Morgunblaðið - 25.08.1978, Síða 1

Morgunblaðið - 25.08.1978, Síða 1
32 SÍÐUR 183. tbl. 65. árg. FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Átök við líkbörur Kenyattas Nairobi 24. ágúst, Reuter TIL átaka kom við líkbörur Kenyattas, hins látna forseta Kenya, er lögregluþjónar otuðu byssustingjum að aðgangs- hörðum syrgjendum í dag. Þúsundir streymdu framhjá lík- hörunum og þegar átökin hófust var hlé gert á ríkisstjórnarfundi og bráðabirgðaforsetinn, Daniel Arap Moi, skoraði á syrgjendur að láta skipast og hafa stjórn á tilfinningum sínum. Framkvæmdir eru hafnar við grafhýsi hins látna forseta í garðinum við þinghúsið, en útförin fer fram á fimmtudaginn kemur. Að útförinni lokinni verður hald- inn landsfundur flokks Kenyattas, KANU, og verður þá kjörinn nýr flokksforseti. KANU er eini stjórnmálaflokkur landsins, og leiðtogi hans hefur jafnframt veitt ríkisstjórn landsins og þingflokki forstöðu. Víst er talið að Moi, sem er 54 ára að aldri, verði kjörinn í stað Kenyattas. Tilkynnt var í Lundúnum í dag, að Karl prins kæmi fram fyrir hönd Elísabetar drottningar við útförina. Mama Ngina Kenyatta við likbörur eiginmanns síns. Jomo Kenyatta, í Ríkishöllinni í Naírobi í gær. (AP-símamynd). S-Afríkumenn herja á Zambíu Lúsaka, Pretórfu, 24. ágúst — AP — Reuter. STJÓRN Zambíu lýsti því yfir í kvöld, að suð- ur-afrískt herlið hefði í gær ráðizt yfir landamæri Zambíu, og stæðu nú harð- ir bardagar yfir í þorpinu Sesheke, rétt við landa- mæri Namibíu. Hefðu 12 óbreyttir borgarar þegar látið lífið í þessari viður- eign, en af hálfu stjórnar S-Afríku hefur komið fram að í stórskotaliðsbardögum á landamærunum í gær hafi níu s-afrískir hermenn fallið. Zambíu-stjórn segir að auk árásarinnar á bæ- inn sjálfan hafi stórskota- lið S-Afríkumanna valdið miklum skemmdum á skólahúsi og fleiri bygg- ingum í námunda við Sesheke. Niður með Somoza — hrópadi múgurinn er hrydjuverkamenn- irnir héldu fagnandi á brott með herfangið S-Afríkustjórn heldur því fram að upphaf átakanna sé að rekja til árása SWAPO-skæruliða á bæki- stöðvar S-Afríkuhers á Caprivi-svæðinu í Namibíu í gær, en Namibía lýtur stjórn S-Afríku. Caprivi er landræma, sem skiptir Sambíu og Botswana, og hefur þar iðulega skorizt í odda. Kardínála- samkundan hefet í dag Vatíkaninu — 24. ágúst — AP GLOGGIR menn telja að kardín- álasamkundan. sem kýs nýjan páfa og kemur saman í dag, muni þurfa drjúgan tíma til að koma sér saman. Undirbúningi fyrir samkunduna er nú í þann veginn að Ijúka og síðdegis í dag drógu kardínálarnir 111 um vistarverur þær, sem þeir eiga ekki aftur- kvæmt úr fyrr en nýr páfi hefur verið kjörinn. Kosningabaráttan er að sögn kunnugra að komast í algleyming, og þeir kardínálar. sem nefndir eru aftur og enn eru þeir Baggio, Bertoli og Pignedoli. sem allir eru ítalskir, svo og Argentínumaðurinn Pironio. Enginn þeirra er þó talinn sigurstranglegastur, og er það helzta ástæðan fyrir því að kardínálasamkundan mun drag- ast á langinn. Managua — Panama 24. ÍKÚst — AP ENGU var líkara en að þjóðhetjur væru á ferð er vinstri sinnuðu hryðju- verkamennirnir óku með herfang sitt út á Managua- flugvöll í kvöld. Þúsundir fögnuðu þeim á leiðinni og hrópuðu í kór« „Niður með Somoza.“ Ekki er vitað með vissu hversu margir gíslar voru með í förinni, en þar á meðal eru þrír kaþólskir biskupar og sendiherrar Panama og Costa Rica. Talið er að skæruliðarnir séu milli 40 og 50 talsins og að pólitísku fangarnir, sem þeir fengu leysta úr haldi, séu um 150.1 ljös er komið að gíslarnir, sem voru á valdi skæruliðanna í Þjóð- arhöllinni í Managua, voru 1204 talsins og hafa þeir nú allir endurheimt frelsi sitt. 54 þingmenn voru meðal gíslanna, svo og fjöldi blaðamanna. Tvær flugvélar, hlaðnar gíslum, frelsuðum gíslum og hryðjuverka- mönnum, komu til Panama í kvöld. Útilokað virðist vera að fá uppgefnar nákvæmar tölur um fjölda þessa fólks, enda má telja að enn séu ekki öll krul komin til grafar. Hryðjuverkamennirnir gerðu kröfu til lausnargjalds, að andvirði tíu milljóna Bandaríkja- dala, en óstaðfestar fregnir herma að þeir hafi sætzt á helming Sextánda skákin í „einvígi hins illa auga” fór í bið” Baguio — 24. ágúst — AP SEXTÁNDA skákin í heims- meistaraeinvíginu fór í bið í dag og virtist jafnteflisleg. I>ó var talið að Korchnoi hefði cilítið betur en Karpov. Zouchar hinn dulúðgi tók sér sæti á fjórða bekk við upphaf skákarinnar og hóf eins og hans er vandi að einblína á áskor- andann. Kom þá aðvífandi vinkona Korchnois, Petra Leeu- werick, með þjósti miklum, hlammaði sér niður við hlið Zoucharsog mældi hann síðan út með nístandi augnaráði. Um tíma leit út fyrir að til tíðinda drægi á áhorfendabekkjunum, en sextánda skákin í „einvígi hins illa auga“ fór í bið án þess að upp úr syði. Sjá bls. 18. þeirrar upphæðar. Þar af hafi 71 þús. dalir verið í reiðufé, en afgangurinn í ávísunum. Hryðjuvefkamennirnir eru fé- lagar í vinstri sinnuðum samtök- um sem hafa það á stefnuskrá sinni að koma herforingjastjórn Somoza forseta frá völdum og koma á marxískri stjórn. Hreyf- ingin á miklu fylgi að fagna í landinu, enda hefur hún verið helzta baráttuaflið gegn Somoza, sem er alræmdur fyrir spillingu í embættisfærslu. Klukkan hálf átta að íslenzkum tíma munu kardínálarnir safnast saman við messu í Péturskirkj- unni, ep klukkan hálf þrjú hefst athöfnin þar sem þeir verða luktir inni í Sistínu-kapellunni, þar sem þeir verða sambandslausir- við umheiminn unz þeira hafa komið sér saman um eftirmann Páls páfa sjötta. Þrjú þúsund starfsmenn Vatíkansins fengu í dag greidd aukaleg mánaðarlaun, en það eru hefðbundin hlunnindi allra starfs- manna við lát páfa. Þeir fá önnur aukalaun þegar nýr páfi er tekinn við og kosta þessar greiðslur Vatíkanið 624 milljónir ísl. króna, sem ekki gerir verulegt strik í reikninginn því að þar er auður í garði. Dollarinn seig aftur London, 24. ágúst. AP. VERÐ á dollar seig hægt og bítandi á gjaldeyrismörkuðum heimsins í dag. þrátt íyrir þær verndaraðgerðir sem Banda ríkjastjórn kynnti í ga'r. Gagnvart japanska jeninu lækkaði dollar nokkuð eða úr 192.60 jenum í 191.65. Á sama tíma hækkaði verð á gulli lítillega á markaði í Evrópu og var hver únsa gulls seld á rúmlega einum dollar hærra verði en daginn áður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.