Morgunblaðið - 24.08.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.08.1978, Blaðsíða 21
MÖRGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1978 21 2 bátar úrEyjum stranda Svar flokksstjórnar Alþýðuflokksins: Ekki tímabært að ræða um stjórnarfor- ystu fyrr en málefnasamningur er kominn Siikkulaðikex með kuemi MIÐJAN FRÓN Höfn í Hornafirði, 23. ágúst. TVEIR Vestmannaeyjabátar, Sti'gandi 2. og Ölduljón, strönd- uðu við Ósland í Hornafjarðarósi þegar bátarnir voru að koma inn til Ilafnar snemma í morgun. Mikil þoka var þegar bátarnir komu inn ósinn og virðist sem þeir hafi beygt oí seint. Reynt var að ná bátunum á flot á flóðinu í dag, en það tókst ekki. Aftur var reynt á flóðinu í kvöld, og náðist Ölduljón á flot um kl. 21 og Stígandi 2. skömmu eftir kl. 22. Bátarnir voru að koma til Hafnar til að fá ís, en þeir eru að fiska í sig fyrir siglingu. Ölduljós VE 130 er 157 rúmlestir að stærð og Stígandi 2. VE 477 er 176 rúmlestir. Elías. Fjórir f alla í Rhódesíu Salisbury, 23. ágúst — Reuter TVEIR þjóðernissinnaðir skæru- liðar og tveir svartir óbreyttir borgarar hafa látið lífið í síðustu átökum í' Rhódesíu en átökin áttu sér stað í hverfum svartra í höfuðborginni á mánudag og þriðjudag. Enn er leitað þriggja manna sem taldir eru tilheyra hópi þjóðernissinnaðra skæruliða sem sendir voru til höfuðborgarinnar til að ráða af dögum svarta ráðherra í bráðabirgðastjórn landsins. Talsmaður þjóðernissinna sagði í dag að samtökin væru undir það búin að koma stjórn Rhódesíu frá völdum inhan 10 mánaða í vopnuð- um átökum ef þess væri nauðsyn. Líbansk- ur her í S- Líbanon? Jerúsalcm. 23. ágúst — AP SÉRSTAKUR sendifulltrúi Sam- cinuðu þjóðanna sagði á þriðju- dag, að Israelsmenn hefðu sam- þykkt að leyfa her Líbanons að taka sér stöðu á hinu viðkvæma landamærasvæði í Suður- Líbanon. Sendifulltrúinn, Brian Urquhart aðstoðarframkvæmdastjóri S.Þ., sagðist ekki enn hafa haldið fund með fulltrúum kristinna hægri manna í Líbanon, sem stöðvað hafa framsókn líbanska hersins með stórskotaliðsárásum. Bæði ísraelsmenn og kristnir menn eru á móti því að líbanski herinn taki sér stöðu í landamæra- héruðunum, vegna þess að Sýr- lendingar hafa mikil ítök í líb- önsku stjórninni. Svo virðist sem Urquhart hafi ætlað að fá ísraels- menn til að beita áhrifum sínum á kristna menn. „í megindráttum liggur sam- komulagið fyrir," sagði Urquhart í viðtali við ísraelska útvarpið, eftir að hafa rætt við ráðamenn í írael. „ÞAÐ kom greinilega í ljós á þessum fundi að flokks- stjórnarfólki okkar voru það vonbrigði að undirbúningur stjórnarsamningsins í heild skuli ekki lengra kominn“, sagði Benedikt Gröndal for- maður Alþýðuflokksins eftir fund í flokksstjórn Alþýðu- flokksins, sem stóð í 3 tíma í gær. „Þaö kom fram í máli manna“, sagði Benedikt, „að þeir töldu ekki nægilegt að mynda stjórn til fjögurra mán- aða“. Spurningu um það hvort Alþýðuflokkurinn vildi mynda þessa stjórn til eins kjörtíma- bils svaraði Benedikt. „Sá möguleiki er fyrir hendi þegar um meirihlutastjórn er að ræða“. Benedikt sagði að al- menn afstaða manna hefði verið sú að meðan þeir vissu ekki meira um málefna- samninginn, þá væri ástæðu- laust að fjölyrða um hugsan- iega skiptingu ráðuneyta og um það hvort Alþýðuflokkur- inn myndi eftir allt saman geta samþykkt Lúðvík Jósepsson sem forsætisráðherra sagði Bencdikt. „Um það get ég ekki sagt“. Kjartan Jóhannsson varafor- maður Alþýðuflokksins var að því spurður hvort það hefði komið fram í viðræðunum að hjnir flokkarnir tveir hefðu ekki áhuga á að ræða lausn efna- hagsmála til . lengri tíma en fram að áramótum. „Við höfum lagt sérstaka áherzlu á þessa næstu mánuði", sagði Kjartan. „En það þýðir ekki að menn hafi ekki áhuga á að líta til lengri tíma. Það hefur bara ekki gefizt tóm til þess ennþá". Flokksstjórn Alþýðuflokksins samþykkti eftirfarandi svar við bréfi Lúðvíks Jósepssonar: „Flokksstjórn Alþýðuflokks- ins lýsir- ánægju sinni með framgang stjórnarviðræðna Al- þýðuflokks, Alþýðubandalags og Framsóknarflokks. Flokks- stjórnin bendir þó á að einungis hefur náðst samstaða milli flokkanna um efnahagsráð- stafanir næstu fjóra mánuði. Málefnasamningur meirihluta- ríkisstjórnar á hins vegar að ná yfir öll svið þjóðmála. Þrátt fyrir málefnalega samstöðu flokkanna um efnahagsaðgerðir næstu mánuði eru enn veiga- mikil atriði óútkljáð svo sem efnahagsstefnan til frambúðar, utanríkismál og ekki sízt ýmis umbótamál á sviði löggjafar og efnahagsmála. •Flokksstjórnin felur þing- flokknum að knýja á um að sem allra fyrst verði lagður fram slíkur málefnasamningur þess- ara þriggja flokka. Fyrr ,en sá málefnasamningur liggur fyrir telur Alþýðuflokkurinn ekki tímabært að ræða um stjórnar- forystu eða skiptingu ráðuneyta milli flokka enda væri það í fullu ósamræmi við þær hefðir sem ríkt hafa í sambandi við myndanir ríkisstjórna til þessa. Flokksstjórnin leggur höfuð- áherzlu á að málefnaleg sam- staða náist með flokkununT svo og lausn á forystuvandamálinu. Flokksstjórnin minnir ennfrem- ur á að efnahagsvandinn eykst með hverjum degi og ekki má dragast öllu lengur að mynduð verði ríkisstjórn þeirra flokka er nú ræðast við“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.