Morgunblaðið - 23.08.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.08.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1978 19 Verkamannasambandid: Hótar málssókn vegna uppsagna Vinnuveitendasambandið: Löglegt vegna fyrirsjáanlegr- ar vinnustöðvunar Verkamannasamband íslands hefur sent frá sér fréttatilkynn- ingu þar sem gefið er í skyn að sambandið muni beita sér fyrir málssókn gegn vinnuveitendum ef verkafólk haldi ekki launum í löglegan uppsagnarfrest. Mbl. hafði samband við Barða Frið- riksson framkvæmdastjóra hjá Vinnuveitendasambandi íslands og innti umsagnar hans á málinu. Barði sagðist telja að allar uppsagnirnar sem átt hefðu sér stað væru vegna þess að ekki væri Nígería: Fyrirframgreiðsl- ur teknar af erlend- um fyrirtækjum NOKKRIR erfiðleikar hafa sótt að Scanhouse Ltd. í Nígeríu að undanförnu. en eins og skýrt hefur verið frá í Mbi. er nú búið að breyta hlutafjárlöggjöf Nígeríu þannig að útlendingar mega aðeins eiga 40% hlutafjár, 60% verða að vera í eigu inn- lendra aðila. M gerðist það fyrr í sumar, að dregið var úr fyrirframgreiðslum til erlendra fyrirtækja sem starfa í Nígeríu og lentu flestir í miklum erfið- leikum vegna þessa. Varð Scan- house fyrir barðinu á þessari ákvörðun og ennfremur fjöldi annarra fyrirtækja. Þá hefur verið erfitt fyrir erlend fyrirtæki að fá yfirfærslu á gjaldeyri frá Nígeríu til starfs- manna sinna og fjölskyldna þeirra, og sagði einn af starfs- mönnum Scanhouse að þeim hefði oft gengið illa að fá yfirfærðar Bam féll út um glugga á þriðju hæð RÚMLEGA ársgamalt barn féll í gærdag út um glugga á þriðju hæð í íbúð við Nönnufell í Breiðholti og var barnið flutt á Slysavarðstof- una. Reyndist það ekki alvarlega slasað en var þó lagt inn til frekari rannsóknar. Glugginn, sem barnið féll út um, var veltigluggi. Var hann í 36 sentimetra hæð frá gólfi og opnanlegur um u.þ.b. 19 senti- metra. AUU.YSINOASIMINN ER: ^22480 greiðslur til íslands, en það hefði þó alltaf tekizt að lokum. Þá má geta þess, að almennar kosningar eru fyrirhugaðar í Nígeríu á næsta ári og hefur þegar gripið um sig nokkur órói í landinu vegna þeirra. grundvöllur fyrir frystihúsin að kaupa hráefni til vinnslu og því væri um hráefnisskort að ræða, en hins vegar kvaðst hann telja að ekki væri um að ræða uppsögn á ráðningarsamningum. Gat Barði þess að samkvæmt lögum um uppsagnarfrest starfsmanna frá 1958 væri unnt að taka menn af launaskrá ef um væri að ræða hráefnisskort t.d. í fiskiðnaði. „Þá er heimild til að taka menn út af launaskrá," sagði Barði, „og nú er hráefnisskortur þar sem frysti- húsin geta ekki keypt fiskinn og unnið hann. Það eru ekki skilyrði til slíks í dag. Kauptryggingar- samningi er hins vegar einungis hægt að segja upp með 7 daga fyrirvara ef fyrirsjáanleg vinnslu- stöðvun verður.“ Hér fer á eftir fréttatilkynning Verkamannasar.ibandsins: Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt á fundi framkvæmdastjórn- ar Verkamannasambands íslands, sem haldinn var í gær: Framkvæmdastjórn Verka- mannasambands íslands, komin saman til fundar mánudaginn 21. ágúst 1978, mótmælir sem algerri lögleysu fyrirvaralausri uppsögn verkafólks í frystihúsum víða um land, sem kom til framkvæmda 1. ágúst s.l. og er enn víðar fyrirhug- uð 1. sept. n.k. Framkvæmdastjórnin bendir á, að samkv. lögum nr. 16 9. apríl 1958 um rétt verkafólks til upp- sagnarfrests frá störfum og um rétt þess og fastra starfsmanna til launa vegna sjúkdóms- og slysa- forfalla, ber — sbr. 1. gr. — að segja fólki upp störfum með eins mánaðar fyrirvara miðað við mánaðamót. Þetta gildir fyrir alla þá, sem unnið hafa eitt ár eða lengur við fiskvinnslu. Sbr. einnig 12. kafla samnings VMSÍ og samtaka atvinnurekenda dags. 22. júní 1977. Allar uppsagnir skulu vera skriflegar. Undantekningar frá þessari reglu um uppsagnarfrest eru samkv. áður greindum lögum þær einar að fyrirtækin verði fyrir ófyrirsjáanlegum áföllum — bruna, skiptapa, hráefnisskorti — Engu slíku er til að dreyfa nú. Framkvæmdastjórnin vill í þessu sambandi benda á, að undanfarið hefur nokkrum fyrstihúsum verið lokað tímabundið vegna breytinga. í þeim tilfellum var verkafólkinu ávallt sagt upp með löglegum hætti: Mánaðar fyrirvara miðað við mánaðamót. Fari svo, mót von okkar, að verkafólk, sem varð að hætta störfum í frystihúsum 1. ágúst s.l. eða hættir 1. sept. n.k. vegna þess að húsunum er lokað, haldi ekki launum í löglegan uppsagnarfrest, mun VMSÍ beita sér fyrir máls- sókn til þess að tryggja rétt þess. Carter og Desai ásömu bylgju Nýju Delhi, 22. ágúst — AP CARTER Bandaríkjaforseti og Moraji Desai forsætisráðherra Indlands halda uppi stöðugum bréfaskriftum sín á milli og nú fyrir skömmu gekk sendiherra Bandaríkjanna í Indlandi á fund Desai’s og afhenti honum bréf frá Carter. Indverskar heimildir segja bréfið hafa fjallað um þróun í alþjóðamálum og tengsl Indlands og Bandaríkjanna. Bréfaskipti þessi hófust fljót- lega eftir að nýjar ríkisstjórnir tóku við völdum í báðum löndum og hafa þeir Desai og Carter skipzt á allmörgum bréfum. Þeir hafa einnig hitzt bæði í Washington og Nýju Delhi. Yfirvöld beggja landanna segja bréfaskrif leiðtoganna vera mjög vinsamleg, þrátt fyrir ólíka af- stöðu ríkjanna til kjarnorkumála og haft er eftir Desai, að þeir Carter séu á sömu bylgjulengd um mörg málefni. Med 75 lest- ireftirþrjá sólarhringa Akranesi — 22. agúst. TOGARINN Óskar Magnússon kom hingað í gær með 75 lesta afla. Kom togarinn inn til viðgerð- ar á veiðitækjum eftir þriggja sólarhringa veiðiferð. Þá komu hinga? togararnir Haraldur Böðvarsson með 110 lestir og Krossvíkin með 75 lestir í dag. Afli þeirra er mestmegnis þorskur af millistærð og verður unninn í frystihúsunum, sem enn eru starf- rækt, þrátt fyrir töluvert tap á rekstrinum. —Júlíus. Flugleiðir h.f. bjóða nú öllum landsmönnum til get- raunaleiks. Merkið í svarreiti. Klippið út og sendið skrifstofum félagsins, eða umboðsmönnum þess fyrir 31. ágúst n.k. Aukaseðlar fást á sömu stöðum. Hver fjölskylduaðili má senda eina lausn. Rekstrarstærð Flugleiða má m.a. marka af því að saman- lagður fjöldi þeirra kílómetra, sem allir farþegar félagsins lögðu að baki s.l. ár, (farþega/km félagsins) var 2.629.681.000. Það svarar til meira en 10.000 km á hvern íslending. Hjá Air France er samsvarandi tala 390 km, og hjá KLM 910 km, en það er hæsta þess konar hlutfall, sem vitað er um hjá erlendu félagi. 1. SPURNINC Hvaða þjóð er mesta flugrekstrar- þjóðin í þessum samanburði? □ □ □ Frakkar Hollendingar Islendingar Þótt starfsmannafjöldi Flugleiða sé sá lægsti, sem við þekkjum, miðað við selda farþega/km, starfar þó einn af hverjum hundrað vinnandi íslendingum hjáfélaginu. í Vestur-Þýskalandi vinnureinn af hverjum 1700 hjá Luft- hansa og á írlandi einn af hverjum 400 hjá Air Lingus. Það er hæsta erlenda hlutfall, sem okkur er kunnugt um. 2. SPURNING Hvaða flugfélag veitir samkvæmt þessu, hlutfallslega mesta atvinnu í sínu þjóðfélagi? □ □ □ Air Lirtgus Flugleiöir Lufthansa Undanfarm ár hafa Flugleiðir h.f. haft hæsta hleðslunýt- ingu allra flugfélaga á Norður-Atlantshafsleiðum. Árið 1977 varð hún 76.1%. 3. SPURNING Hvað er hleðslunýting? □ □ Nýting framboðinnar Hámarks flugtaks- hleóslugetu flugvélanna þyngd flugvélanna □ Tínvnn sem fór f afgreiðslu flugvélanna Aðeins örfá flugfélög í Evrópu geta státað af því að hafa verið rekin án ríkisstyrkja undanfarin ár. 4. SPURNING Eitt neðangreindra félaga hefur aldrei fengið ríkisstyrk. Hvaða félag er það? □ □ . □ Sabena Flugleiðlr British Airways Flugleiðir ýmist eiga, eða eru virkir þátttakendur í rekstri erlendra flugféiaga, sem vakið hafa verðskuldaða athygli á alþjóða vettvangi fyrir öra uppbyggingu og góðan rekstur. 5. SPURNING Þetta á við um tvö neðantaldra félaga. ® Þau heita? □ □ □ □ □ Cargolux Iberia SAS Luxair. Air Bahama Þrenn aðalverðlaun: A) 3ja vikna fjölskylduferð til Florida. B) 2ja vikna fjölskylduferð til Parísar. C) 2ja vikna fjötskylduferð til Alpafjalla. ;Hótelgisting innifalin í öllum ferðunum. Til fjölskyldu teljast forráðamenn hennar og þau börn þeirra sem hjá þeim búa. Tuttugu aukaverðlaun: 1 — 10 Tveir farmlðar með vélum 11 — 20 Tvelr tarmiðar með vélum télagsins tll elnhvers áætlunar- félagslns tll elnhvers áætlunar- staðar erlendls — og heim attur. staðar Innanlands — og helm aftur. Nafn Heimilisfang Simi FLUGLEIÐIRHF Aóalskrifstofa Reykjavikurflugvelli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.