Morgunblaðið - 24.08.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.08.1978, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1978 MORöJNc KAffinu c n '■ {. T\£=? Frú mín góð. Aðcins að segja okkiy sannleikann umbúða- laust en svo getur lögíræðing- urinn yðar spreytt sig á hinu! Mér er sagt að í þessari borg séu vasaþjófarnir með fádæm- um harðir! Ef þú neitar að borga, geturðu ekki sagt á eftir að enginn hafi munað eftir afmæiisdeginum þinum í ár! Ókurteisi „Oft heyrir maður talað um að íslenzkt afgreiðslufólk sé miklu ókurteisara í framkomu við við- skiptavini en starfsbræður og systur þeirra erlendis. Er bera á saman þessari staðhæfingu til sönnunar þá er oft tekið nærtækt dæmi en það er að segja frændur okkar á Norðurlöndum. Sagt er að þar sé mun skemmtilegra að verzla einmitt vegna þess að þar hafi maður ekki á tilfinningunni að maður sé óvelkominn og að spyrja eftir kjólnum sem stóð í glugganum fékk ég það beint í hausinn að ég ætti að fara út því að afgreiðslustúlkan hefði ekki tíma til þess að afgreiða mig þar sem hún ætlaði að loka eftir fimm mínútur, ég gæti bara komið aftur á morgun. Eg varð auðvitað mjög hissa og sagði konunni að ég yrði farin úr bænum áður en hún yrði búin að opna um morguninn og yrði ég þá bara að hætta við kaupin þar sem hún gæti ekki BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Vanir keppnisspilarar vita yfir- leitt nokkuð vel hvenær vænta má sveiflu stiga í sveitakeppni. Þeir sjá hvort árangur í spili er eðlilegur á þeirra borði og þegar svo er verður sennilegast, að spilið „falli". Slíkar áætlanir eru eðlilega ekki alltaf réttar. Suður gaf, allir utan hættu. Norður S. 104 H. KG85 T. ÁDG93 L. K5 Vestur S. D865 H. D9 T. K10 L. DG1096 Austur S. 93 H. 107632 T. 842 L. Á83 Suður S. ÁKG72 H. Á4 T. 765 L. 742 Á báðum borðum varð suður sagnhafi í fjórum spöðum og út kom laufdrottning. í öðru tilfellinu skipti austur í tromp eftir að hafa tekið kónginn með ás. Vestur tók á spaðadrottninguna þegar suður lét lágt, og spilaði síðan aftur trompi og eftir þetta upphaf var sagnhafi ekki í vandræðum með að fá ellefu slagi. Að leik loknum hittust sveitar- félagarnir og báru saman árang- urinn. Þegar kom að þessu spili kom í ljós, að sveitin hafði fengið 50 á hinu borðinu. „Hvað skeði"? var eðlileg spurn- ing og svarið var: Fjórir spaðar einn niður. Félagarnir skýrðu vörn sína. Þeir höfðu spilað laufunum og látið sagnhafa trompa þaö þriðja í borðinu. Hann hafði þá spilað og svínað spaðatíu, sem vestur tók með drottningu. Og hann fann framhaldið, sem dugði. Spilaði fjórða laufi sínu — út í þrefalda eyðu! Austur sá til hvers var ætlast og trompaði með níunni. Hún kostaði gosa suðurs og þar með var spaðaáttan orðin dýrmæt- asta spilið við borðið. Varð fjórði slagur varnarinnar. Einn niður og drjúg stigasveifla varð staðreynd. Trúlega hafa hér verið að verki myndlistargagnrýn- endur úr því þeir stálu römmunum! afgreiðslumaðurinn hafi hvorki tíma né löngun til þess að sinna manni. Með þessa ágætu staðhæf- ingu í huga gekk ég dag einn inn í verzlun í Kaupmannahöfn til þess að skoða kjóla. Þar sem ég hafði aðeins stutta viðdvöl í borginni vár ekki ætlunin að fara í verzlunarleiðangur en á leið minni til kunningja minna kom ég auga á kjól sem mig langaði til að fá mér og með það í huga að kaupa þennan kjól gekk ég inn í verzlun- ina. Búðum í Kaupmannahöfn er lokað klukkan 5.30 en klukkuna vantaði að minnsta kosti fimm mínútur í þann lokunartíma. Er ég kom inn í búðina og ætlaði að sinnt mér á aðeins fimm mínútum. Er ég kom til kunningja minna og sagði þeim frá þessu sögðu þau svipaða sögu af öðrum stað þar sem þau verzla nær daglega og komið var mjög ókurteislega fram við þau einn daginn þegar þau ætluðu að borga sígarettur með smápeningum. Þá nennti af- greiðslustúlkan ekki að telja peningana og hreytti ónotum í þau. Ég vona að nú sjái íslendingar að íslenzkt afgreiðslufólk er alls ekki ókurteist almennt að minnsta kosti ekki miðað við það í Dana- veldi. Guðrún Baldvinsdóttir“. Kirsuber í nóvember Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaði 47 hafði brugðist honum. Og þú varst valdur að því. — Ertu að hugsa um þetta gamla mál með þjófnað Matta Sandor ' eiturflöskunni? Á rannsóknarstofunni f verk- smiðjunni hans? Samkvæmt skýrslum — ég hef fengið ljósrit af öllum yfirheyrslum — hélzt þú því statt og stöðugt íram að þú hefðir séð hann stinga flöskunni á sig. — Ég trúði því sjálf, sagði hún rólega. — Rolle kom því inn hjá mér, svo að ég fór að leggja trúnað á það. Hann kom f æði heim frá Stokkhólmi og ekkert okkar var handtekið svo að við hittumst auðvitað og fórum yfir atburðarásina hvað eftir annað. Ég var óhamingju- siim og miður mín og þorði ails ekki að treysta á mitt eigið minni, en Bo Roland var eins og fyrri daginn afgerandi og þcgar rannsóknarstofan átti í hlut var hann á heimavelli ef svo má segja og hann lýsti öllu sem gerðist úti á Noret ljóslif- andi. — Og að lokum sættistu á hans útgáfu? — Hún var auðvitað lang- samlega heppilegust fyrir mig. Fyrir okkur öll. Kenning hans gaf grænt ljós á sjálfsmorðs kenninguna og veslings mamma hélt stöðugt fram því hinu sama hvar sem hún kom. „Ilann var góður drengur, sjómaðurinn þinn frá Verm- landi“ sagði hún „en við skul- um innilega vona að hann hafi framið sjálfsmorð. Hvernig færi annars? hvernig heldurðu að færi ef annað kæmi upp á teninginn?“ — Þú talar um að þú hafir ekki treyst á þitt eigið minni. Ertu með eitthvað sérstakt í huga? — Ég... ég heyri Bo Roland fyrir mér hrópa upp og fyrir hugskotssjónum mfnum sé ég Matta standa við hilluna með brúna lyfjaflösku í hendi. — Þú SÉRÐ það fyrir hug- skotssjónum þínum? Hvers vegna breyttirðu þá um í svona sérstaklega mikilsverðu atriði sem þjófnaðurinn á lyfjaflösk- unni var þegar við ræddum málið á laugardaginn? — Vegna þess að ég get alls ekki séð hann GANGA ÚT ÚR RANNSÓKNASTOFUNNI MEÐ LYFJAGLASIÐ í HEND- INNI. Innst inni veit ég að ég hef aldrei getað það, hversu oft sem Rolle hefur lýst því fyrir mér. — Kemur það þér að óvörum að Bo Roiand Norell hefur einnig viðurkennt að hann hafi heldur ekki SÉÐ það. Hann gleymdi beinlfnis að hyggja að því hvað varð af þessu bann- setta glasi! — Kemur á óvart? sagði Judith með ólgu í röddinni. — Ó guð minn góður. Ég get ekki meira... ég get ekki afborið þetta lengur... Christer reis upp úr stólnum og spurði léttum rómi< — Nú, við tölum um verðandi eigin- mann þinn ... voruð þið cða voruð þið ekki trúlofuð haustið sæla fyrir tuttugu og fimm árum. Hvað það snertir, sagði hún — höfum við einnig túlkað það sitt á hvorn máta. Rödd hennar var beizk, þegar hún bætti við< — /Etlarðu alls ekki að óska mér til hamingju? — Með stóratburðinn í kvöld? Kannski... ég er nefnilega boðinn að borða á sama stað og þú... En um kvöldið var Wijk lögregluforingi framan af hvorki í veitingasal Þriggja litlu kvennanna eða í klúbbn- um, hvað þá í diskótekinu. Hann sat í cinkafbúð veitinga- stjórans. Klemensar Kiemens- sonar sem var í þeim hluta hússins er sneri út að Hyttgöt- unni. íbúðin var klædd dökkum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.