Morgunblaðið - 23.08.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.08.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1978 23 Dagur Brynjúlfs- son — Minning Mánudaginn 14. ágúst lést í Reykjavík Dagur Brynjúlfsson, aöeins 44 ára gamall. Hann var einn þeirra, sem mér þótti hvað vænst um og mat einna mest vegna þess manngildis, sem í honum bjó. Því langar mig að minnast hans hér með örfáum orðum, ekki aðeins til þess að skrifa minningargrein, heldur til þess að vekja athygli á einum þætti, sem Dagur starfaði mjög að. Kynni okkar Dags hófust fyrir 7 árum. Þá gekk ég í Sjálfsbjörgu, félag fatlaðra í Reykjavík. Þar var Dagur mjög virkur félagi og hrókur alls fagnaðar, eins og reyndar alls staðar þar sem hann kom. Fljótlega eftir þetta byrjaði han'n að lesa inn á segulbönd fyrir Blindrafélagið og hélt því áfram til dauðadags. Þegar Dagur hóf innlesturinn, þá voru aðstæður frekar frumstæðar, aðeins var lesið inn á venjulegt segulbands- tæki og aðeins til eitt hljóðritað eintak af hverri bók. Dagur tók að hafa orð á því að þetta væri ótækt, það þyrfti að gera gangskör að því að bæta upptökuaðstöðuna til muna og vanda betur hljóðritan- irnar, svo að notendur gætu notið efnisins betur. Þetta voru þörf orð og því mikill styrkur að Degi, þegar svo loksins kom að því, að veruleg framleiðsla hófst á hljóð- bókum. sem fyrir fundust hjá hinu opin- bera. Ef ég man rétt, þá var mánaðarkaupið hans árið 1973 um 20.000 krónur á mánuði. Þar var dæmi um, hvernig níðst er á fötluðu fólki. Svo árið 1973 hóf hann störf hjá Bifreiðum og landbúnaðarvélum og þar var hann meðhöndlaður eins og maður og sýnt hið fyllsta traust. Þar vann hann til dauða- dags, hann var einmitt að byrja sumarfríið sitt, þegar kallið kom. Það er til máltæki, sem segir að dag skuli að kveldi lofa. Þetta notuðum við gjarnan við Dag, þegar hann birtist óvænt, það fylgdi honum þessi eilífa glaðværð og kæti. Dagur var einnig vel kunnur fyrir lestur sinn í útvarp, hann hafði lag á að meðhöndla það efni, sem hann fékk svo að hrein unun var á að hlýða. Ég minnist samstarfs okkar á þeim vettvangi með ánægju. Dagur átti oft ríkan þátt í undirbúningi að sumum þeim dagskrám, þar sem ég kom eitthvað nálægt. Það var alltaf svo gott að leita til hans, hann var einn þeirra, sem vildi hvers manns vanda leysa. Við, sem þekktum Dag, eigum einungis ljúfar og skemmtilegar minningar um hann og þökkum fyrir að hafa fengið að njóta þeirra stunda, sem okkur gáfust með honum. Reykjavík, 19. ágúst 1978. Gísli Ilelgason. t Þökkum af alhug auösýnda samúö við andlá* og jaröarför fööur okkar, ástvins, bróöur, fósturbróður og mágs ÁRNA SKÚLASONAR, f.v. forstjóra, Hrannarstíg 3. Ragnheiður Árnadóttir, Gróa M. H. Jónsdóttir, Sigríóur E. Árnadóttir, Sigríöur S. Briem, Eggert P. Briem, Siguröur Skúlason, Þórdís Daníeisdóttir, Halldór Jónsson, Sigríóur T. Bjarnar. Dagur var ákaflega vandvirkur við það, sem hann tók sér fyrir hendur og skilaði aldrei nokkru verki af hroðvirkni. Um 16 ára skeið vann hann hjá Lyfjaverslun ríkisins, en þar hafði hann fyrst til að byrja með verið ráðinn í hálfs dags starf. Vegna hinnar miklu fötlunar sinnar var haldið, að þetta myndi fullnægja honum, en reyndin varð önnur. Hann skilaði fullum vinnudegi, en vegna að- stöðu sinnar var honum haldið ávallt á þeim allra lægstu launum, Afmælis- og minningar- greinar ATIIYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum íyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði. að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu linubili. ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU 'I M.\SIM, \ SIMIVN |:U: 22180 t Eiginmaöur minn og faöir, sonur, tengdasonur og bróöir, HAFÞÓR ÓSKARSSON veröur jarösunglnn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 24. ágúsl kl. 13.30. Margrét Finnbogadóttir Óakar Hafpórason Bergey Hafpóradóttir Finnbogi Hafbóraaon Finnbogi Einaraaon Hólmfríður Geiradóttir Óakar Sumarliðaaon Margrét Kriatjánadóttir Magnúa Óskaraaon Veigar Óskarsson Kristjén Óakarsson t Þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför ARNARS RÓSANTJÖRGENSEN Sérstakar þakkir til Flugvirkjafélags (slands. Elísabet Jóhannsdóttir Sigríður Þorleifsdóttir, Jóhann Þór Arnarsson, María Brynjólfsdóttir, Sigrún Arnarsdóttir og barnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö yiö andlát og útför STEFÁNS EGGERTSSONAR, sóknarprests, Þingeyri. Guórún Siguröardóttir, Sigrún Stefénsdóttir Guójón Sch. Tryggvason Eggert Stefénsson, t GUDLAUG ANDRÉSDÓTTIR, fré Ánastöóum, Þorsteinagötu 9, Borgarnesi, lézt 16. ágúst s.l. Útförin veröur gerö laugardaginn 26. ágúst kl. 14 frá Borgamesklrkju. Þórarinn Sigurðsson, Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóðir og amma ELÍN INGA H. JÓHANNESSON Hrafnhólum 6, sem lést 16. ágúst, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju í dag mlövikudaginn 23. ágúst kl. 13.30. Fyrir hönd barna, tengdadætra og barnabarna. Steingrfmur Jóhannesson. t Maöurinn minn, faöir og afi, EYSTEINN BJÖRNSSON, Brévallagötu 12, sem andaöist 16. ágúst á Borgarspítalanum, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni, föstudaginn 25. ágúst kl. 3. Fyrir hönd aöstandenda, Jóhanna Malmquist, Hilmar Eysteinsson, Eysteinn Hilmarsson. t Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför, STEINUNNAR GUDBJARTSDÓTTUR, Gaukshólum 2. Halldór Ben Þorsteinsson, Þorsteinn Halldórsson, Ásthildur Halldórsdóttir, Sigurborg Magnúsdóttir og aórir vandamenn. inniiegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför, GUÐRÍDAR GÍSLADÓTTUR, Unnarbraut 5, Seltjarnarnesi. Fyrir hönd aöstandenda, Finnur Guómundsson. t Elsku litli drengurinn okkar, GUNNAR BJARNASON veröur jarösettur frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 24. ágúst kl. 10.30. Fyrir hönd vandamanna. Hólmfríöur Léra Þorsteinsdóttir, Bjarni Georgsson og systkini. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, ÞORDUR ÓLAFSSON fré Borg, Arnarfirói veröur jarösunginn frá Bíldudalskirkju kl. 2 fimmtudaginn 24. ágúst. Bjarnveig Dagbjartsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Þann 19. þ.m. lézt á Sjúkrahúsi í Þýzkalandi FRÍÐA HJÖRLEIF GUDMUNDSDÓTTIR MARCUSEN búsett í Danmörku. Fyrir hönd barna hennar, ættingja og vina. Helga Gísladóttír. t Útför hjartkærs sonar okkar og bróöur, SMÁRA KRISTJÁNS ODDSSONAR, sem lést af slysförum þann 19. ágúst, veröur gerö frá Fossvogskirkju föstudaginn 25. ágúst kl. 3 e.h. Gróa Engilbertsdóttir, Oddur Ármann Pélason, Jóhanna Halldóra Oddsdóttir. Lokað fimmtudag 24. ágúst frá kl. 12 á hádegi vegna jaröarfarar Hafþórs Óskarssonar. Smurstöó Hraunbæ 102, Smurstöö Laugavegi 180.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.