Alþýðublaðið - 26.08.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.08.1920, Blaðsíða 3
I ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 Dm daginn 09 Teginn. Nýja bi® sýnir: „Áfjáður biðill", gamanleik. Aðalhlutverkin leika Lauritz Olsen og Ingeborg Spangs feldt. Ciainla bio sýnir: „Hjónaband Gfaharns", skáldsaga í S þáttum. Aðalhlutverkið leikur Norma Tal- mgade. Heilsnfræði Steingr. Matthías- sonar kemur út í haust í 2. út- gáfu. Hún er prentuð í Gutenberg, en Guðm. Gamalíelsson gefur hana út. Húsnæðisvandræði! Svoþröngt er nú orðið í „Steininum", að lög- reglan varð að koma einni af þremur unglingsstúikum, erhún hirti í útlendum skipum hér á höfninni, fyrir í Herkastalanum. Kveitja ber á hjólreiða- og bifreiðaljóskerum eigi síðar en kl. $>V2 f kvöld. Sýniug Ríkarðs Jónssonar er °pin kl, 10—7 í barnaskólanum; gengið inn um norðurdyr, næst Laekjargötu. Ösvífni eða anlaKáttnr eigi alllítill er það hjá ritstjóra Vísis að kenna Alþýðublaðinu um nokk- úrn hluta fjárhagskreppunnar, sem f'ver einasti maður, sem kominn er til vits og ára, veit að engu öðru er að kenna en klaufaiegri stjórn á íslandsbanka og aulalegri aúglýsingu bankastjórnarinnar, að fúinsta kosti hálfum öðrum mán- uði áður en Alþýðublaðið byrjaði að fletta ofan af óstjórninni. Ann- ars ætti ritstjórinn, sem ætlar að •draga inn endann", að bregða s^r út yfir „pollinn" og kippa þessu í lag, t. d. með því að »hvísla“ því að enskum eða svensk- u*n fjármálamönnum, eða amerísk- Utn, að Islandsbanki væri bara að leika sér að því að koma íslandi i kröggur til þess að sjá hvað það dygði. Ættjarðarást ritstjór- a®s getur hvort sem er aldrei °rðið göfugri en það, að verja fllappaskot útlendrar aurabúðar. öviðkomandi, Privatbankinn, Sem er aðalviðskiftabanki íslands- ba«ka, og að nokkru leyti eigandi l'ans, kallar Bjarna frá Vogi „óvið- k°manoi“. Nú vita allir, að Bjarni er í bankaráðinu, og er þar með Settur yfir bankastjórana sjálfa; sem slíkur gerði hann skýrsluna L®gu, sem eklci var annað en vórn fyrir ísjandsbanka. Það ^ nú segja, að „sjaldan auna kálfar ofeldið". Og eng- furðar sig nú á því, þó banka- ,a hafi verið lítils metið af batlkanum. Belgaum kora frá Patreksfirði í fyrradag, Meðal farþega Þor- valdur Jakobsson í Sauðlauksdal og Finnbogi Rútur stud. polyt. sonur hans. Igúst H. Bjarnason prófessor kom heim á „Vínlandi" úr utan- för sinni. B 8. Geir fór í gær áleiðis til Englands. Ætlaði hann að fiska meira hér á miðunum, áður en hann fer út. Hlýja húsið í Ameríku, sem getið var um í síðasta blaði, er ekki hugarburður. Það er tví- Iyft, fremur ljótt og gluggarnir heimskulega margir, líkt og tíðk- ast hér í Rvk. Ekki man eg nú lengur nákvæmlega hversu veggja- gerðin var, en í aðalatriðunum var hún þannig: Grind var úr 8" breið- um plönkum, þiljuð og pöppuð að utan, en þiljuð og, að mig minnir, kalksléttuð að innan. Alt bilið milli grindarplankanna (8" þykt) var fylt með samblönduðu kork- og eikarsagi, sínum helming af hvoru. Engar skástífur í millibil- unum, svo tróðið getur sigið eftir vild, og hefir eflaust mátt bæta á það eftir því sem það seig. Um- búnaður glugganna var alveg ó- venjulega vandaður. Rifan milli veggs og gluggakistu var troðin með asbest og ætti það ekki að vera miklu betra en hamptróð, en síðan var þakið yfir rifurnar að utan og innan með pappa eða öðru efni, sem eg man ekki með vissu, en frágangurinn var gerður svo á öllum gluggum, að þeir voru algerlega loftheldir, eða því sem næst. Var fenginn sérfróður mað- ur til þess að rannsaka þetta. Milli lofta og gólfa var umbúnað- urinn lílcur; þykt tróð úr eikar- og korksagi. Það kom í Ijós við nákvæma hitamælingu, að storm- ur og stórhríð hafði lítil sem eng- in áhrif á hitann í stofunum í samanburði við það þó !ogn væri. Þó er aðgætandi, að húsið var nýtt og óskemt er rnælt var. Þeir, sem hafa nóg af ódýru timbri, korkaffalli og eikarsagi þurfa ekki að vera í vandræðum með að byggja hlý hús. Ekki man eg hversu séð var fyrir loftrás í húsi þessu. Líklega hafa verið sérstök loftrásarop í veggjum, sem loka mátti eftir vild, 23/8. G. H. lltlenðar fréttir. Bússar og Kanadamenn. Bankastjórar frá Kanada hafa nýlega gert samninga í London við fulltrúa verklýðsríkisins rúss- neska (bolsivíka) um flutning á 10 milj. dollara í guili til Kanada, fyrir vörur sem bolsivíkar eiga að fá þaðan. Gullið á að flytja yfir Eistland. óeyrðir í Eistlandi. Nýlega urðu allmiklar óeyrðir £ Eistlandi. Blöð hættu að koma út í Reval og mannfjöldinn gekk um göturnar og krafðist þess, að póli- tiskir fangar yrðu látnir lausir. Verkalýðurinn hætti vinnu, og þeir sem fasteignir áttu seldu þær í snatri og fluttu burtu. Stjórnin flýði höfuðborgina, og alt komst á ringulreið. Eftir nýjustu fréttum hefir þó minna orðið úr þessu en áhorfðist, og er nú alt komið í samt lag aftur. Skipastóll heimsins. „Lloyds Register of Shipping" hefir nýlega gefið út skýrslu um skipastól heimsins sem stendur, í samanburði við skipastólinn fyrir styrjöldina. Fioti Bandarfkja Norð- ur-Ameríku hefir aukist um 10 miljónir tonna, en Breta vantar ennþá 781 þús. tonn til að hafa sama tonnatal og fyrir ófriðinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.