Morgunblaðið - 27.08.1978, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.08.1978, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1978 Hvað er þetta? Myndagáta eftir Gunnar Halldórsson, 12 ára, Hafnarfirði. Sígarettan Gunna og María ætluðu að fara að leika sér. Þær útbjuggu parís, en uppgötvuðu allt í einu, að þær höfðu engan stein. Gunna fann ráð við því og sagði, að Karl hefði alltaf leyft sér að fá stein í garðinum hjá sér. Þær hlupu af stað, en þegar þær gengu inn í garðinn, sáu þær hjól, sem þær þekktu. „Sjáðu,“ sagði María og benti á hjólin. „Bæði Bjarni og Palli eru hérna.“ „Við skulum njósna um þá,“ hvíslaði Gunna. Síðan læddust þær að kjallaraglugganum og kíktu inn. Þarna sátu margir strákar og voru að bauka eitthvað. Stærstu drengirnir voru að reykja. „Jæja,“ sagði einn við Palla. „Nú ert þú næstur, karlinn. Gerðu svo vel!“ „Nei, mig langar ekki í,“ sagði Palli. „Ertu væskill, vinur?“ spurði sá stærri. „Hann þorir ekki, greyið, ha ha ha. — Svona, taktu. einn smók!“ Palli tók við sígarettunni og andaði að sér. Hann hóstaði og stundi, og það var greinilegt, að honum fannst þetta allt annað en gott. „Jæja, þú líka, litli vinur,“ sagði annar drengjanna við Bjarna. Og Bjarni þorði ekki heldur að segja nei. Hann ætlaði meira að segja að sýna þeim, að hann væri kjarkaður og dró djúpt að sér reykinn. „Nei, þetta er agalegt," sagði María, systir hans. „Þetta verð ég að segja mömmu og pabba!“ „Ertu eitthvað lasin?“ spurði Gunna. „Heldurðu, að þú farir beint heim og kjaftir frá? Hvað heldurðu, að Bjarni segi þá?“ Og María varð á báðum áttum. Hvað átti hún að gera? Átti hún að fara heim og segja frá eða ekki? Hvað finnst ykkur? (Þýtt úr sænsku). í kjallara Laugarneskirkju í Reykjavík er fengist við ýmislegt. Hér sjáum við sýnishorn af því, sem þar fór fram síðastliðinn vetur á vegum safnaðarins. Myndirnar tvær með fiskunum eru gerðar úr muldri eggjaskurn, sem límd er á fiskinn, sem þegar hefur verið teiknaður á blað. Fiskinn allan má gera á þennan hátt — eða hlutar hans gætu verið úr mislitum pappír, eins og á mynd Grétu. Síðan er málað með þekjulit bæði á eggjaskurnina og e.t.v. umhverfis fiskinn. Kringlótta myndin er verkefni, sem klippt er út, síðan raðað saman í réttri röð, límt niður og litað. Hver mynd um sig sýnir páskaatburðina. Vinstra megin í hringnum sjáum við innreið Jesú í Jerúsalem, þar sem menn fögnuðu honum með pálmaviðargreinum. Næsta mynd fyrir ofan er frá kvöldmáltíðinni, síðustu máltíð Jesú með lærisveinunum og vinum sínum fyrir dauða hans. Því næst er mynd frá krossfestingu Jesú, en fyrir neðan hana sjáum við hann birtast Maríu eftir upprisuna. Loks eru tvær myndir sem einnig sýna Jesúm birtast vinum sinum, annars vegar fiskimönnunum við Genesaret-vatnið og hins vegar lærisveinunum, sem oft lokuðu sig inni fyrstu dagana eftir dauða Jesú af ótta við að verða ofsóttir. Myndin í miðjunni táknar engilinn í gröf Jesú, er hann útskýrir fyrir vinum Jesú, að meistarinn sé upprisinn. Góðar vinnu- og Leynilög- reglumaður á ferðalagi Herra Halldór Jónsson leynilögreglumaður hefur verið á ferðalagi í leit að víðförlum afbrotamanni. Um hvaða lönd hefur hann farið í leit sinni að hon- um? Lausn annars staðar á opnunni. mm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.