Morgunblaðið - 25.08.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.08.1978, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1978 100 ára í dag: Ólína Sigurðardóttir í Ásgerði í Eyjafirði Ólína Sigurðardóttir fyrrum húsfreyja í Árgerði í Eyjafirði, elsti íbúi Akureyrar, er 100 ára í dag, 25. ágúst. Hún er fædd að Völlum í Saurbæjarhreppi dóttir hjónanna Sigríðar Jóhannesdóttur og Sigurðar Sigurðssonar. Sigríður móðir Ólínu var kvistur af sterkum stofni, bræður diennar voru Jón bóndi í Hleiðargarði, faðir Hannesar fræðimanns og bónda þar, annar bróðir Sigríðar var Jóhannes er kallaður var hinn sterki, orðlagt þrekmenni, þá var Jóhann afi þeirra bræðra Braga og Jóhanns rithöfunda og fræði- 'manna er kenndu sig við Flögu í Hörgárdal, Bragi lést af slysförum fyrir aldur fram. Faðir Ólínu var Sigurður Sig- urðsson, Gíslasonar bónda að Vatnsenda, og er margt manna þaðan komið. Valdimar Pálsson hreppstjóri á Möðruvöllum, og systur hans voru dótturbörn Sig- urðar Gíslasonar, Ólína og þau voru systkinabörn. Sigurður faðir Ólínu var tvíkvæntur, með fyrri konu sinni átti hann tvo sonu, Kristján, er lengi bjó á Nýjabæ, faðir Hermanns bónda í Leyningi, föður Kristjáns er þar býr nú og þeirra systkina. Hinn sonurinn hét Sigurður, hann dó á besta aldri eftir stuttan hjúskap, dóttir hans var Sigrún kona Skafta Guð- mundssonar í Gerði í Hörgárdal þau eru foreldrar Ólafs bónda þar, Guðnýjar húsmóður á Akureyri og Guðmundar hæstaréttarlögmanns í Reykjavík. Sigríður og Sigurður eignuðust þrjár dætur Ólínu, sem hér er minnst, Þórunni, er um áratuga- skeið vann við símaþjónustu á Sauðárkróki, mikil sæmdarkona, og Sigrúnu, er dó á besta aldri. Þær systur voru á æskuskeiði er þær misstu föður sinn, reyndi þá á þrek Sigríðar, hún mun hafa verið dætrum sínum umhyggju- söm móðir eftir því, sem ástæður hennar framast leyfðu en ekki gat hún haft þær allar hjá sér. Ólína hafði mikla löngun til náijis, en á uppvaxtarárum hennar voru lítil tök á því fyrir stúlkur, aðeins var um einn skóla að ræða, skóla lífsins, þar mun Ólína hafa numið sitt af hverju, sem hefur komið sér vel á heillrar aldar ferðalagi. Ólína er greind kona og fræddist um margt af lestri góðra bóka. Margt vann hún með sínum högu höndum, útprjónuðu vettlingarnir hennar hafa hlýjað ungum og öldnum, alltaf var Ólína með ný „mynstur", fram á tíunda tuginn var hún að prjóna eða þar til slæmt handleggsbrot kom í vegdfyrir frekari handavinnu. Þann 26. júní 1905 giftist Ólína frænda sínum, Hannesi Jónssyni, miklum ágætismanni er ekki vildi vamm sitt vita. Hannes var vel gefinn, hagorður og hið mesta prúðmenni. Fyrstu árin höfðu þau hjón ekki fast jarðnæði en fengu þá Ysta- gerði í Saurbæjarhreppi til ábúðar og bjuggu þar snotru búi í 15 ár, þá keyptu þau jörðina Árgerði og áttu þar heima þar til þau fluttu til Akureyrar og fengu sér íbúð í Hafnarstræti 37. Hannes var þrötinn heilsu og andaðist skömmu síðar, en Ólína bjó áfram í íbúðinni þar til hún fluttist á Elliheimilið Hlíð 1970. Sérstök snyrtimennska ein- kenndi búskap Ólínu og Hannesar utanhúss sem innan. Hannes var laginn smiður og byggði og bætti húsakynni á jörðum sínum. Sam- eiginlegt áhugamál þeirra hjóna var ræktun landsins, þau kómu upp skrúðgörðum við bæi sína og gluggana prýddu fallegar pelagón- íur, rósir og fleiri skrautjurtir. Ólínu og Hannesi varð ekki barna auðið en ólu upp tvær fósturdætur, Laufeyju Kristjáns- dóttur, er hún látin fyrir mörgum árum, og Aðalheiði Axelsdóttur, ekkju búsetta hér í bæ. Fósturdæt- urnar voru þeim hjónum kærar og alltaf er góðvild Ólínu sú sama til Aðalheiðar og barna hennar. Ólína er félagslynd, hún starfaði um áratugaskeið í kvenfélaginu „Hjálpin" í Saurbæjarhreppi og hefur ekki sagt sig úr félaginu þó flestar samferðakonur hennar séu löngum horfnar. Ólína Sigurðardóttir er einörð kona og hreinskilin, hún segir feimulaust hug sinn við hvern sem er. Nú er hun Ólína búin að legfja öld að baki, öld sem er engum öðrum lík í allri þjóðarsögunni, hún lifði daga allsleysis og harð- inda þegar allt skorti, hún hefur fagnað margvíslegum framförum og almennri velmegun og mennt- un, séð fagrar byggingar rísa, ræktun landsins, skógana vaxa, fagrar jurtir prýða umhverfið. Ólínu er ljóst að ekki má þjóðin kasta öllu fyrir róða, henni er annt um að varðveittar séu minjar þess liðna. Ólína man aldamótahátíðina, allar vonirnar er bundnar voru nýju öldinni, hún minnist vígslu Grundarkirkju, þess veglega Guðs- húss, og ótal margra merkra atburða og góðra samferðamanna. Sólarlag er fagurt við Eyjafjörð, verði henni Ólínu dagarnir, sem ófarnir eru eins og sólarlag. Ég held að henni hafi nú þótt gaman að lifa svo langan dag. Laufey Sigurðardóttir frá Torfufelli. Söngvaka fyrir erlenda ferðamenn FÉLAG íslenzkra einsöngvara mun í kvöid halda sína áttundu söngvöku í Norræna húsinu á þessu sumri. Þar koma fram kvæðamennirnir Njáll Sigurðsson og Magnús Jóhannsson. Ragnheiður Guð- mundsdóttjr, Elísabet Erlings- dóttir og John A. Speight munu syngja íslenzk þjóðlög í útsetningu Fjölnis Stefánssonar, Þorkels Sigurbjörnssonar, Hallgríms Helgasonar og Rauters. Einnig verða sungin önnur sönglög. Píanóleikarar verða Agnes Löve og Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir. Söngvakan er einkum ætluð er- lendum ferðamönnum og hefst kl. 21.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.