Morgunblaðið - 27.08.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.08.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. AGÚST 1978 15 inga. Einar Oskarsson hjá Eymundsson sagði verzlunina eiga föst viðskipti við um 200 erlend bókaforlög, en Jónsteinn Haraldsson hjá Máli og menningu sagði verzlunina skipta eitthvað við u.þ.b. 120 forlög. Innkaupasamband bóksala . er svo sérstakur innflutningsaðili. Það var upphaflega stofnað til þess að samræma blaðainnkaup bóksala, en hefur síðan farið út í kaup á bókum jafnhliða því. Það er rekið sem þjónustufyrirtæki fyrir bóksala, sem sér um að panta bækur og blöð að utan og senda bóksölum. Innkaupasambandið pantar nú fyrir alls 100 verzlanir, þar af 27 í í Reykjavík. Hver eru sjónarmið innflytjenda? Nærri má geta, að það er mikið verk að kanna alla þessa erlendu bókaútgáfu og ákveða hvaða bækur skuli kaupa til landsins. („Það verður að segjast eins og er, að ef það ætti að vinna þetta verk nógu vel yrði maður að liggja yfir alls kyns fræðibókum," sagði einn aðili, sem Morgunblaðið ræddi við. „En það væri ákaflega gaman að geta haft úrvalið betra"). I stuttu máli reyndist það sjónarmið fyrst og fremst ríkja við pöntun erlendra bóka, að hafa úrvalið sem fjölbreyttast, svo að finna mætti rit um sem flest svið í verzlununum. Einnig er yfirleitt leitazt við að kaupa inn ódýrar útgáfur þeirra bóka sem út koma — Jónsteinn Haralds- son hjá MM sagði það vera greinilegan vilja þorra fólks, enda væru bækur jafnvel stærstu forlaga orðnar nokkuð dýrar. Þannig er yfirleitt látið nægja að panta fáein eintök metsölubóka í bandi, en þess beðið að þær komi út í kiljuformi. Þeir aðilar, sem Mbl. átti tal við, sögðust jafnan reyna að fylgjast með hræringum á alþjóðlegum bókamarkaði, en auk sérstakra rita um bækur birtast reglulega listar fyrir metsölubækur erlendis. Talsvert er stuðzt við þá lista í innkaupum. Auk þessa er svo æ meira um það, að verzlununum berist fyrirspurnir pg pantanir frá viðskiptavinum, og þannig verður afgreiðslufólk vart við það, hvert áhugi lesenda beinist hverju sinni og getur haft þá vitneskju til hliðsjónar við pöntunina. Ein verzlunin hefur m.a.s. stundum sent gömlum viðskiptavinum pöntunarlista erlendra forlaga og beðið þá að gefa ábendingar um áhugaverðar bækur. * Auðvitað há markaðinum hér atriði eins og smæð og takmörkuð tungumála- kunnátta lesenda. Það kom fram í viðtölum við starfsfólk verzlananna, að það hefur margt áhuga á að geta bæði aukið fjölbreytni bókanna og unnið betur að vali þeirra. „Ég er viss um að úti í um við tízkulesmál úti í heimi? Svo virðist vera — a.m.k. hjá stórum hópi fastra viðskiptavina bókavérzlana. Starfsfólki bókaverzlananna þriggja bar saman um, að töluvert stór hópur fólks fylgdist vel með nýjustu tíðindum af bókaútgáfu erlendis. Til dæmis væri greinileg hræring strax eftir útkomu stórblaðanna Time og mikið spurt um þær bækur, sem þar eru á metsölulistum. Kristín Kvaran hjá Snæbirni nefndi sem dæmi um slíkt bókina Roots eftir Alex Hailey sem kom út í fyrra. „Það var eins og Laxness væri að koma út um jólin," meðtaka það sem er í vændum. Það hlýtur að vera farinn að skella á manni einhver fyrirboði um hræringar í eftir- spurninni hér, Við erum orðin það miðsvæðis í heiminum að við erum hvað þetta varðar opin fyrir straumum hvaðanæva að.“ Einar Óskarsson hjá Eymundsson tíndi til fleiri þætti, sem hefðu áhrif á bóksöluna. Ef grein birtist í íslenzku blaði um einhverja erlenda bók eða þar væri einhver bókartitill nefndur, þá væri strax komin eftirspurn eftir sömu bók. „Kvikmyndir og sjónvarp hafa líka sín 1 B 1 i . • Bt H. pv't; 79 ■ >SKtí : JHS 1 "T1 V:. % Wifi \j " •_ ■j’l Englandi geturðu gengið einn um eitt- hvert horn bókaverzlunar og notið þess að vera til, nema þú rekist á einhvern annan, !en hér verður að hafa rekka við rekka og þjappa öllu saman," sagði Benedikt Kristjánsson hjá Eymundsson. Eftirspurn hér í takt viö erlenda strauma Það er óneitanlega forvitnilegt um- hugsunarefni, hvort bókaáhugi á Islandi fylgi erlendum stefnum og straumum. Er íslenzkur bókamarkaður í nánum tengsl- sagði Kristín um eftirspurina. Benedikt Kristjánsson hjá Eymundsson hafði sömu sögu að segja: „Ég veit ekki um nokkra bók, sem hefur selzt eins mikið á jafnstuttum tíma og Roots. Þrjár fyrstu sendingarnar af henni stönzuðu aldrei lengur en sólarhring." Benedikt gizkaði á, að 30% þeirra bóka sem kæmust á metsölulista í Bandaríkjunum, seldust vel hér, — hinar hreint ekki. „Það er eitt sem ég hef tekið eftir,“ sagði Ester Benediktsdóttir hjá MM um áhrif erlendra strauma á bóksölu hér. „Ósjálfrátt er maður dag einn búinn að áhrif á sölu bóka,“ sagði Einar. „Ég get nefnt sem dæmi að eftir að sjónvarpið hóf sýningu á framhaldsþáttunum Gæfa og gjörfileiki hefur aukizt mikið eftirspurn eftir verkum höfundar bókarinnar, Irwin Shaw.“ Mörg fleiri dæmi voru nefnd um það, hve margir íslenzkir bókalesendur virðast huga vel að helztu atburðum í erlendri bókaútgáfu. Svo notuð séu orð Ester Benediktsdóttur hjá MM: „Fyrr eða síðar skella erlendar öldur á okkar litla samfélagi.“ - HHH skyldi allt vera fullt af stríðsbók- um. Það eru auðvitað eingöngu karlmenn sem kaupa þær! Við höfum aukið talsvert úrval okkar af slíkum bókum með aukinni eftirspurn." Varðandi metsölubækur sagði Steinarr að sala þeirra hér færi eftir því, hvaða höfundur ætti í hlut, einstök nöfn væru vinsæl og seldust mikið. Hins vegar sagði Kristín að helzt væri lítil von um sölu á þeim metsölubókum, sem væru sérstaklega bundnar aðstæð- um í útgáfulandinu. „Það er mikill áhugi nú á fjallgöngu og öðru slíku útilífi, en það varð ég ekki vör við fyrst þegar ég byrjaði," sagði Kristín. „En svo er líka mikið spurt um hundabækur og þær seljast mik- ið.“ Steinar Guðjónsson. Einstök nöfn seljast mikið. HTtí' m* * JHpp mÉ ■ % 1*13 i <*?■ Eymundsson: Koma stutt- og grœnhœrð- ir og biðja um „pönk ”-bœkur íslendinyar virðast ekki leita að hjdlp í geynum bækur • Þeir Einar Óskarsson og Bene- dikt Kristjánsson hjá bókabúð Sigfúsar Eymundssonar voru sam- mála um þaö, að sala á svokölluð- um Science-fiction eða vísinda- skáldsögum hefði aukizt gífurlega á undanförnum árum. „Fyrir nokkrum árum vorum við með 2—3 höfunda slíkra bóka, nú duga ekki minna en 2—300 titlar," sagði Benedikt. Önnur helzta breytingin sem Benedikt hafði veitt athygli var mjög aukinn áhugi á bókum um pólitísk efni, og tók Einar undir það. Einar gat nefnt eitt dæmi um metsölubækur erlendis, sem lítt þýddi að selja hér. „Það er gefið úr geysilega mikið í Bretlandi og Bandaríkjunum af bókum um sjálfshjálp alls konar, þar sem höfundar eru að ræða um vanda- mál líðandi stundar í einkalífi og viðskiptum og hvernig megi leysa þau. Slíkar bækur eru iðulega á metsölulistum í Bandaríkjunum, en reynslan er sú, að það er sáralítill markaður fyrir þær hér. — Islendingar virðast ekki leita áð hjálp í gegnum bækur. Kannski hugsum við öðruvísi en fólk úti í hinum stóra heimi.“ Benedikt nefndi fáein dæmi um það, hvernig fyrirspurnir um bækur fylgdu oft þvísem væri að gerast hér og erlendis, svo sem áhugi á skákbókum meðan á heimsmeistaraeinvíginu í skák stæði. „Og svo er töluvert spurt um bækur um „pönk“. Menn hafa komið hér stutthærðir og græn- hærðir og beðið okkur að sérpanta fyrir sig bækur um „pönk“. Benedikt Kristjánsson. „Einnig má nefna heimsmeist- arakeppnina í knattspyrnu. Þegar slíkri keppni er lokið, fara jafnan að koma út bækur sem lýsa allri framvindu hennar í máli og myndum. Og strax eftir fyrstu leikina í síðustu keppni voru menn farnir að spyrja hvört við hefðum bókina um heimsmeistarakeppn- ina.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.