Morgunblaðið - 23.08.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.08.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1978 Utgefandi Framkvæmdastjóri Rítstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aöalstræti 6, sími 10100. Aóalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Frá þessu hlupu kratar Flestir þeirra, sem kusu Alþýðuflokkinn í síðustu kosningum, gerðu ráð fyrir því, að hann væri reiðubúinn til að hefja frjálshyggju til vegs og virðingar aftur á Islandi og taka höndum saman við þá, sem vilja losa landið úr viðjum ríkiskerfisins, en kratar hafa eins og kunnugt er, tönnlazt á því, að þeir séu ekki í kerfisflokki — það séu t.a.m. sjálfstæðismenn aftur á móti. Á það hefur verið margbent, að í lýðræðisþjóðfélagi eins og okkar, þar sem enginn flokkur hefur meirihluta, sé nauðsynlegt að mynda samsteypustjórnir og þá getur enginn einn flokkur ráðið ferðinni alfarið heldur verður hann að taka tillit til stefnumörkunar og óska annarra flokka. Þetta hefur Sjálfstæðisflokkurinn að sjálfsögðu orðið að gera í samstarfinu við Framsóknarflokkinn á liðnu kjörtímabili og hefur mörgum frjálshyggjumönnum þótt nóg um hvað flokkurinn hefur orðið að slá af stefnu sinni. En nú þegar mynda átti nýja stjórn gerðu sjálfstæðismenn ráð fyrir því, að alþýðuflokksmenn hefðu áhuga á því að taka höndum saman við þá um að leysa þjóðina úr viðjum ríkiskerfisins. Og í viðræðunefndum um myndun þríflokkastjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðuflokks lögðu forystumenn Sjálfstæð- isflokksins því fram nýjar og ferskar hugmyndir, sem rætur eiga í jarðvegi frjálshyggjunnar og höfðu það markmið að draga vertilega úr kerfisumsvifum. En alþýðuflokksmenn létu ekki einu sinni svo lítið að taka afstöðu til þessara hugmynda því að þeir ruku úr viðra num til að semja við kommúnista um svonefnda vinstri stjórn og fórnuðu þannig, a.m.k. í bili, þeim möguleikum að „lofta út“ í þjóðfélaginu. Meðal þeirra atriða, sem formaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður lögðu fram til grundvallar nýrri stjórnarmyndun með Alþýðuflokki og Framsóknarflokki en Alþýðuflokksmenn hlupu frá, voru eftirtalin atriði, auk almennra atriða um tryggingu kaupmáttar samhliða því, sem dregið yrði úr verðbólgunni, nægir atvinnumöguleikar tryggðir og viðunandi afkoma atvinnuveganna: dregið yrði úr umsvifum hins opinbera, framkvæmdum frestað og rekstrarútgjöld lækkuð( skattheimta verði ekki aukin, en reynt að halda uppi kaupmætti með auknum niðurgreiðslum og lækkun sumra skatta, s.s. vörugjalds, sem fellt verði niður í áföngum og söluskattur verði lækkaður; afstaða sé tekin til áframhaldandi rekstrar- og eignaraðildar ríkisfyrirtækja og leitað leiða til að flytja eignaraðild til annarra aðila, s.s. starfsmanna, sveitarfélaga og einkaaðila (Ferðaskrif- stofa ríkisins, Landssmiðjan Gutenberg og fl. fyrirtæki)* áætlanadeild Framkvæmdastofnunar ríkisins verði flutt til Þjóðhagsstofnunar og Framkvæmdastofnunin lögð niður og yfirumsjón Framkvæmdasjóðs og Byggðasjóðs verði aðskilin< sett verði ný lög um starfsemi ríkisbankanna og hlutafélaga- banka, stefnt verði að fækkun viðskiptabanka í ríkiseign í tvo á sem' skemmstum tíma, ríkisbönkunum verði auk þess falið að draga úr rekstrarkostnaði og fækka starfsliði í áföngum og allir bankar fái rétt til gjaldeyrisviðskipta< gjaldeyrisviðskipti verði frjálsari, úthlutun ferðagjaldeyris aukin mjög verulega, gjaldeyrisdeild bankanna lögð niður og viðskiptabankarnir taki við verkefni hennar< verðgildi sparifjár verði tryggt, hamlað gegn miklum útlánum og þá einkum til óarðbærrar fjárfestingar og eyðslu( vísitölukerfið verði endurskoðað frá grunni, aukin lánagreiðsla til ungs fólks til að auðvelda því að koma sér þaki yfir höfuðið, áætlun um varanlcgt slitlag á alla helztu vegi landsins á næstu árum, jöfnum kosningaréttar og persónubundnara kjör þingmanna. Frá öllu þessu hlupu kratar með þeím afleiðingum m.a. að forsætisráðherra landsins hefur talið ástæðu til að benda á, að það séu tímamót í íslenzkum stjórnmálum þegar formanni þess stjórnmálaflokks, þar sem kjarni kommúnista er mjög valdamikill, hefur verið valinn til þess að gera tilraun til myndunar meirihlutastjórnar í fyrsta sinn í sögu landsins og hvatt alla vðræðissinna til að fylgjast vel með framvindu mála, enda séu >essi tímamót ærið íhugunarverð. Á það hefur einnig verið lögð Therzla hér í Morgunblaðinu — og kratar verða ekki sízt að axla þá ábyrgð, sem þeir bera í þessum efnum. Benedlkt Gröndal: „Komin upp vanda- mál um uppbyggingu stjórnarinnar” „MÁLEFNALEGA miðaði hlutunum frekar í samkomulags- átt í dag en þó ekki þannig að Iokið sé,“ sagði Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokks- ins, þegar Mbl. náði tali af honum eftir viðræðufund flokkanna í gær, en þeim fundi lauk án niðurstöðu um áframhald við- ræðna. „Það er orðið samkomu- lag um meginleiðir en það er feiknalegt verk eftir að reikna það allt út og meta, og nú ganga skýrslur og hagfræðikenningar þar að lútandi milli manna fram og aftur. Undirnefndin um efna- hagsmál starfaði bæði fyrir og eftir hádegi í gær og ki. 4 hittumst við allir í aðalnefndinni, fórum yfir ýmsa málaflokka en mjög fljótt og komu ekki í ljós nein sérstök vandamál varðandi þau.“ Benedikt var spurður hvernig hann mæti nú stöðuna í viðræðun- um. „Málefnalega erum við komnir svo langt að komið er að því að ræða meginatriði varðandi uppbyggingu væntanlegrar stjórn- ar og þar hafa komið upp viss vandamál, “ svaraði hann. Þá voru bornar undir Benedikt fréttir um að Ólafur Jóhannesson hefði lýst stuðningi framsóknar- manna við Lúðvík í embætti forsætisráðherra, hvort þetta atriði hefði borið á góma í viðræðunum í gær og hver væri afstaða Alþýðuflokksins. „Ég tel ekki rétt, að ég gefi neinar upplýsingar um afstöðu Framsóknarflokksins heldur tel ég rétt að forsvarsmenn hans geri það sjálfir," svaraði Benedikt. „En í beinu sambandi við þessa spurn- ingu þá get ég sagt, að Lúðvík lagði mjög þunga áherzlu á að fá skýr svör frá hinum flokkunum um grundvöll fyrir þessari stjórn- armyndun og þau vildi hann fá í dag eða á morgun (miðvikudag). Vegna þess voru þessi mál sérstak- lega rædd á þingflokksfundi í gær og komu þar í ljós mjög skiptar skoðanir. Það kom fram sú skoðun að Alþýðubandalagið gæti ekki haft stjórnarforystu vegna þess að það væri óhugsandi, að forsætis- ráðherra gæti verið andstæðingur þeirrar stefnu í utanríkismálum, sem hans eigin ríkisstjórn fylgdi. Þar sem rætt hefði verið um það nánast frá upphafi að að fylgja í stórum dráttum óbreyttri utan- ríkisstefnu frá því sem nú er, þótti mönnum sem þetta þýddi að ekki væri unnt að sætta sig við það að Alþýðubandalagið heði þarna forystu. í tilefni af þessum tímamótum í viðræðunum hef ég kallað saman flokksstjórnarfund í dag, þar sem gefnar verða skýrslur um það hvernig stjórnarmyndunar- viðræðurnar hafa gengið fyrir sig, um hvað þær hafa snúizt og síðan mun flokksstjórnin verða að taka afstöðu til þeirra atriða, sem þarf að ákvarða og þá ekki sízt um það atriði hver skuli fara með stjórn- arforystu. Ég vil taka það skýrt fram, að þetta er hluti af skoðun- um manna um utanríkismál. Forsætisráðherra hlýtur alltaf að hafa meira eða minni afskipti af þeim, og þessi afstaða þýðir ekki á nokkurn hátt að Alþýðuflokkur- inn geri það að skilyrði að hann hafi forystuna, við erum opnir fyrir öllu öðru en því, að forsætis- ráðherrann sé á móti stefnu sinnar eigin stjórnar." Lúðvík Jósepsson: Forsætisrádherrastad- an ekkiþad sama og stefn- an í utanríkismálum „ÉG ÓSKA ekki að ræða þetta mál sérstaklega á þessu stigi,“ sagði Lúðvik Jósepsson formaður Alþýðubandalagsins er Mbl. leit- aði álits hans vegna þeirrar fullyrðingar Benedikts Gröndal formanns Alþýðuflokksins að Alþýðuflokkurinn geti ekki fall- izt á að forsætisráðherrann verði úr Alþýðubandalaginu. „Ég vil þó taka það fram,“ sagði Lúðvík, „að forsætisráðherrastaðan er ekki það sama og stefna í utanríkis- málum. Forsætisráðherra í ríkisstjórn er fyrst og fremst forytstukraftur og verkstjórnandi. Utanríkisráð- herrann fer að sjálfsögðu með utanrikismál í samræmi við það sem um er samið varðandi utan- ríkismálastefnu ríkisstjórnarinn- ar. Sú spurning, sem risið hefur um það hvaða flokkur eigi að hafa forystu í ríkisstjórninni er því ekki á neinn hátt um þá stefnu sem yrði samið um í utanríkismálum. Alþýðubandalaginu hefur verið falið umboð til að mynda ríkis- stjórn og það er því eðlilegt að þegar komið er að lokum myndun- ar stjórnarinnar sé um það spurt hvort hinir flokkarnir samþykki það að Alþýðubandalagið fari með stjórnarforystuna eða ekki. Það er það atriði sem við óskum að hinir flokkarnir svari til um eins og málin standa nú.“ Ölafur og Steingrímur ekki sammála um afstöðuna til Lúðvíks í forsætið ÓLAFUR Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins, og Stein- grímur Hermannsson, fulltrúar Framsóknarflokksins í vinstri viðræðunum, eru ekki á eitt sáttir um það hvort fyrir liggi afstaða þingflokks framsóknarmanna til Lúðvíks Jósepssonar sem for- sætisráðherra. Ólafur Jóhannes- son telur að svo sé, flokkurinn sé í þessum viðræðum sem fari fram undir forystu Lúðvíks, cn Stein- grfmur telur málið óútkljáð innan þingflokksins. „Viðræðurnar héldu áfram í dag og miðaði í áttina," sagði Ólafur í viðtali við Mbl. Borinn var undir hann sá ágreiningur, sem upp virtist kominn milli Alþýðuflokks- ins og Alþýðubandaiagsins. „Ég vil nú ekki gera mikið úr því á þessu stigi,“ sagði Ólafur. Um það hvort framsóknarmenn hefðu tekið afstöðu í þessu efni sagði Ólafur: „Lúðvík hefur fengið amboð hjá forseta til að mynda stjórn og við erum í viðræðum undir hans forsæti." Hann var þá spurður að því hvort þingflokkur- inn myndi taka formlega afstöðu til málsins. „Nei, ég tel að við séum búnir að taka afstöðu til þess, hvort sem hún er nú kölluð formleg eða óformleg bæði þegar við ákváðum að fara út í þessar viðræður og á þingflokksfundi í gær.“ Steingrímur Hermannsson sagði aftur á móti: „Við höfum ekki tekið formlega afstöðu til þessa máls. Olafur hefur metið afstöðu þingflokksins og látið í ljós sínar skoðanir á þessu," sagði Stein- grímur. „Hann telur að það sé ákaflega erfitt að hægt sé að neita Lúðvík sem forsætisráðherra úr því að flokkurinn hafi talið sér fært að ganga til stjórnarmynd- unarviðræðna undir hans forystu. En það liggur ekki fyrir formleg afstaða til málsins að mínu áliti." Steingrímur kvaðst telja, að fyrst og fremsi væri um túlkunar- mun að ræða milli hans og Ólafs. Ég tel, að þetta atriði hafi ekki verið innifalið í því, sem við samþykktum á þingflokksfundi í gær, en hins vegar bar þetta mál aðeins á góma og Ólafur hefur kannski litið svo á að þetta atriði hafi verið þar inn í. Ég er sannfærður um, að hann túlkar þetta eftir beztu meiningu. Steingrímur sagði, að það lægi fyrir að skiptar skoðanir væru um þetta mál innan þingflokks Fram- sóknarflokksins og taldi að þar væru þingmenn, sem teldu óað- gengilegt fyrir t'okkinn að fara inn í stjórnarsamstarf, er lyti forystu Lúðvíks Jósepssonar. MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1978 17 Fréttaskjjring Tilboð Olafs œr- ir tvílembingana Þau þáttaskil sem allt bendir til að verði í stjórnarmyndunarviðræðum Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks í dag, ef Alþýðuflokkurinn hafnar Lúðvík Jósepssyni sem forsætisráðherra eiga vafalaust eftir að draga stóran dilk á eftir sér. Forystumenn Alþýðubandalags og Alþýðuflokks höfðu í gærkvöldi uppi sams konar talsmáta hver í annars garð og í samtölum, sem fram fóru kring um slit fyrri vinstri viðræðnanna. Þannig má draga þá ályktun, að enda þótt Lúðvík Jósepsson slíti ekki viðræðunum eftir neitun Alþýðuflokks í dag, heldur skili aðeins af sér og ætli öðrum að binda lokahnútana, þá verði það ekki auðunnið verk og sennilegast óframkvæmanlegt að leiða Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkinn saman á ný. Og jafnvel þó það tækist, yrði sú ríkisstjórn án Lúðvíks Jósepssonar. Olafur og Steingrímur í hár saman Innan Framsóknarflokksins gerðust einnig sérkennilegir hlutir í gær, er Ólafur Jóhann- esson og Steingrímur Her- mannsson héldu fram sitt hvorri skoðuninni á því, hvort þingflokkur Framsóknarflokks- ins hefði samþykkt Lúðvík sem forsætisráðherra eða ekki. Út af þessu kom til snarpra orða- skipta milli Ólafs og Steingríms á viðræðufundi flokkanna í gær. Ólafur sagði þingflokkinn hafa samþykkt tilboð sitt um að Lúðvík gæti orðið forsætisráð- herra, en Steingrímur mót- mælti. Ólafur reiddist þá mjög, en Steingrímur lét sig hvergi og hafði við orð að bezt væri að láta atkvæðagreiðslu innan þing- flokksins skera úr um málið. Ólafur lýsti sig hvergi hræddan við þá málsmeðferð en ljóst er að orð hans gilda fyrir Fram- sóknarflokkinn því að, ekkert verður af slíkri atkvæðagreiðslu fyrir úrslit mála í dag. „Enda þótt mjög skiptar skoðanir væru innan þingflokksins á Lúðvík sem forsætisráðherra, þá er ljóst að þingflokkurinn myndi ekki láta stjórnarmyndunarvið- ræður stranda á þessu atriði," sagði einn framsóknarmaður í samtali í gærkvöldi. „Þannig séð stendur tilboð Ólafs." Kommar og kratar í hár saman „Það er stórmannlegt eða hitt þó heldur af Alþýðuflokknum að geta þegið það, að" Lúðvík Jósepsson vinni verkin, sem Benedikt Gröndal er ekki maður til að vinna,“ sagði einn af forystumönnum Alþýðubanda- lagsins í samtali í gærkvöldi. „Við erum nógu góðir til að mynda stjórn fyrir Benedikt, og Alþýðuflokksmenn hafa geð í sér til að taka þátt í stjórnar- myndunarviðræðum undir for- ystu okkar, enda þótt þeir geti ekki unnt okkur þess að fara með stjórnarforystuna. Og svo bera þeir utanríkismálum við. Þeir voru búnir að fá það á hreint að það yrði sett í stjórnarsáttmála klausa varð- andi utanríkismálin, þar sem því yrði lýst yfir að þau færu eftir stefnu Alþýðuflokksins og væru undir hans stjórn enda þótt þar væri ekki um stefnu Alþýðubandalagsins að ræða. Forsætisráðherra þessarar stjórnar skyldi fyrst og fremst vera verkstjóri í efnahagsmál- unum, og það er hreint út sagt furðulegt, ef kratarnir treysta Lúðvík til að hafa verkstjórn við að finna lausnina, en treysta honum alls ekki til að hafa verkstjórn við framkvæmdina. Ef kratarnir stjórnast ekki af blindri stólasýki í þessu máli, þá dettur mér engin önnur skýring í hug en sú, að þeir séu með þessu að launa norska krata- gullið, því við vitum að kratar á Norðurlöndum og þá einkum í Noregi hafa bannað Alþýðu- flokknum að leiða Alþýðubanda- lagið til forystu í ríkisstjórn. Við höfum boðið Alþýðu- flokknum þá tryggingu varðandi utanríkismálin sem Benedikt Gröndal setti fram sem þeirra eina skilyrði varðandi ráðherra- embætti þessarar ríkisstjórnar, sem hann var ekki maður til að mynda sjálfur. Nú ætla þeir allt í einu að segja okkur, að Alþýðubandalagið geti heldur ekki fengið forsætisráðherra- embættið. Það fer að verða þröngt á bekknum hjá þessum mönnum með sama áfram- haldi.“ „Alltaf eru kommarnir eins,“ sagði einn af forystumönnum Alþýðuflokksins í samtali í gærkvöldi. „Þetta Alþýðubanda- lag er ekki stjórnmálaflokkur heldur einhvers konar samsafn minnihlutahópa, sem hver um sig sér ekkert annað en sitt afmarkaða mál. Þannig er einn hópurinn á móti mengun, annar á móti stóriðju, sá þriðji á móti hernum og þannig út í gegn. Þessir hópar ætla allir Alþýðu- bandalaginu það eitt í stjórn- málum að koma sínu máli fram, og gefa skít í baráttumál hinna hópanna. Þannig verða forystu- mennirnir að finna einhverja stóra afsökun til að Alþýðu- badalagið geti verið í stjórn. Landhelgismálið var slíkt mál. Með því var hægt að afsaka það að öll sérhagsmunamálin væru látin sitja á hakanum. Vandi Alþýðubandalagsins nú er sá að ekkert slíkt stórmál er til. Þess vegna slitu þeir vinstri viðræðunum fyrri. Kommarnir töpuðu áróðursstríði okkar eftir þau slit og siðan reis verkalýðs- armurinn upp og heimtaði, að Alþýðubandalagið myndaði minnihlutastjórn með Alþýðu- flokknum. Og nú var hægt að segja við alla minnihluta- hópana: Elskurnar mínar! Við myndum minnihlutastjórn með krötunum til að leysa brýnustu efnahagsmál og ekki til neins annars. Þessa ríkisstjórn ætluðu þeir að mynda undir forsæti Benedikts Gröndals og þeir sögðu okkur það opinskátt. Umboð það sem Lúðvík fékk frá Alþýðubandalaginu var aðeins til þess að reka viðræðurnar á þennan hátt, enda þótt allir viti að forsetiiwi batt hendur Lúð- víks við meirihlutastjórn. Spurningin var því sú hvernig ætti að koma framsókn þannig út úr viðræðunum að eftir stæði minnihlutastjórnin, en ekki meirihlutastjórn, sem gæti setið í lengri tíma og yrði því að taka á fleiri málum. Og þar brást kommunum bogalistin, því framsókn vildi umfram allt í stjórn, hvað sem það kostaði. Og fyrst ekki er hægt að bola framsókn út þá verður að haga málum þannig að við slítum viðræðunum." Kratar æfir út í Ólaf „Það er Ólafur Jóhannesson sem mundaði rýtinginn í þessu máli af tómri hefnigirni út í okkur," hélt þessi þingmaður Alþýðuflokksins áfram. „Það hafði verið þegjandi samkomu- lag milli okkar og framsóknar- manna að hvorugur gæti sam- þykkt komma sem forsætisráð- herra. Svo gerist það um miðjan dag í gær að Ólafur, án þess að ræða við okkur eða samflokksmenn sína, fer til Lúðvíks og segir: „Ef þú ætlar að mynda minnihluta- stjórn þá mun framsókn ekki veita henni stuðning eða hlut- leysi heldur harða baráttu. En ef þú vilt halda áfram meiri- hlutamyndun þá skal ég beita mér fyrir því að Framsóknar- flokkurinn samþykki þig sem forsætisráðherra." Á þing- flokksfundi framsóknar skýrir Ólafur svo frá því að hann hafi sagt Lúðvík þetta sem persónu- leg skilaboð og hann nær meirihluta þingflokksins á sitt band. Síðan segir hann við Lúðvík: „Nú hef ég kannað vilja þingflokksins og menn vilja þetta.“ Og Alþýðubandalagið tók þessu tveimur höndum. Þarna var komið málið til að sprengja á. Og í morgun var okkur sett það skilyrði fyrir frekari viðræðum að samþykkja Lúðvík sem forsætisráðherra. Á 10 ára afmæli innrásarinn- ar í Tékkóslóvakíu gengur Ólaf- ur Jóhannesson fram fyrir skjöldu og vill leiða kommúnista til forsætis í vestrænu ríki.“ Kommar æfir út í Steingrím „Það hefur vakið furðu okkar hvað þeir Steingrímur og Tómas hafa límt sig utan í kratana í þessum viðræðum," sagði einn af forystumönnum Alþýðu- bandalagsins. „Ekki veit ég hvað Steingrímur meinar með þessu en hafi Ólafur ekki látið af formennsku í Framsóknar- flokknum í dag og dregið sig alveg út úr pólitik þá sé ég ekki betur en að Steingrímur sé búinn að fremja pólitískt sjálfs- morð. Það skulu svo verða verðug eftirmæli að um leið vann hann það afrek að blekkja einn íslenzkra stjórnmálamanna þrjá stjórnmálaflokka og þar á meðal sinn eigin." — fj. Samlyndið virtist eins gott og kaffið í byrjun fundar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.