Morgunblaðið - 27.08.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.08.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1978 3 inna hópa til að knýja fram sín launakjör úr eðlilegum mörkum. Við viljum sparnað í ríkiskerf- inu og aðhald og uppstokkun fjárfestingarmála, sem verði hag- að í samræmi við fjárhagsgetu þjóðarinnar og að þjóðin hafi# fullan hag af fjárfestingunum. I þriðja lagi er ljóst að væntan- lega verður nú að leggja út í talsverða skattheimtu vegna vand- ans fram að áramótum en okkur er ljóst að almenningur unir því ekki til langframa að tekjuöflun ríkissjóðs gundvallist á svo rang- látu skattakefi sem því, er við búum nú við. Þess vegna viljum við að skattakerfið verði tekið algjörlega í gegn. Við viljum einnig afnema óeðli- leg sérréttindi ýmissa þjóðfélags- hópa ekki aðeins gagnvart öðrum heldur viljum við einnig að óeðli- leg ítök stjórnmálamanna á sum- um sviðum fjármála verði afnum- in. Þá erum við á móti óeðlilegum höftum og teljum til dæmis ekki æskilegt að koma í veg fyrir það að hver þegn fái þann gjaldeyri, sem hann vill, en að sjálfsögðu við því verði sem eðlilegt er að greiða fyrir gjaldeyrinn. Loks eru það svo hreingerninga- málin okkar svokölluðu, sem eru meðal annars á sviði dómsmála og siðgæðismála almennt, en stjórn- málamenn hafa vanrækt það að leiða fram ýmis samfélags- og réttlætismál." Mbl. spurði Sighvat Björgvins- son hvaða „hreingerningamál" á svið dómsmála þetta væru og hvernig honum litist á að bera þau upp í stjórnarmyndunarviðræðum undir forystu Ólafs Jóhannessonar í ljósi fyrri samskipta þeirra. „Ólafur Jóhannesson er búinn að gera margar umbætur á sviði dómsmála. Það verður að viður- kennast," sagði Sighvatur. „Þær umbætur sem við viljum nú til viðbótar stefna fyrst og fremst að því að létta hinum pólitíska hrammi af dómsmálunum." Mikil þáttttaka í fjölskyldu- getraun Flugleiða • Mikil þátttaka er í fjölskyldugetraun Flugleiða, sem nú stendur yfir. Þrenn fyrstu verðlaun eru utanlandsferðir og dvöl ytra fyrir fjölskyldur. þ.e. foreldra og börn sem hjá þeim búa. Þriggja vikna dvöl í Florida, tveggja vikna dvöl í Austurriki og tveggja vikna dvöl í París, en auk þess farmiðar fyrir 40 manns. Getrauninni lýkur 31. ágúst. Þegar hafa borizt á áttunda þúsund lausnir og hér á myndinni eru Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi og Áslaug Jónsdóttir ritari í Kynningardeild með nokkurn hluta innlendra Iausna. SRARIÐ: Sumarauki á hálfviröi í landi sólar, lífsgleöi og lista. LIA SEPTEMBERSOL a ad í september ,tha9Ar á Uiðnan°- Lignano Gullna ströndin Sérstakur fjölskylduafsláttur til Lignano 31. ágúst og 7. september Verd 89.800. Greidsluskilmálar. Luna Luna Á jarðhaBÖ hverskonar verzlanir og þjónusta. Eigin skrifstofa Útsýnar í sjálfri hótelbyggingunni. íslenzkt starfsfólk veitir orölagöa þjónustu. Fjöldi verzlana og skemmtistaða — Skemmtilegar kynnisferöir undir leiðsögn íslenzkra fararstjóra til fagurra og sögufrægra staöa í Ítalíu, s.s. Feneyja, Gardavatns, Dolomítaalpanna, Flórens og 2ja daga ferö til Júgóslavíu og Austurríkis. Loftslag eins og á dvalarstööum Útsýnarfarþega í Júgóslavíu, þar sem allt er uppselt. Mikill straumur á loðnu- miðunum NOKKUR loðnuveiði hefur verið á miðunum norður af Vestfjörð- um frá því í fyrradag og frá því í fyrrakvöld til hádegis í gær tilkynntu fimm skip afla, sam- tals 2600 lestir, og vitað var um fleiri skip með góðan afla. Skipin sem fengu afla í gær- morgun fóru öll nema eitt til Raufarhafnar. Loðnuskipunum gekk nokkuð illa að ná loðnunni í gær, en mikill straumur er nú á miðunum og því þarf mikla nákvæmni í köstun, ef loðnan á að nást. Sighvatur Björgvinsson alþingismaður: „ÉG GET ekkcrt um það sagt, hvort ég sætti mig við Ólaf Jóhannesson sem forsætisráð- herra eða ekki fyrr en ég sé hvers konar rikisstjórn hann myndar og á hvaða málefnagrundvelli.“ sagði Sighvatur Rjörgvinsson alþingismaður er Mbl. spurði hann í gær hvort hann samþykkti Ólaf Jóhannesson formann Fram- sóknarflokksins sem forsætisráð- herra en hann ásamt Vilmundi Gylfasyni hafa gert harðasta hríð að Ólafi af þingmönnum Alþýðu- flokksins. „Ég hef ekkert sérstakt upp á ólaf Jóhannesson að klaga,“ sagði Sighvatur. „Annað en það að hann hefur ekki í þeim viðræðum. sem hann hefur tekið þátt nú, hagað sér með svipuðum hætti og aðrir fulltrúar Fram- sóknarflokksins. Og ég held að með því hafi Ólafur ekki styrkt tiltrú alþýðuflokksmanna á hon- um. En hann er formaður Fram- sóknarflokksins en ekki Alþýðu- flokksins og verður að hugsa um hagsmuni síns flokks. Ég bendi hins vegar á,“ sagði Sighvatur, „að þetta stjórnar- munstur er ekkert sérstaklega aðlaðandi í augum okkar alþýðu- flokksmanna. Við töldum strax í upphafi annan kost betri, það er samstjórn Alþýðuflokks, Alþýðu- bandalags og Sjálfstæðisflokks, en fyrst ekki er kostur á því munstri verðum við að sætta okkur við næstskásta kostinn. En við mun- um að sjálfsögðu gera strangar kröfur til þess stjórnarsáttmála, sem gerður verður, bæði um umbætur og að hann verði tryggi- legur, þannig að við eigum það ekki undir túlkun eins eða neins eftir á, hvað ríkisstjórnin hyggst gera. Ég býst aftur á móti við því að Alþýðubandalagið hljóti að vera mun ánægðara en við út í ríkis- stjórn undir forsæti Ólafs Jóhannessonar eftir þá miklu samstöðu sem orðið hefur síðustu dagana milli afla innan Alþýðu- bandalagsins og Ólafs." Ný nefnd tók til starfa í vinstri stjórnarmyndunarviðræðunum í gær, eins og Mbl. skýrði frá og er Sighvatur í henni ásamt Vilmundi. Mbl. spurði Sighvat, hvaða mál það væru sem þeir legðu áherzlu á í sambandi við stjórnarmyndun. „Við leggjum áherzlu á að aðgerðir í efnahagsmálum verði í upphafi miðaðar við að endast út kjörtímabilið og geti leitt okkur af þeirri röngu braut, sem við höfum verið á, til réttrar áttar svo ekki þurfi stöðugt að koma til þessara sömu bráðabirgðaráðstafana," sagði Sighvatur. „Við viljum að gert verði sam- komulag við verkalýðshreyfinguna um vísitölumálin og eðlilegt launa- bil, en það er mín skoðun að oft stórt launabil sé ríkjandi, og að afnumin verði sérréttindi ákveð- Held að Olafur hafi ekki styrkt tiltrú Alþýðuflokks

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.