Morgunblaðið - 24.08.1978, Side 1

Morgunblaðið - 24.08.1978, Side 1
36 SIÐUR 182. tbl. 65. árg. FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dollarinn í hávegum London, 23. ágúst — Reuter, AP. FYRIRHEIT Saudi-Araba í þá átt að styrkja dollarann ásamt þeirri ákvörðun Bandarikjastjórnar að selja þrjár milljónir gullúnsa varð til þess bandaríski gjaldmiðillinn stórhækkaði í verði gagnvart veiga- mestu Evrópugjaldmiðlum á mörkuðum í dag. Sömu íréttir voru gullkaupmönn- um ekki að sama skapi íagnaðar- efni og féll verð gullúnsunnar niður fyrir 200 dollara í fyrsta skipti síðan 28. júlí. Viðmiðun af dollar Vitnað var í ummæli krónprins Saudi-Araba, Fahd, í þá veru að land hans, auðugasta olíuríkið í samtök- um olíuútflytjenda, myndi ekki fallast á að olía yrði verðlögð með viðmiðun af öðrum gjaldmiðli en dollar. Ótti manna við að Saudi- Arabar settu traust sitt á aðra gjaldmiðla hefur átt ríkan þátt í falli hans að undanförnu. Hámarksskrán- ing dollars á gjaldeyrismarkaði í London í dag var hins vegar 2.025 vestur-þýzk mörk. í Tókýó skráðist dollar á 192.05 yen við lokun. Gulluppboð Bandaríska stjórnin tilkynnti á þriðjudag að hún hygðist halda uppboð á hluta hins gífurlega gullforða landsins. Kaupsýlsumenn um heim allan hafa þó látið í ljós að aukin gullsala Bandaríkjanna geti ekki borgið dollar til lengdar, þar sem hún sé engin lausn á viðskipta- halla Bandarikjanna og öðrum efnahagsvandamálum. Bertoli Baggio Bertoli næst eða Baggio? Vatíkaninu, 23. ágúst, AP. SAMKVÆMT „vinnuplaggi“ sem óvænt barst út fyrir veggi Vatíkansins og sendiráð ítala þar tók saman eru talsverðar líkur á að næsti páfi verði ítalskur og koma þar helzt til greina kardínálarnir Paolo Bertoli og Sebastiano Baggio. Upplýsingarnar eru hafðar eftir Rómardagblaðinu „La Repu- blica“ Hin leynilegu gögn komust í hendur óviðkomandi aðeins tveimur dögum áður en 111 kardinálar koma saman til að kjósa eftirmann Páls páfa VI. Uppljóstrunin hefur valdið upp- námi meðal embættismanna Vatikansins og neitaði talsmaður þeirra, Panciroli, að ræða hana. Italski ambassadorinn, di Montezemoli, er undirbjó áður- nefnt „vinnuplagg" játti því að það hefði verið tekið saman en að það væri aðeins til afnota fyrir sendiráðið og marklaust að öðru leyti. Það kom fram í plagginu að Sergio Pingedoli, sem fram til þessa hefur verið álitinn líkleg- astur eftirmaður páfa, skorti fylgi innan páfahirðarinnar. Nairobi, 23. ágúst — Reuter-AP. LEIÐTOGAR Kenýa vottuðu í dag Kenýatta forseta hinztu virðingu með tárum, eftir að þeir höfðu ráðið ráðum sínum um útför og högun kosningar eftirmanns eins virtasta stjórnarskörungs álfunnar. Ráðherrar, þingmenn og sendi- menn erlendra ríkja gengu einn af öðrum framhjá jarðneskum leifum forsetans, sem láu á viðhafnarbörum klæddur röndóttum fötum með galdrakeyrið — hefðbundið vands- tákn sitt — sér við hlið. Bráða- birgðaforseti landsins, Daniel Arap Moi, sem heldur um stjórntaumana unz nýr forseti hefur verið kosinn að Fundarhöld með Eanes Lissabon, 23. ágúst — Reuter. FORSETI Portúgals, Antonio Ramalho Eanes, boðaði í dag til blaðamannafundar á fimmtudag og geta menn sér þess til að hann hyggist formlega tilnefna iðjuhöld- inn Nobre da Costa forsætisráð- herra landsins. Þetta er í fyrsta skipti sem Eanes boðar til fundar með blaðamönnum síðan. hann tók við embætti sínu fyrir tveimur árum. Eanes hefur sætt ákúrum frá jafnaðarmönnum fyrir að víkja Soares úr forsætisráð- herrastóli fyrir mánuði og mun hann nú einnig hafa fullan hug á að gera hreint fyrir dyrum sínum. Somoza lokar leggst og undir feld Managua, 23. ágúst, AP, Reuter. VINSTRISINNÁÐIR skæruliðar, vel vopnum búnir, þráuðust enn við á miðvikudagskvöld í þinghúsi Nicaragua með gísla sína 500, en í hópi þessum er að íinna margt fyrirmanna og ættingja Somozas forseta. Skæruliðar krefjast þess að allir pólitískir fangar landsins, um 150 að tölu, verði leystir úr haldi og séð til þess að þeir fái að fara óáreittir til Panama, Venezuela eða Mexíkó. Fjórtán manns létu lífið og u.þ.b. 15 særðust er skæruliðarnir tóku þinghúsið á þriðjudag. Ríkisstjórn Nicaragua lokaði í dag öllum flugvöllum landsins og landamærum. er snúa að Costa Rica, meðan lögð voru á ráðin um hvernig snúast skyldi við kröfu skæruliðanna, sem einnig hafa farið fram á 10 milljóna dollara lausnargjald og flugvél til eigin afnota. Skæruliðarnir, er tóku þinghús- ið í djarflegri 10 mínútna skyndi- árás síðdegis á þriðjudag meðan þing var að störfum, létu 110 konur og börn laus á miðvikudags- morgun. Einnig fengu 14 er særzt Kenýaformgjar gráta Kenýatta 90 daga fresti, var meðal fyrstu syrgjenda á staðinn. Ríkisstjórnin hefur enn ekki greint frá hvenær útförin verður gerð en líkur eru taldar á að það verði á fimmtudag í næstu viku. Fyrirskipuð hefur verið þjóðarsorg í mánuð í landinu. Sjá nánar bls. 16 — Lofsamleg- um orðum farið um Kenýatta. EBE elur á drykkjusýki Hellebæk, Danmörku, 23. ágúst — Reuter. AÐILD að Efnahagsbandalag- inu hefur orðið til þess að margar Vestur-Evrópuþjóðir neyta nú meira áfengis en áður að sögn sérfræðings um drykkjusýki og eiturlyf. Forstöðumaður Alþjóða- ráðsins um áfengis- og fíkni- efnavandamál, Archer Tongue, sagði að stefna Efna- hagsbandalagsins gerði að verkum að áfengi og bjórteg- undir fara nú greiðlegar milli landanna níu en áður. „Þetta flutningafrelsi hefur til dæmis orðið til þess að Englendingar drekka meira létt vín og Frakkar meira viský en áður,“ sagði Tongue á þrettánda Norðurlandafundin- um um áfengisvandamál. Einnig greindi hann frá að íbúar bandalagslandanna drykkju þó síður en svo minna af eigin þjóðardrykkjum þótt nýir kæmu til sögunnar. „Drykkjusiðir hverfa ekki,“ sagði hann „aðeins nýir bætast við.“ höfðu leyfi til að fara, en í hópi þeirra voru þrír hermenn. Að sögn sjónarvotta voru skæruliðar ekki færri en eitt hundrað að tölu. Somoza hefur farið fram á sólar- hrings umhugsunarfrest til að íhuga úrkosti. Öruggt má telja að þessi atlaga uppreisnarmanna úr röðum Þjóðfrelsisfylkingar Sandinista sé frakkasta tilræði þeirra við hægrisinnaða einræðis- stjórn forsetans til þessa. Sendiherra Costa Rica, Virgilio Chaverry og panamíski sendiherr- ann Carlos Manuel, munu hafa boðizt til að gerast milligöngu- Þjóðarhöllin í Managua. menn í viðskiptum við skærulið- ana. Þrír biskupar rómversk-ka- þólsku kirkjunnar héldu áfram tilraunum sínum til að fá fleiri gísla lausá og hafði þeim orðið eilítið ágengt. Að sögn yfirvalda munu nokkrir hafa komizt undan gegnum glugga og loftræstikerfi. Mun skæruliðunum einkum um- hugað að halda þingmönnum, blaðamönnum og fyrirfólki í kló sinni. Meira en 130 manns hafa látið lífið í tilraunum andstæðinga til að steypa Somoza af stóli síðan 'í janúar. Hua sakaður um fleðuskap Belgrad, 23. ágúst — AP—Reuter KÍNALEIÐTOGINN Hua Kuo- feng skoðaði á miðvikudag risabú og vélamannvirki í Júgóslavíu og auðsýndi þannig áhuga kín- versku þjóðarinnar á íramförum í atvinnulífi og marxískum fyrir- tækjarekstri verkamanna í land- inu. Einnig kom hann að máli við sendimenn crlendra ríkja í Bel- grað. Rússar hafa farið mjög hörðum orðum um för forsætis- ráðherrans og sakað Kínverja um að hnýsast í málefni Balkan- skaga, sem hefur verið friðheil- agt áhrifasvæði Moskvuyfirvalda til þessa. Þúsundir verkamanna fögnuðu Nýlátinn Kenýaforseti, Jomo Kenýatta, á viðhafnarbörum. Fjölskylda þjóðhöfðingjans fyrrverandi sést í bakgrunni en opinberum sendimönnum var fyrst leyft að ganga hjá börunum. Hua innilega, er hann vitjaði vinnustaða í grennd við Belgrað á þriðja degi heimsóknar sinnar í Júgóslavíu. Að sögn opinberra talsmanna var kommúnistafor- manninum forkuður á að kynna sér valddreifingu í júgóslavnesku atvinnulífi, sveigjanlega rekstrar- stjórn og afkastaörvandi fram- leiðsluskipan. Einnig var haft eftir opinberum starfsmönnum í Bel- grað að Hua hefði hitt sendimenn erlendra ríkja og meðal annars tekizt í hendur við sendiherra Sovétmanna og Bandaríkjanna. Var greint svo frá að handtak hans og albaníska sendiherrans hefði verið „hvatvíslegt" og hefði formaðurinn haskað sér að næsta manni. Allt þar til mjög þrútnaði um með þjóðunum nýlega var Albanía eina bandalagsþjóð Kín- verja í Evrópu. Að sögn embættis- mannanna fór einkar vel á með Hua og sendimönnum Belga og Frakka. Sovézka fréttastofan „Tass“ hafði eftir vestrænum fréttaskýr- endum í dag að Kínverjar reyndu nú að gína yfir Balkanlöndum og bætti við að fleðulæti Hua væru slik að heita mætti að Kínverjar væru nær orðnir „16. félagi Norður-Atlantshafsbandalagsins". Dauðageislinn grandar skeyti Washington, 23. ágúst — Reuter. BANDARIKJAMÖNNUM hefur nú tekizt að skjóta niður hraðfleyga skriðdrekaeldflaug með lasergeisla eða títtnefndum „dauðageisla“, samanþjappaðri ljósorku. Sam- kvæmt talsmönnum Pentagon heppnaðist fyrsta tilraunin í janúar. Nákvæmar upplýsingar um beitingu vopnsins liggja ekki fyrir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.