Morgunblaðið - 24.08.1978, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.08.1978, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1978 • Jón Diðriksson, Lára Sveinsdóttir og Ása Halldórsdóttir eru ánægð með árangurinn. en skömmu áður en myndin er tekin setti Ása „krullur“ í hárið á Jóni og átti tiltækið sér stað í Siegburg í VesturÞýzkalandi í sumar í æfingabúðum fslenzkra frjálsíþrótta- manna þar. Hinir borgfirzku lambslokkar Jóns voru ekki langlífir því hann þó þá úr skömmu eftir að myndin var tekin. • Vilmundur Vilhjálmsson sýnir meistaratakta í borðtennis. Myndin er tekin í æfingabúðum íslenzkra frjálsíþróttamanna í Siegburg í Vestur-Þýzkalandi í sumar en þar sýndi Vilmundur að hann er ekki aðeins góður frjálsíþróttamaður, heldur er hann jafnframt vel liðtækur borðtennisleikari. Viimundur er og alhliða íþróttamaður, því hann var íslandsmeistari í knattspyrnu með yngri flokkum Víkings hér áður fyrr. ljósm. — ágás. RÓÐUR ÍSLENDINGANNA VERÐUR ERFIÐUR I PRAG ÓHÆTT er að segja að róðurinn verði þungur hjá íslenzku frjálsíþróttamönnunum sem taka þátt í Evrópumeistaramótinu í Prag í lok mánaðarins og byrjun þess næsta en þeir halda utan í dag. Að afreksgetu er hópurinn þó sterkari en nokkur annar hópur sem sendur hefur verið á stórmót sem þetta, og með það í huga eru talsverðar ♦ vonir bundnar við fimmmenningana. Einkum og sér í lagi binda frjálsíþróttaunnend- ur miklar vonir við-þá Hrein Halldórsson og Oskar Jakobsson. í hópnum eru bæði láir og knáir menn. Elías Sveinsson, sem er 1.86 m að hæð, er sá eini þeirra sem er undir 1.90 m á hæð. Hreinn Halldórsson fer til mótsins sem þriðji bezti kúluvarp- ari Evrópu í ár. Samkvæmt síðustu upplýsingum hafa aðeins Þjóðverjinn Udo Beyer (22,5 m — heimsmet) og Finninn Reijo Staáhlberg (20,96 m) kastað lengra en Hreinn, sem á Reykjavíkurleik- unum á dögunum kastaði 20,95 metra. En það verður vafalaust hart barizt um verðlaunin og kemur heppni og óheppni til með að ráða nokkru um röðun manna þar sem keppendur eru nokkuð jafnir. Tveir Sovétmenn Jarosh og Mironov, hafa kastað 20,89 og 20,82m, og skammt þar á eftir koma austur-þýzki kringlukastar- inn Wolfgang Schmidt með 20,76m frá því í vor, og Bretinn Geoff Capes sem á bezt 20,62 m í ár. Hér eru nefndir sjö kúluvarparar, en gm 10 aðrir Evrópumenn hafa kastað kúlunni yfir 20 metra í ár, og má af því einu ráða að róður Hreins verður erfiður, þótt ís- lenzka þjóðin öll óski honum velgengni í Prag. Öskar Jakobsson er talinn eiga góða möguleika á því að komast í aðalkeppnina í kringlukastinu, en til þess þarf hann að kasta 61 metra í undankeppninni eða vera meðal tólf beztu þar kasti ekki allir þátttakendur yfir 61 metra. Vonandi er að Óskari takist vel upp, því hann hefur sýnt það að undanförnu að hann er nokkuð öruggur með 61—62 metra köst. En það er við ramman reip að eiga því að skv. nýjustu upplýsingum er 64,00 metra kast Tékkans Ludvig Danek tólfti bezti árangur í Evrópu í ár. Beztur Evrópubúa er Wolfgang Schmidt frá Aust- ur-Þýzkalandi en hann setti ný- lega heimsmet í greininni, kastaði 71,16 metra. Næstur honum kemur Búlgaríumaðurinn Welko Velev, eiginmaður Fainu Melnik, með 68,82 metra frá fyrri helgi, og þriðji á listanum er Sovétmaður- inn Alex Klimyenko með 65,78 m. Þar á eftir koma Knut Hjeltnes Noregi með 65,44 m. Farango frá Ungverjalandi með 64,90 m, Mavku Tukkao frá Finnalndi með 64,64 m, Wagner Austur-Þýzka- landi með 64,60, Imrich Bugar frá Tékkóslóvakíu með 64,54 m og Warnemunde frá Austur-Þýzka- landi með 64,48 metra. Jón Diðriksson mætir sterkum andstæðingum og ekki er hægt að reikna með að hann komist í úrslit eða milliriðla þó að beztu óskir fylgi honum. Jón á stórgóða möguleika á að bæta Islandsmet sín í 800 m (1:49,3) og 1500 (3:44,4) hlaupum í Prag, en til að komast í úrslit í þessum greinum þurfa menn að' hafa hlaupið á 1:46,0 í 800 m og vel undir 3:40,0 í 1500 m. A.m.k. 10 manns hafa hlaupið 800 m á 1:46,1 eða betur og Finninn Anti Loikkanen, sem varð Evrópu- meistari innanhúss í 1500 m í vetur og hl'aupið hefur á 3:37,6 mínútum utanhúss í sumar, er aðeins 10. bezti Evrópubúinn í ár. Beztir í 800 m eru Sebastian Coe frá Bretlándi (1:44,3 ), Steve Ovett frá Bretlandi og Andreas Busse, 19 ára Austur-Þjóðverji (1:45,5). Beztir í 1500m eru Dave Moorcroft frá Bretlandi ( 3:35,5), Ovett (3:35,6) og John Robson frá Bretlandi (3:35,6). Vilmundur Vilhjálmsson mætir miklum kempum, þ.á.m. fljótasta hvíta manninum, Skotanum Alan Wells sem í ár hefur hlaupið 100 m á 10,07 sekúndum. Ásamt Wells berjast sennilegast um verðlaunin í 100 og 200 m á 20,12 þeir Pietro Mennea frá Ítalíu og Eugen Ray frá Austur-Þýzkalandi, en þeir hafa verið yfirburðamenn í sprett- hlaupum í Evrópu í nokkur ár. Einnig koma inn í dæmið Pólverj- inn' Woronin og Sovétmaðurinn Kolesnikov sem báðir hafa hlaupið undir 10,30 sekúndum á samkv. rafmagnstímatölfu. Þá hljóp Desruelles, belgískur langstökkv- ari, á 9,9 sekúndum þegar tími var tekinn á skeiðklukku í sumar. Elías Sveinsson keppir í tug- þraut og verður róður hans ekki auðveldari en hjá hinum Is- lendingunum, því tveir keppinauta hans, Guido Kratschmer frá Vest- ur-Þýzkalandi og Daley Thompson frá Bretlandi, hafa náð um 100 stigum betri árangri en Elías. Talið er að einvígi þeirra Kratschmer og Thompson um Evrópumeistaratitilinn verði há- punktur mótsins í Prag. Beztu tugþrautarmenn Evrópu, skv. nýj- ustu upplýsingum, eru: Kratschm- er 8498 stig, Thompson 8467 stig, Stark, Austur-Þýzkalandi, 8205 stig (40 stig dregin af árangri sem hann náði þar sem tími i hlaupum var tekinn á skeiðklukku en ekki rafmagnsklukku): —ágás. HREINI TIL HELSINKI Ilreini Ilalldórssyni hefur vcrið boðið að taka þátt í alþjóðlegu stórmóti í Helsinki að loknu Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum í Prag. í spjalli við Mbl. sagðist Hreinn keppa á mótinu í Ilelsinki 6. steptember ef honum tækist vel upp í Prag í lok mánaðarins. „Ef mér gengur ekki vel í Prag, þá er mér sjálfum fyrir beztu að koma mér strax heim og hvíla mig svolítið,“ sagði Hreinn. BOÐHD • Hressir Valsmenn taka Nemes þjálfara sinn og tollera að loknum leiknum á Akureyri í fyrrakvöld. Meistaraverkið fullkomnað... • Teningaspil var meðal þeirra íþrótta, sem Valsmenn gripu til meðan beðið var eftir flugi norður og sfðan eftir að leikurinn hæfist. Það eru Guðmundur, Vilhjálmur og Ingi Björn sem þarna föndra við teningana. • Sfðdegisblöðin fjölluðu um möguleika KA f leiknum við Val og eitthvað hafa þeir fundið svart á hvítu Atli, Sævar og Jón, sem kom þeim til að brosa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.