Morgunblaðið - 24.08.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.08.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1978 Rætt við Arnþór Garðarsson dýrafræðing „Forvitnin knýr fólk áfram við r annsóknarstörf ’ Eins og áður hefur komið fram í fréttum Morgunblaðsins fengu þeir Arnþór Garðarsson og Gísli M. Gíslason, dýrafræðingar, eiiin- ar milljónar króna styrk úr Vísindasjóði í ár til framhalds- rannsókna á lífsferlum, fram- leiðslu og fæðukeðjum botndýra í Laxá, Suður-Þingeyjarsýslu. Er blaðamenn Morgunblaðsins leituðu uppi þá félaga, kom í ljós að Gísli var við rannsóknarstörf við Laxá, en Arnþór tókum við tali í rannsóknarstofunni að Grensás- vegi 12. — Hvenær hófust þessar rann- sóknir? „Við byrjuðum á þessum rann- sóknum í fyrra, því þá fengum við fyrst styrk til þeirra, en athuganir við Laxá hófust árið 1971. Þær voru kostaðar af iðnaðarráðuneyt- inu, en voru undir stjórn Péturs Jónassonar og snerust fyrst og fremst um Mývatn, en nokkrar rannsóknir voru gerðar á botn- dýralífi og uppeldisskilyrðum lax- fiska í ánni,“ sagði Arnþór. „Við byrjuðum svo með rann- sóknir hjá Líffræðistofnun Há- skólans árið 1975 og beindust þær fyrstu tvö árin aðallega að anda- stofninum við Mývatn og Laxá og þar í kring. Þá kom í ljós að sveiflur voru á milli ára á stærðum ýmissa andastofna og voru þær í sumum tilfellum verulega miklar. Það kom þó í ljós að smádýralíf við Laxá virtist mun stöðugra milli ára en við Mývatn, en afskaplega lítið var vitað um lífið í ánni, og þá á ég fyrst og fremst við botndýralífið, sem eru aðallega lirfur skordýra, einkum bitmýs." „Rannsóknirnar beindust því fyrst og fremst að því að rannsaka lífsferla og svokallaða framleiðslu, en í því felst hvað botndýrin auka mikið kyn sitt í ánni og hvað verður um þau.“ — Hvernig fara rannsóknirn- ar fram? „Við erum á staðnum og tökum sýni. I fyrra fórum við að nota sérstaklega smíðaðar gildrur til að veiða flugur. Þetta er afar fljót- virk aðferð til að ná því sem er á staðnum, því þessar gildrur eru nokkurn veginn sjálfvirkar. Við notum líka annars konar gildrur í ánni sjálfri, en það eru nokkurs konar búr.“ „Svona rannsóknarstarf er ákaf- lega seinlegt að vinna og lætur nærri að það sé um tíu tíma innivinna við hvern klukkutíma, sem menn eyða í gagnasöfnun. Þetta starf er því alls ekki búið, þótt tekin hafi verið sýni í tvö sumur, því eftir er að rannsaka sýnin og mæla á ýmsan veg. Gísli sá aðallega um að rannsaka bitmýið, en einnig fengum við góða aðstoð frá Erlendi Jónssyni líf- fræðingi, en hann hefur sérhæft sig í rykmýstegundum." — Hafið þið fengið einhverjar niðurstöður? „Já, við vitum nú að efst í ánni eru tveir kynstofnar lirfa, sem fljúga upp á ári hverju. Sá fyrri 1 flýgur upp í byrjun júní og verpir eggjum fljótlega eftir það. Þær lirfur vaxa síðan mjög hratt og fljúga upp í ágúst og verpa fljótlega, en sú kynslóð flýgur svo upp í júní á næsta ári. Það tekur því tíu mánuði fyrir fyrri kynslóð- ina að vaxa, en ekki nema tvo mánuði fyrir þá seinni. Neðar í ánni er sennilega ekki nema ein kynslóð og er hún miklu seinni til. Aðalástæðan fyrir því er sennilega sú, að þar er minna fæðuframboð," sagði Arnþór. — Hvers vegna völduð þið Laxá til að rannsaka? „Laxá er nánast einstæð í veröldinni, en hún gefur mun meira af sér en aðrar ár á svipaðri breiddargráðu, og má segja að hún sé ein besta silungsveiðiá í heimin- um. Það væri þó mjög fróðlegt að gera aðra svipaða rannsókn á einhverri venjulegri á á íslandi til samanburðar, auk þess sem það hefði líka mjög hagnýtt gildi.“ „Það eru tiltölulega fáar ár á íslandi hliðstæðar Laxá, en hún er lindá sem á upptök sín í stöðu- vatni. Slíkar ár gefa mest af sér hér, en þær eru líka mun hentugti til að virkja, þar sem rennsli þeirra er jafnt allt árið. Laxá hefur lítið verið spillt ennþá, en af stærstu lindám er Brúará ein eftir, hinar hafa allar verið virkjaðar, eins og til dæmis Sogið, Þórisós og Elliðaár." — Eru einhverjar fleiri rann- sóknir í gangi við Laxá? „Já, þetta er aðeins hluti af rannsókn, sem tengist ýmsum öðrum hlutum, er Líffræðistofn- unin er að vinna við á þessu svæði. Á svæðinu hafa miklar atferlis- rannsóknir verið gerðar á straum- önd og húsönd, en húsönd er hvergi annars staðar til í Evrópu. Einnig er unnið að því að kort- leggja ána, til þess að fá heildaryf- irlit yfir hana, en hún er um 60 kílómetra löng. Það starf felst einkum í því að kanna botngerð og straumhraða, en auk þess gróður og dýralíf. Kortlagning af ánni sem vistkerfi er styrkt af Þjóðhá- tíðarsjóði í ár, og er gert ráð fyrir því að útivinnu við það verk ljúki í september næstkomandi, en innivinnan við kortlagninguna er minni en við nákvæmar mælingar, og er vonast til að henni verði lokið nú í vetur. Þetta verk tengist þó nokkuð við ýmsar mælingar, sem ekki verður lokið við fyrr en næsta vor.“ — Er ekki mikil vinna sem liggur á bak við slíkar rannsókn- ir? „Jú, það má segja það. Rann- sóknir prófessora við Háskólann eru '/2 starf, en hinn helmingurinn er kennsla og stjórn. Einnig er ég formaður stjórnar rannsóknar- stöðvar við Mývatn, þannig að ég kem talsvert mikið nálægt rann- sóknarstörfum. Stjórn rannsókn- arstöðvarinnar við Mývatn ber að láta stunda rannsóknir á þessu svæði, til að hægt sé að halda Mývatni og Laxá í sem bestu ástandi. Nauðsynlegt er að hafa mjög góðar lýsingar til taks um þetta svæði, en þær fást ekki nema á löngum tíma,“ sagði Arnþór. — Er þetta skemmtilegt starf? „Já, að mínu mati. Útivinnan er sérstaklega skemmtileg, og held ég að fólk geri þetta aðallega vegna áriægjunnar og forvitnin knýr það áfram. Sagt er að þrjár helstu hvatir vísindamannsins séu for- vitni, metnaður og ágirnd, en í raun held ég að það sé þó fyrst og fremst forvitniir og metorðagirnd- in sem toga í menn. Fjárhagslega er það þó ekki arðvænlegt að vera við rannsóknarstörf hér á íslandi, sérstaklega ef ekki er litið á rannsóknina sem hagnýta. Við slíkar rannsóknir gefst okkur tækifæri til að þjálfa nýja menn til rannsóknarstarfa við íslenskar aðstæður, en slíkt var ekki hægt áður, og voru það þá aðallegá erlendir aðilar, sem stunduðu rannsóknarstörf á íslandi," sagði Arnþór að lokum. A.K. MYNDJXMÖT \9l9 scV>' Nú bjóðum við nýjan glæsilegan luxusbíl... MAZDA LEGATO. Þessi nýi bill er rúmbetri og stærri en fyrri gerðir af MAZDA. MAZDA LEGATO er með 2000cc vél, 5 gíra gírkassa sem þýðir minni bensín- eyðslu og mjúkri gormf jöðrun á öllum hjólum. 2 gerðir verða fáanlegar: 4 dyra Sedan og 4 dyra hardtop. Báðar gerðirnar eru búnar meiri aukabúnaði en jafnvel rándýrar luxusbifreiðar af öðrum gerðum. Standard búnaður í Mazda Legato sedan: 5 gíra gírkassi - litað gler - hituð afturrúða - útvarpsloftnet byggt inn í framrúðu - 3 hraða rúðuþurrkur - útispeglar - barnaöryggis - læsingar á hurðum - sportfelgur með krómhring _ 4 halogen framljós og rúðusprautur á framljósum - rafmagnslæsing á farangursgeymslu rafmagnslæsing á bensínloki - stillanlegir höfuðpúðar - hitablástur á hliðarrúður- stokkur á milli framsæta - læst og upplýst hanskahólf upplýst farangursgeymsla - klukka í mælaborði. BÍLABORG HF og þar að auki í Mazda Legato 4 dyra hardtop: f jarstýrðir útispeglar - vökvastýri - rafknúnar rúður - snúningshraðamælir - tölvuklukka í mælaborði - sjálfskipting. SMIDSHÖFDA 23 símar: 812 64 og 812 99

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.