Morgunblaðið - 23.08.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.08.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1978 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Skólastúlkur utan ai> landi óska aó taka á leigu 4ra—5 herb. íbúö. Reglu- semi og skilvísum greióslum heitiö. Uppl. í síma 96-41131. Húsnœði óskast Herbergi meö aögangi aö eld- húsi óskast fyrir læknanema (stúlku). Þarf aö vera í vestur- bænum eöa miöbæ. Upplýsing- ar í síma 42958 eftir kl. 6 næstu kvöld. 2 stúlkar óskast á heimili í Hamborg í Þýska- landi. Uppl. í síma 42421 eftir kl. 7. Muniö sérverzlunina meö ódýran fatnaö. Verðlistinn, Laugarnesvegi 82, S. 31330. Húsgagnaáklœöi á vönduö húsgögn. Falleg níö- sterk og auövelt aö ná úr blettum. Mjög gott verö. Póst- sendum. Opiö frá kl. 1—6. B.G.' ákiæói, Mávahlíö 39, sími 10644 á kvöldin. Hafnir Til sölu nýtt 145 fm elnbýlishús ásamt stórum bílskúr. Skipti á íbúö í Reykjavík eöa Keflavík koma tíl greina. Fasteignasala Vilhjálms Þór- hallssonar, Vatnsnesvegi 20, Keflavík, sfmi 1263 og 2890. Grindavík Til sölu einbýlishús, sem getur selst sem tvær litlar íbúöir, nýleg einbýlishús sér hæöir og fokheld hús. Uppl. í' símum 8058 og 8383 á kvöldin. Til sölu er 3ja herb. íbúö 83 fm á Engjavegi ísafiröi. Upplýsingar í síma 94-3357. Verkfrœöingur og rithöfundur (á fimmtugsaldri) óskar eftir aö kynnast konu sem hefur áhuga á aö búa og vinna í Californíu. Æskilegt er aö viökomandi sé á aldrinum 32—42 ára og sé aölaöandi og skemmtileg. Þarf aö geta talaö, lesiö og skrifaö ensku reiprennandi og kunna vélritun og hraöritun. Áhuga- mál: Tónlist, list og bókmenntir. (Æskilegt er aó viökomandi eigi ekki börn). Þær.sem hafa áhuga sendiö bréf ásamt nýlegri mynd tll: P.O. Box 988, Big Bear Lake, California, 92315, U.S.A. Myntir og peningaseðlar til sölu. Pantanaeyöublöö fylgja meö sölulista. Möntstuen, Studiestræde 47, 1455 Köbenhavn K, Danmark. Kristniboössambandið Samkoma í Betaníu fellur niður í kvöld, vegna samkomunnar sem veröur í Neskirkju. Neskirkja söngsamkoma í Neskirkju f kvöld kl. 20.30. Sænski prestur- inn Artur Erikson talar og syngur. Hörgshlíð Samkoma í kvöld, mlövikudag kl. 8. UTIVISTARFERÐIR ÚTIVISTARFERÐIR Þýskaland — Sviss gönguferöir viö Bodenvatn. Ódýrar gistingar. Fararstj. Haraldur Jóhannsson. Sfóustu forvöö aö skrá sig í þessa ferö. Takmarkaöur hópur. Otivist Föstud. 25/8 kl. 20.00 Hvanngil — Emstrur — Skaftártunga, hringferö aö fjallabaki, fararstjóri Þorleifur Guömundsson. Aöalbláberjaferö til Húsavíkur 1.—3. sept. Farseölar á skrlfst. Lækjarg. 6a sími 14606. Útivist. Myntir og peningaseölar til sölu. Pantanaeyöublöö og myndskýringar eru á sölulista. Möntstuen, Studiestræde 47, 1455 Kebenhavn K, Danmark. Sumarleyfisferð 31. ágúst — 3. sept. Noröur fyrir Hofajökul. Ekiö til Hveravalla, síöan noröur fyrir Hofsjökul um Laugafell í Nýja- dal. Suöur Sprenglsand. Gist f sæluhúsum. Föatudagur 25. ágúat kl. 20. 1. Landmannalaugar — Eldgjá. 2. Þórsmörk. 3. Hveravellir — Kerlingafjöll, sföasta helgarferöln á Kjöl. 4. Langivatnsdalur. Ekiö um Hvalfjörð og Borgarfjörö. Gott berjaland í dalnum. Fararstjóri: Tómas Einarsson. Allar nánari upplýsingar og farmiöasala á skrifstofunni símar 19533 — 11798. raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar Vörulyftari 3ja tonna notaöur Saxby vörulyftari til sölu. Uppl. í síma 85616 til kl. 17 á daginn. Bændur — verktakar Til sölu Zetor 4718 dráttarvél ár. ‘77 og Gydor loftpressa árg. ‘74. Vélin er keyrö ca. 1000 tíma, pressan ekin ca. 3500 tíma, selst ásamt miklum fylgihlutum. Upplýsingar í síma 72062. Utsala — Utsala Gallabuxur, flauelisbuxur, peysur, skyrtur frá 30%—70% afsláttur. Gallabúöin, Kirkjuhvoli. ísland er orðiö eitt af helztu iöndum hinna góðu lífskjara. •Fimmta hæst á þeim lista samkvæmt útreikningi vísinda- manna. Hvar var það fyrir 50 árum? Hvar fyrir hundrað árum? Lítt heyrist þeim þakkað, sem hér eiga hlut að máli. Krafan eykst. Krónan minnkar. Hvað eru auðæfi? Hvað er örbirgð? Hvað er hamingja, ánægja? Útlendingur í ailsnægtalandi ritar mér nýlega á þessa leið: Það eru margir áratugir síðan ég ók leigubíl í okkar höfuðborg. Meðal minna frægustu við- skiptavina var vellauðug léns- greifafrú. Við kynntumst vel. Og ekki vissi hún aura sinna tal. Braut oft og lengi heilann um, hvar hún ætti að geyma sitt gull, svo það gæfi sem hæsta vexti. Hún átti skrauthýsi í borginni og hallir úti á landsbyggðinni. Samt var hún í raun fátæk- asta kona, sem ég hef komizt í kynni við. Hún var bókstaflega að kaf- færast í peningum. En hún átti ekki neitt — var bókstaflega örbirg af öllu, sem ekki er hægt að kaupa fyrir peninga. Trausti og trú til Guðs og manna var hún gjörsneydd. Fegurð lífsins, ljóma listanna virtist hún hvorki heyra, sjá né finna. Gleði yfir að gleðja virtist hún ekki hafa hugmynd um. Ást virtist hún aldrei hafa komizt ) snertingu við. En ormur öfundar og illgirni nagaði hjartarætur hennar, ef hún sá ást annarra. Samt gerði hún sér grein fyrir þessu að vissu leyti. Fann sinn eigin veikleika. Og því leit hún aldrei glaðan dag. — Árið 1938 kom ég sem flótta- maður frá Spáni til Marokkó. Var á leið til Casa blanca. Stundum vorum við fleiri saman. En oftast aleinir á ferð. Hálfdauðir af hungri og hálf- étnir af lús og flóm flæktumst við úr einum stað í annan á flótta undan spönsku agentun- um í Marokkó. Einu sinni hitti ég hirði, sem gætti geitahjarðar sinnar. Ég bað hann að gefa mér mjólkur- sopa. Og þegar hann heyrði, hvaðan ég var kominn, tók hann mig með sér heim í hreysið sitt. Það var lítill kofi. Þar var aðeins eitt herbergi á stærð við litla stofu hér heima í Dan- mörku. Þar bjó allt fólkið, Svaf, vann, mataðist, elskaði, lifði og dó. Helmingur gólfsins var þak- inn geitarskinnum. Þar svaf húsbóndinn, kona hans og systir Auðæfi hennar og ég veit ekki hvað mörg börn á ýmsum aldri. Mat sinn sauð það og steikti við bál, sem kveikt var með sérstökum hætti í nánd við kofann. Þegar við komum að hreysinu gaf húsbóndinn konunum ein- hver fyrirmæli á marrkönsku. Þær tóku mig uppgefinn, hungr- aðan og örmagna, afklæddu hverri spjör og stungu lörfunum í stóran pott og suðu svo að lýs og flær dræpust þar að öllu. Sjálfan mig þvoðu þær frá hvirfli til ilja. Fyrst helltu þær yfir mig einhverjum vökva, sem vægast sagt var ekki ilmandi — óþefurinn var ægilegur! Mig grunaði, að það væri geitahland, keyta, sem fengið hefði að gerjast í sólarhitanum. Hér var sem sagt ekkert sem hét „elsku mamma". Hausinn var snoðaður og höfuðið og allur skrokkur minn nuddaður upp úr þessari kæf- andi keytu. Síðan var ég látinn þorna nakinn í sólskininu. Að því loknu hófst annað bað í keri með volgu vatni. Þar lá ég í bleyti um stund, en var síðan þveginn eins og smábarn og til þess höfð sápa — heimatilbúin úr geitafeiti. Ekki var hún nú heldur neitt ilmefni, en hún verkaði vel. - örbirgð — Meðan þessu fór fram, höfðu stálpuð börn þvegið og þurrkað fötin mín. Það litla sem ég hafði með- ferðis — armbandsúr — skjöl og skilríki — reyndar hafði ég ekkert vegabréf — og dálítið af peningum — nokkrir dollarar og frankar — hafði verið lagt kyrfilega hið næsta mér. Þar vantaði ekki eyri. Síðan var mér gefið að eta. Geitamjólk og hrísgrjónagraut- ur, geitamjólk og hrísgrjóna- brauð. Mauksoðinn kjúklingur. Þau höfðu mörg hænsni. En egg voru ekki til matar. Þau voru flutt á markað. Og þar seldu konurnar þau fyrir öðrum nauð- synjum. Á markaðinn var 10 km leið. Heim var komið með salt, sykur, hrísgrjón og fleira. Mest- allt báru konurnar á bakinu. Meðan ég dvaldi þarna sem gestur og sjúklingur komst ég að raun um, að þarna voru allir múhameðstrúar. Ýmiss konar helgisiðir voru í heiðri hafðir. Og það varð ég líka að gera. Ekki mátti ég koma inn í kofann með skó á fótum. Djúp og algjör þögn skyldi ríkja meðan húsbóndinn flutti sínar bænir fjórum sinnum á sólarhring. Við okkar fyrstu máltíð tók maðurinn brauð, stráði á það salti, braut það í tvennt, rétti mér auðmjúkur annan hluta þess, en neytti sjálfur hins helmingsins. En þessi athöfn hafði öll táknræna merkingu í huga múhameðstrúarmanns: „Við erum vinir. Hús mitt og eigur eru þitt, meðan þú dvelur hér. En þér er ekki heimilt að taka neitt með þér héðan." Margt er þarna að varast. Og vissulega skal aðgát höfð í öllu og einu. En Drottinn minn, hvað þetta voru dásamlegar manneskjur. ánægja Mín fáu frönsku og spönsku orð komu að litlu gagni. Því síður þýzka og enska. Samt leið ekki ein mínúta án gagnkvæms skilnings. Ég dvaldi þarna í viku. En hélt svo leiðar minnar. Ég var á leið til Casablanca. Og nú lagði ég af stað sæll og mettur, hreinn og lúsalaus. Kvaddur með koss á vanga, umfaðmaður með orðunum, „Shalom alaikum" — friður sé f með þér. Ég vildi gefa manninum helminginn af dollurunum mín- um. En hann bandaði mér frá sér með reiðisvip. En mér var fyrirgefið sem hverjum öðrum heimskingja frá Evrópu. Vinátta er ekki verðlögð til peninga. Ég stóð þarna and- sþænis furðulegu fólki í saman- burði við Vesturlandabúa. Kof- inn þeirra var ekki eyrisvirði á okkar mælikvarða. Fimmtíu geitur og fáein hænsni var allt, sem þau áttu til uppeldis sér og fimm börnum sínum. Peninga höfðu þau naumast augum litið. Klæðnað- ur þeirra var ekki annað en tötrar og tuskur í okkar augum. „Fátæklingar“, „Sreigar“, segjum við. Mér fannst þau vera auðugasta fólk, sem ég hafði kynnzt. Glöð, einlæg og ham- ingjusöm, barnslega sæl, yfir að geta gjört vesalingi gott, fram- andi útlendingi, flækingi og flóttamanni — og sennilega í þeirra augum villutrúarmanni. Góðverkið var ekki fram- kvæmt með neinum silkihönzk- um utan að lærðra kurteisissiða, heldur heilshugar og hjartan- lega. Kannski höfðu mæðgurnar eða systurnar aldrei skemmt sér betur en við að aflúsa þennan útlenda vesaling. Einu skal hér vakin athygli á. Baðkerið var furða, þarna úti í auðninni. Auðvitað var það undir beru lofti, stórt baðker úr steypujárni og kynt undir með taðeldi. Það var notað til að þvo geiturnar og skinn, sem átti að flytja á markað. Geitahlandi og mannaþvagi var safnað sem miklu verðmæti. (Það kannast íslendingar við). En fórnarstarf kvennanna var ekki lítið, þegar á það er litið, að þær urðu að bera vatnið frá brunni, sem var í að minnsta kosti þúsund metra fjarlægð. En merkilegast finnst mér tungumálið. Ekkert orð. En Samt allt sagt. Kærleikurinn og vináttan þurfa engin orð. Eru alheimsmál." Hér lýkur máli bréfritarans. En mér fannst þetta meðal hins merkilegasta, sem ég hefi séð út um „gluggann" minn í sumar, meðan eilíf og endalaus barátta og djúpar vangaveltur eru dag- legt brauð í okkar velsældarríki. En gæti það breytzt úr velsældarríki í vesældarríki, ef fólkið og foringjar þess vita ekki, hvað til síns friðar heyrir. Auður er, valtastur vina. Og enn má syngja á íslandi: „Verst er af öllu villan sú vonar og kærleikslaust á engu aA hafa æðra trú en allt I heimi traust. Fyrir silina að setja lás oK safna maxakeis ok vel á tyrfðum bundinn bás baula eftir töðumeis." (Gr. Th.) Árelíus Níelsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.