Morgunblaðið - 27.08.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.08.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, I5UNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1978 Einn bóksali hér sagöi okkur þá sögu, aö hann hefði eitt sinn af rælni keypt bókapakka frá bandarísku fyrirtæki með einhvers konar happdrættisfyrirkomu- lagi, þannig að hann vissi ekki hvaða bækur voru í pakkanum. Það kom á daginn að bækurnar fjölluðu um ótrúleg- ustu hluti á öllum sviðum. Engu að síður seldust þær allar á einum mánuði. Bóksölum ber saman um að áhugi á erlenduni bókum hafi aukizt mjög hér á undanförnum árum. Einnig undruðust þeir í samtali við Mbl. hve þessi áhugi væri víðtækur; Islendingar vildu greini- Rætt við f jóra innflytjendur bóka um hrær- ingar í áhuga íslendinga á er- lendum bókum metsölubókina Roots, eftir Alex Hailey sem kom út um jólin. Á þriðja hundrað bækur höfðu selzt af amerísku útgáfunni áður en hreyfing komst á þá ensku, sem lá við hlið hennar. Benedikt sagði þetta greinilegt dæmi um það, hvað könnun bókakápa gæti ráðið miklu um söluna, en þar væri ’greinilega munur á enskum og amerískum útgáfum. Jafnhliða aukinni sölu á bókum á ensku njóta bækur í kiljuformi síaukinna vinsælda. Hjá Innkaupasambandi bók- sala fréttum við, að sala á þeim væri farin að dreifast æ meira til smærri verzlana í Reykjavík og úti á landi. Þessum stærstu bókaverzlunum berast jafnan heil ógrynni lista og auglýsinga yfir útgefnar bækur víða um heim. Hjá Snæbirni og Máli og menningu reyndist það vera í höndum afgreiðslufólks í verzluninni að blaða í gegnum þessa lista og velja bækur til innflutnings. Hjá Eymundsson sér framkvæmdastjórinn um þennan starfa í samráði við af- greiðslufólk. Stóru bókaforlögin í heiminum, sem hægt er að panta frá bækur með þessum hætti, munu vera um 15 þúsund. Af þeim eru u.þ.b. 2000 forlög í Þýzkalandi, 1500 Bókaverzlunum eru send hcil ógrynni af pöntunarlistum og auglýsingum frá erlendum bókaforlögum. Haukur Gröndal hjá Innkaupasambandi bóksalai Sala á pappírskiljum dreifist æ meira til smærri verzlana. Mynd: Kristján. lega lesa um nær allt milli himins og jarðar, eins og sagan hér að ofan sýnir. Steinarr Guðjónsson hjá Bókaverzlun Snæbjarnar sagðist álíta, að almennt hefði áhugi verið að aukast á því sem gefið væri út á síðari árum. „Ég kalla það gott,“ sagði hann, „að bókin skuli halda sinni stöðu og vel það. Það hefur ekki orðið svo lítil breyting á tækni fjölmiðla síðustu ár.“ Einnig virðist ljóst, að sífellt meiri sala sé á bókum á ensku, sem komi sennilega í kjölfar aukinnar enskukennslu í skólum. „Enskan er að verða útbreiddari en nokkurn tíma danskan," sagði Haukur Gröndal hjá Innkaupasambandi bóksala. „Þetta finnst mér vera svolítið stórt atriði varðandi bæði bóksölu og aðra þróun í landinu." Benedikt Kristjánsson hjá bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar benti reyndar á þá athyglisverðu stað- reynd, að af bókum á ensku seldust bandarískar útgáfur ólíkt meira en enskar útgáfur sömu verka, þrátt fyrir það að þær bandarisku væru yfirleitt eitthvað dýrari. Hann nefndi sem dæmi Mest skipt viö forlög í enskumælandi löndum Stærstu bókaverzlanirnar flytja yfir- leitt mest af erlendu bókunum inn sjálfar. í bókaverzlun Snæbjarnar, Máls og Menningar og Sigfúsar Eymundssonar var t.d. áætlað að 90—95% erlendra bóka væri eiginn innflutningur. Áðrar bækur og blöð eru flest pöntuð í gegnum Innkaupasamband bóksala, sem hefur t.d. einkaleyfi á bókum dönsku forlaganna Politiken og Gyldendal. í Bandaríkjunum og 750 í Bretlandi. Ef smærri bókaforlög eru talin með, má hins vegar fjórfalda þessar tölur. Hér á landi er mest skipt við forlög í enskumælandi löndum. Framkvæmdastjórinn hjá Sig- fúsi Eymundssyni taldi að um 60% þeirra bóka, sem verzlunin pantaði að utan, væru breskar eða bandarískar, og hjá Snæbirni var áætlað að um 40% erlendra bóka væru frá Bretlandi. Steinarr Guðjónsson kvað verzlunina í hverjum mánuði hafa samband við um 300 forlög og panta bæði fyrir búðina og einstakl- iflfellP "41 W&gMs a Wjf I llPSt IJIííl&P ET' / • Jónsteinn Haraldsson og Ester Benediktsdóttiri Aukinn áhugi á pólitík og félagsfrœði. Austurlanda- heimspekin í rénum • Jónsteinn Haraldsson og Ester Benediktsdóttir hjá Bókabúð Máls og menningar sögðust einna helzt hafa veitt því athygli varðandi áhuga á einstökum málaflokkum að eftirspurn eftir bókum um. Austurlandaheimspeki ýmiss konar og dulræn efni, sem var ofarlega á baugi á síðari árum, hefði nú minnkað aftur. Hins vegar mætti sjá aukinn áhuga á bókum um pólitísk efni og félags- fræði margs konar. „Og svo er greinilega orðinn geysilegur áhugi á náttúrufræði," sagði Ester. „Það er kannski skiljanlegt þegar við erum að eyðileggja tilveru okkar hér á jörðinni. Eftirspurnin er í takt við ástandið hverju sinni.“ Þeim Jónsteini og Ester bar saman um það, að salan á vísindaskáldsögum væri ótrúlega mikil, og taldi Ester þær hafa komið í stað glæpareifara að miklu leyti. Einnig hefði greinilega dregið úr svokölluðum djörfum bókmenntum. „Á tímabili var vaxandi eftir- spurn eftir bókum um kvikmyndir, þetta voru mikið ungir strákar í námi sem voru að biðja um alls kyns sérhæfð rit um kvikmynda- list,“ sagði Ester. „Þetta finnst mér hafa minnkað, nú er meira af kvikmyndabókum sem almenningur hefur áhuga á, með fjölda mynda. Annars sýnist mér alltaf vera ákveðinn hópur af ungu fólki, sem hefur áhuga á alls kyns myndabókum, um listir og fleira." Snæbjörn: Gífurlegur áhugi á stríðsbókum • Steinar Guðjónsson og Kristín Kvaran hjá Bókaverzlun Snæ- bjarnar ræddu bæði um það, að sala á bókum um alls kyns tómstundaiðkun væri að aukast. Hér væri um að ræða t.d. bækur um teiknun, málaralist, keramik og alls kyns svipaða iðn. Stór hluti kaupenda væru myndlistarnemar. „Úndanfarin ár hefur verið alveg gífurlegur áhugi á stríðsbók- um af öllu tagi.“ sagði Kristín. „Mér fannst alltaf, þegar ég var að byrja hér, skrýtið að fyrir jólin Úr bókaverzlun Snœbjamar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.