Morgunblaðið - 27.08.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.08.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1978 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1978 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guómundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aöalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2000.00 kr. á mánuói innanlands. Í lausasölu 100 kr. eintakió. ,, V erkalýðsflokk- ar” sammála um áframhald vlsi- töluskerðingar Alltaf kemur betur og betur í ljós hvílíkum blekking- um Lúðvík Jósepsson og félag- ar hans hafa beitt, þegar þeir hafa haldið því fram, að Lúðvík hafi í raun verið búin að ná endum saman í efna- hagsmálum í tilraun sinni til stjórnarmyndunar. I Morgun- blaðinu í gær birtust tvær fréttir, sem sýna hversu skammt Lúðvík var á veg kominn og hve lítið er að byggja á ummælum hans um stöðu mála. Lúðvík hefur sett upp skatt- lagningardæmi, sem á pappírnum gengur upp til næstu áramóta. Það byggist á verulegum niðurgreiðslum og skattlagningu til þess að standa undir þeim. Þegar hins vegar dæmið er skoðað eftir áramótin og á næsta ári öllu, kemur í ljós, að 17 milljarða gat er í „lausn“ Lúðvíks Jósepssonar á efnahagsvanda þjóðarinnar. Þau útgjöld, sem hann gerir ráð fyrir til niður- greiðslna og annarra þarfa nema um 28 milljörðum en tekjuöflunarleiðir hans skila um 11 milljörðum króna í tekjur. Þetta 17 milljarða gat Lúðvíks Jósepssonar lýsir vel viðskilnaði hans við stjórnar: myndunarviðræðurnar. I vinstri viðræðunum, sem fram fóru undir forystu Benedikts Gröndals var talað um að í tillögum Alþýðubandalagsins væri 10 milljarða gat. Nú er komið í ljós, að síðan hefur gatið stækkað enn og er komið í 17 milljarða. Þá er einkar athyglisvert, að Ólafur Jóhannesson segir í viðtali við Morgunblaðið í gær, að það sé „nú of mikið sagt, að það sé kominn grunnur að samkomulagi við verkalýðs- hreyfinguna". Talsmenn Al- þýðubandalagsins hafa hins vegar látið í það skína, að verkalýðshreyfingin væri bú- inn að fallast á „lausn" Lúð- víks Jósepssonar. Nú ber Ólaf- ur Jóhannesson það til baka. Mat Ólafs er staðfest af því, ;em einstakir forystumenn erkalýðssamtakanna hafa lát- ð hafa eftir sér. Það er t.d. iiveg ljóst, að verulegur ágreiningur er milli Verka- mannasambandsins, ASÍ og BSRB um kaupgjaldsmálin. Það er tómur þvættingur, að í vinstri viðræðunum hafi náðst samkomulag um að setja samningana í gildi. Hið rétta er, að samkomulag hefur náðst um að fylgja eftir þeirri stefnu núverandi ríkisstjórnar að skerða vísitöluna. Munurinn á afstöðu flokkanna í vinstri viðræðunum til kaupgjalds- málanna og ríkisstjórnarinnar er einfaldlega sá, að í febrúar- lögum og bráðabirgðalögum núverandi ríkisstjórnar er gert ráð fyrir meiri launajöfnun en „verkalýðsflokkarnir", Alþýðu- flokkur og Alþýðubandalag geta sætt sig við. Samkomulag þeirra og Framsóknarflokksins byggist einfaldlega á því að auka launamuninn á ný. Að vísu hefur Verkamannasam- bandið streitzt á móti en augljóst er að þeir, sem hærri hafa tekjurnar í ASÍ og BSRB hafa undirtökin og munu knýja það fram, að vísitalan verði skert við hærra mark en núverandi ríkisstjórn beitti sér fyrir. Þetta þýðir, að Alþýðu- flokkur og Alþýðubandalag hafa fallizt á stefnu núverandi ríkisstjórnar í vísitölumálum í grundvallaratriðum þ.e. að óhjákvæmilegt sé að skerða vísitöluákvæði gildandi kjara- samninga, en þessir tveir flokkar eru bersýnilega við- kvæmir fyrir því, að þeir sem hærri hafa tekjurnar þurfi að taka á sig umtalsverða skerð- ingu og vilja því draga úr skerðingunni hjá þeim launa- hópum. Þetta er að sjálfsögðu afar athyglisvert og mun gef- ast tækifæri til að fjalla ítarlegar um síðar en kjarni málsins er sá að í vinstri viðræðum hefur ekkert sam- komulag náðst um samningana í gildi heldur þvert á móti um áframhaldandi vísitöluskerð- ingu en jafnframt hef.ur ekkert samkomulag tekizt um þetta við verkalýðssamtökin og for- ystumenn Alþýðubandalagsins í verkalýðshreyfingunni rífast nú um það innbyrðis hver skerðingarmörkin eigi að vera. I því rifrildi stendur Guð- mundur J. nær sjónarmiðum núverandi ríkisstjórnar heldur en afstöðu félaga sinna - í Alþýðubandalaginu. Rey kj av íkurbréf ♦.T.augardagur 26. ágiíst. Þráhyggja Engu er líkara en forystumenn Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Framsóknarflokks séu haldnir ólæknandi þráhyggju í sambandi við vinstri stjórnir. Mestum hluta þess tíma, sem liðinn er frá kosningum hefur verið varið til tilrauna þessara flokka til þess að koma á vinstri stjórn. Tilraun Benedikts Gröndals, formanns Alþýðuflokksins, endaði með því, að Alþýðubandalagið kvað upp úr um það, að Alþýðuflokkurinn væri orðinn „kaupráns“flokkur, sem vildi hafa 7 vísitölustig af launþeg- um og væri því ekkert betri en Framsóknarflokkur og Sjálf- stæðisflokkur! Tilraun Lúðvíks Jósepssonar formanns Alþýðu- bandalagsins lauk með því, að Alþýðubandalagið lýsti því yfir, að Alþýðuflokknum væri stjórnað frá Osló, Brússel og Washington og raunar álitamál) hvort hann væri útlendur stjórnmálaflokkur eða íslenzkur! Nú stendur yfir tilraun Olafs Jóhannessonar, formanns Framsóknarflokksins, til þess að koma á vinstri stjórn og væri það í samræmi við annað, sem gerzt hefur á þessu sumri, að honum tækist svo stjórnarmyndun og þeir alþýðuflokksmenn með Vilmund Gylfason í fararbroddi réðu sig í vist til Ólafs! En af hverju stafar þessi þráhyggja stjórnmálamanna á vinstri kantinum í sambandi við vinstri stjórnir? Af hverju leggja þeir svo gífurlega áherzlu á, að koma á vinstri stjórn enda þótt óheilindi ríki við hvert fótmál? Er það vegna þess, að svo góð reynsla sé af vinstri stjórnum? Frá því að lýðveldi var stofnað á íslandi hafa svonefndar vinstri stjórnir tvisvar sinnum verið myndaðar. Á árun- um 1956—1958 sat vinstri stjórn í tæplega tvö og hálft ár. Sú stjórn hrökklaðist frá völdum í desember 1958 vegna þess, að henni mistókst að hafa stjórn á efnahags- og kjaramálum. A árunum 1971—1974 sat vinstri stjórn að völdum í tæp þrjú ár. Sú stjórn sprakk í loft upp vorið 1974 vegna þess að henni tókst ekki að hafa stjórn á efnahags- og kjara- málum. M.ö.o. í þau tvö skipti sem vinstri stjórnir hafa verið myndaðar á íslandi frá því að lýðveldi var stofnað hafa þær ekki haldið út nema rúmlega hálft kjörtímabil. Reynslan af vinstri stjórnum að þessu leyti er því afar slæm enda er nú svo komið, að Lúðvík Jósepsson virðist vera þeirrar skoðunar, að ekki þýði að mynda vinstri stjórn nema til fjögurra mánaða í senn! Vinstri stjórnir og verkalýðshreyfing Af þessu er ljóst, að þráhyggjan í sambandi við vinstri Stjórnir stafar ekki af því, að þær hafi reynzt svo langlífar og traustar ríkisstjórnir. Þá er næsta spurn- ing sú, hvort þeim hafi tekizt svo vel upp í samskiptum sínum við verkalýðshreyfinguna, að það knýi á um vinstri stjórn nú vegna ríkjandi aðstæðna. Því hefur raunar verið svarað að því leyti til, að báðum fyrri vinstri stjórnum mistókst í efnahags-og kjaramál- um. En ástæða er til að staldra betur við samskipti vinstri stjórna og verkalýðshreyfingar. I báðum þessum vinstri stjórnum áttu forsetar Alþýðusambands Islands sæti. Hannibal Valdimarsson, sem þá var forseti ASI átti sæti í vinstri stjórninni 1956—1958. Þrátt fyrir það og þrátt fyrir það, að „verkalýðsflokkarnir" tveir, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag ættu aðild að þeirri ríkisstjórn var hún í raun felld á þingi Alþýðu- sambands íslands síðari hluta árs 1958. Forsætisráðherra þeirrar vinstri stjórnar ávarpaði þing ASÍ með forseta þess og samráðherra sinn við hlið sér og leitaði samkomulags um ákveðnar að- Eins og af þessu má sjá fer því fjarri að vinstri stjórnirnar tvær hafi átt góð samskipti við verka- lýðssamtökin eða betri samskipti en aðrar ríkisstjórnir. Þvert á móti er það söguleg staðreynd, sem ekki verður horft framhjá, að verkalýðshreyfingin sjálf hefur fellt þær tvær vinstri stjórnir, sem hér hafa verið myndaðar frá lýðveldisstofnun. Hræðslan Hvað er það þá, sem veldur þrá- hyggju vinstri manna í sambandi við vinstri stjórnir? Það er ósköp einfaldlega hræðsla þeirra hvers við annan. Alþýðubandalaginu hefur tekizt að hafa verulegt atkvæðamagn af Framsóknar- flokknum og þorir ekki að vera í ríkisstjórn upp á þau býti, að Framsóknarflokkurinn verði utan stjórnar af ótta við, að Fram- sóknarflokknum tækist í stjórnar- andstöðu að endurheimta sitt fyrra fylgi, sem mundi óhjá- kvæmilega leiða til verulegs fylgistaps Alþýðubandalagsins. Framsóknarflokkurinn hins vegar þorir bersýnilega ekki að vera utan stjórnar, ef Alþýðubandalag- ið er í stjórn af ótta við, að kjósenda Sjálfstæðisflokksins með það hversu illa gekk á síðasta kjörtímabili að fást við efnahags- málin. Alþýðuflokksönnum er að sjálfsögðu mikið í mun að halda þessu fylgi og það er skiljanlegt. En það þarf talsvert mikið hug- myndaflug til af hálfu forsvars- manna Alþýðuflokksins að láta sér detta í hug að vænlegasta leiðin til þess sé að leiða vinstri stjórn enn einu sinni til valda á íslandi! Alþýðuflokksmenn hljóta að vita, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur unnið sína mestu kosningasigra, annaö hvort þegar yfirlýst var að stefnt væri að vinstri stjórn eða að loknu stjórnartímabili vinstri stjórnar.Út frá þessum sjónarmið- um er í raun óskiljanlegt, að Alþýðuflokkurinn skuli leggja jafn mikla áherzlu á samstarf í vinstri stjórn og hann virðist gera, því að Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks. Þetta er svo augljós misskilningur, að ekki ætti að þurfa að hafa mörg orð um. Alþýðuflokkurinn náði verulegu fylgi frá Sjálfstæðs- flokknum í kosningunum 1967 og þá komu upp raddir í Sjálfstæðis- flokknum, að þetta gengi ekki lengur að láta Alþýðuflokkinn nota stjórnarsamstarf við Sjálf- stæðisflokkinn til þess að reita fylgi af flokknum. Tap Alþýðu- flokksins í kosningunum 1971 stafaði hins vegar af því, að þá bauð fram í fyrsta sinn annar jafnaðarmannaflokkur undir forystu fyrrverandi formanns Alþýðíiflokksins. Það framboð var meginástæðan fyrir óförum Alþýðuflokksins 1971. Þessi staða hlýtur að vera mikið íhugunarefni fyrir þá alþýðuflokksmenn, því að þátttaka þeirra í vinstri stjórn nú virðist vera eins konar trygging fyrir því, að þeir tapi í næstu kosningum þeirri fylgisaukningu, sem þeir hafa fengið nú. Það gera alþýðubandalagsmenn sér vel ljóst og er ein af ástæðunum fyrir því, að þeir leggja svo mikla áherzlu á að toga Alþýðuflokkinn inn í vinstri stjórn. Ekkert mark- mið er mikilvægara frá sjónarmiði Alþýðubandalagsins en að stuðla að fylgistapi Alþýðuflokksins og allar þeirra athafnir þessa daga og vikur stefna að því. skútunni í höfn eins og hann sjálfur segir af einstakri hógværð. Lúðvík er snjall. En snilld hans er ekki fólgin í því, að honum hafi tekizt að leysa efnahagsvanda þjóðarinnar. Hún er fólgin í sjónhverfingum. Á örfáum dögum tókst honum að telja miklum hluta þjóðarinnar trú um, að hann væri nánast búin að koma saman stjórn og leysa efnahagsvandann. Ekkert væri eftir nema reka smiðshögg á verkið, þótt vondir menn í Osló, Brussel og Washington bönnuðu krötum að leyfa honum það. Allt er þetta ein stórkostleg blekking. Lúðvík var ekki búinn að koma saman stjórn og hann var ekki búinn að leggja fram nokkrar tillögur til lausnar efnahagsvanda þjóðarinnar, þegar hann stóð upp frá borðinu. Hins vegar var hann jafnvel búinn að telja formanni Alþýðuflokksins trú um, að svo væri og naut dyggilegs stuðnings hans við að telja þjóðinni trú um hið sama. Lúðvík Jósepsson eyddi heilli viku í það að setja upp dæmi um það hvernig hægt væri að skatt- leggja þjóðina fram að áramótum, til þess að greiða niður vísitöluna. Þetta er allt og sumt, sem hann gerði. Það liggur við að hvert skólabarn geti sett upp dæmi af því tagi, sem Lúðvík gerði. En dæmi Lúðvíks var engin lausn á vanda atvinnulífsins og það var afar fróðlegt að sjá viðbrögð Lúðvíks, þegar þeir alþýðuflokks- menn hrukku upp úr dáleiðslunni, sáu hvað var að gerast og kröfðust tillagna frá honum um það, hvernig hann ætlaði að leysa vandann í alvöru á næsta ári. Sjónhverfinga- maðurinn mikli Ekki er hægt að fjalla um viðhorfin í viðræðum um stjórnar- myndun án þess að fjalla sérstak- Er nauðsynlegt að hafa Alþýðubandalag í ríkisstjórn? ■ stjornm gæti hugsanlega tekizt, og Alþýðubandalagið reiti þá enn meira fylgi af Framsóknarflokkn- um. gerðir í efnahags- og kjaramálum. Þeirri málaleitan var hafnað. Það var því verkalýðshreyfingin, sem felldi vinstri stjórnina fyrri. Vinstri stjórnin síðari missti gersamlega tökin á efnahags- og kjaramálum veturinn 1974. I febrúar á því ári voru gerðir kjarasamningar, sem augljóslega hlutu að skipta sköpum um framtíð þeirrar ríkisstjórnar. Fyrstu tvö ár hennar átti fyrrver- andi forseti ASÍ, Hannibal Valdimarsson sæti í þeirri stjórn. Siðasta ár hennar átti Björn Jónsson þáverandi og núverandi forseti ASÍ sæti í þeirri ríkis- stjórn. Meðan samningafundir stóðu yfir á Loftleiðahótelinu snemma árs 1974 vakti það athygli manna, að þrír ráðherrar vinstri stjórnarinnar sátu dögum og vikum saman yfir samningamönn- um verkalýðshreyfingar og vinnu- veitenda augljóslega í þeim til- gangi að hafa áhrif á niðurstöður samninganna. Þessir þrír ráðherr- ar voru þeir Lúðvík Jósepsson, Björn Jónsson og Halldór E. Sigurðsson. Hvernig skyldi þeim Lúðvík og Birni hafa gengið að fást við verkalýðshreyfinguna í þeim samningum? Niðurstaða þeirra varð sú, að samið var um svo miklar kauphækkanir að vonlaust var, að vinstri stjórnin gæti nokkur tök haft á efnahags- málunum eftir það. Verkalýðs- hreyfingin hlustaði ekki á þá Lúðvík Jósepsson og Björn Jóns- son í þeim samningum. Enda voru ekki liðnir nema tveir mánuðir, þegar vinstri stjórninni var ljóst, að hún yrði að gera harðar ráðstafanir í efnahagsmálum og var þar um að ræða allt í senn gengislækkun, kauplækkun og afnám vísitölubóta. Það er mál út af fyrir sig, að ráðherrar Alþýðu- bandalagsins voru tilbúnir í allar slíkar aðgerðir en hins vegar var Björn Jónsson það ekki. Þá gerði Ólafur Jóhannesson sér lítið fyrir og sparkaði Birni Jónssyni úr ríkisstjórninni. Það er vissulega kaldhæðni örlaganna, að nú er talað um það í alvöru, að maður- inn, sem sparkaði forseta ASI úr vinstri stjórn fyrir fjórum árumsé nú líklegastur til þess að leiða „verkalýðsflokkana“ saman til samstarfs og til þess að semja við verkalýðshreyfinguna um aðgerðir í efnahags- og kjaramálum. Hafa menn í alvöru trú á þessu? Þá vaknar sú spurning, hvort menn telji nauðsynlegt að hafa Alþýðubandalagið með í ríkis- stjórn til þess að ráða við vanda atvinnulífsins og þar sem Alþýðu- bandalagið þori ekki einu sinni að hugsa um samstarf við Sjálf- stæðisflokkinn sé nauðsynlegt að mynda vinstri stjórn til þess að gera Alþýðubandalagið einu sinni rækilega ábyrgt fyrir gerðum stjórnvalda. Alþýðubandalagið hefur átt aðild að þeim tveimur fyrri vinstri stjórnum, sem hér hafa verið gerðar að umtalsefni. Saga þeirra hefur verið rakin. Hún út af fyrir sig sýnir, að það er engin trygging fyrir bærilegum samskiptum við verkalýðssam- tökin að hafa Alþýðubandalagið í ríkisstjórn. Því til viðbótar er ástæða til að benda á, að í þingflokki Alþýðubandalagsins er aðeins einn verkalýðsforingi, Eðvarð Sigurðsson. Allir aðrir þingmenn flokksins tilheyra menntamannaklíku hans með einum eða öðrum hætti, sem er eitur í beinum verkalýðsforingj- anna. Hafa menn tekið eftir því, að eini verkalýðsforinginn sem sést á síðum Þjóðviljans er Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður Verkamannasambandsins? Hvað skyldi vera orðið af forystu- mönnum Alþýðubandalagsins í Alþýðusambandi íslands? Hvað skyldi yfirleitt vera orðið um Alþýðusamband Islands? Sann- leikurinn er nefnilega sá að innan Alþýðubandalagsins eru svo mikil átök milli menntamannahópsins og verkalýðsarmsins annars vegar og milli verkalýðsmannanna inn- byrðis, að Alþýðubandalagið getur ekki skilað nokkru því í stjórnar- samstarfi sem veldur því, að nauðsynlegt sé að hafa það með í ríkisstjórn. Því til viðbótar er rétt að undirstrika, að gerólík sjónar- mið ríkja milli forystumanna Alþýðubandalags í Verkamanna- sambandinu, í ÁSÍ og í BSRB um stefnuna í kjaramálum og alls- endis óvist um, að þessi þrenn samtök geti nokkru sinni orðið samstíga í þeim efnum. Ókannaðir möguleikar Menn tala um það, að takist tilraun Ólafs . Jóhannessonar til myndunar vinstri stjórnar ekki, sé fullreynt að ekki sé hægt að mynda meirihlutastjórn á Alþingi og þess vegna verði að mynda minnihlutastjórn eða utanþings- stjórn. Þetta er mesti misskilning- ur. Það sem af er hefur einungis verið gerð tilraun til að mynda þriggja flokka stjórnir og þjóð- stjórn. Reynslan af þriggja flokka stjórnum almennt er slæm hér á landi eins og menn vita. Hins vegar hefur enn sem komið er engin tilraun verið gerð til þess að mynda tveggja flokka stjórnir. Reynslan af slíkum meirihluta- stjórnum er mun betri en af þriggja flokka stjórnum. Sam- stjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks sat í samtals 13 ár og skapaði verulega festu í ís- lenzku stjórnmálalífi. Á árunum 1950—1956 sátu samstjórnir Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar- flokks. Og stjórn sömu flokka sat út síðasta kjörtímabil. Þetta sýnir, að mun meiri festa er í stjórnar- farinu, þegar tveir flokkar standa saman að stjórn landsins heldur en þegar þeir eru þrír. Þess vegna er næsta furðulegt, að enn hafa ekki verið kannaðir möguleikar á meirihlutastjórn tveggja flokka. í þeim efnum eru þrír möguleik- ar fyrir hendi. Samstjórn Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks mundi hafa 34 þingsæti. Samstjórn Sjálf- stæðisflokks og Alþýðubandalags mundi hafa 34 þingsæti og sam- stjórn Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks mundi hafa 32 þing- sæti. I öllum tilvikum er um meirihlutastjórnir að ræða og það er því alger óþarfi að tala um minnihlutastjórn eða utanþings- stjórn á þessu stigi málsins. Viðræður um myndun meiri- hlutastjórnar hafa frá upphafi farið út í rangan farveg. Það er mun erfiðara að koma saman þriggja flokka stjórn en tveggja flokka stjórn og reynslan sýnir, að mun meiri líkur eru á, að slíkar stjórnir verði skammlífar en tveggja flokka stjórnir. Þjóðin hefur þegar tvívegis fengið reynslu af svonefndum vinstri stjórnum og sú reynsla er slæm. Raunar eru þessar tilraunir nú til þess að mynda vinstri stjórn hlægileg tímaskekkja. Vinstri stjórn þeirra þriggja flokka, sem nú sitja á rökstólum ræður ekki við þann Alþýðuflokkurinn hefur sér- stöðu í þessum efnum. Alþýðu- flokkurinn fékk fylgisaukningu sína að langmestu leyti frá óánægðum kjósendum Sjálf- stæðisflokksins. Alþýðuflokkur- inn, sem nú er orðinn jafnstór Alþýðubandalaginu óttast, að verði hann ekki sömu megin við borðið og Alþýðubanda- lagið muni hann fara halloka í þeim hildarleik, sem háður er milli þessara tveggja flokka. Þess vegna er það hræðsla hvers við annan, sem rekur þessa þrjá flokka til ítrekaðra tilrauna til að koma á vinstri stjórn. Og hvers konar stjórnarsamstarf yrði það, sem byggðist á slíkum ótta og óheilind- um? Svari hver fyrir sig. U mhugsunarefni fyrir Alþýðuflokkinn Staðan í þessum málum nú er hins vegar verulegt umhugsunar- efni fyrir Alþýðuflokkinn. Eins og að framan sagði hlaut Alþýðu- flokkurinn fylgisaukningu sína að langmestu leyti vegna óánægju samkvæmt fenginni reynslu sýnist slíkt samstarf vera vísasti vegur- inn til þess að. Alþýðuflokkurinn tapi þeirri fylgisaukningu, sem hann fékk í síðustu kosningum. Sumir alþýðuflokksmenn halda því hins vegar fram, að ástæðan fyrir hinu mikla tapi flokksins í kosningunum 1971 hafi verið langvarandi stjórnarsamstarf lega um þátt Lúðvíks Jósepssonar í þeim. Svo einstakur er hann — af öðrum ástæðum þó en Lúðvík og félagar hans vilja vera láta. Þeir hafa að undanförnu verið að reyná aö byggja upp mynd af Lúðvík, sem kraftaverkamanni. Því hefur verið haldið fram, að á örfáum dögum hafi honum tekizt að vinna hvert kraftaverkið á fætur öðru, leysa efnahagsvandann og sigla Fremur en að svara þeirri spurn- ingu stóð Lúðvík Jósepsson upp frá borðinu og skilaði umboði sínu. Lúðvík Jósepsson hefði vafalaust orðið frábær sjónhverfingamaður ef hann hefði lagt þá iðju fyrir sig — sem hann hefur vissulega gert að nokkru leyti(!) — en hann hefur engan vanda leyst og engar tillögur lagt fram um lausn hans. Það er líkt á komið með lausn Lúðvíks og nýju fötunum keisar- ans. vanda, sem við blasir. Það ættu þeir menn, sem fyrir þessum viðræðum standa að vita og hætta að eyða öllum þessum tíma í þessa vitleysu. Jafnvel þótt Ólafi Jóhannessyni tækist að tjasla saman slíkri stjórn mundi hún ekki duga og ekkert geta. Hún yrði sett saman af reynslulausum mönnum, sem hafa enga burði til þess að takast á við þau vandamál, seir framundan eru. Og þau eru svo aivarleg, að menn hafa ekki leyfi til þess að standa í þeim skrípaleik, sem vinstri flokkarnir hafa skemmt þjóðinni með síðustu vikur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.