Morgunblaðið - 23.08.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.08.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1978 Valur Islandsmeistari VALUR er íslandsmeistari í knattspyrnu árið 1978. Eftir 16 sijíurleiki í röð kom að því á Akureyri í gærkvöldi að Valur missti stig. Ekkert mark var skorað í leik Vals og KA, en slíkir eru yfirburðir Vals- manna í 1 dcildinni í ár að þeir hafa fjögra stiga forystu þegar ein umferð er eftir í mótinu. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það að Valsmenn eru vel að meistaratitlinum komnir, þeir hafa í sumar á stundum leikið frábæra knattspyrnu og þó meistaraheppnin hafi fylgt þeim á milli var í rauninni útilokað annað en að Valur yrði íslandsmeistari. Leikur Vals og KA i gær- kvöldi var sennilega slakasti leikur Valsliðsins í Islandsmót- inu. Mikið taugaálag var á leikmönnum og þeir náðu sér aldrei á strik. Sjálfir voru Valsmenn sáraóánægðir með frammistöðu sína, og það var ekki fyrr nokkrum mínútum að leiknum loknum að þeir sáu ástæðu til að gleðjast yfir Islandsmeistaratitlinum sem þeir höfðu unnið. Lið KA á hrós skilið fyrir frammistöðuna, allir leikmenn liðsins börðust frá upphafi til enda, og uppskeran var eitt stig. Dýrmætt stig í hinni erfiðu fallbaráttu sem KA á nú í. KA-liðið hugsaði fyrst og fremst um varnarleikinn, en minna var lagt upp úr sóknarleiknum. KA hafði líka heimavöllinn með sér og tæplega 1200 hundruð áhorf- endur hvöttu KA-menn ákaft. Það hversu fjölmennir KA- menn voru í vörninni setti sóknarleik Vals úr jafnvægi. Er Valsliðið nálgaðist vítateig gleymdist hið stutta og hraða spil liðsins. I staðinn voru hæðarboltar gefnir inn í víta- teiginn en þar gáfu varnarmenn KA ekkert eftir í loftinu. Ef litið er á fyrri hálfleikinn, þá átti KA fyrsta tækifærið í leiknum er Jóhann Jakobsson kom skoti úr aukaspyrnu í gegnum varnarvegg Vals en Sigurður Haraldsson varði vel. Er leið á hálfleikinn náði Valur undirtökunum í leiknum án þess þó að um yfirburði væri að ræða. Besta tækifæri Vals í hálfleiknum kom undir lok hans er Ingi Björn átti fyrirgjöf og síðan er Guðmundur Þorbjörns- son skallaði beint á Þorberg frá markteigslínu fyrir miðju markinu. í síðari hálfleiknum fékk Atli Eðvaldsson fljótlega gott mark- tækifæri, virtist að vísu rang- stæður en ekkert var dæmt. Þorbergur varði vel laust skot Valsmenn fagna eftir að íslandsmeistaratitillinn var í höfn á Akureyri í gærkvöldi. hans. Skömmu síðar fengu Atli og Ingi Björn báðir tækifæri í sömu sókninni eftir slæma opnun í vörn KA en þeim tókst ekki að skora frekar en öðrum Valsmönnum í þessum leik. Besta tækifæri leiksins átti síðan Jóhann Jakobsson á 22. mínútu er hann fékk fyrirgjöf frá Eyjólfi Ágústssyni. „Donni" var einn fyrir opnu marki en skot hans geigaði og knötturinn fór hárfínt framhjá. Undir lok leiksins virtust leikmenn beggja liða sætta sig við jafntefli og tíðindasnautt var á vellinum. Erfitt er að gera upp á milli leikmanna Vals, þeir léku hrein- lega flestir undir getu, en þó ber að hafa mikilvægi leiksins í huga. Varnarmennirnir og Sigurður markvörður gerðu þó engar stórar vitleysur í leiknum en það sama er ekki hægt að segja um sóknarmenn og miðvallarspilara liðsins. Af leikmönnum KA stóðu þeir sig best Gunnar, Haraldur og Steinþór í vörninni en Elmar og Jóhann framar á vellinum. Ekki skal Þorbergi Atlasyni markverði gleymt, en hann brást hvergi í þessum erfiða leik. Kjartan Ólafssop dæmdi erfiðan leik ágætlega, en leyfði þó helst til mikið framan af. KA-Valur 0:0 Texti og mynd Ágúst Jngi Jónsson Einkunnagjöfin LIÐ KA> Þorbergur Atlason 3 Helgi Jónsson 2 Gunnar Gíslason 3 ólafur Haraldsson 1 Haraldur Haraldsson 3 Steinþór Þórarinsson 3 óskar Ingimundarson 1 Eyjólfur Agústsson 2 Elmar Geirsson 3 Jóhann Jakobsson 2 Ármann Sverrisson 2 Gunnar Blöndal (vm) 1 Guðjón Harðarson (vm) 2 LIÐ VALS. Sigurður Haraldsson 2 Guðmundur Kjartansson 3 Grímur Sæmundssen 2 Hörður Hilmarsson 2 Dýri Guðmundsson 3 Sævar Jónsson 3 Ingi Björn Albertsson 2 Albert Guðmundsson 2 Guðmundur Þorbjörnsson 2 Jón Einarsson 2 Atli Eðvajdsson 3 Hálfdán Örlygsson (vm) 1 Dómari Kjartan Ólafsson 3 VALSMENN fögnuöu íslands- meistaratitli sínum í búningsklef- unum á Akureyri meö því aö syngja hressilega og einnig dreyptu þeir lítillega á kampavíni. En næstu stórverkefni Valsmanna er ekki langt undan, þvi aö á sunnudaginn mæta þeir Akurnes- ingum í úrslitaleik bikarkeppninn- ar. Af knattspyrnuvellinum héfdu Valsmennirnir í. veitingastaöinn Bautann þar sem Stefán Gunn- laugsson bauö Valsmönnunum í kjúklingaveizlu. Blaöamaöur Mbl. ræddi viö nokkra Valsmenn þar og fara viötölin hér á eftir. Ingi Björn Albertason, fyrirliði Vals: „Viö heföum aö sjáifsögöu viljaö tryggja okkur titilinn með sigri. En þaö var mikiö í húfi fyrir bæöi liöin og stigin sem liðin fengu voru mikilvægari en orö fá lýst. Viö unnum mótiö á því og vonandi dugar þaö KA-mönnum til aö hanga uppi. Aö sjálfsögöu erum viö ákveönir í aö vinna tvöfalt í ár, en þaö brást hjá okkur í fyrra. Þaö hefur eflaust setiö í undirmeövit- undinni hjá mörgum okkar aö í fyrra geröum viö jafntefli í þrem síöustu leikjunum og viö vorum ákveönir í aö slíkt skyldi ekki gerast í ár. Atlí Eövaldsson: Þaö er stórkostlegast aö vera búinn aö vinna þetta mót, og ég er feginn aö öll þessi pressa skuli nú vera frá. Aö sjálfsögöu ætlum viö aö vinna tvöfalt í ár, og viö eigum þaö bara til góöa aö vinna alla leikina i 1. deildinni á næsta ári. Höröur Hilmarsson: Þetta var dæmigerður úrslita- leikur þar sem jafntefli var þó dýrmætt fyrír bæöi lið. KA-liöið náöi sínum bezta leik á sumrinu, en viö náöum okkur aldrei á strík og náöum aldrei aö brjóta niöur múrinn. Þaö er búiö aö byggja alls konar metakjaftæöi í kríng um okkur og pressa n hefur veriö mikil, en íslandsbikarínn er kominn aö Hlíöarenda og þaö er fyrír mestu. Aö sjálfsögöu gerir það ánægju mína enn meiri aö ég skuli nú í fyrsta skipti hafa hlotið íslands- meistaratitilinn. Næst er þaö bara bikarinn... Ellert Sölvasonr: Ég hélt aö myndi líöa yfir mig á síöustu mínútu ieiksins, ég var oröinn svo spenntur. Ég veit ekki hvort þetta er bezta lið sem Valur hefur átt, en þetta er gott liö. Langbezta lið á íslandi í dag. Jafntefli á Skaganum STAÐAN Staðan í 1. drild. eftir leikina í Rærkvöldi Valur - KA 0-0 ÍA - ÍBV 0-0 LEIKUR ÍA og ÍBV á Akranesi í gærkvöldi endaði með jaín- tefli, hvorugu liðinu tókst að skora mark. Leikurinn var fjörugur á köflum en frekar slæmt veður gerði leikmönnum erfitt fyrir. Hafa Akurnesingar nú gert tvö jafntefli í röð, og hafa þurft að horfa á eftir íslandsmeistaratiltlinum til Valsmanna. Skagamenn byrjuðu leikinn í gærkvöldi vel. Matthías átti góðan skalla rétt yfir markið og skömmu síðar komst Pétur einn innfyrir en Ársæll varði vel. Er líða tók á hálfleikinn sóttu Skagamenn öllu meira en tókst ekki að skora. Pétur Pétursson átti besta tækifæri leiksins er hann fékk góða sendingu frá Guðjóni Þórðarsyni, náði Pétur að skalla knöttinn niður út við stöngina en Ársæll markvörður var vel á verði og náði að verja. í síðari hálfleik var jafnræði með liðunum. Hálfleikurinn var fremur þófkenndur, og ekki áttu liðin mörg hættuleg marktæki- færi. Það var Jón Alfreðsson sem átti besta tækifærið hjá Akurnesingum, er hann skaut þrumuskoti frá vítateigslínu, en gott skot hans var glæsilega yarið af góðum markverði ÍBV Ársæli Sveinssyni. I lok leiksins komst Sigurlás einn innfyrir vörn ÍA og var kominn í allgott færi er Sigurði Halldórssyni tókst að komast á milli og bjarga naumlega. Segja má að eftir gangi leiksins hafi úrslitin verið sann- gjörn. KK/þr Valur Akrancs VíkinKur Koílavík Fram ÍBV KA l»rúttur I»rúttur FII Brciðablik MARKHÆSTU LEIKMENN. Pétur Pétursson, ÍA Iníd B. Albertss., Val Matthías IlallKrínisNon, ÍA Atli Eðvaldsson, Val Guðmundur Þorbjörnsson Val Gunnar ö. Kristjánsson, Víkinjn Kristinn Björnsson, ÍA SigurláB Þorleifsson, ÍBV Arnór GuAjohnsen, Víkingri Janus GuðlauKsson, FH Leifur HelKason, FXI Stórir sigrar Æ Ær m I Utl- mótinu ÞRÍR leikir fóru fram í gær kvöldi i útimótinu í handknatt- leik. Allir leikirnir voru í meistaraflokki karla. Úrslit urðu þessi. Haukar — Fylkir Valur - ÍR FH — Stjarnan 26.15 24.15 32,18 þr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.