Morgunblaðið - 24.08.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.08.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1978 15 störfum við einnig á fimm stöðum. Við höfum sent fólk til Siglufjarð- ar, Ólafsvíkur, Grundarfjarðar, Vestmannaeyja, Egilsstaða og fleiri staða og alls staðar höfum við mætt skilningi og áhuga. Árangur starfs okkar í Vest- mannaeyjum s.l. sumar var mjög góður og nú er þar virkur hópur af duglegu ungu fólki sem starfar við hlið sóknarprestsins. Núna í ágúst sendum við einnig starfshóp austur á Selfoss og hafa eflaust ýmsir sem fóru á landbúnaðarsýn- inguna þar orðið varir við það unga fólk. Síðasta kvöldið sem sýningin var hélt hópurinn á Selfossi miðnæturvöku í Selfoss- kirkju og var þar fjölmenni. I þessari „sumarþjónustu" — en svo köllum við okkar aðalstarfsmánuð — höfum við tvo hópa að starfi í Reykjavík, einn í Ólafsvík og einn á Selfossi eins og áður var nefnt. Útisamkomurnar í Austurstræti eru hluti af sumarþjónustunni, og eru þær skipaðar af starfhópunum tveimur sem eru staðsettir í Reykjavík — annar starfar með séra Lárusi Halldórssyni í Breið- holtssókn en hinn með séra Halldóri Gröndal í Grensássókn. Síðastliðin tvö ár höfum við tekið þátt í virkilegum kvöldsam- komum með séra Halldóri Gröndal í Safnaðarheimili Grensássóknar. Þessar samkomur eru á vissan hátt nýjung í kristilegu starfi. Á þessum samkomum eru sungnir léttir kristilegir söngvar með gítarundirleik. Á þessar samkom- ur hefur komið margt fólk, — fólk á öllum aldri. Auk þessara viku- legu samkoma aðstoðum við séra Halldór við uppbyggingu æsku- lýðsstarfs safnaðarins, en þar er nú blómlegur hópur unglinga sem tekur þátt í safnaðarstarfinu af lífi og sál. Friðriki „Ágúst er mikill átaka- mánuður hjá okkur. Þá höfum við sumarþjónustuna eins og Björn sagði. Sumarþjónustan er skipu- lögð sem þjónusta við þjóðkirkju- söfnuðina í landinu. Þá gefum við. ungu fólki kost á að nota sumar- fríið sitt við kristilegt starf, Guði til dýrðar og sjálfum sér og öðrum til blessunar. Þetta unga fólk aðstoðar við guðsþjónustur, heldur léttar kristilegar kvöldsamverur og útisamkomur, það húsvitjar — gengur í hús og tekur fólk tali — og fleira. Um 30 manns tóku þátt í sumarþjónustunni í fyrra en núna eru þátttakendur um 40 og eru þeir á aldrinum 18 ára til fertugs.“ > Hvernig er hreyfingin byggð upp? Björn> „Við eigum marga vini sem koma þessum 7 starfsmönn- um til aðstoðar þegar þess gerist þörf. Enginn fær laun fyrir starf sitt innan samtakanna. Allur kostnaður er borinn uppi af einstaklingunum sjálfum og af gjafmildum velunnurum. Friðriki „Við höfum ekki farið fram á neina ríkisstyrki til að halda starfinu gangandi. Við trúum því að starf þetta sé í Guðs vilja og meðan svo sé muni hann sjá fyrir því. Við höfum aftur og aftur fengið að reyna trúfesti hans að því er fjármuni varðar. Óvænt- ar gjafir hafa komið á þeirri stundu þegar þeirra var einmitt þörf og á þann hátt að greinilegt var um verk Guðs að ræða. Það er spennandi að fá að treysta fyrir- heitum Krists í daglegum rekstri starfsins. Margir skilja okkur ekki að því er þetta varðar. Menn eru svo jarðbundnir í dag og efnis- hyggjan hefur sett svo djúp spor í hugi okkar. Við trúum því að hið andlega líf og samfélag okkar við Krist sé miklu meiri raunveruleiki en hið efnislega líf. Jesús mettaði þúsundir með fáeinum brauðum og fiskum. Hann vakti upp dauða og læknaði sjúka. Kristindómur Nýja testamentisins er bragðsterkur, hann er einstæður — já róttækur. Þannig kristindóm þurfum við. Útþynntur kristindómur er enginn kristindómur. Við höfum vogað að treysta loforðum Krists í daglegu lífi okkar og við höfum fengið að reyna að hann stendur við orð sín. Gítararnir voru teknir fram og sungið af mikilli innlifun. Myndir Kristján. ins. Guð hefur leyst mig og gert mig að nýjum og heilsteyptum einstaklingi. Eina vonin er að fólk þekki skapara sinn. Menn eru alltaf að bylta öllu í kringum sig og oft fela menn innri tómleika á bak við fagurt yfirborð allsnægt- anna. Kristur sagði „Eg er vegur- inn, sannleikurinn og lífið, enginn kemur til föðurins nema fyrir mig.“ Hann sagði aðeins sannleik- ann og enginn gat sannað á hann synd. Jesús er leiðin til lausnar vandamálunum. Þetta hefur margt ungt fólk viðurkennt fyrir sér undanfarið og þetta unga fólk hefur fundið svarið, kærleikann í Kristi." Friðriki „Margar nýjar stefnur og straumar hafa borist hingað til y lands síðustu ár. Sumar þessar stefnur eru róttækar guðleysis- stefnur sem tilbiðja efnið og manninn og nærast á hatri og afbrýðisemi — einkenni þeirra er hinn reiði, kreppti hnefi. Slíkar stefnur faéra okkar þjóð enga lausn. Við þurfum á kærleika að halda en ekki sundrungu og innbyrðis deilum. Jesús elskaði þegar hann var hataður og hann hafði síðasta orðið — hann reis upp frá dauðum og sannaði þannig öll orð sín. Við viljum forða ungu fólki þessa lands frá að verða þessum hreyfingum að bráð. Jesús var miklu róttækari því að hann vann sigur á grundvallarvanda- málinu — eigingirninni, með því að lifa fórnandi lífi og allir sem slíkt líf þrá finna það hjá honum. Auk þessara róttæku guðleysis-1 hreyfinga sem nú ber svo mikið á^ verðum við vitni að því að austrænar hreyfingar og hug- myndafræði ryðja sér mjög til rúms meðal þjóðar okkar í dag. Yogafræði Indverja eiga að leysa allan vanda stressaðra íslendinga og skapa okkur betra þjóðfélag, slíkum hugmyndakerfum vil ég vísa til föðurhúsanna. Þessar austrænu kenningar boða okkur ópersónulegan Guð sem á að vera alls staðar nálægur en sem er þó ómögulegt að henda reiður á þar reika menn í þoku. Nei, sannleikurinn er alltaf greinilegri og skýrari en rökleysan. Við viljum vera kristin þjóð. Okkur kristni arfur nægir okkur. Snúum okkur heils hugar að boðskap Krists sem einstaklingar og þjóð — það mun helst til heilla.“ RMN. Slíkt líf er spennandi líf og fullt af ævintýrum. Ég hef hvergi fundið glaðara, hamingjusamara og heilbrigðara ungt fólk en það sem þorir að helga sig Kristi og starfa fyrir hann.“ Eiðuri „Annar mikilvægur þátt- ur starfs okkar er útgáfa bóka, rita auk tónbanda. Hið ritaða orð er sterkur fjölmiðill og áhrifamik- ið fái það næga útbreiðslu og sé það lesið af mörgum. Með þetta í huga gáfum við í fyrra út bók sem nefnist „Hróp úr austri" og er eftir danska safnaðarformanninn Hans Kristian Neerskov sem hefur skipulagt hjálparstarf fyrir kristna menn í kommúnistaríkjun- um en þeir eru oft aðþrengdir og starf þeirra hindrað á ýmsan hátt. Bók þessi hefur fengið góðar móttökur fólks og er upplagið nú komið upp í 5000 eintök og er hún enn í fullri dreifingu. Nú vinnum við að útgáfu tveggja annarra bóka, önnur þeirra er barnabók. Einnig höfum við gefið út nokkuð af fyrirlestrum á snældum. Það nýjasta sem við höfum gefið út er söngsnælda með mörgum kristi- legum söngvum, mun hún verða seld á almennum markaði nú í ágúst og næstu mánuði." Er starfið árangursríkt? Friðriki „Markmiðið með starfi okkar er að sjá hina einstöku söfnuði innan þjóðkirkjunnar öðl- ast nýjan þrótt og líf en slíkt gerist raunar ekki nema einstakl- ingarnir eignist náið og persónu- legt samfélag við Guð, það hlýtur því alltaf að vera forsendan. Lífið verður að kvikna hið innra. Það er ekki nóg að breyta guðsþjónustu- forminu, heldur verður það að aðlaga sig því lífi sem það á að þjóna, — trúarlífi einstaklinganna sem mynda söfnuðinn. Árangur- inn af starfinu kemur fram í lífi einstaklinganna sem taka að þrá nánara samfélag við Guð og verða síðan virkir í sinni kirkju. Þetta hefur gerst alls staðar þar sem við höfum starfað. Eitt hefur okkur orðið ljóst þennan tíma sem við höfum starfað, en ■ það er hinn gífurlegi skortur á leikmönnum innan kirkjunnar, mönnum sem geta staðið við hlið prestanna og létt 'undir með þeim og byggt upp safnaðarstarfið. Á Islandi er mikil þörf fyrir þannig fólk. Þessi skortur háir kirkjunni verulega og þetta ástand hefur orðið til þess að við höfum nú tekið þá ákvörðun að koma á fót fræðslustofnun sem getur þjálfað fólk til þátttöku í starfi kirkjunnar. I þessu augna- miði höfum við nú tekið við rekstri á búinu Eyjólfsstaðir á Héraði. Ætlun okkar er að kaupa þennan bæ nú í vetur. Við höfum þegar hafið undirbúning þessarar fræðslu- og þjálfunarmiðstöðvar á Eyjólfsstöðum. Ef allt gengur vel munum við hefja námskeiðahald þar næsta vor eða sumar. Rekstur staðarins verður þríþættur: 1. skólahald, 2. kristileg starfsmið- stöð fyrir Austurland, 3. hefð- bundinn búskapur á jörðinni. Þetta er stærsta átak okkar því að þetta fyrirtæki er upp á marga tugi milljónít Ung hjón á okkar vegum hafa þegar flutt austur að Eyjólfsstöðum og tekið við rekstri staðarins. Okkur finnst eðlilegt að sameina huglæg og verkleg störf og viljum því gefa því unga fólki sem kemur til með að sækja þessi námskeið tækifæri til að vinna heilbrigð störf í fagurri sveit jafnhliða náminu." Hvað viljið þið segja að lokum? Björni „Kristur hefur svarið og lausnina við vandamálum manns- „Ungt fólk með hlutverk“ heldur samkomu í Austurstræti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.