Morgunblaðið - 27.08.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.08.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1978 Guðmundur H. Garðarsson, formaður VR: Samningsrétturinn er hjá einstökum félögum „VIÐ í VerzlunarmannafélaKÍ Reykjavíkur höfum ekki séð það, sem nefnt er í bréfi Lúðvíks Jóscpssonar til flokksstjórnar Alþýðuflokks- ins“ góður grundvöllur að samkomulagi við stærstu samtök launafólks um skipan launamála fram til 1. desem- her 1979,“ sagði Guðmundur H. Garðarsson, formaður VR í samtali við Mbl. í gær. „Það heíur þess vegna ekkert verið við okkur rætt um að á þessum tima verði ekki um kauphækkanir að ræða nema í formi verðbóta, enda myndi slík tilhögun stórskaða stöðu og efnahagsafkomu þúsunda launamanna í verzlunar- og þjónustustéttum hins al- menna vinnumarkaðs á um- ræddu tímabili. Svo ekki ^ talað um að þarna er raun- verulega verið að taka samningsréttinn af verka- lýðsfélögunum.“ „Við höfum að undanförnu staðið í viðræðum við viðsemj- endur VR um grundvallar- breytingar á kjarasamningum verzlunar- og skrifstofufólks til samræmis við samninga BSRB og Sambands ísl. banka- manna, sem gerðir voru sl. vetur, vegna sambærilegra starfa. VR kynnti opinberlega sjónarmið félagsins í þessum efnum þegar á sl. vetri og við vöktum athygli á því að munurinn á töxtum VR og gildandi töxtum BSRB miðað við sambærleg störf væri á bilinu 9—59% verzlunar- og skrifstofufólki í óhag. Fyrir vinnuveitendum liggja nú til- lögur frá okkur um gjör- breytta flokkaskipan með þar af leiðandi taxtabreytingum, sem myndu leiðrétta þennan mismun. Við í VR trúum því ekki að óreyndu, að Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn staðfesti framangreint rang- „Það hefur ekki verið haft samband við mig persónulega cn landssamband iðnverka- fólks hefur fylgzt með málinu og þar er Guðmundur Þ. Jónsson samnefnari.“ sagði Jón Ingimarsson, formaður Iðju á Akureyri í samtali við Mbl. og læti í stjórnarsáttmála og takmarki svo samningsfrelsi verkalýðsfélaganna að verzl- unar- og skrifstofufólk og annað fólk sem vinnur þjón- ustustörf úti á hinum frjálsa vinnumarkaði, fái ekki rétt við sinn hlut. Ég vek athygli á því að samningsrétturinn er ekki hjá heildarsamtökum verkalýðs- hreyfingarinnar, hann er hjá einstökum félögum. Samningssvið VE er mjög víðtækt og nær til um 8 þúsund manna. Við munum aldrei sætta okkur við að vera kvaðst líta svo á að með þessu hefði verið leitað eftir áliti verkalýðsins á þessum aðgerð- um. Jón var þá spurður í hverju þessar aðgerðir væru fóignar. „Mér er ekki kunnugt um það en það mun vera á þeim grundvelli eitthvert annað eða þriðja flokks fólk í þjóðfélaginu. Vinstri stjórnmálamenn og einhverjir ótilgreindir „topp- menn“ launþegasamtakanna skulu hafa það hugfast, að þeir hafa ekkert umboð til að njörva niðúr núverandi launa- hlutföll milli stétta í þjóð- félaginu. í þeirri stöðu sem verzlunar og skrifstofufólk og fólk við margvísleg þjónustu- störf úti á hinum frjálsa vinnumarkaði er nú, mun það aldrei sætta sig við slíkt ranglæti," sagði Guðmundur H. Garðarson. að bjarga atvinnuvegunum frá stöðvun og verkafólki frá at- vinnuleysi." Hann var þá spurður með hvað aðgerðum þetta ætti að gerast. „Okkur hefur ekki verið kynnt í hverju þetta er fólgið," svaraði Jón. Jón Ingimarsson, Iðju á Akureyri: Hefur ekki verið kynnt í hverju aðgerðirnar felast Kór Öldutúnsskóla; Viðurkenningarskjal hjá Bandaríkjaforseta KÓR Öldutúnsskóla er nýkominn heim úr mjög vel heppnuðu tón- leikaferðalagi til Bandarfkjanna og Kanada og m.a. söng kórinn í garði Hvíta hússins og fékk við það tækifæri afhent viðurkenningar- skjal undirritað af Carter Banda- ríkjaforseta. Það voru Alþjóðsasamtök tón- listaruppalenda sem buðu Kór Öldu- túnsskóla til söngferðarinnar undir stjórn Egils Friðleifssonar, en Alþjóðasamtökin eru deild innan Sameinuðu þjóðanna og voru tón- leikarnir í sambandi við 13. þing þeirra sem að þessu sinni var haldið í borginni í London í Ontariofylki í Kanada. Var kórnum feikilega vel tekið þar og einnig í Kennedy center í Washington. I Kanada söng kórinn á þremur tónleikum og þar af voru tveir sjálfstæðir. I Kennedy center, sem er við hliðina á þinghúsinu í Washington, söng kórinn á tvennum tónleikum, en í stuttu samtali við Egii söngstjóra sagði hann að það hefði verið mesta lífsreynsla hans í kórstarfi að fá tækifæri til aö láta kórinn syngja í þessu glæsilega tónlistarhúsi, því hljómburðurinn væri stórkostlegur þar. Á lokatón- leikunum þar voru Edward Kennedy og kona hans meðal gesta. Kórinn fékk fjölda tilboða um söng í Bandaríkjunum og m.a. frá Columbia hljómplötufyrirtækinu um tónleikaferð þvers og krus um Bandaríkin næsta ár, en Egill kvað ekkert ákveðið í þeim efnum enda aðeins rætt lauslega um þann möguleika. I kórnum í þessari ferð voru 20 unglingar á aldrinum 12—16 ára en alls eru 48 í kórnum. Vegna mikils kostnaðar gátu ekki allir farið í ferðalagið að þessu sinni. Kórinn hefur æft mjög mikið á þessu ári og til marks um það má nefna að síðan 1. sept s.i. ár hefur kórinn haft 208 æfingar. Á þessum tíma hefur kórinn sungið í útvarp, sjónvarp, á plötum, skemmtunum, kirkjum, sjúkrahúsum og víðar og um þessar mundir vinnur kórinn að sinni fyrstu sjálfstæðu hljómplötu. Egill kvaðst vilja flytja þakkir til barnanna í ferðinni og fararstjóra fyrir frábæra frammistöðu og einnig þakkir til foreldra barnanna og allra sem stuðluðu að því að kórinn gæti tekið þátt í þessum tónleikum og kynnt Island í Bandaríkjunum og Kanada og reyndar um allan heim því útvarpsstöðin Voice of America tók tónleikana upp og mun útvarpa þeim víða um heim. Hér fara á eftir umsagnir úr tveimur blöðum sem birtu dóma um söng kórsins: í London Ontario News: Kór Öldutúnsskóla kynnti leikandi létt ákaflega flókin tilraunaverk, sem sveifluðust frá tónaklösum til hrópa og fuglasöngs. íslenzki kórinn sýndi óvenjulegan aga og fjölþætta þjálfun þegar hann söng allmörg önnur erfið lög án undirleiks. Og þrátt fyrir þessi furðulegu tilraunaverk kölluðu þau fram hávær fangðarlæti áheyrenda. „Go tell it on the Mountain" var eitt unaðslegasta lagið á efnisskránni, þó engilfagur söngur og evrópskur framburður væri frábrugðinn hefð- bundinni túlkun negrasálma. í Washington Post, sem er þekkt fyrir mjög harða gagnrýni sagði um söng kórsins: Kór Öldutúnsskóla frá íslandi kynnti nokkur tilrauna samtímaverk aílt að því snilldarlega. Egill Friðleifsson söngstjóri og viðurkenningarskjal Carters forseta undirritað af honum. Ljósmyndir Mbl. RAX.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.