Morgunblaðið - 25.08.1978, Síða 23

Morgunblaðið - 25.08.1978, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1978 23 Helga Finnsdóttir —Minningarorð Fædd 17. desember 1930. Dáin 17. ágúst 1978. Það er mér mjög þungbært, að skrifa þessar fáu línur til minn- ingar um Helgu Finnsdóttur, sem var mér miklu meira en kær mágkona, því auk þess að vera systir eiginkonu minnar, var hún gift yngsta bróður mínum og erum við því, auk þess að vera bræður, einnig svilar. Má því geta nærri, að mikill samgangur var á milli fjölskyldna okkar, enda var alltaf mikið ástríki á milli systranna, eins og raunar á milli allra systkina hennar, aldraðs föður og annars venzlafólks. Fyrst kynntist ég Helgu árið 1943, er ég það sumar var kaupa- maður hjá síðari tengdaföður mínum, Finni Sveinssyni, miklum hagleiksmanni, sem þá stýrði góðu búi í Eskiholti, ásamt ástúðlegri eiginkonu sinni, Jóhönnu Maríu Kristjánsdóttur, sem lézt fyrir tveimur árum. Var Helga elzt sinna systkina, sem urðu sjö alls, harðdugleg og tápmikil telpa á þrettánda ári. Þá leyndi sér ekki, að atorka hennar og heilsteypt skapgerð mundu fleyta henni á farsæla braut í framtíðinni, — enda get ég með góðri samvizku sagt og trúlega eru allir, sem til hennar þekktu, mér sammála um það, að öll verk hennar, bæði stór og smá, hvort heldur þau voru unnin fyrir hennar nánustu eða aðra, hafi verið unnin af kost- gæfni, hagleik og nákvæmni, að ógleymdri alúðinni, sem hún lagði í allt. Helga var mjög listræn kona og má segja, að heimili hennar beri þess glöggt vitni. Þar er öllu einstaklega smekklega og haglega fyrir komið, snyrtilegt og þrifalegt í alla staði. — Hún átti ekki langt að sækja listræna hæfileika sína, — má í því sambandi geta þess, að einn mikilhæfasti listamaður þjóðarinnar, Ásmundur Sveinsson myndhöggvari, er föðurbróðir hennar. Helga var ákaflega glaðvær kona og hrókur alls fagnaðar í fjölskylduboðum, sem voru æði mörg á s.l. tuttugu árum. Nærvera hennar, frábært vald á frásagnar- gleði og óþvinguð framkoma kom öllum viðstöddum í gott skap, sem margir búa lengi að. — Hún var einstaklega rausnarleg, — ekki á einu sviði, heldur öllum og munum við aldrei gleyma því, sem hún með góðum hug og meðfæddri fórnfýsi veitti okkur öllum, sem glaðværð unna. — Ekki má skilja þetta svo, að hún hafi ekki viljað blanda geði við þá, sm sorgin hrjáði eða áttu um sárt að binda á einhvern hátt. Þar komu mann- kostir hennar skýrast í ljós, því segja má, að ekkert aumt mátti hún sjá, án þess að vilja þar veita alla þá hjálp, sem hún mátti í té láta. Árið 1955 keypti Helga Húll- saumastofuna á Grundarstíg 4 í Reykjavík og rak hún þetta fyrirtæki með miklum dugnaði og hagsýni til dauðadags, fyrstu árin þarna á Grundarstígnum, en þar kynntist ég henni öðru sinni, einnig systur hennar, sem starfaði við fyrirtækið, árið 1956. En eftir að hún giftist eftirlifandi eigin- manni sínum: Jóni Má Þorvalds- syni, þ. 1. október 1957 og þau höfðu byggt sitt stóra og glæsilega heimili, rammgert virki um ást og samheldni, að Svalbarði 3 í Hafnarfirði, flutti hún rekstur sinn þangað og hefði hann ekki blómgazt jafn vel og raun varð á, ef ekki hefði notið við allrar þeirrar lipurðar, hugkvæmni og smekkvísi, sem Helga bjó yfir. Helga hafði lengst af verið ákaflega hraust og dugmikil kona, sannkölluð driffjöður í fjölskyld- unni og kom því hið skyndilega fráfall hennar öllum ættingjum hennar og vinum mjög á óvart, en banamein hennar var heilablóð- fa.ll. - Helga og Jón Már eignuðust 4 mannvænleg börn saman: Þorvald Inga, sem nú er er tvítugur, Helga Má 16 ára, Jóhönnu Marín 13 ára og Ingibjörgu Agnesi, sem er aðeins 3ja ára. Einn son eignaðist Helga áður en hún giftist: Finn Loga Jóhannsson, sem er 22ja ára. Eru öll börnin enn í heimahúsum og sjá nú á bak ástríkri og fórnfúsri móður og má með sanni segja, „að enginn veit hvað átt. hefur fyrr en misst hefur". Geta má nærri, hvort ekki muni það valda mikilli röskun á „yfirbygg- ingu virkisins", þegar einni styrk- ustu stoðinni er skyndilega og öllum að óvörum kippt undan því. Fullyrða má, að þar verði skarð, sem aldrei verði hægt að fylla í. — Ástkær eiginmaður Helgu, börnin þeirra fimm og aldurhnig- inn faðir hennar, eru nú þungum harmi slegin, eins og raunar allir ættingjar hennar og vinir. Bið ég almaéttið um að veita þeim öllum styrk til að standast þá raun, sem svo óvænt sótti þá heim. Blessuð sé minning mágkonu minnar, Helgu Finnsdóttur. Sigurgeir Þorvaldsson, Keflavík. Það er oft svo, að þau bönd kunningsskapar og vináttu, sem hnýtt eru á bernsku- og æskuárun- um rakna ekki í sundur þótt annir hins daglega lífs skilji leiðir og myndi vík milli vina. En þegar æðsti dómari okkar allra minnir skyndilega á tilveru sína og heggur snöggt og óvænt í sundur lífsþráð æskufélaga og hann hverfur af sviðinu mitt í önn dagsins, leitar hugurinn ósjálfrátt til liðins tíma og myndir frá þeim árum standa skýrt fyrir hugskots- sjónum. Hið sviplega fráfall Helgu Finnsdóttur frá Eskiholti, frænku minnar og leikfélaga frá uppvaxt- arárunum laðar fram slíkar minn- ingar. Helga var fædd og uppalin á heimili foreldra sinna, Jóhönnu Kristjánsdóttur og Finns Sveins- sonar í Eskiholti í Borgarfirði. Á uppvaxtarárum hennar voru tíma- mót og örar breytingar á vinnu- brögðum á íslenskum sveitaheim- ilum. Vélarnar voru að ryðja burtu hinum fornu, hefðbundnu vinnu- aðferðum sem kröfðust svo mikils líkamlegs erfiðis og ný handbrögð tóku við. Það fór ekki hjá því, að Helga kynntist hvorutveggja, enda voru henni ætluð verk jafnt úti sem inni, strax og getan leyfði, enda þekktist ekki önnur venja. Þá þegar komu í ljós þeir eiginleikar, sem hún hlaut að erfðum frá foreldrum sínum. Verkin léku í höndum hennar og handbrögðin sýndu strax þá listhneigð og hagleik, sem er svo rík í ættum hennar. Sjaldan sást hún bregða skapi og • yrði henni eitthvað mótdrægt tók hún því jafnan með æðruleysi. En undir hinu rólega yfirborði bjó skapfesta og ákveðni, sem best kom í ljós, þegar mest reyndi á. En mestar voru þó kröfurnar, sem hún gerði til sjálfrar sín og sparaði þá hvorki tíma né fyrirhöfn til að leysa verk sín sem best af hendi. Heimili það, sem hún bjó fjölskyldu sinni að Svalbarði 3 í Hafnarfirði, bar því glöggt merki um arfinn frá foreldrahúsunum, enda kunni fjölskyldan að meta það að verðleikum. Þar var skjólið sem veitti öryggi og frið. Nú er þar skarð fyrir skildi og söknuður sár. En ,við, sem eftir stöndum, erum skilningsvana og höfum ekki svör við þeim spurningum sem vakna, þegar slíkt áfall dynur yfir. Við sjáum ekki tilganginn, en við verðum að trúa því, að hann sé fyrir hendi. Því ber að ganga til móts við örðugleikana með æðru- leysi og festu, það hefði verið hinni látnu að skapi. Því þótt söknuður inn sé sár, sefast hann um síðii en eftir lifir fögur minning un hina fórnfúsu og kærleiksríki eiginkonu og móður. Á slíkí minningu slær ekki fölskva. Þj minningu er gott að bera i brjóstinu, því henni fylgir ævilöng blessun. T.E. Að morgni 17. þ.m. barst mér sú harmafregn að vinkona mín Helga Finnsdóttir væri látin. Mig setti hljóða. Hvernig í ósköpunum gat þetta átt sér stað? Hún sem fyrir tiltölulega fáum dögum var uppfull af starfsorku og lífsgleði. En svona getur dauðinn oft verið skjótráður og miskunnarlaus. Á þessum síðsumarsmorgni sat ég í stofu minni og naut þess að vera til. Ég var umvafin blómskrúði, hlýjum hug og heillaóskum. Ég hafði nýlokið hálfrar aldar ævi- ferli þegar vinkona mín, sem aðeins var 47 ára gömul, var kölluð svona fyrirvaralau3t yfir hin örlagaríku landamæri lífs og dauða. Svona getur hjól hamingjunnar snúist á hina ýmsu vegu. Þar fáum við engu um þokað. Við sitjum aðeins og bíðum, þökkum forsjón- inni fyrir hvern áfallalausan dag. En verðum síðan að reyna að taka því með stillingu og æðruleysi, sem að höndum ber. Eitt er víst að sorgin gleymir engum. Hún knýr dyra hjá þér í dag, en svo e.t.v. hjá mér á morgun. Við lítum bænar- augum til þess alföður er við álítum að ráði vegferð þessa lífs og væntum náðar og miskunnar. Fundum okkar Helgu bar fyrst saman á sólbjörtum haustdegi árið 1947. Við settumst saman á skólabekk að Varmalandi í Borg- arfirði og hugðumst nema þau fræði sem góðri húsmóður voru talin nauðsynleg. Við vorum ungar stúlkur uppfullar æskuþrótti og litum björtum og djörfum augum fram á veginn. Strax tókst með okkur einlæg vinátta, því auk þess að vera skólasystur vorum við einnig herbergissystur. Mörg gerð- ist glaðvær stundin þennan vetur, ívafin ærslum og spaugi. Hefur þessa oft verið minnst síðan með hlýju í huga og bros á vör. Ekki var langt liðið á vetur þegar hæfileikar Helgu komu í ljós. Hún var aðeins 17 ára gömul, var þar af leiðandi með þeim alyngstu í skólanum, en hún gaf síst eftir þeim er eldri voru. Henni var forysta í blóð borin. Það bókstaf- lega lék allt í höndunum á henni. Hún gat . unnið svo mikið sjálf- stætt og án fullkominnar tilsagnar mikið meira en við flestar hinar. Það var eins og hún vissi bókstaf- lega hvernig hver hlutur átti að vera. Enda ekki langt að sækja snillina því margar eru hendur hagar innan ættarinnar. Helga Finnsdóttir var fædd að Eskiholti í Borgarfirði 17. desem- ber 1930, dóttir þeirra sómahjóna er þar bjuggu, Finns Sveinssonar og Jóhönnu Kristjánsdóttur. Heimili þetta var orðlagt fyrir myndarskap og reisn. Það þykist ég vita að uppeldið á því heimili hafi verið betra og meira veganesti út á hinar hálu lífsins brautir, en nokkur meðal skólaganga. Ekki hygg ég að heimanmundur hennar hafi verið mikill af veraldarauði, en hitt veit ég að hún mun hafa fengið með sér í veganesti úr foreldrahúsum hagleik, dugnað og kjark, þegar hún fór burt að heiman og flutti til Reykjavíkur, nær tvítug að aldri. Fyrstu ár sín hér í borg starfaði hún á saumastofu við Grundarstíg. En eignaðist brátt fyrirtækið sjálf. En þar var ekki látið við sitja. Hugurinn stefndi á hærri leiðir. Hún átti því láni að fagna að eignast hinn ágætasta mann Jón Má Þorvaldsson. Hann reynd- ist dugandi og traustur eiginmað- ur og nú var hafist handa fyrir alvöru. Byggt var framtíðarheim- ili, einbýlishúsið að Svalbarði 3 í Hafnarfirði. Það hús þurfti að gegna þríþættu hlutverki. Heimili fyrir stóra fjölskyldu, saumastofu og verslun. Ollu var af smekkvísi og útsjónarsemi vel fyrir komið og öllum þessum fyrirtækjum veitti húsmóðirin forystu. Sýnir það best hversu mikið starf hún þurfti að inna af hendi. Aldrei var æðrast, orkan og þrekið var óbilandi. Aldrei var annríki það mikið að ekki væri hellt á könnuna ef góðan gest bar að garði. Enda heimilið orðlagt fyrir gestrisni, ekki síður en æskuheimili Helgu. Margra glaðværa ánægjustund hef ég ásamt mínum manni átt á þessu heimili. Fyrir alla þá einlægni og hlýju er þar lá að baki, viljum við þakka af-alhug. Eiginmanni, elskulegum börnum og öðrum ættingjum vottum við dýpstu samúð. Stórt skarð er fyrir skildi sem aldrei verður bætt. Hjart- kærri vinkonu og skólasystur þakka ég trausta vináttu og samfylgd í gegnum lífið um 30 ára skeið. Veit ég að ég má einnig svo mæla fyrir munn hinna mörgu skólasystra sem enn eru á lífi. Við munum í hugarheimi okkar geyma hreina og hugljúfa minningu hennar. Matthea K. Guðmundsdóttir. Enda þótt dauðinn sé sá atburð- ur, sem hver og einn á vísastan, þá kemur hann okkur oft að óvörum og heggur þar sem síst var að vænta. Þeir sem hugsa í hagfræðilegri rökvísi, sjá lítið vit í að skilja móður á besta aldri frá fríðum barnahópi á viðkvæmum aldri. En sá „slyngi sláttumaður" hefur aðrar forsendur fyrir sínum verk- um en.vi^fáum skilið, og hann fer ekki í manngreinarálit. Helga Finnsdóttir mágkona mín elskuleg er nú horfin yfir móðuna miklu. Athafnasömum starfsdegi er lokið fyrr en ætlað var. Hver dagur í lífi hennar var henni gefinn til starfs og athafna, — sú hugsun að drepa tímann var henni óþekkt með öllu. Helga var fædd að Eskiholti í Borgarfirði 17. des. 1930 og voru foreldrar hennar hjónin Finnur Sveinsson bóndi þar og Jóhanna María Kristjánsdóttir, sem lést fyrir 2 árum. Hefur hagleiks og listfengis þeirra Eskiholtsbræðra verið víða getið, og úrættuðust þeir eiginleikar ekki í Helgu, því að segja má að allt léki í höndum hennar. Eina skólamenntun henn- ar að barnaskóla loknum var Húsmæðraskólinn að Varmalandi, en þar var hún veturinn 1947—48. Var skólinn þá undir stjórn þeirrar merku konu Vigdísar Jónsdóttur frá Deildartungu. Þar vakti Helga athygli fyrir afköst, hugkvæmni og áhuga á hannyrð- um hvers konar. Of hún meðal annars dregla, sem lengi prýddu ganga skólans. Nokkrum árum síðar réðst hún til Ingibjargar Guðjónsdóttur sem rak húllsaumastofu að Grundar- stíg 4 í Reykjavík, og unnu þær saman uns Ingibjörg fluttist af landi brott, og Helga kaypti saumastofuna árið 1955. Hinn 1. október 1957 giftist hún Jóni Má Þorvaldssyni prentara, og bjuggu þau fyrst á Grundarstígn- um, en byggðu svo hús að Sval- barði 3 í Hafnarfirði og fluttust þangað vorið 1961. í sautján ár auðnaðist Helgu að lifa og starfa að Svalbarði 3. Heimilið mótaðist fljótt af hand- bragði hennar og smekkvísi. Þarna rak hún saumastofu og verslun við hliðina á eldhúsinu, svo að tóm- stundir voru ekki margar. En í samkvæmum og á gleðistundum var Helga hrókur alls fagnaðar, og í húsi þeirra hjóna var risna og höfðingsskapur náttúrulögmál. Þegar húsið að Svalbarði 3 og garðurinn umhverfis það var fullmótað, var tekist á við nýtt verkefni. Fyrir fjórum árum réðist fjölskyldan í að byggja sumar- bústað að Miðdal í Laugardal. Þar voru kraftarnir sameinaðir í einu verki, og þar varð annar sælureit- ur fjölskyldunnar. Börnin urðu fimm. Finn Loga Jóhannesson átti Helga áður en hún giftist, og er hann nú 22 ára trésmíðanemi. En börn þeirra hjóna eru Þorvaldur Ingi 20 ára stúdent, Helgi Már 16 ára, Jóhanna Marín 13 ára og Ingibjörg Agnes 3 ára. Allur þessi hópur ásamt öldruðum föður, 6 systkin- um, tengdafólki og öðrum vinum er nú harmi sleginn, þegar hún er svo skyndilega burt kölluð í blóma lífsins. En minningin um Helgu er björt og fögur. Hún var há og grönn, svipurinn einbeittur, hún var ákveðin í svörum og ódeig að segja skoðun sína. Það sópaði hvarvetna að henni, og í návist hennar gengu hlutirnir fyrir sig. Það er því stórt skarðið, sem hún skilur eftir, og er þó missir barnanna og eigin- mannsins sárastur. Ástin og dauðinn eru fyrir- ferðarmestu yrkisefni skáldanna. Hvort tveggja er okkur mönnum torráðið og dulúðugt. Skáldið Kahlil Gibran segir um dauðann í ljóði sínu, Spámanninum: „Óttinn við dauðann er aðeins ótti smaladrengsins við konung sem vill slá hann til riddara. Er smalinn ekki glaður í hjarta sínu þrátt fyrir ótta sinn við að bera merki konungsins? Og finnur hann þó ekki mest til óttans? Því hvað er það að deyja annað en að standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið?" Ég bið guð að blessa þig, bróðir minn, og börnin þín, á þessari sorgarstundu, og ég bið Helgu vinkonu minni allrar blessunar í nýju starfi. Þorvaldur Þorvaldsson. Afmœlis- og minningargreinar AF GEFNU tilefni skal það enn ítrekað, að minningargreinar, sem birtast skulu í Mbl., og greinarhöfundar óska að birtist í blaðinu útfarardag, verða að berast með nægum fyrirvara og eigi síðar en árdegis tveim dögum fyrir birtingardag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.