Morgunblaðið - 24.08.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.08.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1978 Um 60 flugvélar sýna á Flugdeginum í Reykjavík FJÖLBREYTT dagskrá verður á Reykjavíkurflugvelli laugardaginn 26. ágúst n.k. en þá standa íslenzka flugsögufélagið og Vél- flugfélag íslands fyrir flugdegi með þátttöku 50—60 flugvéla og þar af munu nokkrar vélar að utan heimsækja landið, en það eru vélar frá Noregi, Danmörku og Vest- ur-Þýzkalandi. Þá mun varnarliðið á Keflavíkurflugvelli taka veruleg- an þátt í Flugdeginum. Dagskrá Flugdagsins fer hér á eftir en hún verður samfelld frá kl. 13—18. M.a. mun brezkur listflugmaður sýna listir sínar, en þátttaka vélanna 60 er fléttuð saman í samfellda dagskrá þar sem mikið verður um framhjáflug og lending- ar. Flestar vélarnar verða til sýnis á Reykjavíkurflugvelli en sýning- arsvæðið þar sem sýningarflugið fer fram verður flugvallarmegin við Loftleiðahótelið og gamla flugturninn. Aðgangseyrir verður 1000 kr. fyrir fullorðna og 400 kr. fyrir 10—16 ára en ókeypis verður fyrir yngri en 10 ára. Á hverjum klukkutíma verða dregnir út tveir happdrættisvinningar sem eru flugferðir um daginn yfir Reykja- vík og er hver aðgöngumiði um leið happdrættismiði. Hér fer á eftir áætluð dagskrá flugsýningar flug- dagsins, 1978. Áður en sjálf dagskráin hefst, er gert ráð fyrir að um 15 einkaflug- vélar fari í hópflug yfir borgina, og verða þær lentar áður en dagskrá- in hefst. Flugsýningin sjálf hefst kl. 14.00. 1. Tvær Douglas Dakota vélar eða Þristar koma fljúgandi yfir svæðið. Önnur er frá danska flughernum en hin frá Land- græðslunni. Þær lenda báðar. 2. Tvær Lockheed P—3 Orion kafbátaeftirlitsflugvélar munu fljúga yfir svæðið. Önnur er frá norska flughernum og mun hún framkvæma nokkur hjáflug og lenda síðan, en hin er frá varnar- liðinu og mun lenda eftir fyrsta samflugið. 3. Þota Arnarflugs mun sýna hjáflug en ekki lenda. 4. Björgunarsveitin á Keflavík- urflugvelli mun sýna hvernig þyrla tekur eldsneyti á flugi og Tíu manna sveit á ólympíuskákmót- ið í Buegnos Aires Olympíuskákmótið hefst í Buenos Aires í Argentínu þann 25. október n.k. og lýkur 12. nóvember, og er þetta í 23. sinn sem ólympi'umót í skák er haldið. í frétt frá Skáksambandi ís- lands segir, að teflt verði í River Plate Club og búizt sé við mikilli þátttöku eða allt að 70—80 þjóðum í karlaflokki og 30—35 þjóðum í kvennaflokki. Olympíumótin eru haldin annað hvert ár og hefur svo verið frá því árið '1950. íslendingar hafa að jafnaði sent lið til keppni síðan 1952, en þeir tóku fyrst þátt í olympíumótinu í Hamborg 1930. Ápið 1939 fóru íslenzkir skákmenn mikla frægðarför á slíkt mót til Buenos Aires, þar sem þeir unnu B-flokk keppninnar. Álls hafa íslendingar teflt á 18 olympíumót- um, en hingað til aðeins í karla- flokki. Olympíumót í kvennaflokki hafa farið fram 7 sinnum og hefur nú verið ákveðið að íslenzkar skákkonur taki þar þátt í fyrsta sinn. Á fundi Skáksambands íslands s.l. mánudag voru keppnissveitir Islands á Olympíumótinu í Buenos Aires ákveðnar, Friðrik Ólafsson stórmeistari, teflir á 1. borði, á 2. borði teflir Guðmundur Sigurjóns- son stórmeistari, á 3. borði Helgi Ólafsson alþjóðlegur meistari, á 4. borði Ingi R. Jóhannsson, alþjóð- legur meistari, á 5. borði Margeir Pétursson 2/3 alþjóðlegur meistari þyrlan mun síðan sýna hæfni sína. Eldsneytisvélin Lockheed HC—130E Hercules mun ekki lenda, en hinsvegar Sikorsky HH-3E þyrlan. 5. Brezkur listflugmaður, Tony Bianchi, kemur sérstaklega til að sýna listflug á hinni nýju Cap 10 listflugvél. Cap 10 vélin er í eigu nokkurra Islendinga. 6. Fjórar McDonnell Douglas F—4E Phantom þotur munu sýna fylkingarflug og aðflug en ekki lenda. 7. Tvær Lockheed T—33A æf- ingaþotur munu sýna fylkingar- flug og aðflug en ekki lenda. 8. Félagar úr Fallhlífarklúbbi Reykjavíkur munu sýna fallhlífar- stökk. 9. Félagar úr Svifflugfélagi Reykjavíkur munu sýna svifflug. 10. Fokker F—27 Friendship flugvél F.í. mun sýna hjáflug. 11. Orion flugvél bandaríska flotans mun sýna flugtak með hámarksafköstum (maximum per- formance take-off). 12. Hópflug hinna gömlu og góðu Piper Cub flugvéla. 13. Transall C—160 frá vest- ur-þýzka flughernum flýgur yfir og lendir. Auk þessa munu þotur Flugleiða koma yfir flugvöllinn eftir því sem áætlanir þeirra leyfa. Undirbúningsnefndin tekur enga ábyrgð á því að röð atriða verði nákvæmlega eins og að framan er talið. og á 6. borði Jón L. Árnason 1/2 alþjóðlegur meistari. Guðlaug Þorsteinsdóttur Norðurlandameistari teflir á 1. borði kvennasveitarinnar, á 2. borði teflir Ólöf Þráinsdóttir, Islandsmeistari, á 3. borði Birna Norðdahl og á 4. borði Svana Samúelsdóttir. í karlaflokki verða tefldar 14 umferðir eftir svissneska kerfinu en í kvennaflokki verður um riðlakeppni að ræða, með 7 um- ferða forkeppni og 7 umferða lokakeppni í hverjum flokki. í fréttatilkynningu Skáksam- bandsins segir, að í mikið sé ráðizt að senda keppnislið svo langan veg til keppni, en áætlaður kostnaður við þátttökuna sé á bilinu 4 til 4,5 milljónir króna. Hafa konurnar undir forystu Birnu Norðdahl sýnt lofsvert framtak með því að safna að miklu leyti sjálfar fyrir sínum ferðakostnaði, en engu að síður sé enn óbrúaður kostnaður vegna olympíumótsins upp á um 3 milljónir kr. Því ætlar stjórn Skáksambandsins á næstunni að beita sér fyrir fjáröflun í þessu sambandi og í fréttatilkynningu segir að héitið sé á fyrirtæki og almenning málinu til stuðnings, og gíróreikningur SI sé nr. 62500. is-m afsláttur á eftirtöldum vörum til mánaðamóta: Var Nú Khaki buxur ..10.900.-... .... 8.900.- Stutterma skyrtur .... 4.900.-... 3.900- Mittisjakkar herra.... ,..17.900.-... ....14.900- Missitjakkar dömu..., „..14.500.-,.. 12.600- Pils .... 9.900.-,.. 7.900- Bolir .... 2.600.-,.. 1.900- Allir kjólar 15% afslátt dömuvesti 15% afslátt TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS KARNABÆR AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a Simi trá skiptibordi 28155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.