Morgunblaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1978 Neytendasamtökm: Farid sé eft- ir mjólkur- reglugerð en ekki eigin duttlungum MorKunblaöinu hefur borist eftir- farandi samþykkt. sem stjórn Neytendasamtakanna gerði á fundi sínum 25. átíúst sl.i „Stjórn Neytendasamtakanna ítrekar aö neytendur hafa fulla kröfu á aö mjólkurafurðir sem og önnur matvæli standist þær kröfur sem til þeirra eru geröar og aö mjólkursamlög landsins hagi gerö- um sínum í samræmi við reglur þær sem þeim eru settar. Einnig vill stjórn Neytendasam- takanna koma á framfæri þeirri skoöun sinni að mjólkursamlög og verslanir eigi aö haga starfssémi sinni eftir gildandi mjólkurreglu- gerð, en ekki eigin duttlungum. Einnig er það skoðun stjórnarinn- ar, að ekki er hægt að sætta sig við að frávik séu gerð frá þeim kröfum sem gerðar eru til gæða mjólkur, nema til komi rannsóknir sem sýni að gæði og þar með geymsluþol mjólkur hafi aukist síðan núgildandi reglugerð um mjólk og mjólkuraf- urðir tók gildi. Stjórn Neytendasamtakanna vill því eindregið beina því til Heil- brigðiseftirlits ríkisins, að það hafi forgöngu um að þeir aðilar sem hér eiga hlut að máli sjái svo um að neytendum sé ætið tryggð góð vara og heitir stjórnin Heilbrigðiseftirliti ríkisins allan þann stuðning sem Neytendasamtökunum er unnt að veita." $'r$f ' * / NÚ ER ALLT A FULLU .. • O Utvarp kl. 10.25: Bemskuminn- ingar Björg- úlfs Ólafs- sonar læknis SKEGGI Ásbjarnarson kenn- ari er með þáttinn „Ég man það enn" í útvarpinu í dag kl. 10.25. í þættinum mun Skeggi lesa úr bernskuminningum Bjiirgúlfs Ólafssonar læknis. Björgúlfur fæddist 1882 í Fróðárhrauni á Snæfellsnesi en ólst upp í Ólafsvík. Ilann hefur skrifað margar bækur og þar á meðal hefur hann skrifað bernskuminningar sín- ar. Skeggi sagði að það sem hann myndi lesa væri um sumardvöl Björgúlfs suður í Breiðuvík. Lýsir hann þar Búðahrauni nokkuð, smalamennsku, en Björgúlfur var smali í 5 sumur á bænum Miðhúsum í Breiðu- vík, og einnig lýsir hann skemmtilegu fólki. Skeggi sagði að Björgúlfur skrifaði mjög fjörlega en þetta eru allt lýsingar á atburðum sem gerð- ust fyrir aldamót, — gamli tíminn. Inn á milli þess sem Skeggi les mun hann spila lög m.a. með Maríu Markan sem var í Ólafsvík á unglingsárum sín- Skeggi Ásbjarnarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.