Morgunblaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1978 Ráðherramir hjá Alþýðubandalaginu JÓN BALDVIN HANNIBALSSON sést hér flytja búslóð þeirra hjóna í gær. Ljósm. Úlfar. Hrekst skóla- meistari úr starfi á Ísafirði? ÚTLIT er fyrir aö Jón Baldvin Hannihalsson skólameistari menntaskólans á ísafirði. sé að hrekjast burt héðan, vegna van- efnda menntamálaráðherra og em- hættismanna hans. Jón Baldvin, sem tók við stöðu skólameistara við menntaskóiann á ísafirði, þegar til embættisins var stofnað 1970 lagði grundvöllinn að starfsemi skólans og útvegaöi m.a. leiguhúsnæði til kennslu og fyrir kennara og nemendur skólans. Sjálfur hefur Jón Baldvin hinsveg- ar verið á hrakhólum með fjölskyldu sína og hefur búið á fjórum stöðum þau áttá ár, sem hann hefur búið hér. í júní 1971 var lögð fram byggingaráætlun fyrir skólann þar sem m.a. var gert ráð fyrir byggingu 3 kennaraíbúða og íbúð skólameist- ara. Ekkert bendir til að þær framkvæmdir hefjist á næstunni. A síðastliðnu hausti bauðst ráðuneyt- inu til kaups hús Sigurðar Kristjáns- sonar sóknarprests hér, sem þá var að flytja burtu. Var því þá borið við að ekki væri hægt að kaupa, þar sem slíkt væri ekki á fjárlögum. Hinsveg- ar heimilaði ráðherra að húsið yrði leigt til eins árs meðan unnið yrði á kaupunum. Flutti Jón Baldvin með fjölskyldu sína í húsið Pólgötu 10 síðast liðið haust. Síðan gerðist ekkert í málunum af hálfu ráðuneyt- isins og seldi eigandinn öðrum húsið á afliðnum vetri. I mars s.l. ritaði skólameistari ráðherra bréf, þar sem hann tilkynnti, að yrði húsnæðismál- um hans ekki komið í viðunandi horf fyrir 1. sept. n.k. liti hann á það sem uppsögn af hálfu ráðuneytisins. I maí bauðst hús til kaups, en því var ekki sinnt og standa málin þannig í dag, að Jón Baldvin er að flytja út úr íbúðinni þar sem húsaleigusamn- ingurinn er úti á miðnætti og verður ekki endurnýjaður. Flytja þau hjón- in með börnin í nemendaherbergi í heimavist menntaskólans til bráða- birgða, en búslóðin er pökkuð í gáma til lengri flutnings. Það skal tekið fram, að á þeim tíma sem Jón Baldvin hefur verið skólameistari hér, hafa verið keyptir 13 embættisbústaðir á ísafirði og tók það t.d. samráðherra menntamála- ráðherra og flokksbróður aðeins örfáa mánuði að kaupa embættisbú- stað fyrir prestinn, sem tók hér við embætti á s.l. sumri. Hefur það heyrst að Jón Baldvin telji sig lausan úr starfi á morgun, föstudag, og því á ábyrgð ráðuneytis hvernig mál menntaskólans þróast, en skólann á að setja 10. september n.k. Jón Baldvin og kona hans Bryndís Schram, en hún hefur einnig kennt við skólann og verið skólameistari hans í eitt ár, hafa verið vel liðin í starfi af nemehdum sínum og kennurum og er talið ólíklegt, að öðrum manni hefði tekist betur en Jðni að koma þessari þýðingarmiklu menntastofnun hér vestra það áleið- is sem hún er þó komin. — Úlfar. VAL á ráðherrum í vinstri stjórnina reyndist Alþýðubanda- laginu erfitt viðfangs. bessi mál réðust ekki á flokksstjórnarfundi sem stóð fram á kvöld í fyrradag, og var þá skotið á þingflokks- fundi í kjölfar hans til að útkljá þes*i mál. Fékkst loks niðurstaða um ráðherraefnin á fjórða ti'man- um í fyrrinótt og verkaskipting var síðan ekki ákveðin þeirra á milli fyrr en í gærmorgun. Töluverðar sviptingar urðu á þingflokksfundinum. Fyrir hann lá einungis fyrir að Ragnar Arnalds var tilbúinn til að taka við ráðherraembætti í ríkisstjórninni og nokkurn veginn ljóst að Hjör- leifur Guttormsson myndi einnig verða ráöherra, þar eð Lúðvík hélt honum mjög fram, því að hann reyndist sjálfur algjörlega ófáan- légur til að taka sæti í ríkisstjórn- inni. Mjög hart var gengið á Geir Gunnarsson á þingflokksfundinum um að taka sæti í ríkisstjórninni, enda þótt hann væri búinn að margneita því, vegna óánægju með efnahagsstefnu stjórnarinnar og herstöðvamálið. Kjartan Olafsson varaformaður flokksins var einnig genginn úr skaftinu af svipaðri ástæðu og beindust þá spjótin að Svavari Gestssyni sem fyrsta þingmanni flokksins í stærsta kjördæminu, Reykjavík. Ekki voru menn í þingflokknum sáttir við Svavar, sérstaklega var andstaða gegn honum hjá fulltrúum verkalýðs- hreyfingarinnar í þingflokknum og var látið í það skína að menn vildu ekki missa hann af Þjóð- viljanum. Niðurstaðan varð þó um síðir sú að Svavar var samþykktur sem ráðherrefni. Þremenningunum var síðan falið að gera út um það sín á milli hvaða ráðuneyti þeir tækju, og þar var Ragnar nánast neyddur til að taka menntamálaráðuneytið, þar sem hinir vildu það ekki, en beittu þeim rökum að Ragnar hefði verið helzti forsprakki þess að Alþýðubandalagið væri komið í þessa ríkisstjórn. Flokksstjórnarfundur Alþýðuflokksins: Benedikt bað Gylfa afsökunar EINS og Mbl. skýrði frá í gær sló í harða hrýnu milli Gylfa Þ. Gíslasonar fyrrverandi formanns Alþýðuf lokksins og Benedikts Gröndal. Gylfi gagnrýndi harðlega hversu litlu Alþýðuflokkurinn hefði náð að ráða um efni samstarfsyfir- lýsingarinnar og gerði efnahags- málin að sérstöku umtalscfni. Sagði hann að stefna samstarfsyfirlýs- ingarinnar væri þannig að allir sérfræðingar væru sammála um að hún lciddi til einskis annars en ófarnaðar og kvað Gylfi það hart, þar sem Alþýðuflokkurinn hefði byggt upp efnahagsmálastefnu sem menn væru sammála um að væri jákvæð og til þess að snúa við óhcillaþróuninni f efnahagsmálum. Benedikt Gröndal svaraði Gylfa af fullri hörku og vísaði m.a. varðandi efnahagsmálin til yfirlýsingar Kjartans Jóhannssonar varafor- manns flokksins þess efnis að Alþýðuflokkurinn hefði loforð hinna tveggja fyrir því að efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar yrði sveigð að stefnu Alþýðuflokksins þegar í ríkisstjórn væri komið þótt þessa væri ekki getið í samstarfsyfirlýs- ingunni. Þá lagði Benedikt áherzlu á þá festu sem Alþýðuflokkurinn hefðu sýnt varðandi utanríkismálin í stjórnarmyndunarviðræðunum. Undir lok máls síns gerðist Benedikt nokkuð persónulegur og það svo að í fundarlok beindi hann máli sínu til Gylfa og bað hann afsökunar ef hann hefði höggvið of nærri honum persónulega í máli sínu. Vilmundur Gylfason endaði síðari ræðu sína með þessum orðum: „Þetta er sóðaskapur. Þetta er subbuskapur. Þetta eiga kjósendur okkar ekki skilið". Sj álistæðisflokkur var tilbúinn til samstarfs við Alþýðuflokk SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN var reiðubúinn til þess að ganga til samstarfs við Alþýðuílokkinn um meirihlutastjórn þessara tveggja flokka undir íorsæti Alþýðuílokksins, að því er Morgunblaðið hefur fregnað. Um það bil er tilraun Lúðvíks Jósepssonar til stjórnarmynd- unar var að fara út um þúfur og ólafur Jóhannesson að taka við, ítrekuðu forystumenn Sjálfstæðisflokksins við forystumenn Alþýðu- flokksins, að af hálfu Sjálfstæðisflokksins væri þessi kostur til staðar. í þessari viku munu ýmsir manna Alþýðuflokksins sem frum- áhrifamenn í Alþýðuflokknum hafa kannað með óformlegum hætti, hvort til greina ;ræti komið að Sjálfstæðisflokkurinn veitti minnihlutastjórn Alþýðuflokks hlutleysi. Innan Sjálfstæðisflokks- ins munu hafa verið skiptar skoðanir um það en niðurstaðan varð sú, að áhrifamönnum í Alþýðuflokknum var kunnugt um, að forystumenn Sjálfstæðisflokks- ins voru reiðubúnir til þess að beita sér fyrir því innan þing- flokks Sjálfstæðisflokksins, að kostur væri á slíku hlutleysi, áður en Alþýðuflokkurinn tók endan- lega afstöðu til þátttöku í vinstri stjórn. Töluverður kurr varð á flokks- stjórnarfundi Alþýðuflokksins í fyrrakvöld meðal þeirra þing- kvæði höfðu haft um þessar áþreyfingar, þegar Benedikt Grön- dal gat í engu um hina jákvæðu afstöðu forsvarsmanna Sjálfstæð- isflokksins til hugsanlegrar minni- hlutastjórnar flokksins. Þetta leiddi til þess að Bragi Sigurjóns- son alþingismaður reis upp og kvaðst hafa sannreynt að þessi möguleiki væri fyrir hendi en það hlaut ekki frekari hljómgrunn á fundinum eftir því sem Mbl. hefur fregnað. „Ég hafði bent á það á þings- flokksfundi daginn áður að mér litist ekki á þessa stjórnarsam- vinnu sem við stefndum í. Ég stakk þá upp á því og óskaði eftir að það yrði kannað, hvort mögu- leikinn á minnihlutastjórn Al- þýðuflokksins með stuðningi Sjálf- stæðisflokksins væri fyrir hendi. Þessu var ekki sinnt af forystu flokksins en hins vegar fékk ég þær upplýsingar inn á flokks- stjórnarfundinn að það lægju fyrir mikil líkindi til þess að þetta væri möguleiki, sem mætti kanna,“ sagði Bragi Sigurjónsson alþingis- maður er Mbl. leitaði staðfesting- ar hans á þessu. „Það sem ég hafði í huga með þessum möguleika," sagði Bragi, „var að þá væri Alþýðuflokkurinn ekki alltaf í þeirri aðstöðu að þurfa að semja við harðvítuga andstæðinga sína inni í ríkisstjórn eins og ég tel að reyndin v.erði nú. Meira vil ég ekki segja um þetta 7 0 þús. tunnur til Sví- þióðar og Sovétríkja TEKIZT hafa samningar um sölu á 50 þúsund tunnum af saltaðri Suðurlandssíld til Sv íþjóðar og 20 þúsund tunnum til Sovétríkj- anna. Eru þetta fyrstu íyrirfram- samningarnir sem tekizt hafa um sölu á saltaðri Suðurlandssfld af komandi vertíð, en eins og Morgunblaðið hefur skýrt frá, þá mega síldveiðar í reknet hefjast á morgun. laugardag. Morgunblaðið hafði í gær sam- band við Gunnar Flóvenz fram- kvæmdastjóra Síldarútvegsnefnd- ar og spurðist fyrir hvað liði fyrirframsölu á saltaðri Suður- landssíld. Gunnar Flóvenz sagði, að samn- ingaumleitanir hefðu staðið yfir alllengi. Fyrir nokkru hefði hins vegar Verið samið um fyrirfram- sölu á 50 þús. tunnum af ýmsum tegundum saltsíldar til Svíþjóðar og í gær hefðu verið undirritaðir samningar um sölu á 20 þúsund tunnum til Sovétríkjanna. Sagði Gunnar að í þeim samningum væri m.a. tekið fram, að viðræður um viðbótarmagn skuli fara fram í september í Moskvu. Magnið, sem nú hefur tekizt að selja til Svíþjóðar, er svipað og á s.l. ári, en þá keyptu Sovétmenn 45 þúsund tunnur af saltsíld frá Islandi. Guðmundur H. Garðarsson: Ályktunin gæti leitt til lögbindingar GUÐMUNDUR H. Garðarsson formaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur greiddi einn at- kvæði gegn ályktun fundar mið- stjórnar Alþýðusambandsins og landssambanda þess í gær og sneri Mbl. sér til Guðmundar og spurði hann hvað valdið hefði sérstöðu hans á þessum fundi. „Ástæðan fyrir því að ég greiddi atkvæði með þessum hætti," sagði Guðmundur, „er fyrst og fremst eftirfarandi, eins og reyndar kom fram þegar ég gerði grein fyrir atkvæði mínu á fundinum: Þar sem ég lít svo á að hætta sé á því að samþykkt þessarar ályktunar geti leitt til lögbindingar kjara- samninga í landinu í heild til 1. desember 1979 greiddi ég atkvæði gegn ályktuninni. Ég tók það skýrt fram, að ég væri fylgjandi ýmsum atriðum í ályktuninni enda oft tekið jákvæða afstöðu til eða haft forystu um ýmis þeirra innan verkalýðshreyfingarinnar. Þessi ákveðna afstaða mín mótaðist m.a. af því, að hvergi er viðurkennd sú sérstaða sem verzl- unar- og skrifstofufólk hefur varðandi grunnkaupsleiðréttingar móts við sambærilega hópa innan BSRB og SÍB. Það kom fram í ræðum á fundinum, að til þess að tryggja framgang þeirra fyrir- heita í stjórnarsáttmála, er lúta að fyrsta lið ályktunarinnar um samningana í gildi, þyrfti að grípa til lögþvingunar, ef vinnuveitend- ur féllust ekki á það sem þar um ræddi. Einn ræðumanna, sem er forystumaður innan Alþýðu- bandalagsins sagði að með því að samþykkja ályktunina óbreytta, væri verkalýðshreyfingin að skuldbinda sig til að fara ekki fram á grunnkaupshækkanir og sá hinn sami lauk máli sínu með þessum orðum: „Við fögnum því að fá að samþykkja svona plagg til þessarar ríkisstjórnar." Björn Þórhallsson formaður Landssambands ísl. verzlunar- manna sat hjá við atkvæðagreiðsl- una en gerði svohljóðandi grein fyrir atkvæði sínu: „Með vísun til 2. tl. 2. m.g. ályktunar þeirrar, sem hér liggur fyrir og sérstöðu verzlunarfólks, en kauptaxtar þess eru stórum lægri en annarra fjölmennra launþegahópa sem sams konar eða sambærileg störf vinna, greiði ég ekki atkvæði með ályktuninni, enda tel ég ekki tímabært að álykta nú um mál þessi meðan ekkisjást á þeim efndirnar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.