Morgunblaðið - 24.08.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.08.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1978 HANS APEL Stundum er haft á oröi aö vestur-þýzkir jafnaöarmenn megi grannt eftir leita langa stund áöur finni Þeir í rööum sínum leiötoga- efni, er axlaö geti hlutverk Helmuts Schmidts kanslara. Brugöiö er viö ýmsum kostum foringjans, er Þykja sammerkt eiga meö Þjóölegri skaphöfn í einurö, mennt og atorku. Óvænt mætti hins vegar kalla ef leitun væri á skörungsefni í stjórnmálaflokki, sem sett hefur sterkastan svip á próun eins örskreiöasta menningarlands eftirstríösáranna. Er pví og pann veg fariö aö enda pótt Schmidt kanslari og formaöur jafnaöarmanna sýni síöur en svo á sér fararsniö velta menn vöngum og pykir sýnt aö sumir hafa komiö ár sinni betur fyrir borö en aörir. Þrátt fyrir aö einungis annar peirra hafi meö vissu veriö nefndur sem líklegur arftaki Schmidts má segja aö Hans Apel varnarmála- ráöherra og Dietrich Stobbe, borgarstjóra Vestur-Berlínar, svipi hvorum á sinn hátt til kanslarans. Umbúöalaust gagnsemissjónarmiö Stobbes minnir í mörgu á haröfylginn raunsæis- stíl Schmits. Án pess aö eiga veruleg ítök í flokknum hefur hann haldiö góöum samskipt- um Bonn og Vestur-Berlínar. Auk pess sem Hans Apel býr á hinn bóginn yfir keimlíkum eiginleikum og á feril aö baki ápekkan Schmidts, er honum reiknaö til ágætis aö vera aöeins priöji maöurinn eftir Schröder og Schmidt, sem hingaö til hefur tekizt aö hafa á hendi embætti varnarmálaráöherra án pess aö fyrirgera pólitískri oröheill sinni. DIETRICH STOBBE Konungsríkið kostar vinnn Ur ljónagryfju í kanslarastól? Óhætt er að segja að mörgum hafi lyfzt brúnin er Helmut Schmidt útnefndi Hans Apel varnarmálaráð- herra í tilfæringum sínum í febrúar. í fyrsta skipti í sö£u Sambahdslýðveldisins hafði Vestur-Þýzkaland nú á að skipa varnarmálaráðherra, sem aldrei hafði þjónað herskyldu og að auki lýst yfir aðeins 30 mánuðum áður að honum fyndist hann ófær um að gegna starfinu. Apel er af þeirri kynslóð Þjóðverja, er var of ung til herþjónustu í heimsstyrjöldinni síðari og of fullorðinn til að ganga til liðs við herinn eftir að Þýzkaland hervæddist á ný á sjötta áratugnum. Þegar Apel hefur nú farið með eitt torveldasta ráðherraembætti Bonnstjórnarinnar í um það bil 180 daga er rómur að því gerður að honum hafi tekizt vel upp þrátt fyrir'reynsluleysi sitt á vettvangi hermála. En engum þarf í rauninni að koma á óvart að Apel leysi hlutverk sitt vel af hendi. Hann er einn fárra ráðherra Schmidt-stjórnarinnar, sem segja má að háfi afburðaferil að baki. Hann óx úr grasi í sama stjórnmálaumhverfi og húsbóndi hans, Helmut Schmidt. Hann fæddist í Barmbek-úthverfi Hamborgar 25. febrúar 1932. Tuttugu og þriggja ára að aldri gekk hann í jafnaðarmannaflokkinn og hlaut meðbyr á frama- brautinni aðeins þremur árum síðar; 1958, er hann gerðist ritari jafnaðarmanna á Evrópuþinginu. Apel varð þingmaður 1965 og tók að láta að sér kveða fimm árum síðar, er hann var kjörinn i framkvæmdanefnd Jafnaðarmannaflokksins í fyrsta sinn. Að minna en tveim árum liðnum, í desember 1972, var hann siðan skipaður aðstoðarráðherra utanríkisráðuneytisins í Bonn, ábyrgur fyrir málefn- um aðlútandi Efnahagsbandalaginu. Á tímum, sem vitnað hafa stjórnmálamenn sýna æ minni litbrigði, hefði mátt búast við að Apel kæmist til metorða þó ekki væri nema sökum ungæðislegs útlits og brosmildi. Hann sannaði þó von bráðar að hann var gæddur mælsku og samningalipurð og ákveðnum eðliseiginleika, sem ýmis heillaði eða egndi, en gat engan veginn talizt diplómatískur. Frá veru Apels í utanríkisráðuneytinu eru mönnum e.t.v. minnisstæðastar útistöður hans við Sir Alec Douglas Home um svæðasjóð Efnahagsbandalagsins. En í næsta embætti sínu, í fjármálaráðuneytinu, hlotnaðist honum nóg ráðrúm til hólmgöngu og tækifæri til að auðsýna vinnuhörku og auga fyrir smáatriðum. Á þeim fjórum árum, sem Apel fór með embætti fjármálaráðherra í Vestur-Þýzkalandi, lærði hann að taka ósigri og áföllum engu síður en velgegni. Eitt sinn var haft eftir honum að það væri hluti af starfinu að vera „skotspónn". Jafnvel hann mun þó ekki hafa átt von á að kanslari Schmidt myndi einn góðan veðurdag krafsa yfir áform hans um ráðstöfun aukins virðisaukaskatts, eins og átti sér stað á liðnu sumri. Af þessu tilefni var Apel aðeins hársbreidd frá því að segja af sér og hefði það orðið úr ef ekki hefðu komið til fortölur kansalarans. Hans Apel hefur aldrei og mun e.t.v. aldrei láta stjórnmálalífið bera eigin persónuleika ofurliði líkt og kanslarinn. Mótmælendatrú, er hann erfði frá föður sínum, er ríkur þáttur í lunderni hans. Hann hefur til að bera sterkmótaða skyldutilfinningu gagnvart fjölskyldu sinni og ríkisstjórn. Jafnframt því lifir með honum áhuginn á hlutum eins og knattspyrnu og siglingum. í tíð sinni sem fjármálaráðherra lét hann ekkert tækifæri úr greipum sér ganga til að hverfa frá Bonn til Hamborgar að vitja konu og dætra. En þrátt fyrir að erfitt sé að leiða sér Hans Apel fyrir sjónir sem „stjórnmálamann af lífi og sál“ í líkingu við Schmidt eða Franz Josef Strauss, skyldi enginn vanmeta hæfni hans sem forystumanns. Hann hefur þegar sannað snerpu sína og getu, að hann er sveigjanlegur og þó metnaðargjarn. Fer ekki hjá því að menn líti á hann sem krónprins Helmuts Schmidts í Jafnaðarmannaflokknum, þótt hann aftaki með öllu sjálfur að um slíka stöðu sér að ræða í landi flokkalýðræðis. Eins og áður er getið hafa aðeins tveir ráðherrar kvatt landvarnaráðauneytið með hreinan skjöld í sögu Sambandslýðveldisins. Reynist Hans Apel sá þriðji virðist fátt geta komið í veg fyrir hann verði frambjóðandi jafnaðarmanna til kanslaraem- bættis á eftir Schmidt. Eitt ár aðeins er tæpast nóg Kosningar eru fyrir dyrum í Berlín á næsta ári. Samkvæmt skoðanakönnunum ætti samstjórn jafnaðarmanna og frjálslyndra (SPD—FDP) að vinna óskiptan meirihluta og jafnaðarmenn, flokkur Stobbes borgarstjóra, að fá fjörutíu af hundraði og þannig endurheimta forystu sína. Þegar Dietrich Stobbe tók við af Klaus Scliútz sem borgarstjóri fyrir ári hafði flokkur jafnaðarmanna naumlega þriðjung atkvæða á bak við sig í Berlín. „Eg átti aldrei von á að það yrði auðvelt verkefni. Nú þegar fyrsta árið er um garð gengið get ég sagt að það hefur verið ánægjulegt að takast á við það, sem framkvæma verður ... Hinu er ekki að leyna að starfið útheimtir mikið líkamsþrek," sagði Stobbe í viðtali við brezka blaðið „Tirnes" fyrr í sumar. Hann er nú fertugur að aldri og yngsti borgarstjóri, sem verið hefur við stjórnvöldinn í Vestur-Berlín. „Þeim takmörkum, er ég setti mér í byrjun, hefur að mestu verið náð þótt eitt ár hrökkvi vart til. En vörn hefur verið snúið í sókn,“ sagði Stobbe enn fremur. Hneykslanlegar uppljóstranir varðandi stjórnun borgarinnar verða nú æ' fáheyrðari og svo er einnig um gróðabrall stjórnmálaflokka og fyrirgreiðslu ýmiss konar, sem allt var hluti arfs úr tíð fyrirrennarans. Breytingin er eftirtektarverð. Sjaldan fer nú orð af ríg og óþokka með fulltrúum í sölum borgarráðsins og togstreita Bonn og Vestur-Berlín- ar, sem áður var órofa partur stjórnmálaástandsins, þekkist ekki lengur. Yfirvöld í Berlín þurfa nú ekki að skírskota til þjóðernisvitundar til að kría út samhug Vestur-Þjóðverja. En hvers vegna, var Stobbe spurður, er hann hættur að hafa þjóðarflagg á oddinum? Hann svaraði: „Þjóðarhugtakið er úr lausu lofti gripið gæti menn þess ekki að tengja það raunhæfum málefnum, sem fólk hefur sjálft fyrir augum. Ef það er einungis notað til að herja út fjárfestingu í atvinnugreinum, sem ber sjaldan árangur hvort sem er, þá er það innantómt orð. Þjóðernishugtakið má ekki lítillækka í þeim tilgangi einum að það verði baráttuvopn fylkis og borgar." Hinn framfarasinnaði skilningur Stobbes á vandamálum daglegs lífs, sem sjaldan höfðar til lögmála, skipar honum nær kanslara Schmidt en Genscher, formanni frjálslyndra. Hann hefur þó gert sér far um að fága samskiptin við báða og hefur látið svo um mælt að viðskipti hans og Bonnstjórn- arinnar „gæti ekki verið betri". En hver er þá skilningur Stobbes á hinu viðkvæma Berlínarvandamáli? „Berlínarvandamál- ið verður ekki leyst með því að einblína á Berlín," sagði hann. „Því aðeins að viðhorf austurs og vesturs breytist í það horf að þau sjái að hvoru tveggja er akkur í að Berlín sé aukaatriði en ekki aðalatriði í ágreiningsefnum sínum verður Berlínar- vandinn viðráðanlegur." Dietrich Stobbe hefur næmt auga fyrir því sem gerist á alþjóðavettvangi og hagar stjórn borgarinn- ar eftir því. Efnahagur borgarinnar, eins og nú er, gefur tilefni til hóflegrar bjartsýni. Uppörfandi batamerki hafa litið dagsins ljós svo sem aukin eftirspurn fyrirtækja eftir lánsfjármagni til framkvæmda, störfum virðist ekki fækka lengur í iðnaði og líkur eru á nokkurri heildarframleiðslu- aukningu á árinu. Margvísleg menningaráform eru í deiglunni, sem miða að því að laða að fleiri gesti og ferðamenn. Fin í stað þess að mælast til að fólk komi til Vestur-Berlínar vekur hin nýja stefna borgarstjór- ans athygli á skemmtun og ábata, sem fólk kann að hafa af því að hittast þar. Þessi breytta sálfræði virðist vera að sanna kosti sína. Með tilliti til frama innan flokksins er staða Stobbes borgarstjóra tvíeggjuð. Sökum sérstöðu borgarinnar og fjarlægðar situr hann tiltölulega afskiptur valdakerfi flokksins í Bonn. En að sama skapi og þessi sérstaða ber með sér einangrun vex vegur þess manns því meir, sem leitt getur viðkvæm vandamál borgarinnar farsællega til lykta. Enginn vafi leikur á að honum hefur orðið vel ágengt þar sem af er og hvað svo sem líður opinberum viðbárum andstæðinganna munu þeir flestir játa undir fjögur augu að Dietrich Stobbe hafi verið „bærilega lunkinn til þessa". — gp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.