Morgunblaðið - 23.08.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.08.1978, Blaðsíða 32
 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1978 Benedikt Gröndal f ormaður Alþýðuflokksins; F orsætisráðherra má ekki vera á móti utanríkisstefnunni Lúðvík forsætisráðherra ófrá- víkjanleg krafa Alþýðubandalags BENEDIKT Gröndal, formaður Alþýðuflokksins, hefur Iýst því yfir að flokkur hans muni ekki geta sætt sig við forsætisráðherra er sé á móti stefnu stjórnar sinnar í utanríkismálum og hefur í dag boðað til fundar flokksstjórnar Alþýðuflokksins, þar sem tekið verður formleg afstaða til þess hvort flokkurinn eigi að hafna því að fara í ríkisstjórn undir forsæti Lúðvíks Jósepssonar. Lúðvík hefur á hinn bóginn gefið í skyn, að það sé ófrávíkjanleg krafa af hálfu Alþýðubandalagsins að hann verði í forsæti þeirrar stjórnar, sem hann hafi forystu um að mynda, og bendir allt til þess að hann muni skila af sér til forseta íslands ef Alþýðuflokkurinn hafnar honum sem forsætisráðherra. Þá er greinilega uppi ágreiningur um afstöðuna til Lúðvíks milli ólafs Jóhannessonar og Steingríms Hermannssonar, fulltrúa Framsóknarflokksins í vinstri viðræðunum. Benedikt Gröndal sagði í sam- tali við Mbl. í gærkvöldi að afstaða til Lúðvíks sem forsætisráðherra væri hluti af skoðunum manna um utanríkismál. „Forsætisráðherra hlýtur alltaf að hafa meiri eða minni afskipti af þeim, en þessi afstaða þýðir ekki á nokkurn hátt að Alþýðuflokkurinn geri það að skilyrði að hann hafi forystuna, við erum opnir fyrir öllu öðru en því, að forsætisráðherra sé á móti stefnu sinnar eigin stjórnar," sagði Benedikt. Lúðvík Jósepsson sagði hins vegár, þegar Mbl. spurði hvernig hann mundi bregðast við ef Alþýðuflokkurinn hafnaði honum sem forsætisráðherra: „Verði niðurstaðan sú, að maöur úr öðrum flokki en Alþýðubandalag- inu verði valinn til stjórnarfor- ystu, tel ég bæði eðlilegt og sanngjarnt, að hann fái að leggja síðustu hönd á atriði samnings- gerðar flokkanna. Eg tel, að ég hafi þegar leyst öll helztu vanda- málin, sem um var deilt og nú sé komið að ákvörðun um það hver hafi forystuna í væntanlegri stjórn." Lúðvík hefur látið svo um mælt, að verði hann ekki forsætis- ráðherra, muni hann ekki gefa kost á sér í ráðherrastól. Ólafur Jóhannesson sagöi i samtali við Mbl. í gær að hann teldi að þingflokkur Framsóknar- flokksins væri búinn að taka jákvæða afstöðu til Lúðvíks en Steingrímur Hermannsson sagði aftur á móti þegar Mbl. bar þetta atriði undir hann, að hann teldi að þingflokkurinn væri ekki búinn að taka formlega afstöðu í málinu. Sjá viðbrögð og frétta- skýringu bls. 16 og 17. SIÍllSllÉKáMWÍÉÍÍ»*síw, Ljósmynd Sigurgeir Bernharð Þórðarson. Jeppabiíreið festist fyrir nokkru í Jökulsá á Fjöllum á Gæsavatnaleið og var hún nær öll f kafi í sandi og vatni í nokkra daga, en um síðir tókst fjölmennu hjálparliði að stífla Jökulsá um stund með sandpokum og var myndin tekin þegar verið var að hefja lokaátak björgunarinnar. Sjá frásögn á bls. 3. Deilt er um vísitöluþakið innan launþegasamtakanna Launahækkanir 1. september á bilinu 10—12% — vísitöluhækkunin minni en reiknað var með VERULEGUR ágreiningur er innan launþega- hreyfingarinnar um fyrir- komulag vísitölu í því efnahagsdæmi, sem til úr- lausnar hefur verið í yfir- standandi vinstri við- ræðunum. Fulltrúar lág- launafélaganna í verka- lýðshreyfingunni hafa haldið fast fram tillögum Verkamannasambandsins um tiltekið þak á vísitölu- bæturnar, en á það telja fulltrúar iðnaðarmanna- félaganna og BSRB sig ekki geta fallizt. Útreikningar vísitölunnar 1. september nk. hafa ekki verið birtir, en samkvæmt upplýsingum sem Mbl. hefur aflað sér hækkar Efnahagsdæmi vinstri flokkanna: 5% aukatekjuskattur - 20% álag á aukaferðagjaldeyri NÚ LIGGUR fyrir í stórum dráttum samkomulag milli Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Framsókn- arflokks um leiðir til úrlausnar aðsteðjandi efnahagsvanda fram til áramóta. Fullyrt er af hálfu talsmanna þessara flokka, að með þessum efnahags- aðgerðum gangi dæmið upp en þó á eftir að ganga frá frekari útfærslu ýmissa þátta. Ráðstafanir þær sem aðallega hefur verið rætt um eru þessar helztar: • 15% gengisfelling • 10—12% niðurfærsla almenns verðlags • Vaxtalækkun á afurða- og rekstrarlánum en á móti komi viss verðtrygging í niðurfærslunni er gert ráð fyrir 8% nú þegar 1. september og allt að 4% hinn 1. desember. Stefnt er að 4% niðurgreiðslu landbúnaðarvara nú þegar og eins að söluskattur af matvöru verði lækkaður um 3% en síðan að 1 prósentustig sem upp á vantar miðað við 1. september verði einnig greitt niður og hefur þar verið rætt um ýmsa hluti, sem ekki er búið að taka endanlega afstöðu til. Þá er þess að gæta, að búvöruverð á einnig að hækka miðað við 1. september og mun koma til greina að greiða það meira niður en ekki vilja menn ganga svo langt í þeim efnum að fara niður fyrir verðið til bóndans. 4% niðurfærslan 1. desember er hins vegar lausari í reipunum en þó eru þar uppi ákveðnar tillögur svo sem að greiða niður sö luskatt en það þykir þó nokkuð dýr leið. Varðandi vaxtalækkunina mun enn opið hversu mikil hún á að verða en framsóknarmenn og alþýðuflokksmenn munu krefjast þess að á móti vaxtalækkuninni komi verðtrygging á einhverju formi. Tekjuöflun vegna þessara aðgerða mun einkum fólgin í eftirfarandi: • Hátekjuskatti sem er 5% á þau laun hjóna sem voru yfir 5 milljón kr. markið á sl. ári. • Eignaskattsviðauki á hilinu 25—50% • Tekjuskattur á fyrirtæki sem leggst á áður en afskriftir hafa farið fram • Hækkun áfengis og tóbaks • 1% niðurskurður á ríkisútgjöldum • Ferðamannagjaldeyrir — skammturinn tvöfaldaður með 20% álagi á helminginn. Þess ber að geta varðandi niðurskurð ríkisútgjaldanna, að þar telja alþýðubandalagsmenn sig ná 1,5 milljörðum króna til áramóta en framsóknarmenn munu draga þetta mjög í efa. kaup af völdum vísitölu nokkru minna en fyrirfram var gert ráð fyrir eða um 10—12%, þar af er sjálf vísitöluhækkunin á bilinu 8—9% en grunnkaupshækkun ýmist 3% eða um 4000 krónur samkvæmt ASI-samningum. I viðræðum við lapnþegasam- tökin hafa komið fram hugmyndir um að 2—3% vísitöluhækkunar- innar verði ráðstafað með öðrum hætti til verkalýðshreyfingarinn- ar, þannig að að andvirði þessarar hækkunar yrði lagt í sérstakan sjóð hjá verkalýðshreyfingunni og síðan notað til að kosta t.d. byggingu samvinnu- eða verka- mannabústaða. Þetta mál hefur þó ekki hlotið afgreiðslu ennþá, né heldur hefur verið gengið frá því hvernig farið skuli með kaup- gjaldsvísitöluna gagnvart laun- þegasamtökunum. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. hefur standa láglaunafélögin enn fast við tilboð Verkamanna- sambandsins að sett verði tiltekið þak á vísitöluna, þannig að hún verði greidd að fullu upp að launum sem eru nú milli 168—9 þúsund krónur en þar fyrir ofan taki við krónutala. Ýmsir helztu forsvarsmenn láglaunafélaganna munu telja algjörlega óforsvaran- legt, að vísitöluhækkunin fari upp allan launastigann sem prósentu- hækkun, en þessi sjónarmið eru sögð mæta mikilli andstöðu for- svarsmanna bæði iðnaðarmanna- 'félaganna innan ASÍ og BSRB, enda þýddi framangreint tekju- mark að allir flokkar fyrir ofan 4. og 5. launaflokk BSRB-samninga væru með skerta vísitölu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.