Morgunblaðið - 27.08.1978, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.08.1978, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1978 Hvað hafa þeir á prjónunum í Hollywood? II Hér sjáum við hinn einstaka Marty Feldman í fumraun sinni sem leikstjóri í THE LAST REMAKE OF BEAU GUEST. Næsta mynd hans verður einnig fyrir Universal. Ein af vinsælustu bókum sem út hafa komið á þess- um áratug er tvímælalaust ástralska fjölskyldusagan THE THORN BIRDS, eftir Coleen McCullough. Hún er nýhorfin af listanum yfir metsölubækur í The New York Times, en þar hafði hún dvalið á annað ár. Nú hafa yfir 700 þús. eirttök selst í bandi — og Warner Bros tryggt sér kvikmynda- réttinn fyrir háar upphæð- ir. Þeir gera sér vonir um að þarna sé efni í mynd hliðstæða GONE WITH THE WIND. Kvikmynda- takan á að hefjast á næsta ári í Ástralíu og Ivan Moffat, (GIANT), er byrjaður á kvikmyndagerð bókarinnar. Leikstjórn, hlutverk og öll tæknivinna verður í höndum afburða- fólks. THE GOODBYE GIRL, gerð af Herbert Ross eftir frumsömdu handriti Neil Simon, varð ein vinsælasta myndin í Bandaríkjunum í fyrra, og færði Richard Dreyfuss sín fyrstu Oscars- verðlaun. Nú er ákveðið að gera a.m.k. eina framhalds- mynd og munu allir aðilar myndarinnar standa að framhaldinu. Þar á meðal Marsha Mason, sem fór með aðalhlutverkið — The Goodbye Girl — og jafn- framt er gift Neil Simon. Sú mynd, líkt og hin fyrri, verður framleidd í samein- ingu af MGM og WB, en þeir síðarnefndu munu dreifa henni. Morðið á leiðtoga námu- verkamanna, Jake Yablonski og fjölskyldu hans, verður efniviður næstu myndar William Friedkin, • ACT OF VENGEANCE. Fram- leiðandinn Tony Bill (THE STING) hyggst gera næstu myndir sínar hjá WB, nefnast þær NOTHING IN COMMON og NEON NIGHTS. Ön'nur kunn metsölubók, DANIEL MARTIN eftir John Fowles, er og nýlega orðin eign Warner-bræðra og hefur Sydney Pollack verið ráðinn til að leikstýra myndgerðinni. Þá stendur til að fyrir- tækið geri mynd í anda THAT‘S ENTERTAINMENT eftir myndasögunum sínum vin- sælu og allir kannast við, sem enduðu á THAT‘S ALL, FOLKS. Myndin sú á að sjálfsögðu einfaldlega að heita THAT‘S NOT ALL, FOLKS. Þá er enn ógetið nokkurra mynda sem innan skamms verða teknar til sýninga. Helstar eru MOVIE, MOVIE, leikstýrð af Stanley Donen, með George C. Scott í aðalhlut- verki, (gekk undir nafninu DOUBLE FEATURE á meðan á framleiðslu stóð); SOMEONE IS KILLING THE GREAT CHEFS OF EUROPE; BLOOD- BROTHERS og nýjasta mynd Claudiu Weills, GIRLFRIENDS. UNIVERSAL Universal Pictures var löngum minnsta kvik- myndaver Hollywood borg- ar, en allar götur síðan það var keypt af stórfyrir- tækinu M.C.A., sem m.a. rekur einn umsvifamesta umboðsskrifstofuhring vestan hafs, hljómplötuút- gáfufyrirtæki, sjónvarps- mynda- og þáttagerð auk kvikmyndagerðarinnar, hefur því vaxið fiskur um hrygg. Á undanförnum árum hefur framleiðsla þess þótt nokkuð einhæf, þar sem að kvikmyndaverið hefur, ef svo má segja, sérhæft sig í gerð „stórslysamynda" og framhaldsmynda. En nú nýlega lét hinn nýráðni, þrítugi framleiðslustjóri þess, Thom Mount, gera nýjar gjörbreyttar fram- tíðaráætlanir. Skal nú víkka svið framleiðslunnar og kappkosta að hafa hana sem fjölbreyttasta og fyrir- tækið opið fyrir hugmynd- um. Hinir fjórir, „föstu“, framleiðendur sem starfa hjá Universal, þeir Walter Mirich, Zanuck/Brown, Jennings Lang og síðast en ekki síst Alfred Hitchcock hafa allir nýjar myndir á prjónunum. Svo og nokkrir aðrir áhugasamir kvik- myndagerðarmenn sem nýverið hófu að gera myndir fyrir kvikmynda- verið; í þeirra hópi eru m.a. leikararnir Marty Feldman, Lily Tomlin og Richard Pryor. Lang vinnur að tveimur myndum, LITTLE MISS MARKER og AIRPORT 79-80; Mirich að stórmynd um greifann illræmda, DRACULA og endurgerð THE PRISONER OF ZENDA! Hitchcock undirbýr æsi- myndina THE SHORT NIGHT. Aðrar, helstu myndirnar sem Universal hefur á prjónunum eru CONTINENTAL DIVIDE, ástarsaga sem gerist í Klettafjöllunum. Handritið er skrifað af þeim Hal Barwood og Matthew • c« rJakkar sss-**. Organista- námskeið í Skálholti lýkur med messu SÍÐAST liðna viku hafa gist Skálholt um 50 organistar og organistaefni, sem þar hafa setið námskeið á vegum Söngmálastjóra þjóðkirkjunnar, Hauks Guðlaugs- sonar. Eru þetta organistar úr öllum prófastdæmum landsins nema einu og hafa þeir sérstaklega tekið til meðferðar kórsöng. Á föstudag bættust í hópinn tæplega 70 kórfélagar í kirkjukórum, sem þessir organistar starfa við og á námskeiðinu að ljúka með messu í dag, sunnudag, kl. 14 og prédikar biskup Islands, hr. Sigurbjörn Einarsson, þar en sr. Guðmundur Óli Ólafsson þjónar fyrir altari. Frá kl. 13 leika organistar til skiptis í kirkjunni en kórfólk og organistar sjá um messusöng. Landsmóti Gideonfélaga lýkur í kvöld GIDEONFÉLAGAR á íslandi halda landsmót sitt dagana 25.-27. ágúst. Hófst mótið að Bifröst í Borgarfirði á föstudag en því lýkur á sunnudagskvöldið mcð samkomu í K.F.U.M og K. við Iloltaveg. Ræðumaður verður Róbcrt Dellberg, en hann er umdæmisstjóri Gideonfélaga fyr- ir Norðurlönd og írland. Allir eru velkomnir á þessa samkomu á sunnudagskvöldið. Á samkomunni verða tekin samskot til kaupa á Nýja testa- mentinu, en eins og flestum er kunnugt þá er meginverkefni Gideonfélaga að gefa íslenzkum skólabörnum sem eru 11 ára gömul Nýja testamentið. Auk þess leggja Gideonfélagar biblíur inn í fang- elsi, hótelherbergi, í flugvélar og við hvert sjúkrarúm á sjúkrahús- um, auk annarra verkefna. Forseti Gideonfélaga á íslandi er Helgi Elíasson, útibússtjóri. Fréttatilkynning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.