Morgunblaðið - 24.08.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.08.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1978 t Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, MAGNÚS GUÐJÓNSSON, frá Patreksfiröi, Hjallavegi 2, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 25. ágúst kl. 1.30. Blóm og kransar afbeðnir, en þeim sem vildu minnast hins látna, er bent á líknarstofnanir. „ . .. _ ... Krist|ana Guöjónsdóttir, Þórir Magnússon, Ragna Magnúsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir, Sveinn Magnússon, Sigríöur Magnúsdóttir, Soffía Magnúsdóttir, Karl Höfödal Magnússon, Björg Bjarnadóttir, og bamabörn. Jón Tryggvason, Kristjana Indriöadóttir, Jóhann Árnason, Helgi Kristjánsson, t GUDMUNDUR ÓLAFSSON, bóndi, Ytrafelli, Oalasýslu, andaöist 21. ágúst. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna. Halldóra í. Ólafsdóttir, Þorsteinn Pétursson. t Elskuleg tvíburasystir mín, SIGRÍÐUR GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, Akurgerði 17, lést í gær 22. ágúst. Fyrir hönd fjarstaddrar systur. Guörún Jónsdóttir. t Elskuleg dóttir mín, eiginkona og móöir, HELGA FINNSDÓTTIR, frá Eskiholti, « Svalbaróa 3, Hafnarfirói, veröur jarösungin frá Hafnarfjaröarkirkju föstudaginn 25. ágúst kl. 2 e.h. Þeir, sem vildu minnast hennar, láti líknarstofnanir njóta þess. Finnur Sveinsson, Jón Már Þorvaldsson, Finnur Logi Jóhannsson, Þorvaldur Ingi Jónsson, Helgi Mar Jónsson, Jóhanna Marín Jónsdóttir, Ingibjörg Agnes Jónsdóttir. t Móöir okkar, ARNBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Einholti, Biskupstungum, veröur jarösett frá Skálholtskirkju laugardaginn 26. ágúst kl. 2 e.h. Börnin. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför systur okkar, MARÍASÍNU MARÍASDÓTTUR, Kleppsvegi 10. Sérstakar þakkir færum viö læknum, hjúkrunarkonum og öllu því starfsliöi Landakotsspítala sem önnuöust hana af mikilli alúö í veikindum hennar. Gísli Maríasson, Þóröur Maríasson, Ástríöur Guðmundsdóttir, Gissur Guömundsson, Þóröur Finnbogi Guömundsson. Þökkum Innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, JÓHÖNNNU BJARNADÓTTUR, Háaleitisbraut 54. Guö blessi ykkur. Jónfríöur Siguróardóttir, Guöjón Sigurösaon, Soffía Níelaen, Rafn Sigurösaon, Dóra Hlíðberg, Sverrir Sigurösaon, Guömunda Sigvaldadóttir, og barnabörn. Hafþór Óskarsson —Minningarorð Fæddur 18. júní 1943 Dáinn 16. ágúst 1978 Hann Hafþór er farinn frá okkur aðeins 35 ára. Fregnin um andlát hans kom eins og reiðarslag yfir mig og fjölskyldu mína. Ég er ekki búinn að átta mig á þessu ennþá. Miitningarnar leita á hugann hver af annarri allt frá fyrstu kynnum. Hafþór var alltaf svo kátur og hress meira lifandi og bjartsýnni en flestir aðrir. Hann lífgaði uppá þá sem nálægt honum voru. Það var alltaf mjög gaman að koma til Hafþórs og Maddýar, þar var tekið á móti manni með hlýju og gestrisni. Hafþór var alltaf tilbú- inn að hjálpa pðrum. Þegar bíll bilaði eða eitthvað annað var að, þó það væri hinum megin á landinu var Hafþór kominn að vörmu spori til aðstoðar. Daginn áður en Hafþór lézt, höfðu þau hjónin fest kaup á fokheldu húsi í Mosfellssveit og vorum við hjónin farin að hlakka til að fá þau í nágrenni við okkur. Foreldrar Hafþórs voru Margrét Kristjánsdóttir og Óskar Sumar- liðason. Hann átti þrjá bræður, þá Magnús, Veigar og Kristján. Haf- þór kvæntist eftirlifandi konu sinni Margréti K. Finnbogadóttur árið 1%7 og eignaðist með henni þrjú börn, þau Óskar 11 ára, Bergey 9 ára og Finnboga 7 ára. Við, sem stöndum Hafþóri næst, söknum nú vinar og okkur finnst að stórt skarð hafi verið höggvið í fjölskylduhópinn. Einar mágur. Kveðja I dag verður til moldar borinn Hafþór Óskarsson, Hraunbæ 122 í Reykjavík. Síðastliðið ár hefur hann verið mjör virkur í félags- starfi íþróttafélagsins Fylkis í Árbæjarhverfi. Á liðnu hausti var stofnuð siglingadeild við félagið og var Hafþór einn af hvatamönnum þess og fyrsti formaður deildar- innar. Við, sem þessar línur ritum, þekkjum Hafþór fyrst og fremst í gegnum félagsstarfið. Siglingadeildin starfar á Rauða- vatni og hefur verið mikil vinna að koma henni á laggirnar, því að engin aðstaða var þarna áður fyrir þessa starfsemi. Síðastliðið ár hefur því verið annasamt hjá stjórnendum hinnar nýju deildar. Þar hefur Hafþór lagt fram mikla vinnu og starfað af einskærri lipurð og ljúfmennsku með öðrum stjórnarmönnum félagsins. Við viljum með þessum línum þakka Hafþóri ágæta viðkynningu, sem svo snöggan endi fékk er hann dó svo löngu fyrir aldur fram. Okkar endurminningar um hann eru eingöngu um góðan dreng, duglegan og ósérhlífinn í starfi. Eiginkonu, börnum og öðrum vandamönnum hans sendum við innilegustu samúðarkveðjur. Stjórn íþróttafélagsins Fylkis. Að morgni 16. ágúst barst okkur sú harmafregn að Hafþór Óskars- son hefði látist í bílslysi þá um morguninn. Það er erfitt að trúa og sætta sig við að dauðinn geti birst svo fyrirvaralaust, og kallað til sín ungan og lífsglaðan, mann, burt frá fjölskyldu sinni og ástvinum. Við reynum að skilja, því við vitum að dagsverkinu var ekki nærri lokið hjá honum, verkefnin, sem hann var að fást við af sinni sérstöku eljusemi voru mikil. Hafþór var fæddur á ísafirði 18. júní 1943, eftirlifandi foreldrar hans eru hjónin Óskar Sumarliða- son og kona hans Margrét Kristjánsdóttir. Flutti Hafþór með foreldrum sínum til Reykja- t Inmlegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vináttu viö andlát og jaröarför, STEFÁNS STEFÁNSSONAR, Stöövarfiröi. Anna Vilbergsdóttir, synir, tendadætur, barnabörn og faöir hina látna. t Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og jaröarför, SIGRÍÐAR HJÓRLEIFSDÓTTUR, Bogahlíó 24. Sérstakar þakkir viljum viö færa Sigurði Björnssyni lækni og hjúkrunarfólki Borgarspítalans fyrir alla þeirra umhyggju í veikindum hennar. Ágúst Guömundsson, Sigrföur Ágústsdóttir, Grímur Brandsson, Atli Ágústsson, Þóra Sigurjónsdóttir. Lokað fimmtudag 24. ágúst frá ki. 12 á hádegi vegna jaröarfarar Hafþórs Óskarssonar. Smurstöö Hraunbæ 102, Smurstöð Laugavegi 180. víkur árið 1947 og ólst upp hjá þeim ásamt þremur bræðrum sínum, þeim Magnúsi, Veigari og Kristjáni. Hafþór byrjaði ungur að vinna ýmsa vinnu og vann hann í mörg ár á smurstöðinni við Suðurlands- braut, hjá föður sínum. Hann tók sjálfur til við rekstur smurstöðv- arinnar við Hraunbæ 102 árið 1971 og rak hana til dauðadags. Hafþór kvæntist eftirlifandi konu sinni Margréti Finnboga- dóttur árið 1967 og eignuðust þau þrjú börn: Óskar 11 ára, Bergey 9 ára og Finnboga 7 ára. Eins og allir vita, sem þekktu Hafþór, var hann mjög vinsæll og vel liðinn allsstaðar þar sem hann fór enda var hann með afbrigðum félagslyndur og mjög vinafastur, hann hafði mikinn áhuga fyrir siglingum og var formaður sigl- ingadeildar Fylkis í Árbæjar- hverfi, vann hann ötullega við það að koma upp siglingaaðstöðu fyrir börn og unglinga við Rauðavatn. Hafþór hafði mjög gaman af veiðiskap, en engan grunaði að sá áhugi hans ætti eftir að verða honum svo dýrkeyptur. Ekkert okkar hefði trúað því fyrir viku að leiðir okkar ætti eftir að skilja svo fljótt, en vegir Guðs eru órannsakanlegir, og landa- mæri lífs og dauða aðeins opin þeim er hann kallar til sín. Lífsskeið Hafþórs var stutt en minningarnar um hann eru bjart- ar og munu lifa í hjörtum aðstandenda og vina hans um ókomna tíð. Megi góður Guð gefa eftirlifandi konu hans, börnum, foreldrum og öllum ástvinum styrk og huggun í sorg þeirra. Kalli og Hafdís Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNRJjAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.