Morgunblaðið - 23.08.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.08.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1978 31 „Gæti vel hugsað mér að starfa á islandi, en eingöngu hjá Val" ÁRANGUR meistaraflokks Vals í sumar hefur vakið verðskuldaða athygli. Liðið hefur rutt hverri hindruninni af annarri úr vegi og ekki tapað leik í íslandsmóti og bikarkeppni þegar þetta er skrifað. Valsmenn hafa eignazt mörg met í sumar. Sigurður Haraldsson markvörður þeirra hélt marki sínu hreinu hátt í 20 klukkustundir í sumar og telja fróðir menn að þar kunni að vera um heimsmet að ræða. Liðið hefur leikið án þess að missa stig lengur en meistaraflokkslið nokkurs annars félags hefur gert. Fleira mætti telja, en allt ber að sama brunni» árangur Valsliðsins er með ólíkindum. íslandsmótið hefur verið ein- vígi Vals og Akraness, en Valur hefur allan tfmann haft yfirhönd- ina og íslandsbikarinn ^istir á Hlfðarenda næsta vetur. A sunnu- daginn leika þessi stórveldi til úrslita í bikarkeppninni og spurningin er hvort Val tekst að vinna tvöfalt í knattspyrnunni í ár. Til að reyna að fá svar við þessari spurningu og fleirum, sem leitað hafa á hugann að undanförnu, lögðum við leið okkar heim til hins viðkunnan- lega þjálfara Vals, Ungverjans Gyala Nemes. Við komum okkur þægilega fyrir f stofunni á heimili hans yfir rjúkandi kaffi og kökum. En sem sagt, tekst Val að vinna tvöfalt í ár? — Það get ég aðeins vonað, segir Nemes og brosir. — I knattspyrnunni getur allt gerzt og enginn leikur er unninn fyrr en dómarinn hefur flautað til leiks- loka. Nemes er fæddur í Ungverja- landi árið 1938 og ólst þar upp. Eins og gengur og gerist hjá strákum hóf hann snemma að sparka bolta. Tíu ára gamall hóf hann að æfa íþróttina reglulega og þá með Ferencvaros. 17 ára var komið að fyrsta meistaraflokks- leiknum og um þetta leyti var hann valinn í unglingalandslið Ungverjalands. ENGINN UNGLINGALANDS- LIÐSMANNANNA SNERI HEIM TIL UNGVERJALANDS — 18 ára gamall var ég á keppnisferðalagi með unglinga- landsliðinu í Englandi, segir Nem- es. — Ungverjar gerðu þá uppreisn gegn hinum kommúnísku valdhöf- um, en Rússar bældu hana niður með vopnavaldi. Blóðið flaut í stríðum straumum eftir strætum heimalands okkar og enginn okkar unglingalandsliðsmannanna átti eftir að snúa heim til föðurlands- ins. Ástandið var ótryggt og uggvænlegt, við kusum að dvelja landflótta í Evrópu, þrátt fyrir að fjölskyldur okkar væru í Ung- verjalandi. — Við ferðuðumst víða um og lékum sýningarleiki á vegum Rauða krossins, en siðan gerðu flestir okkar samninga við at- vinnumar’nalið víðs vegar um Evrópu. Sjálfur gerði ég samning við FC Liege í Belgíu og lék með liðinu í fjögur ár. Síðar lék ég með Anderlecht, en hélt þá til Hollands og var þar í átta ár, 4 hjá Twente og 4 hjá Mastric, en bæði þessi lið léku í 1. deild. Þá lá leiðin til Hollands og Sviss, þar sem ég starfaði við þjálfun. • Valsmenn hafa í sumar hafið sig hátt til flugs undir stjórn Nemesar þjálfara. KEPPNISTÍMABILIÐ _____BYRJAR OF SEINT — Hver finnst þér helzti mun- urinn á knattspyrnu hér og annars staðar í Evrópu? — Unglingaþjálfunin er betri erlendis, það leynir sér ekki. Er leikmenn eldast kemur í ljós-að þá skortir tækni og meiri yfirvegun í sjálfum leiknum. Vetrarfríin hér á landi eru löng og undirbúningur- inn fyrir sjálft keppnistímabilið byrjar þar af leiðandi of seint. í sambandi við unglingaþjálfunina vil ég minnast á að þar þarf ekki mikla úthaldsþjálfun. Strákarnir eru á hlaupum allan daginn svo ekki þarf að. leggja áherzlu á úthald þeira. Það sem hins vegar þarf að byggja upp í yngri flokkunum er knatttækni og aftur knatttækni. — Reykjavíkurmótið eða slík vormót eru algjör óþarfi. Liðin eru ekki komin nægilega þjálfun og leikirnir eru alltof margir svona snemma á vorin. Þetta eyðileggur undirbúning fyrir sjálft íslands- mótið og betra væri að leika einn til tvo æfingaleiki í viku, leiki, sem leikmenn þurfa ekki að taka eins alvarlega. Þá finnst mér leikdagar vera of þétt yfir keppnistímabilið, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að ekki er um atvinnumenn að ræða. — í hverju liggja yfirburðir Valsliðsins í sumar? — Leikmenn Vals eru í betri úthaldsþjálfun en leikmenn hinna liðanna. Þá leika þeir hraðari knattspyrnu en hin liðin og hafa góða menn í lykilstöðum. Strax í byrjun keppnistímabilsins voru þeir ákveðnir í að standa sig vel og leggja hart að sér á æfingum. Þá hef ég aidrei kynnzt eins góðum liðsanda og hjá Val. Það er eins og allir séu bræður í liðinu. Agaregl- um er fylgt út í æsar. Örfáir reykja í liðinu og vín er á bannlista fjórum dögum fyrir leik. AKRANES OG ÞRÓTTUR ERFIÐUSTU ANDSTÆÐING- ____________ARNIR_____________ — Hvaða möguleika á Valur í Evrópukeppninni? — Við getum hæglega sigrað andstæðinga okkar í 1. umferð, Magdeburg, hér heima. Við verð- um að leika gætilega, en samt að nota öll tækifæri til sóknar. Þeir munu einnig leika gætilega, minn- ugir þess að a-þýzka landsliðið tapaði fyrir því íslenzka hér á Laugardalsvellinum. Það er ávinn- ingur fyrir okkur að fá heimaleik- inn á undan, en við verðum að hafa 1 hugfast að Magdeburg er senni- lega eitt af fjórum beztu liðunum í keppninni. Leikmenn liðsins eru í sérlega góðri líkamsþjálfun og mjög sterkir. — Hvaða liðum hér heima er erfiðast að spila á móti? — Tvímælalaust Akranesi og svo Þrótti. Þá finnst leikmönnum einnig mjög erfitt að mæta Vest- mannaeyingum. — Hvaða íslenzkir knatt- spyrnumenn myndu sóma sér í atvinnuknattspyrnu? — Þeir eru nokkrir og t.d. hjá Val hiklaust menn eins og Guð- mundur Þorbjörnsson, Atli Eð- valdsson og Albert Guðmundsson. Þetta eru ungir menn með mikla hæfileika. Pétur Pétursson, Akra- nesi, og Janus Guðlaugsson, FH, gætu einnig gert það gott, ef þeir fengju tækifæri. Arnór Guðjohn- sen, sem nýlega hefur undirritað samning, hefur allt til að bera til að ná langt. — Hvað skortir íslenzk knatt- spyrnulið mest til að ná árangri? — Liðin þurfa að leika hreyfan- legri knattspyrnu, fleiri þurfa að taka þátt í sóknarleik og öfugt. Þetta er hlutur, sem þróa verður upp og tekur lengri tíma en eitt keppnistímabil. — Getur Valsliðið bætt knatt- spyrnu sína í framtíðinni? — Já, alveg tvímælalaust ef hópurinn Keldur vel saman. Hjá Val eru ungir leikmenn og þeir geta gert stára hluti ef þeir fá rétta þjálfun. — Hvernig hefur þér líkað að starfa á íslandi? — Ég er mjög ánægður. Þetta hefur verið góður tími fyrir mig og ég hef eignazt marga vini á íslandi. — Gætirðu hugsað þér að starfa áfram við þjálfun? — Já, svo sannarlega. Mér hefur líkað sérstaklega vel hjá Val og strákarnir eru einstakir. En ég vil að það komi skýrt fram, að annað lið hér á landi þjálfa ég ekki. Eingöngu Val. Ég gæti vel hugsað mér að setjast hér að og búa hér. Hér er hægt að vinna mikið starf við unglingaþjálfun og hún hefur ávallt verið mér hug- leikin. Þar með setjum við punktinn aftan við spjall okkar við Ung- verjann Gyala Nemes. íslenzkri knattspyrnu er fengur að slíkum mönnum. Nemes hefur unnið gott starf með þann-góða efnivið, sem Valur býr yfir og Sovétmaðurinn Youri Ilytchev gerði að stórveldi. Nemes hefur byggt ofan á þá vinnu, sem þegar hafði verið unnin er hann kom til landsins. Við spurðum í upphafi hvort Valur ynni tvöfalt í ár. Þeirri spurningu er enn ósvarað og tíminn einn getur skorið úr. Víst er að Valur og Nemes hafa þegar skrifað blað í íslenzkri knatt- spyrnusögu. — ÞR/— áij. „Fjárhagur sambandsins of bágborinn til að senda þjálfara með" Það hefur vakið nokkra athygli meðal frjálsíþrótta- fólks að Elfas Sveinsson skyldi vera valinn til keppni á EM í tugþraut þar sem hann var ekki búinn að ná lágmarkinu. Þá hafa margir velt því fyrir sér hvers vegna enginn þjálf- ari fer með hópnum. íþrótta- síðan hafði samband við Örn Eiðsson formann FRÍ, og innti hann eftir þessu. — Á hvaða forsendum er Elías Sveinsson valinn? — Framfarir Elíasar í ein- stökum greinum að undanförnu eru augljósar, og við eigum von á því að hann geti náð 7500 stigum í tugþraut á EM ef allt verður í lagi. Elías vantaði aðeins hundrað stig upp á að ná lágmarkinu, þannig að staða hans var svipuð og hjá Jóni Diðrikssyni sem vantaði nokk- ur sek. brot upp á lágmarkið. — Hins vegar var rétt að benda á að ef á að senda tvo menn í , grein verður seinni maðurinn ] að hafa náð sérstökum lág-' marki sem við setjum ekki, heldur stjón EM mótsins og bæði Sigurður Sigurðsson og Erlendur Valdimarsson hafa ekki náð því. Óskar Jakobsson og Vilmundur Vilhjálmsson hafa hins vegar náð lágmarks árangri. — Ilvers vegna fer enginn þjálfari með hópnum? — Frjálsíþróttasambandið hefur engan landliðsþjálfara á sínum vegum. Til þess er fjárhagurinn of bágborinn. Við höfum gefið þjálfurum kost á að fara út með landsliðum í sumar, Ólafur Unnsteinsson fór á kastlandskeppnina í Dan- mörku, Guðmundur Þórarins- son og Stefán Jóhannsson fóru á Kalottkeppnina. Nú óskaði hinsvegar Hreinn Halldórsson eindregið eftir því að Guðni Halldórsson færi með, sem nuddari og aðstoðarmaður, og stjórn FRÍ samþykkti það. Albert Guðmundsson var svo velviljaður að greiða ferð hans þannig að hann fer FRÍ að kostnaðrlausu. Þr. Mettilraunir Vilmundar • VILMUNDUR Vilhjálmsson gerir í kvöld tilraun til að hnekkja íslandsmetunum í 100 yarda, 60 metra og 300 metra hlaupum á innanfélagsmóti, sem KR gengst fyrir á nýja vellinum f Laugardal. Mótið hefst klukkan 19 í kvöld. Rætt við Ungverjann Gyala Némes, sém náð hefur urrdraverðum árangri með Val Psumar 2 leikir íkvöld í KVÖLD fara fram tveir leikir í 1. deild í knattspyrnu. Á Laugar- dalsvelli leika Fram og ÍBK og í Kópavogi leika UBK og Þróttur. Hef jast báðir leikirnir kl. 19.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.