Morgunblaðið - 24.08.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.08.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1978 Þegar bækur hverfa Stórfelldur bókaþjófnaður í danska ríkisbókasafninu, Det kongelige Bibliotek, hefur ver- ið mikið hitamál í Danmörku að undanförnu. Þetta varð eftir að danska ríkisendurskoðunin, sem hafði málefni bókasafnsins til endurskoðunar, upplýsti í skýrslu. að um 1000 bækur að verðmæti 5 milljónir danskra króna (91 m.ísl. kr.) hefðu horfið úr safninu á löngu árabili, sumar hverjar afar verðmætar. í skýrslu þessari kemur jafn- framt fram hörð gagnrýni á stjórn safnsins, þar sem m.a. er gagnrýnt, að yfirmenn þess skuli ekki hafa brugðið skjótt og hart við, er ljóst varð, að gripdeildir ættu sér stað. Gagn- rýni þessi hefur hleypt af stað deilum milli yfirmanna safnsins annars vegar, sem verjast hart, og hins vegar aðila, sem bent hafa réttilega á vankanta á rekstri safnsins. Forstöðumaður ríkisbókasafnsins, Palle Birkelund, hefur skellt skuld- inni á starfsmenn safnsins og því til áréttingar hefur hann bent að verðmætar bækur hafi svo til eingöngu horfið úr þeim deildum, sem þeir einir hafi aðgang að. Formaður félags danskra bókasafnsfræðinga svaraði þessu skeyti um hæl og segir sökina liggja í yfirstjórn safnsins: Þar séu gamaldags viðhorf ríkjandi og yfirmenn þess hafi á engan hátt fylgt takti tímans. Það eitt útaf fyrir sig þykir merkilegt við þessa deilu, að friðhelgi jafn virtrar stofnunar skuli nú allt í einu rofin og málefni hennar í brennidepli fjölmiðla og til umræðu manna á meðal. Slíkar stofnanir starfa í þögn og því þykir yfirmönnum safnsins illt, þegar þagnar- hjúpurinn umhverfis þá er rofinn. Þessi uppljóstrun á sér nokkra forsögu. Árið 1973 upp- lýstu tveir starfsmenn safnsins, að óreiða væri á hinni svonefndu Luthers-deild, sem hefur að geyma ýmsar verðmætustu bækur safnsins. Ekkert var þó að gert. Árið 1975 fékk nemandi í bókasafnsfræðum, sem starf- aði um tíma við safnið, það verkefni að gera úttekt á þessari deild. Rannsókn hans leiddi í ljós, að 259 af 1605 bindum deildarinnar höfðu horfið. Sama ár átti sér stað þjófnaður, sem tilkynntur var lögreglunni. Hún tilkynnti Interpol þjófnaðinn, en engin af þeim bókum, sem þá var stolið kom til skila. — Meðal verðmætra bóka, sem horfið hafa á löngum tíma úr safninu, má nefna Wasa-biblíuna sem prentuð var í Uppsölum 1541, guðsþjónustubók Martins Luthers, Deutsche Messe und Ordnung Gottis Dienst, gefin út í Wittenberg 1526, rit Francis Bacon, Instauratio Magna — Novum Organum, prentuð í London 1610 og verk Immanuels Kants, Kritik der reinen Vernuft, prentað í Riga 1781. Ljóst er af þessari upptaln- ingu, að hér hafa kunnáttumenn verið að verki. Þeir hljóta að hafa haft góða söguþekkingu og auk þess þekkt vel til safnsins eða fengið aðstoð starfsmanna þess við að komast yfir þessar bækur. Það sem einkum vakir fyrir mönnum þegar þeir stela siíkum bókum, eru tréskurðar- og koparstungumyndir í þeim. Iðulega klippa þeir myndirnar út og selja á alþjóðlegum markaði, þar sem eftirspurn er mikil og greitt er hátt verð fyrir þær. Eftir standa skemmdar bækur, sem ekki er hægt að. laga, þótt þær kæmu einhvern tíma fram í dagsljósið, en vafasamur ábatinn er þjófanna. En það er fleira en glataðar bækur og deilur um það hverjir eigi sökina, sem komið hefur upp á yfirborðið með skýrslu þessari. Skýrslan hefur einnig leitt í ljós, að allur aðbúnaður danska ríkissafnsins er afar bágborinn, húsnæðismál í ólestri og yfirstjórn þess í mörgu áfátt. Þessi virta stofn- un, sem fékk núverandi húsnæði árið 1906, hefur litla sem enga úrbót fengið í húsnæðismálum. Útibú hefir hún reyndar víða um Kaupmannahöfn og bóka- bíla, sem aka á milli dag hvern með bækur. Þrátt fyrir marg- gefin loforð yfirvalda um úrbæt- ur og áætlanir um að viðbygg- ingar með hillustæði fyrir bæk- ur upp á 25 til 30 km, hefur lítið w \ ij Palle Birkelund, forstöðumaður danska ríkisbókasafnsins, Det kongelige Bibliotek í Kaupmannahöfn. Eftir að mikið bókahvarf upplýstist hefur yfirstjórn safnsins sætt harðri gagnrýni og deilur eru uppi um hver eigi sökina. Stórfelldur bóka stuldur í danska ríkisbókasafninu færzt til betri vegar. Eina verulega úrbótin, er að skrif- stofurými hefur verið aukið töluvert en hillurými hefur aðeins verið aukið um 800—1000 metra á löngum tíma. Og eftir sem áður blasa vandamál danska ríkisbókasafnsins við augum. Allir, sem hafa tjáð sig í. þessari deilu, eru sammála um að í slíkri útlánsstofnun verði seint hægt að koma algerlega í veg fyrir einhverja rýrnun. Hins vegar sé auðveldlegá hægt með auknu eftirliti og röggsamari yfirstjórn að koma í veg fyrir, að starfsmenn eða menn hand- gengnir þeim láti greipar sópa um verðmætustu deildir safns- ins í ábataskyni. í geitarhús að leita ullar Mál eins og þetta, sem skotið hefur upp kollinum í Danmörku leiðir hugann beint og óbeint að íslenzkum söfnum, eftirliti í þeim og öryggisbúnaði þótt dæmið sé ekki að öllu leyti sambærilegt. Af því tilefni hafði Mbl. samband við forstöðumenn nokkurra íslenskra safna. Fyrst varð fyrir svörum Elfa Björk Gunnarsdóttir, sem veitir forstöðu stærsta útlánssafni hérlendis, Borgarbókasafninu. Það hefur yfir að ráða 270.000 bindum og útlán úr safninu losa rúmlega milljón á einu ári. Elfa sagði, að starfsmenn útláns- stofnunar eins og Borgarbóka- safnsins gerðu sér alveg ljóst að ekki væri nokkur vegur að komast algerlega hjá að bækur glötuðust með einum eða öðrum hætti. Þar kæmi hvort tveggja til óskilvísi lánþega og að bækur gengju úr sér eins og eðlilegt væri. Þegar bækur glötuðust væru það yfirleitt ekki verð- mætar bækur í venjulegum skilningi þess orðs, en tjón væri það engu síður. Elfa Björk sagði síðan: Við verðum fyrir töluverðum fjárút- látum vegna óskilvísi lánþega og sá hópur er að mínu mati of stór, sem hirðir ekki um að standa skil, þótt ekki megi gleyma þeim, sem skilvísir eru. Islendingar stæra sig oft af því að vera mikil bókaþjóð og víst er nokkuð til í því. En virðing íslendinga fyrir bókum held ég að sé alveg í lágmarki og þar þyrfti að verða hugarfarsbreyt- ing. — Nei, við höfum ekki orðið fyrir neinum teljandi skakka- föllum af völdum bókaþjófa. Hér hefur að vísu verið brotizt inn nokkuð oft, en þá eru innbrotsmennirnir iðulega í peningaleit og þar fara menn í geitarhús að leita ullar, sagði Elfa Björk. Næstur varð fyrir svörum Guðni Kolbeinsson á Handrita- stofnun Árna Magnússonar og hann sagði: Handritastofnunin er sem kunnugt er ekki útláns- stofnun og við þurfum því ekki að óttast óskilvísi lánþega. Hingað koma svo til eingöngu vísindamenn, innlendir og er- lendir, og vinna á safninu sjálfu. Handrit eru geymd hér í sér- stakri hvelfingu og ef óskað er að fá afnot af þeim, eru það starfsmenn stofnunarinnar, sem sækja þau þangað. Síðan er þess stranglega gætt áður en lokað er á kvöldin, að lánþegar afhendi handrit, sem þeir hafa fengið léð og enginn fer út nema svo sé. Það má því segja, að hér sé strangt eftirlit, enda um mikil verðmæti að ræða. Hins vegar hefur komið til tals í því augnamiði að efla öryggi enn frekar að setja hér upp þjófa- varnarkerfi, seiri tengt yrði við lögreglustöðina og myndi það verða til mikilla bóta. Það hefur ekki orðið enn, einkum vegna þess, að stofnunin er fjárvana. Bjarni Vilhjálmsson skjala- vörður Þjóðskjalasafns sagði aðspurður, að strangt eftirlit væri haft á safninu. Varzla væri alltaf á sal og enginn fengi bækur eða handrit lánuð nema gegn skriflegri kvittun. Nætur- varzla væri að vísu ekki, en lögreglan hefði gætur á húsinu um nætur. Hann sagði ennfrem- ur, að ekki væri um að ræða neina rýrnun, a.m.k. ekki þann tíma sem hann hefði starfað við safnið, og öryggisaðstæður mættu teljast viðunandi. Einnig hafði Mbl. samband við Finnboga Guðmundsson, landsbókavörð, en hann vildi ekki tjá sig um þessi mál. Guðrún Helga- dóttir — Fædd 22. október 1914. Dáin 23. júlí 1978. Ég vil aðeins í örfáum orðum minnast elskulegrar tengdamóður minnar, sem lést er hún var í skemmtiferð suður á Spáni hinn 23. júlí s.l. Hún var einstaklega hugljúf og indæl kona og allir sem voru svo heppnir að kynnast henni mátu þau kynni mikils og betri tengdamóður en hún var er vart hægt að hugsa sér og veit ég að þar Minning tala ég einnig fyrir munn hinna tengdasonanna. Ég ætla mér ekki það hlutverk að tíunda öll hennar góðverk sem hún vann hvort heldur var í þágu fjölskyldu sinnar ellegar félagssamtaka enda ekki að hennar skapi að þeim væri flíkað eða hampað, hún var hinn sanni gefandi. Ég á margar góðar minningar frá heimiii hennar á Eiríksgötu 11 þar sem oft var mannmargt þegar allt hennar fólk var saman komið þar bæði börn og fullorðnir og aldrei leið henni betur en þegar allir voru mættir. Því miður gat ég ekki mætt þegar hún bauð öllum heim í kveðjukaffi daginn áður en hún fór í sína hinstu ferð. Guðrún lést langt um aldur fram, hún var alltaf svo glaðleg og ung í anda og hrókur alls fagnaðar í vinahópi. Hún elskaði blómin, gróanda jarðar og sólskinið enda lét hún sér ekki muna um að heimsækja okkur til Ástralíu 1971, nokkru eftir að hún missti sinn ástkæra eiginmann sem varð bráðkvaddur aðeins 58 ára gamall. Hún dvaldi hjá okkur í 10 rriánuði og líkaði ljómandi vel í hinum mikla hita. Mig langar að minnast á göfugt og fallegt verk sem hún gerði síðasta daginn sem hún lifði, stödd niður á Spáni fjarri öllum sínum. Hún keypti fjóra hvíta postulíns- svani og þeir líta allir til himins; þetta var handa dætrum hennar fjórum. Að leiðarlokum vil ég þakka Guðrúnu þann hlýhug sem hún ávallt sýndi mér, jafnframt vil ég biðja um styrk til handa dætrum hennar sem hafa misst elskulega móður, sem allt vildi fyrir þær gera. Verum þess minnug að minningin um góða og skyldu- rækna móður mun létta okkur söknuðinn. Óskar Benediktsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.