Morgunblaðið - 27.08.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.08.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1978 21 Ungmenni fré öllum löndum fé tækifæri til aö vinna saman ásamt tveimur börnum sínum í Nepal. Edwards á sæti í nefnd þeirri er ferðina skipulagði og hefur hann verið að kynna ferðina fyrir Islendingum. I viðtali við Morgun- blaðið sagði hann að ætlunin væri að velja 2—3 íslensk ungmenni til ferðarinnar og 1—2 Islendinga til að fara sem starfsfólk, en þeir þurfa að vera eldri og reyndari en ungmennin. Sagði Edwards að miðað væri við að ungmennin væru á aldrinum 16—24 ára (viðkomandi þarf að verða 24 ára fyrir 30. júní 1979) og þyrftu þau að hafa áhuga fyrir útilífi og vera líkamlega hraust. Umsækjendur þurfa að vera vel syndir og hafa áhuga fyrir alþjóðlegum samskipt- um og æskilegt er að þeir hafi áhuga fyrir líffræði, eða öðrum rannsóknarstörfum, en menntun, fjárhagur og félagsstaða skiptir ekki máli. Nauðsynlegt er fyrir umsækjendur að kunna eitthvað í ensku, til þess að geta skilið hvað fram fer um borð, þar sem enska verður notuð. Umsækjendur þurfa ekki að vera reyndir sjómenn, heldur er nauðsynlegt að þeir hafi áhuga fyrir ferðinni sem slíkri. Þátttakan í ferðinni er ókeypis, en sjálfir verða þátttakendur þó að sjá sér fyrir fatnaði, læknisþjón- ustu og einkaútgjöldum. Gert er ráð fyrir því að þeir sem verða valdir til ferðarinnar verði með í einum áfanga ferðarinnar, þ.e. í þrjá mánuði, og er þeim séð fyrir iiiiiwiíiiiiwijiiiiMiiLaiWiiiBiLiiw ~ - Leiðangursstjórinn John Blash- ford-Snell. flugferðum fram og til baka á ákvörðunarstað. Þau, sem áhuga hafa fyrir ferð þessari skulu skrifa á ensku stutta lýsingu á sjálfum sér, þar sem fram kemur hvers vegna áhugi er fyrir ferðinni, hvaða áhugamál og tómstundaiðju viðkomandi hefur og á hvern hátt þau telji að þau geti orðið að liði í ferðinni. Einnig er nauðsynlegt að mynd fylgi með umsóknunum. Umsóknirnar ber að senda fyrir 31. desember n.k. til: Jim Edwards Opedation Drakc c/o P.O. Box 1311 Reykjavík. Öllum umsóknunum verður svarað fyrir marslok, og þau sem valin verða til lokaprófunar verða látin vita hvar og hvenær þau eiga Verndari feröarinnar er Karl prins. að hittast, en endanlega verða valin 2—3 í ferðina í júní eða júlí á næsta ári. Þau, sem valin verða til fararinnar, geta fengið að ráða einhverju um það í hvaða áfanga ferðarinnar þau verða á tímabilinu október 1979 til október 1980, en þá lýkur ferðinni. Ungmennin eru að mestu leyti styrkt til fararinnar af ýmsum fyrirtækjum og stofnunum auk einstaklinga. Sagði Edwards að hann hefði leitað fyrir sér hjá nokkrum íslenskum aðilum og yfirleitt fengið góðar' viðtökur. Miðað er við að hver styrkur nemi um 2000 pundum eða rúmiega einni milljón íslenskra króna. Verndari ferðarinnar er Karl prins og sagði hann í ræðu, er hann hélt í umræðu um ferðina í Lávarðadeild breska þingsins að hann teldi að ungt fólk fengi ekki nægjanlega mörg tækifæri til að sýna hvað í því býr á friðartímum og því væri þessi ferð gullið tækifæri til þess að örva ungt fólk til dáða. . IZ Skrifstofan opnar eftir sumarleyfi 30. ágúst n.k. Viðtalsbeiönum veitt móttaka frá mánudeginum 28. ágúst n.k. klukkan 2—5 síödegis, símar 13153 málflutningsdeild og 13040 fasteignasala. Málaflutningsskrifstofa Jón Oddsson, hæstaréttarlögmaöur, Garöastræti 2, símar 13040, 13153. nordITIende nordíTIende NORlmHENDE ^nord(TIend 1 Myndselulbandstæki framtíöarinnar til afgreióslu i dag! SAMANBURÐUR A MYNDSEGULBANDI FRÁ NORDMENDE OG PHILIPS (birtur af hinu virta riti HIGH FIDELITY MARZ 1978) Video Home System (YHS) VCR Philips Bandbreidd: V2 tomma 'Æ tomma sýningartími hverrar spólu lengst: 4 klst. (240 mín.) 2 klst. 10 mín. (130 mín.) Spilhraði er: 0.66 (fertommur á sek.) 2.8 fertommur á sek. Notar 20.1 fertommur/mín af bandi. Notar 84.0 fertommur/mín. Verö á spólum (22/8 ’78) E-30: 8.980 - (30 mín.). E-60: 10.950- (60 mín.). E-180: 19.960- ( 3 klst.). E-240: væntanlegar (4 klst.). Verö á spólum (22/8 ’78) VCR-30: 26.086 - ( 30 mín.). VCR-90: 26.086- ( 90 mín.). VCR-120: 41.000- (120 mín.). Verö á tækjum (22/8 ’78) Nordmende 655.185- (22/8 ’78) Philips 731.892- og 831.922- Til staöfestingar höfum við hiö virta rjt „High Fidelity" á staönum. Berið saman! Er ekki auðséð að Þetta er stórkostleg bylting? Skipholti 19 Sími 29800 27 ár í fararbroddi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.