Morgunblaðið - 24.08.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.08.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1978 27 InMemoriam: Karl Czemetz fyrrverandi forseti Evrópuráðsþings Nýlátinn er í Vínarborg í Austurríki Karl Czernetz, fyrrv. forseti Fulltrúaþings Evrópuráðs- ins í Strassborg. Var hann 68 ára er hann lést, og mun dauða hans hafa borið brátt að. Hann var fæddur og uppalinn í Vín, lærði ljósmyndaraiðn og auglýsinga- teikningu, en gaf sig ungur að verkalýðsmálum og þátttöku í flokksstarfi sósíaldemókrata. Á nasistatímanum fyrir heims- styrjöldina var hann handtekinn fyrir andspyrnustarfsemi og sat í fangesli um hríð. Síðar flýði hann land og átti mestan part athvarf í Bretlandi til styrjaldarloka. Eftir heimkomu sína til Austurríkis 1945 varð hann að nýju virkur í stjórnmálum. Hann átti sæti á austurríska þinginu frá 1949 til dauðadags. Hann sat í miðstjórn flokks sósíaldemókrata frá 1945 og hafði árum saman verið formaður utanríkisnefndar þjóðþingsins er hann lést. Karl Czernetz varð áheyrnar- fulltrúi á þingi Evrópuráðsins árið 1952, en átti þar fast sæti frá 1956 til dauðadags. Naut hann þar trausts og virðingar. Hann var lengi formaður austurrísku full- trúanefndarinnar á þinginu, árum saman formaður samtaka sósíaldemókrata innan þingsins og oftsinnis varaforseti þess. Vorið 1976 var hann kjörinn aðalforseti Evrópuráðsþingsins og gegndi því starfi með ágætum til vors 1978. Karl Czernetz fór víða um lönd í forsetatíð sinni, m.a. heimsótti hann ísland í júlí 1977. Veit ég að hann naut naut þeirrar ferðar og minntist með ánægju. Bar hann góðan hug til Islendinga og skildi vel aðstöðu þeirra sem lítillar þjóðar á útjöðrum „yfirráðasvæð- is“ Evrópuráðsins í vestri. Sjálfur átti hann heima á austurjöðrun- um, því að enn markast Evrópa Evrópuráðsins í stórum dráttum af legu Islands og Austurríkis á heimskortinu. Innan þeirra marka liggur hin „frjálsa" Evrópa með kostum sínum og göllum. Karl Czernets var ekki mikill maður að vallarsýn og lét ekki mikið yfir sér hversdagslega. En ekki þurfti af honum löng kynni til að sjá að hann var enginn meðalmaður. Hann var stálgreind- ur, snar í hugsun, mælskur og fjörmikill og hreif menn með sér, þegar sá gállinn var á honum. Hann var röggsamur þingforseti, hvort sem var við almenna fundar- stjórn eða undirbúning þinghalds. Við hátíðleg tækifæri og í návist tignarmanna var yfir orðum hans og framkomu alþýðlegur virðuleiki og hófsemi, er sómdi vel fulltrúa lýðræðisstofnunar á borð við Evrópuráðið. Minningarathöfn um Karl Czernetz fór fram í Vín 10. þ.m., en líkamsleifum hans er ætlað að hvíla í sérstökum heiðursgrafreit í aðalkirkjugarði borgarinnar. Sýn- ir það að landar hans hafa minningu hans í hávegum. Það gera allir, sem hann þekktu. Ingvar Gíslason. Er ekki tilvalið að bera fram ferskjur og pipar. rótarrjóma, með t.d. köldu roast-beef eða lambalæri? Rifinni piparrót er þá blandað út í þeyttan rjóma og sett dálítið á hvern ferskjuhelming. Þurrkuð piparrót er einnig til í glösum og má nota hana í staðinn fyrir þá fersku. Umsjón: Bergljót Ingólfsdóttir wm - Það er ekki langt síðan aö varla sást blússa, nema hún v»ri með skyrtusniði. Nú eru hinsvegar komnar á markaðinn mjög kvenlegar blúss- ur með pífum, slauf- um og stórum ermum. Þessar blússur á myndinni eru efnis- miklar og fallegar, og myndu sóma sér vel við hvaða kvöldpils sem væri. íslendingar meðal þátttak- enda á Evrópumóti ungra manna sem hefst um helgina Evrópumót í bridge fyrir spilara 25 ára og yngri verður haldið í Skotlandi dagana 26. ágúst til 2. september næstkomandi. Spilað verður í háskólabæn- um Stirling sem er skammt frá Glasgow. Alls munu 19 þjóðir taka þátt í keppninni og verður lið frá íslandi þar á meðal. Evrópumót yngri spilara var fyrst haldið 1968 í Prag í Tékkóslóvakíu og var þá aldurstakmarkið 30 ár. Mótið hefur siðan verið haldið annað hvert ár og hefur aldurstakmarkið verið lækkað og þátttöku- þjóðum f jölgað jafnt og þétt sökum stóraukinnar ung- mennastarfsemi innan íþróttarinnar. ísland sendi fyrst lið til keppni á þessi mót 1974. Núverandi Evrópumeistarar í yngri flokki eru Austurríkis- menn. Liðið sem ísland sendir nú er skipað eftirtöldum mönn- um: Sverri Ármannssyni fyrirliða, Sigurði Sverris- syni, Skúla Einarssyni, Guðmundi Sv. Hermanns- syni, og Sævari Þorbjröns- syni. Spilarnir hafa náð ágæt- um árangri hér innanlands í vetur og urðu meðal annars í öðru sæti á íslandsmótinu í sveitakeppni. Einnig eru Sigurður og Skúli núverandi Sævar Þorbjörnsson er 22 ára. Hann spilar í fyrsta sinn í landsliði. (Fréttatilkynning frá BSÍ) Undirritaður óskar spilur- unum góðrar ferðar á Evrópumótið og vonar að vegur þeirra verði sem mest- ur. Ef að líkum lætur ættu fréttir að berast af mótinu og mun verða reynt að birta þær eftir beztu getu. Sigurður Sverrisson er 25 ára. Sigurður hefur tvisvar áður spilað á Evrópumóti ungra manna og einnig spilaði hann á Norðurlanda- mótinu hér í Reykjavík nú í vor. Skúli Einarsson er 22 ára. Hann spilaði á Norðurlanda- mótinu í Reykjavík. Guðmundur Sveinn Hermannsson er 21 árs. Hann spilar í fyrsta sinn í landsliði. Það ætti ekki að væsa um keppendur á þessum fallega stað. Landsliö ungra manna í bridge talið frá vinstrii Sævar Þorbjörnsson. Guðmundur Sv. Hermansson. Sverrir Ármansson fyrirliði, Sigurður Sverrisson, Skúli Einarsson. Vestfjarðamót í tvímenningi Vestfjarðamót í tvímenningi verður haldið að Núpi dag- anna 2. og 3. sept. n.k. Þátttökutiikynningar þyrftu aö berast til Árnars G. Hinrikssonar. ísafirði. sími 3214 eða til Birgis Valdimars- sonar. ísafirði, sími 3495. Til greina kemur að bjóða spilur- um utan Vestfjarða þátttöku. íslandsmeistarar í tvímenn- ingi. Sverrir Ármannsson fyrirliði er 26 ára. Sverrir hefur tvisvar spilað fyrir íslands hönd erlendis. Bridge Umsjón: ARNÓR RAGNARSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.