Morgunblaðið - 01.09.1978, Síða 1

Morgunblaðið - 01.09.1978, Síða 1
32 SIÐUR 189. tbl. 65. árg. FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. EKKERT LÁT Á ÓEIRÐUM. Grímuklæddir unglingar halda uppi skotárás við götuhorn í Matagalpa. þriðju stærstu borg Nicaragua. Hundruð flýðu borgina í dag er uppreisnarmenn hreiðruðu um sig í vígjum. reiðubúnir til bardaga við þjóðvarðiiða Somozas forseta. Greindi Hua á við keisarann? Tohoran. 31. áKÚst. Reutor KÍNALEIÐTOGINN Ilua Kuo-feng brá á það ráð í dag að ferðast í þyrlu í stað bifreiðar á vit írans- keisara og var honunt greinilega áfram um að forðast frekari mót- ma'laaðgerðir þegna gegn stjórn- inni. Hua og íranskeisari töluðust við í Saadahadhiill í Norð- Nj ósnahneykslið lýstur Bonnþing Bonn. 31. ágúst. Routor. AP. MEIRI háttar njósnahneyksli brast á Vesturbýzkaland í dag er sérstök þingnefnd brýndi löggjafarvaldið til að rifta í svip lögum um friðhelgi þingmanna svo rannsaka mætti skrifstofu áhrifamikils stjórnmálamanns. Öfgahópur myrti son sendiherra MoxíkúbnrK. 31. ágúst. Routor. AP. SAMKVÆMT öruggum heimildum lögreglu í Mexíkóhorg, munu skæruliðar tengdir „23. september“ hópnum hafa staðið að ráni og morði sonar sendiherra Mexíkó í Iiandarikjunum. Hugo Margain jr. á þriðjudag. Lík Margains fannst skammt fyrir utan smábæ suðaust- ur af Mexíkóborg. Morðið á Margain var framið aðeins þremur dögum fyrir árlegt ávarp forseta Mexíkó, en búizt hafði verið við að þar myndi hann m.a. tilkynna sakaruppgjöf ýmissa fanga, þar á meðal skæruliða „23. septem- ber.“ Forseti þingsins, Karl Carstens, hefur kallað saman í skyndi neðri deild þingsins á föstudag til að ræða tilmæli nefndarinnar um opinbera rannsókn hjá einum hinna 518 þingmanna. Ekki hefur verið grcint frá nafni þingmannsins, en haft er eftir áreiðaniegum heimild- um að hann sé Uwe Holtz, 34 ára tjamall þingmaður jafnaðarmanna. Á hinn hóginn cr ekki ljóst hvort grunurinn bcinist að honum sjálf- um eða einhverjum aðstoðarmanna hans. Dr. Holtz kom fram í vestur-þýzka sjónvarpinu á fimmtudagskvöld og aftók með öllu að hann væri á nokkurn hátt viðriðinn njósnir. Áformin um leitina eru síðustu tíðindi, sem berast eftir að skrifstofa sambandssaksóknara í Karlsruhe hóf rannsókn á ótilgreindum fjölda ráöamanna út af vísbendingum rúmensks flóttamanns um að hátt- settur Vestur-Þjóðverji starfaði sem leppur Sovétmanna. Rúmeninn, Ion Pacepa, var yfirmaður í öryggisþjón- ustu lands síns og náinn samstarfs- maður Ceausescus forseta áður en hann hvarf sporlaust í viðskiptaleið- angri í Köln í Vestur-Þýzkalandi fyrir mánuði. Talið er að Pacepa hafi leitað hælis í Bandaríkjunum þar sem hann hefur sætt yfirheyrslum bandarísku upplýsingaþjónustunnar. Aðstoðarmaður Egon Bahrs, Joachim Broudre-Gröger, hafði áður legið undir grun og gaf hann sig fram við dómsyfirvöld í gær. Óstað- festar heimildir herma að alls þyki sjö stjórnmálamenn koma til greina. Rússnesk herflugvél hrapar við Svalbarða Osló 31. ágúst. Frá íréttaritara Mbl. RÚSSNESK herflugvél hrapaði á cynni Ilopez suður af Sval- harða á mánudag. Lík sjö manna hafa fundizt. en gert er ráð fyrir 6—10 manna áhöfn á slíkum vélum. í braki vélarinnar, sem er mjög dreift, hafa fundizt skot- færi, en ekki er vitað hvort sprenging í þeim olli slysinu. Talið er líklegt að vélin hafi verið í rannsóknaflugi á haf- svæðinu norður af Noregi, er slysið varð. Dómsmálaráðuneyt- ið hefur upplýst, að erlendum herflugvélum sé ekki heimilt að fljúga í norskri lofthelgi nema um neyðartilfelli sé að ræða. Nánari ranr.sókn þessa máls er þegar hafin. ur-Tehoran í klukkustund og fjiiru- tíu mínútur án aðstoðarmanna. Iranskir embættismenn greindu frá því eftir fundinn, sem var síðasti fundur leiðtoganna, að engin sam- eiginleg yfirlýsing yrði gefin út. Líta margir fréttaskýrendur svo á að þetta kunni að vera vísbending um að foringjunum hafi fatazt að orða niðurstöður sínar svo báðum líkaði. Kínverski kommúnistaleiðtoginn mun snúa heim á föstudag að lokinni þriggja daga dvöl í Iran. Eini áþreifanlegi ávöxtur viðræðnanna hefur til þessa verið fyrirfram undirbúinn samningur um menning- arsamskipti landanna af því tagi sem Sovétmenn og Bandaríkjamenn hafa þegar gert við Irani. Um tíu þúsund manns fylktu liði í mótmælaskyni gegn stjórninni í gærkveldi og báru eld að banka skammt frá miðri Teheranborg. Framtíð Boeing og Rolls tryggð London. — 31. átcúst. — Reuter AP. BREZKA stjórnin samþykkti í dag að heimila brezkum ríkisreknum flugfélögum að kaupa 19 flugvélar af nýrri gerð. Boeing 757, af Boeing verksmiðjunum. Bandaríska flugfé- lagið Eastern Airlines hefur einnig pantað 21 vél af þessari gerð. sem verður með Rolls Royce hreyflum. Þessi samningur mun tryggja framtíð Boeing og Rolls Royce verksmiðjanna næstu 25 árin og skapa 10.000 atvinnulausum Bret- um atvinnu. Heildarkaupverð þess- ara 10 véla er 680 milljónir dollara. Fundaði Smith með skæruliðum á laun? Pólverjar ráku 2 gyðinga aftur Stokkhólmur, 31. ágúst. Reuter. AP. PEIÍ Ahlmark fyrrverandi leiðtogi Frjálslynda flokksins í Svíþjóð skýrði frá því í dag að sér hefði verið varnað að fara inn í Pólland ásamt tveimur sænskum gyðingum af pólskum ættum. Sænska ríkisstjórnin brást hart við og kallaði pólska sendiherrann samstundis til fundar í utanríkisráðuneytinu til að veita frekari skýringar. Ahlmark, sem var varaforsætis- ráðherra Svíþjóðar allt fram til síðasta vors, kom til Varsjár í gærkveldi en ákvað að snúa strax aftur er öryggisverðir meinuðu tveimur fylgdarmönnum hans að halda áfram. Var hann í miklu uppnámi við komuna aftur til Stokkhólms og sagði: „Það er bersýnilegt að eina ástæðan fyrir því að vinum mínum var neitað um vegabréfsáritun er sú að þeir eru gyðingar“. För Ahlmarks til Póllands var að sögn hálf-opinber, en hann var nýlega skipaður forstöðumaður sænsku kvikmyndastofnunarinn- Salisbury. 31. ágúst. Rcuter. AP. TVEIR helztu fulltrúaflokkar hlökkumanna í bráðabirgðastjórn- inni í Rhódesíu skýrðu frá því í kvöld að Ian Smith forsætisráð- herra hefði stofnað til leynifundar í Sambíu í því skyni að fá leiðtoga Föðurlandsfylkingarinnar. Joshua Nkomo. forystuhlutverk um með- gjörð valdaafsals hvítra manna til svarta meirihlutans. Talsmaður ríkisstjórnarinnar af- tók fregnina strax með öllu. Vís- bending um að áðurnefndur fundur hefði farið fram kom fyrst frá Þjóðarsamtökum Afríku, Zimbabwe, er lúta forystu Ndabaningi Sitholes, félaga í æðsta framkvæmdaráði stjórnarinnar. Málpípa samtakanna, Joseph Masangomai, sagði að Smith hefði hitt að máli Kenneth Kaunda forseta Sambíu, Joseph Garba utan- ríkisráðherra Nígeríu ásamt Nkomo i Sambíu þann 14. ágúst sl. Tals- maður Muzorewa biskups, formanns Sameinaða Afríkuþjóðaráðsins, sagði við fréttamenn: „Ráðinu er kunnugt um að fundur þessi átti sér stað og tekur undir yfirlýsingu Masangomais", Talsmaður Muzorewas, David Mukome, lýsti þvi yfir að Smith héldi áfram að ganga til samninga án hans. Einnig kom fram að hinar nýju viðræður Salisburystjórnarinn- ar og forystumanna skæruliða mið- uðu að því að staðfesta þann samning, sem gerður hefur verið þegar. Hefðu Bretar og Bandaríkja- menn lýst yfir velþóknun sinni á þessari þróun mála. Vitað er að Smith er umhugað um að fá Nkomo til að snúa aftur þar sem hann hefur yfir skæruliðaher- sveitum að ráða, er hófsamari eru en hinn vinstrisinnaði Mugabe og virð- ist njóta fylgis bæði meðal vest- rænna þjóða og Sovétmanna. Kaunda Sambíuforseti tilkynnti í dag að þjóðirnar fimm, sem stutt hafa hvað ötullegast við bakið á uppreisnarmönnum i Rhódesíu, myndu koma saman til fundar á föstudag í Lusaka. Ygglubrún létti á Filippseyjum Baguio, 31. áKÚst. Reuter. AP. KEPPENDUR í hinu treglega heimsmeistaraeinvígi í skák. sem fram fer á Filippseyjum. tilkynntu í dag að þeir hefðu orðið ásáttir um málamiðlun til að koma í veg fyrir að einvígið. sem staðið hefur í sex vikur, færi út um þúfur. Ur herbúðum Karpovs heims- hann reiðubúinn að mæta til meistara spurðist að dulsál- leiks í átjándu skákinni, sem fræðingurinn sovézki, prófessor Zukhar sem raskað hefur sálar- ró Korchnois með nærveru sinni, yrði færður um set í áhorfendasalnum. I staðinn mun Korchnoi hafa fallizt á að taka niður spegilgleraugun dökku, meðan kapparnir eigast við á skákborðinu, en Karpov hefur borið því við að gleraugun endurvörpuðu truflandi ljósi á borðið. Að gerðu samkomulági þessu slumaði í Korchnoi og kvaðst ráðgerð er á laugardag. Korchnoi hefur nú einn vinning á móti fjórum vinningum Karpovs. Það voru aðstoðarmaður Korchnois, Raymond Keene, og fararstjóri sovézku sendi- nefndarinnar á mótinu, Viktor Baturinsky, sem konuist að samkomulaginu á miðvikudag og tókst þannig að afstýra því að Korchnoi gerði alvöru úr hótun sinni um að hætta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.