafna. Endurtekinn þáttur frá morgninum. 18.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDIÐ 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Einleikur í útvarpssal. Rögnvaldur Sigurjónsson leikur Píanósónötu nr. 15 í D-dúr, „Pastoral“-sónötuna, op. 28 eftir Ludwig van Becthoven. 20.00 Á níunda tímanum Guð- mundur Árni Stefánsson og Hjálmar Árnason sjá um þátt með blönduðu efni fyrir ungt fólk. 20.40 íþróttir. Hermann Gunnarsson segir frá. 21.00 Söngflokkurinn Hljóm- eyki syngur erlend og ís- lenzk lög. 21.15 „Fáðu þér eina“, smá- saga eftir Otto Rung. Andrés Kristjánsson þýddi. Jón Júlíusson leikari les. 21.45 Lítill konsert í F dúr fyrir óbó og hljómsveit eftir Johannes Kalliwoda. Han de Vries og Fflharmóníusveitin í Amsterdam leika, Anton Kersjes stjórnar. 22.00 Kvöldsagan. „Góugróð- ur“ eftir Kristmann Guð- mundsson. Iljalti Rögnvalds- son leikari les sögulok(7). 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.50 Djassþáttur í umsjá Jóns Múla Árnasonar. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 23. ágúst 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dag- skrá. 20.30 Nýjasta tækni og vísindi (L). Umsjónarmaður Sig- urður II. Richter. 20.55 Dýrin mín stór og smá (L). Breskur myndaflokkur. 4. þáttur. Ástfangið ung- viði. Efni þriðja þáttar. Sieg- fried Farnon ræður einka- ritara til að sjá um bréf og rcikninga. Það er miðaldra kona sem tekur starfið mun alvarlegar en Siegfried gat grunað. James er beðinn að vitja um meiddan kálf og kynnist þá stúlku. Helen Anderson. sem hann verður hrifinn af. Hundur frú Puphreys fær enn eitt kastið og James tekur að sér að „lækna“ hann. í fagnaðarveislu sem, frúin heldur drekkur James fullmikið og fer í vitjun í náttfötunum. I>að vekur að sjálfsögðu umtal í sveitinni. Þýðandi Óskar Ingimars- son. 21.45 Boðberi hlutleysisstefnu (L). Finnsk heimildamynd um Urho Kekkonen. forseta Finnlands. Sjónvarpsmenn fylgdust með forsetanum í nokkra daga að störfum og í skíðaferð um Lappland. Þýðandi Trausti Júlíusson. 22.35 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.