Morgunblaðið - 23.08.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.08.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1978 13 MargrétR. Bjarnason: Athugasemd vegna rit- stjórnargreinar Morg- unblaðsins 22. ágúst sl. í síðustu viku hringdi til min ungur blaðamaður á Tímanum, sagðist vera að leita til nokkurra manna eftir svörum við tilteknum spurningum í tilefni þess, að tíu ár væru liðin frá innrásinni í Tékkó- slóvakíu og bað mig að taka þátt í því. Skildist mér á honum, að til mín væri leitað vegna þess annars- vegar, að ég hefði verið á erlendri fréttavakt á Morgunblaðinu kvöld- ið, sem innrásin var gerð, og hinsvegar vegna þess, að ég hefði fylgzt talsvert lengi með erlendum málefnum í starfi mínu hjá Morgunblaðinu og Ríkisútvarpi. Sá ég enga ástæðu til að neita þessum tilmælum, enda vel minn- ug þess úr starfi hve þreytandi var að fá afsvör við slíku. Þegar ég skilaði svarinu bað ég blaðamanninn, til vonar og vara, að bendla Islandsdeild Amnesty International ekki við svar mitt, — því að ég gæfi það sem fyrrverandi blaða- og fréttamaður en ekki sem formaður íslands- deildarinnar enda tíðkast það ekki, að landsdeildir Amnesty Internat- ional sendi frá sér yfirlýsingar undir slíkum kringumstæðum. Þessi ósk mín var að sjálfsögðu virt. í morgun birtist svo í Morgun- blaðinu ritstjórnargrein, þar sem vitnað er í svörin í Tímanum og þær tilvitnanir notaðar til að leiða rök að því að hætta sé í því fólgin að Lúðvík Jósepsson myndi ríkis- stjórn á íslandi! Eru tilvitnanirn- ar slitnar úr samhengi og koma þannig fram sem mjög einhliða málflutningur. Að sjálfsögðu kem- ur mér ekkert á óvart, að pólitískt blað beiti slíkum aðferðum, þær hafa tíðkast í stjórnmálabarátt- unni, hjá öllum dagblöðum okkar, svo lengi sem ég man eftir. Ég hefði því látið þetta sem vind um eyru þjóta, þvó svo að mér gremdist, ef Morgunblaðið hefði ekki dottið í þá gryfju að bæta við nafn mitt „titlinum" formaður íslandsdeildar Amnesty Internat- ional. Sjálfsagt hefur hann fyrst og fremst átt að gefa orðunum áhrif og þunga, en þar með reyndi Morgunblaðið, meðvitað eða ómeð- vitað, að koma pólitískum stimpli á íslandsdeild Ámnesty Internat- ional og því mótmæli ég eindregið. Alþjóðasamtökin Amnesty International eru skipuð fólki víða um heim, sem er almennt þeirrar skoðunar, að viss réttindi manna í þjóðfélagi séu svo mikilvæg, að K i 8 íyjgxjj: 8 É íslenzk frímerki í hundraA ár 8 M 8 H w H 8 8 8 H B 8 8 H S & 8 8 ■ • í iii xjÉ Jón Aðalsteinn Jónsson. Bók um ísl. frímerki hlýt- ur gullverðlaun á alþjóða- frímerkjasýningu í Kanada Bók sú, sem Jón Aðalsteinn Jónsson orðabókarritstjóri samdi fyrir Póst- og símamála- stofnunina, íslenzk frímerki í hundrað ár 1873 — 1973, var sýnd í bókmenntadeild alþjóðafrímerkjasýningar innar CAPEX 78 í Toronto í júní sl. Á þessari sýningu voru fjölmörg frímerkjarit sýnd, svo sem venja er á alþjóða- sýningum, og mörg hin ágætustu verk að sögn sjónar- votta. Það var því mikill heiður fyrir íslenzku póststjórnina, höfund bókarinnar, Prent- smiðjuna Odda og aðra þá menn, sem að unnu, að dóm- nefndin dæmdi bókinni hæstu verðlaun, gullverðlaun. Dagana 8.—17. sept. n.k. verður haldin geysimikil frímerkjasýning í Prag í Tékkó- slóvakíu, Praga 1978, til að minnast 60 ára afmælis Tékkóslóvakíu og um leið fyrstu frímerkja landsins. Verður bók Póst- og símamálastofnunarinn- ar einnig sýnd í bókmenntadeild þessarar miklu alþjóðasýningar. Hallveigarstaðir; DANSKA útflutningssambandið stendur fyrir sýningu fjölmargra danskra fyrirtækja í Hallveigarstöð- um dagana 31. ágúst — 2. september n.k. Á sýningunni verður kynnt þeim megi aldrei fórna á altari stjórnmálakenninga, hverju nafni sem nefnist. Samtökin hafa sett sér það verkefni að reyna að stuðla að frelsi þeirra, sem fangelsaðir hafa verið vegna skoðana sinna í stjórnmálum eða trúmálum, svo og vegna litarháttar síns eða kynþáttar; einnig hafa þau unnið gegn pyntingum fanga og beitt sér gegn dauðarefsingu. Jafnframt leitast þau í vaxandi mæli við að vekja athygli almennings á skerð- ingu mannréttinda í ýmsum lönd- um. Verkefnin eru óþrjótandi og taka, því miður, til meirihluta ríkja heims, því að frelsisskerðing manna vegna skoðana sinna og svívirðileg meðferð hugsjónafanga er víðtækari og geigvænlegri en nokkur gæti trúað, sem ekki hefur kynnt sér þessi mál. Samtökunum Amnesty Inter- national hefur frá upphafi verið ætlað að starfa á ópólitiskum grundvelli og hefur verið reynt að halda þeirri stefnu til streitu. En eins og við öll vitum er línudans hlutleysis í stjórnmálum erfiður og margt að varast í þeim efnum. Menn verðá m.a. að gæta þess að láta ekki stjórnast af stundargeð- hrifum, sem kunna að takmarka yfirsýn og leiða út í öfgar á einn eða annan veg og menn verða í sífellu að standa vörð um sjálf- stæði sitt gagnvart ytri áhrifum. Sjálfsagt hefur þetta tekizt misvel eins og önnur mannanna viðleitni, en sú staðreynd, að starf Amnesty International er þyrnir í augum ofbeldisafla í öllum heimshornum, jafnt þeirra, sem teljast til hægri stefnu í stjórnmálum og hinna er teljast til vinstri, bendir til þess að samtökin séu á réttri braut. Að íslandsdeild Amnesty Inter- national stendur fólk úr öllum stjórnmálaflokkum landsins. Þar hafa karlar og konur, allt frá menntaskólaaldri til eftirlauna- aldurs, úr öllum stéttum, vinstri sem hæ^rimenn sameinast um að leggja starfi Amnesty Internat- ional lið. í þessum hópi eru menn af öllum dagblöðum Reykjavíkur svo og frá útvarpi og sjónvarpi, enda hafa allir þessir fjölmiðlar stutt starf Islandsdeildarinnar ötullega með því að birta efni frá henni, án þess að nota það í innanríkispóiitískum tilgangi. Þykist ég enda viss um, að það hefur sízt vakað fyrir höfundi ritstjórnargreinar Morgunblaðs- ins í morgun að skaða starf deildarinnar á nokkurn hátt. Vona ég að bæði íslenzku dagblöðin og aðrir hafi í huga það, sem hér hefur verið sagt, og láti ógert að reyna að beita samtökunum Am- nesty International fyrir pólitiska vagna. Garðabæ, 22. ágúst 1978 Margrét R. Bjarnason. 25 dönsk fyrirtæki kynna framleiðslu framleiðsla danskra fyrirtækja á tækjum til fiskvinnslu, bátavéla og veiðarfæra. Það eru 25 dönsk fyrir- tæki sem kynna þar framleiðslu sína og eru mörg þeirra mjög þekkt. ITI 'TIUBO Um leiö og við tökum við nýju söluumboði frá ITT cpd Limited, bjóðum við pessi vönduðu og glæsilegu litsjónvarpstæki á sérstöku tilboðsverði. Heimsfræg framleiðsla ITT hefur farið slíka sigurför um heiminn aö óþarfi er hér aö útlista gæöi ITT. Gæöin þekkja allir. Viö bjóöum; Full- komna fjarstýringu, In-line myndlampa, kalt einingakerfi og öruggt viöhald. Þegar þú berö saman verö og gæöi viö aörar tegundir litsjónvarpstækja, þá kemstu aö raun um aö ITT er rétta valið. Sértilboösverö: Þú gerir bestu kaupin í ITT. Viö gefum hér nokkur dæmi miöaö viö uppgefió verö 26. júlí síðastliðinn, á 22ja tommu tækjum meö fjarstýringu: Philips .......................... kr. 530.000 Blaupunkt ............................ 477.000 Nordmende ............................ 480.000 Grundig .............................. 548.100 Luxor ................................ 493.000 Radionette (án fjarstýringar) ........ 502.555 .... 399.000 ITT 22ja tommu fjarstýrt Veröbreytingar v/ gengisskráningar og fl. geta átt sér staö án fyrirvara. 20“, 22“ og 26“ tommu tœki fáanleg. 7 daga skilafrestur. KOMIÐ SKOÐIÐ OG SANNFÆRIST rnyndid/an HASTÞORp Hafnarstræti 17 sími 22580, Suðurlandsbraut 20 sími 82733.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.