Morgunblaðið - 24.08.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.08.1978, Blaðsíða 17
Kvikmyndahúss- bruna mótmælt Haag, Hollandi, 23. ágúst. Reuter. HOLLENZKA lögreglan fjar- laegði í dag átta íranska náms- menn úr íranska sendiráðinu í Haag, en námsmennirnir, sem voru óvopnaðir, voru að mót- mæla þeirri aðgerð Iranskeis- ara að láta kveikja í kvik- myndahúsi í Abadans um helg- ina. Að minnsta kosti 377 manns fórust í brunanum, sem námsmennirnir telja að keisar- inn beri ábyrgð á. Kaffi hækkar í London London 23. ágúst. Reuter. VERÐ á kaffi hækkaði mjög í London í dag, er tilkynnt var að frost í Brasilíu hefðu leikið iila kaffiræktunarsvæði lands- ins. Að því er heimildir herma, er útlit fyrir allt að þriðjungi minni kaffiuppskeru í Brasilíu í ár, en í fyrra. McGovern hunzaður Washington, 23. ágúst. Reuter. STJÓRN Carters Bandaríkja- forseta vísaði í dag á bug kröfu öldungadeildarþingmannsins George Mcgovern, um alþjóð- lega íhlutun til að steypa núverandi valdhöfum í Kambódíu. McGovern sagði að Kambódíustjórn stundaði nú þjóðarmorð í landinu. Verkfall hjá New York Post New York, 23. ágúst. AP. Starfsmannafélag dagblaðs- ins New York Póst, sem í eru ritstjórar, blaðamenn og skrif- stofufólk, fór á þriðjudag í verkfall, en þetta er þriðja atvinnusamhandið, sem fer í verkfall. Verkfallið hefur lok- að þremur dagblöðum í New York, en það hófst fyrir 12 dögum. Dæmdur fyrir flóttatilraun Austur-Berlín 23. ágúst. Reuter. DÓMSTÓLL í Dresden dæmdi í dag Vestur-Þjóðverja í sex ára fangelsi, fyrir að hafa reynt að aðstoða Austur-Þjóðverja við að flýja til Vestur-Evrópu, að því er fréttastofan aust- ur-þýzka ADN skýrði frá í dag. Jarðskjálftar á Costa Rica San Jose, Costa Rica, 23. ágúst. AP. TVEIR snarpir jarðskjálftar skóku á þriðjudag Costa Rica og ollu mikilli hræðslu, en engum skemmdum, að því er Rauði krossinn skýrði frá í dag. Skjálftarnir mældust sex og sex og hálft stig á Richter. Aðframkominn úr hungri Belfast, 23. ágúst Reuter. FJÖLSKYLDA hryðjuverka- mannsins Williams Gallaghers skýrði frá því í dag, að Gallagher væri nú nær dauða en lífi eftir 43 daga hungur- verkfall, sem hann hefur verið í. Gallagher var dæmdur í 12 ára fangelsi, fyrir að hafa tekið þátt í sprengjutilræði 1975. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1978 17 Þannig var umhorfs f kvikmyndahúsinu í Abadan sem brann á sunnudag með þeim afleiðingum að tæplega 400 manns létu lífið. Skemmdarverkum linnir ekki í Iran Borgaraleg stjórn mynduð í Pakistan Rawalpindi, Pakistan, 23. ágúst, Reuter. MOHAMMAD Zia-Ul-Hag hershöfðingi og valdamesti maður Pakistan tilkynnti í dag að hann hefði myndað nýja borgaralega stjórn og að hann hygðist efna til almennra þingkosninga í október á næsta ári. Teheran, íran, 23. ágúst, AP. HRYÐJUVERKAMENN sprengdu í dag í loft upp eitt af heldri veitingahús- um Eilam borgar, en borg- Öngþveiti í flugumferð um helgina? París, 23. ágúst — Reuter JOEL le Theule, samgöngumála- ráðherra Frakklands, sagði í dag að ekki kæmi til greina að semja við hina 2,500 frönsku flugum- ferðareftirlitsmenn, meðan þeir héldu áfram að hóta „seina- gangi“. Flugumferðareftirlits- mennirnir hafa hótað að „fara sér hægt“ nú um helgina, verði ekki gengið að kröfum þeirra um hærra kaup og betri vinnuskil- yrði. Flugumferðareftirlitsmennirnir eru nú að undirbúa nýjan „seina- gang“ og hafa þeir skipulagt aðgerðir sínar mun betur nú en í seinasta mánuði. in er í 1,000 kílómetra fjarlægð frá höfuðborg- inni. Talið er líklegt að sprengingin hafi verið lið- ur í aðgerðum múhameðs- trúarmanna sem vilja að landsmenn fylgi fast hefð- um trúarinnar. Næturvörð- ur veitingahússins sá f jóra menn hlaupa frá bygging- unni eftir sprenginguna. Reza Razmi yfirmaður lögreglu landsins hefur verið kallaður til höfuðborgarinnar til að gefa skýrslu um viðureign sína við múhameðs-marxista, sem kveiktu í kvikmyndahúsinu í Abadan. Neitaði hann ummælum sem höfð eru eftir honum að sprengjur hafi verið notaðar til að koma eldsvoð- anum í kvikmyndahúsinu af stað. í opinberri tilkynningu á sunnu- dag sagði að kviknað hefði sam- tímis í öllu húsinu, og er því talið líklegt að við verknaðinn hafi verið notað eldfimt efni eða benzín. Frá því að Ramadan fastan hófst í íran hafa nú 29 kvikmynda- hús og fjölmörg veitingahús verið eyðilögð. Stjórnin segir skemmdarverkin unnin af múhameðstrúarmönnum sem telja að fólk eigi ekki að stunda kvikmyndahús eða veitingastaði þar sem vín er selt, meðan á Ramadan föstunni stendur. Umboð hinnar nýju stjórnar mun takmarkast af herlögum sem ríkjandi eru í landinu og herráð landsins, sem æðstu menn hersins skipa, verður að gefa samþykki sitt fyrir öllum tillögum stjórnar- innar, að sögn Zia. Han sagði að verksvjð hinnar nýju stjórnar verði takmarkað við efnahagsmál, trúmál og undirbúning væntan- legra kosninga. Zia, sem komst til valda fyrir 13 mánuðum og lofaði þá almennum kosningum innan 90 daga, aflétti einnig að hluta banni við starf- semi stjórnmálaflokka. Verður flokkum leyft að halda fundi undir þaki, en ekki undir beru lofti. Nýja ríkisstjórnin er sú þriðja sem Zia myndar, en sú fyrsta sem í sitja eingöngu óbreyttir borgarar. víða um heim Akureyri 14 skýjaó Amsterdam 20 aólakin AÞena 30 heióskirf Barceiona 27 lóttskýiaó Berlín 20 skýjaó BrUssel 22 heióskírt Chicago 30 heiðskírt Frankfurt 30 skýjaó Genf 28 sólskin Helsinki 18 skýjaó Jerúsalem 26 sólskin Jóh.borg 18 skýjaó Kaupm.höfn 25 sólskin Lissabon 33 sólskin London 24 skýjaó Los Angeles 26 heióríkt Madríd 37 sólskin Malaga 30 heióríkt Mallorca 28 lóttskýjað Miami 28 rigning Mœkva 23 heiöríkt New York 30 heióríkt Osló 20 sólskin PaHa 30 skýjað Rio De Janeiro 30 sólskin Rómaborg 29 sólskin Stokkhólmur 22 skýjaó Tel Aviv 28 aólskin Tókýó 36 heiðrikt Vancouver 23 vantar Vínarborg 25 sólskin Norðmenn nota tölvu við landhelgisgæzlu ÁÐUR en langt um líður munu Norðmenn taka í notkun tölvu, sem aðstoða á norsku landhelgisgæzluna við að ná þeim skipum er gerast brotleg við norskar veiðireglur. Hingað til hafa brotleg skip yfirleitt aðeins fengið áminningar, en Norðmenn hyggjast nú taka upp harðari afstöðu og þá munu hinir brotlegu ekki sleppa jafn auðveldlega. Tölva þessi er til húsa hjá Fiskveiðieftirlitinu í Bergen í Noregi og getur hún nákvæm- lega sagt til um hvaða skip eru við veiðar í norskri landhelgi, hvaða veiðarfæri þau nota og hver afli þeirra er. Þá veitir tölvan einnig aðrar upplýsingar, sem nytsamar eru til að hægt sé að komast hjá ofveiði einstakra fisktegunda. Til þess að tölvan komi að fullum notum verða erlendu fiskiskipin að tilkynna norskum stjórnvöldum hvenær þau hefja veiðarnar og hvenær þau hætta. Þá verða skipin einnig að gera grein fyrir afla sínum og hvernig hann skiptist milli fisktegunda. Komi í ljós að upplýsingar töl^junnar og skýrslur skipanna standist ekki á, skerst norska landhelgisgæzl- an í leikinn. Verði erlendur skipstjóri fundinn sekur um meintar ólöglegar veiðar, á hann yfir höfði sér sekt og jafnvel veiðiheimildarsviptingu. Þegar tölvukerfið verður tekið upp, þarf hvert einstakt land að semja við Norðmenn um afla- kvóta. Þá verða erlendu fiski- skipin að senda Norðmönnum yfirlit yfir áætlaðar fiskveiðar í norskri landhelgi og jafnframt verða viðkomandi skip að sækja um veiðiheimild til sinnar eigin stjórnar. Stjórnin sendir síðan þær heimildir áíram til Norð- manna, sem vega og meta einstakar umsóknir. Þegar skip- um hefur verið útdeild veiði- heimild, er tölvan mötuð á þeim upplýsingum, sem Norðmönnum hafa verið látnar í té. Nú fyrst geta fiskiskipin hafið veiðar í landhelgi Norðmanna, en þau verða að muna eftir því að tilkynna ætíð er þau hefja veiðar og er þau hætta þeim. Notagildi tölvunnar kemur til með að fara mikið eftir því hverstu samvizkusamir skip- stjórarnir eru við að senda inn upplýsingar um veiði sína. Hins vegar verður skráð hvaða skip láti hjá líða að tilkynna afla sinn og geta viðkomandi skip átt von á refsiaðgerðum. Þá munu skip norsku land- helgisgæzlunnar einnig hafa eftirlit með veiðum erlendra fiskiskipa og þau verða í nánu sambandi við tölvumiðstöðina í Bergen, en auk miðstöðvarinnar þar verða fimm aðrar tölvu- stöðvar í Noregi. Þannig geta skip landhelgisgæzlunnar fylgzt nákvæmlega með því hvaða skip hafa heimild til veiða í land- helginni og hvort þau hafa veitt allan aflakvóta sinn. Sem dæmi má taka að togari frá Grimsby hefur veiðar i norskri landhelgi 24. júlí. Viku síðar er togarinn búinn að veiða 326 tonn. Gleymist nú að tilkynna að togarinn sé hættur veiðum eða gleymist að senda stjórnvöldum upplýsingar um aflann og skiptingu hans, getur skipstjórinn átt á hættu að verða sviptur veiðiheimild sinni. Fyrir utan tölvuna, eru Norð- menn með á prjónunum áaetlun um að taka í notkun gervihnetti til að fylgjast með veiðum erlendra skipa í landhelginni. Gervihnettirnir verða væntan- lega teknir i notkun árið 1983, en þeir verða alls þrír og senda þeir upplýsingar sínar til Nor- egs í gegnum loftnet. Einn gervihnattanna verður útbúinn með sérstakri ratsjá, sem getur mælt stefnu og hraða ýmissa hluta á sjó, svo sem ísjaka og fiskiskipa, auk þess sem hægt verður að fylgjast með stefnu vinda og styrkleika með gervi- hnettinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.