Morgunblaðið - 27.08.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.08.1978, Blaðsíða 1
185. tbl. 65. árg. SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. „Flugránið »>. Hárkolla og gervi-' skegg f undið — en enginn ræningi Genf, 26. ágúst — Reuter. SVISSNESKA lögreglan sagði frá því í morgun að hárkolla, skegg og frakki hefðu fundizt á salerni TWA-farþegavélarinnar sem „rænt" var á leið frá Bandaríkjunum í gær og öiinur spor ræningjans hafa ekki fund izt. Lögreglan hefur engan far þeganna handtekið og flestir þeirra eru farnir frá Genf til Nice í Frakklandi en það var áfanga- staður vélarinnar. Ekki hefur verið skýrt frá því hvernig eða hvort frekar verður staðið að rannsókn málsins. Farþegar sem rætt hefur verið við segja að allt hafi verið rólegt en þó hafi smám saman skapazt Nicaragua: Hermenn f elldu m61> mælanda Managua, Nicaragua. 26. ágúst. AP - Reuter EINN maður féll fyrir byssukulum og fjöldi særðist þegar hermenn tvístruðu hópi fólks sem safnazt hafði saman til að styðja allsherjar- verkfall sem livatt hefur verið til í Nicaragua. Átti þetta sér stað í bænum Jinotepe sem er um 55 km fyrir sunnan Managua, en allt var með kyrrum kjöruin í höfuðborg- inni sjálfri. Allt virðist benda til þess að allsherjarverkfallið, sem andstæð- ingar Anastasiusar Somoza lýstu yfir, ætli að mistakast, því sárafáir hafa sinnt kallinu að því er segir í fréttastofufregnum frá Managua. Kína — Víetnam: nokkur spenna þar sem flugstjóri hafi sagt frá að flugræningi væri meðal farþega og sagt að hann væri ekki í flugstjórnarklefanum. Hafi fólk því horft hvert á annað með nokkrum grunsemdum og vaxandi kvíða eftir því sem á leið. Á sjóskóm yfir Erm- arsund Dover Engiandi, 26. ág. AP. BANDARÍKJAMAÐUR nokkur Walter Robinson að nafni. ættaður frá Tampa, en gegnir herþjónustu í Vestur Þýzkalandi, lagði af stað frá Dover á Englandi í morgun og hugðist ganga yfir Ermasund til Frakklands. Robinson hefur útbúið sér nýstárlega sjóskó sem hafa á sér skíðalag en eru mun breiðari. Áfram kemst Robin- son á skónum með því að beita stöngum sem sérfróðir lýsa svo að séu eins konar millistig ára og skíðastafa. Sjóskórinn er það lítill um sig, að Robinson getur haft tilfinningu fyrir að hann gangi á vatninu, en tæknilega séð er sjóskórinn þó hálfgerður smábátur. Robinson stefnir að því að komast í metabók Guinness fyrir vikið. Hann sagði frétta- mönnum áður en hann lagði upp, að hann hefði hannað skóinn sjálfur og gengið á honum 51 mílu á Panamaskurð- inum og það hefði tekið 31 klst. Þetta væri fyrsta tilraun hans til göngu á opnu hafi. Gagnkvæmar á- sakanir um innrás Peking, 26. ágúst - AP-Reuter. KÍNVERJAR sökuðu Víetnama í dag um að hafa f gær ráðizt inn fyrir kfnversku landamærin og hcrtekið kfnverskt landssvæði rétt við landamærastöðina Vináttuhliðið. Víetnamar sögðu hins vegar að sökin á átökum gærdagsins lægi hjá Kfnverjum, hundruð þeirra hefðu ráðizt innfyrir landamæri Vfetnam og lumbrað á víetnömskum embættismönnum með hnífum og bareflum. Kínverjar segja að nokkurt mannfall hafi orðið við innrás Víetnama, en að kínverskar her- sveitir hafi ekki svarað innrásinni með vopnabraki. Víetnamar segja að Kínverjar hafi fellt tvo og sært 25 þegar þeir réðust yfir landa- mæri Víetnam. Fyrsta merkið svart Vatikaninu, 26. ágúst — Reuter. SVARTAN reyk lagði upp af skorsteini Sistínsku kapellunnar um hádegis- bilið í dag til merkis um að ekki hefðu fengizt hrein úrslit í fyrstu atkvæða- greiðslu kardinálanna um næsta páfa. Mörg þúsund manns voru saman komnir á Péturstorginu árla morguns og andvarpaði mann- fjöldinn, „Hann er svartur, hann er svartur" á ýmsum tungumálum þegar reykurinn liðaðist upp frá reykháfinum klukkan 10.02 að íslenzkum tíma. Svarta reykjarmerkið rennir stoðum undir þann grun manna að enginn kandidatanna njóti afger- andi fylgis og er jafnvel talið að framundan sé langur og strangur kjörfundur. Svartur reykur stcig upp frá Sistínsku kapellunni f gærmorg- un eftir fyrstu atkva?ðagreiðslu kardinálanna og gaf þar með til kynna að páfakjör hefði ekki tekizt í fyrstu atrennu. Stjórnarviðræðurnar í Danmörku: Búizt við niður- stöðu um helgina Kaupmannahöfn, 26. ágúst. Einkaskeyti til Mbl. frá Rytgaard. MIKIL fundahöld standa enn yfir milli forvígis- manna Venstre og Jafn- aðarmannaflokksins og er búizt við að úr því verði skorið nú um eða eftir helgina, hvort verður af stjórnarsamstarfi þessara flokka. Segja má að líkurn- ar vegi salt? það gæti einnig gerzt að upp úr slitnaði og í viðræðum þessara flokka í millum, sem hafa nú staðið í þrjár vikur, hefur stundum mun- að mjóu. Venstreflokkurinn undir forystu Hennings Christophersen sem verða mun hinn sterki maður flokksins að landsfundi Venstre Anker Jo'rgensen Christopher loknum í næsta mánuði — vildi reyna að fá Radikale Venstre einnig til þessara samstarfsvið- ræðna með það fyrir augum að koma saman verulega styrkri meirihlutastjórn, en á þetta vildu jafnaðarmenn hins vegar ekki fallast. Verði mynduð stjórn Venstre og Jafnaðarmannaflokks- ins mun hana skorta eitt atkvæði upp á að hafa meirihluta í Þjóðþinginu. Forsvarsmenn hinna væntanlegu stjórnarflokka óttast það ekki svo mjög því að þeir telja einsýnt að það muni vefjast Karpov vann 17. skákina Vladimir Suknar. Baguio, 26. ágúst, Reuter. HEIMSMEISTARINN í skák, Anatoly Karpov. sigraði f dag í sautjándu skák einvígisins um hcimsmeistaratitilinn í skák. Gaf Korchnoi taflið eftir 39 leiki og kom það nokkuð á óvart því hann hafði allt frumkvæðið f skákinni og þótti lengi vel stefna til sannfærandi sigurs. Hefur Karpov nú unnið fjórar skákir í einvíginu en Korchnoi eina. Korchnoi virtist í uppnámi við upphaf skákarinnar og hótaði að beita hnefunum til að færa sovézka sálfræðinginn Vladimir Sukhar frá fimmta áhorfendabekk yfir á þann sjöunda. ef dómari og framkvæmdaaðilar einvígisins gerðu það ekki. „Ég gef ykkur tíu mínútna frest til að flytja þennan mann til. Að öðru lcyti geri ég það með eigin hcndi." sagði Korchnoi og steytti hnefann að dómara og framkvæmdaaðila. Eftir nokkrar vangaveltur voru sálfræðingurinn og aðrir áhorfendur færðir um set og hófst þá skákin. verulega fyrir öðrum flokkum á þinginu að koma sér saman um að rísa gegn stjórninni. Því sé líklegt að hún' geti setið að völdum um hríð. En margar ástæður eru fyrir því að Anker Jörgensen mun knýja á um að smiðshöggið verði rekið á viðræðurnar nú um helgina.og í ljós komi hvort verður ofan á, stjórnarsamvinna eða ekki. Ef ekki tekst að bræða saman flokkana til stjórnarsamstarfs efnir Jörgensen væntanlega til kosninga og til þeirra þarf að boða með 3ja vikna fyrirvara. Þar sem þjóðaratkvæði verður í Danmörku um lækkun kosningaaldurs laust eftir miðjan september er ljóst að Jörgensen myndi telja hagstætt að slá tvær flugur í einu höggi og láta þingkosningar fara fram sama dag. En til þess að svo megi verða þarf að taka ákvörðun um það fljótlega. Annað er einnig sem knýr á að hraða þessu og það er för Margrétar drottningar til Grænlands nú eftir helgina. Margrét drottning verður að kalla nýju ríkisstjórnina á sinn fund og innsigla ýmis formsatriði. Svo kveður á í dönskum lögum að sé þjóðhöfðinginn á ferðalagi innan ríkisins skuli engan skipa tíl að fara með umboð hans. En þó svo að Grænland sé ekki á endimörk- um heimsins gæti verið fyrir- hafnarsamt að láta ríkisstjórnina sverja embættiseiða sína í Godt- haab. Það er því flest sem gefur vísbendingu um að hert muni á nú um helgina svo að niðurstaða fáist af eða á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.