Morgunblaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1978 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1978 17 Utgefandí Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiósla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmír Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstrætí 6, sími 10100. Aóalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2000.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakió. Vinstri stjóm Ný vinstri stjórn tekur við völdum í dag, hin þriðja sem mynduð er hér á landi frá lýðveldisstofnun. Hin fyrsta sat í rúmlega tvö ár og var felld á ASÍ-þingi undir lok árs 1958. Hin síðari sat í um þrjú ár og hrökklaðist frá völdum, eftir að henni hafði gersamlega mistekizt að ná tökum á efnahags- og kjaramálum og hafði kallað yfir þjóðina mestu verðbólguöldu í sögu hennar, sem við höfum enn ekki ráðið við. Sú vinstri stjórn, sem nú tekur við völdum, er sízt gæfulegri en hinar tvær fyrri en reynslan mun að sjálfsögðu skera úr um, hvernig henni tekst til. Um það verða engir dómar kveðnir upp fyrirfram. Margt er sérstætt við myndun þeirrar ríkisstjórnar, sem nú tekur við völdum. Ólafur Jóhannesson, sem myndar hana, er formaður þess stjórnmálaflokks, sem mest vantraust hlaut í þingkosningunum s.l. vor. Framsóknar- flokkurinn er jafnframt orðinn minnsti stjórnmálaflokkur landsins með minnst kjósendafylgi á bak við sig. Það hefði þótt saga til næsta bæjar fyrir tveimur mánuðum, að formaður þess flokks, sem mest afhroð galt í kosningun- um, mundi mynda nýja ríkisstjórn! Alþýðuflokkurinn og frambjóðendur hans veittust harkalega að Framsóknarflokknum og forystumönnum hans í kosningabaráttunni. Alþýðuflokkurinn gengur nú til stjórnarsamstarfs undir forystu Framsóknarflokksins og með framsóknarmenn í embættum forsætisráðherra og dómsmálaráðherra. Það hefði þótt saga til næsta bæjar nokkrum vikum fyrir þingkosningar, enda hefur einn af þingmönnum Alþýðuflokksins komizt svo að orði að það hafi verið „fávíslega“ samið af forystumönnum Alþýðu- flokksins að láta framsóknarmönnum eftir dómsmálin. I 22 ára sögu Alþýðubandalagsins hefur baráttan gegn dvöl bandaríska varnarliðsins verið helzta baráttumál þess. Sá flokkur tekur nú í fyrsta sinn þátt í ríkisstjórn, sem hefur það að yfirlýstu stefnumarki, að varnarliðið skuli vera í landinu. Þessi stefnubreyting Alþýðubanda- lagsins vekur mikla athygli og markar tímamót í íslenzkum stjórnmálum en hætt er við að mörgum kjósendum Alþýðubandalagsins þyki þeir hafa verið blekktir. Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag settu kröfuna um samningana í gildi á oddinn í síðustu kosningum. Þeir ganga nú til stjórnarsamstarfs, sem byggir á því í fyrsta lagi, að samningarnir fari ekki í gildi, í öðru lagi að vísitalan verði skert og í þriðja lagi, að bilið milli láglaunafólks og annarra verði aukið á ný. Þessi afstaða Alþýðuflokks og Alþýðubandalags til kjaramálanna mun vafalaust vekja athygli margra launþega, sem kusu þessa flokka í vor vegna kröfu þeirra um samningana í gildi. Vinstri stjórnin hefur störf með áætlun um efnahagsað- gerðir, sem duga aðeins til fjögurra mánaða, ef þær duga svo lengi. Einn af þingmönnum Alþýðuflokksins lýsti þessum efnahagsaðgerðum í gær, sem „tómu bulli“. Ef þeirri stefnu verður haldið áfram út næsta ár, verður að halda áfram að fella gengið, verðbólgan mun aukast á ný og milljarða bil er óbrúað. Þessari stjórnarsamvinnu hefur verið lýst sem svo, að Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag hafi samþykkt víxil til fjögurra mánaða sem Framsóknar- flokkurinn hafi gefið út, en allt sé á huldu um það hvort víxillinn verði framlengdur á gjalddaga eða hvort hann falli á alla í senn, samþykkjendur og útgefanda. Það mun koma í ljós, en hitt er víst, að sjaldan ef nokkurn tíma hefur tekið við völdum á Islandi ríkisstjórn, sem strax í byrjun svíkur svo margt af því, sem aðildarflokkar hennar höfðu lofað kjósendum sínum og þar sem svo mikil uheilindi búa við hvert fótmál og þar sem svo mikil andstaða er ríkjandi innan tveggja höfuðflokka stjórnar- innar við myndun hennar. Rádherrarnir einn og átta e Ráðherrar Alpýðuflokks í nýju ríkisstjórninni á fundi í Þórshamri í gærmorgun. Nýir ráðherrar Framsóknarflokks: Steingrímur Hermannsson Ráðherrar Alþýðubandalagsins eftir aö Þeir höfðu skipt með sér verkum í Þórshamri í gærmorgun. Magnús Magnússon heilbrigðis- og tryggingaráðherra og félagsmálaráðherra, Benedikt Gröndal dóms- og kirkjumálaráðherra og landbúnaðarráðherra og Tómas Svavar Gestsson viðskiptaráðherra, Hjörleifur Guttormsson iðnaðar- og orkumálaráðherra og Ragnar utanríkisráðherra og Kjartan Jéhannsson sjávarútvegsráðherra. Árnason fjármálaráðherra koma út úr Þórshamri á miðvikudag. Arnalds menntamála- og samgöngumálaráðherra. :i eiga í ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar, hefur enginn annar en forsætisráðherrann áður gegnt ráðherraembætti. „Nýir vendir sópa bezt“, sagði Ólafur Jóhannesson fí spurður í gær hvort reynsluleysi nýju ráðherranna gæti ekki staöiö stjórninni fyrir prifum. Meðalaldur ráðherranna er 48 ár, en til samanburðar má geta pess aö í fráfarandi Af peim níu ráðherrum, sem sæti forsætisráðherra er hann var að pví stjórn var meðalaldurinn 59 ár. Morgunblaðið ræddi í gær við ráðherrana og spurði pá um viðhorf peirra til nýrra verkefna. Viötöl viö Ólaf Jóhannesson og Benedikt Gröndal birtast á öðrum stað í blaðinu í dag, en hér fara á eftir svör hinna ráðherranna í hinni nýju ríkisstjórn: „Nauösynlegt aö efla áhrifa- mestu fjölmiöla þjóöarinnar“ „Ég verð nú að játa að minn hugur hefur fyrst og fremst verið bundinn við stjórnarmyndunina, og að inn- sigla þann mikla sigur, sem í því felst að koma kjarasamningum í fullt gildi fyrir fólk með lág laun og meðallaun og að tryggja kaupmátt launa næsta árið. Þess vegna hefur mér varla gefizt tóm til að skoða náið þessi störf sem mér hafa verið falin, menntamál og samgöngumál. Hins vegar hef ég mikið fengizt við þessa málaflokka á Alþingi, meðal annars sem formaður menntamálanefndar Efri deildar í tíð vinstri stjórnar 1971—74, og líka samgöngumálin í gegnum störf fyrir mitt kjördæmi", sagði Ragnar Arnalds, sá ráöherra í stjórninni, sem fer með menntamál og samgöngumál. „Ég hef eins og margir aðrir lagt þunga áherzlu á endurskipulagningu framhaldsskólakerfisins, og mun nú leggja sérstaka áherzlu á aö sett verði löggjöf um samræmdan fram- haldsskóla. Samhliöa þarf aö efla verknámið, sem hefur orðið útundan og ekki notið hliðstæðrar fjármögn- unar og bóknámið. Einnig þykir mér rétt að leggja áherzlu á endurmennt- un og fullorðinsfræðslu, þótt auðvit- aö beri að varast að byggja þar upp mikið bákn. Ég tel nauðsynlegt að efla áhrifamestu fjölmiöla þjóðarinn- ar, sjónvarp og útvarp, meðal annars hef ég hug á að koma á skólasjón- varpi og landshlutaútvarpi, svo dæmi séu nefnd". „Hvað samgöngumál varðar vil ég taka fram aö það er þörf á því að gera nothæfa vetrarvegi og hefja lagningu varanlegs slitlags í stórum stíl, en þar er ég hræddur um að minn vilji dragi skammt, því að fjárveitingarvaldið er í höndum Alþingis. Auk þessa, sem ég hef nefnt, tel ég mikla þörf á að samræma flutninga á sjó, í lofti og á landi“, sagði Ragnar. Ragnar Arnalds er fæddur í Reykjavík 8. júlí 1938. Hann lauk lögfræðiprófi frá Háskóla íslands árið 1968, en á árunum 1959 til 1961 var hann við nám í bókmenntun og heimspeki í Svíþjóð. Hann tók fyrst sæti á Alþingi áriö 1963, og hefur auk þingmennsku starfað við kennslu og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum á vegum Alþýðubandalagsins, og hefur meðal annars veriö flokksformaður og er formaður þingflokksins. Kona Ragnars er Hallveig Thorlac- ius kennari, og eiga þau tvær dætur, Guðrúnu og Helgu. „Nauösynlegt aö gera breyt- ingar á efna- hagskerfinu“ „Eins og fram kemur í samstarfs- yfirlýsingu stjórnarflokkanna er ætl- unin að halda uppi ströngu verðlags- eftirliti og hafa til hliðsjónar verðlag í helztu viðskiptalöndum okkar, og þetta tvennt tel ég mjög mikilvægt í sambandi við þau mál, sem mér er ætlað að annast", sagði Svavar Gestsson viðskiptaráðherra, þegar Morgunblaðið ræddi viö hann í gær. „Ég veit ekki hvort ég get bent á eitthvað, sem mér er öðru fremur hugleikiö í þessu sambandi, því aö hér er um að ræða stefnu, sem Alþýðubandalagið hefur átt veruleg- an þátt í að móta. Það er stefnt að því að fækka ríkisbönkum úr þremur í tvo, og það tel ég vera til verulegra bóta, en mikilvægustu verkefnin á næstunni verða að sjálfsögðu í því fólgin að glíma við verðlagsmál og tryggja kaupmátt launa. Til þess að þetta megi takast er nauðsynlegt að gera breytingar á efnahagskerfinu, og þar veröur sú stefna ráðandi að jafna lífskjör og auka félagslegt réttlæti. Til að ráða við þá niöur- færslu verðlags, sem fyrirhuguð er, þarf töluverða skattlagningu, og hún verður fremur fólgin í auknum álögum á fyrirtæki en skattlagningu á almennar launatekjur". „Það liggur fyrir að innflutnings- kerfið verður endurskoðað í heild, og að úttekt veröur gerð á heildverzl- unarfyrirkomulagi. Á þessum sviðum hefur tvímæialaust átt sér stað mikil sóun, sem síöan hefur oröið til að stuðla að verðbólgu og skerðingu á kjörum almennings, og þetta er auðsjáanlega kerfi sem getur fóstrað verulega spillingu, sem þarf að koma í veg fyrir", sagði Svavar Gestsson. Svavar er fæddur að Guðnabakka í Mýrarsýslu 26. júní 1944. Frá því að hann lauk stúdentsprófi árið 1964 hefur starfsvettvangur hans að mestu veriö blaðamennska, en hann hefur verið ritstjóri Þjóðviljans undan'arin sjö ár. Kona hans er Jónína Bene- diktsdóttir kennari. Þau eiga þrjú börn, Svandísi, Benedikt og Gest. „Geri mér góö- ar vonir um samstarfiö“ „Mér er það efst í huga nú að sjá til þess að ríkissjóður verði rekinn hallalaust og að jafnvægi verði í ríkisbúskapnum", sagði Tómas Árnason fjármálaráðherra, þegar Morgunblaðið spurði hann hvernig honum litist á embættið og hverju hann hefði helzt áhuga á í því sambandi. „Maöur getur náttúrlega aldrei sagt um það fyrirfram hvernig til tekst, en ég geri mér góðar vonir um samstarfið. Um einstök verkefni er lítið hægt að segja á þessu stigi umfram það, sem fram kemur í stjórnarsáttmálanum, en það er Ijóst að meginverkefni á næstu mánuðum verður að eyða hækkunaráhrifum vegna gengisfellingarinnar. Eins og fram kemur í stjórnarsáttmálanum verður brugðizt við þeim vanda með niðurgreiðslum og aukinni skattlagn- ingu“. Fjármálaráðherra var að því spurð- ur hvort hann hygöist beita sér fyrir því að fjárhagsleg forréttindi, til dæmis ráðherra, yrðu afnumin eða úr þeim dregið: „í stjórnarsáttmálanum er ákvæði um að endurskoða öll þau mál og ætlunin er að gera á þeim breytingar, en í hverju þær verða fólgnar í einstökum atriðum vil ég ekkert um segja að svo stöddu. Slíkar ákvarðanir verða ekki teknar fyrr en nákvæm athugun hefur farið frarn". Tómas Árnason fjármálaráðherra er fæddur 21. júlí 1923 á Hánefsstöð- um í Seyðisfjarðarhreppi. Hann varð stúdent . frá M.A. 1945 og lauk lögfræðiprófi frá H.í 1949. Hann stundaöi framhaldsnám í alþjóöa- verzlunarrétti við Harvard háskóla í Bandaríkjunum. Hann rak lögfræði- skrifstofu á Akureyri í nokkur ár og síðar í Reykjavík. Hrl. varð hann 1964. Hann varð starfsmaður í utanríkisráðuneytinu í nokkur ár, forstöðumaður varnarmáladeildar þau ár sem hún starfaði eða til 1959. Framkvæmdastjóri Framkvæmda- stofnunarinnar frá 1972. Hann tók fyrst sæti á þingi 1956 fyrir Fram- sóknarflokkinn og þá fyrir Eyfirðinga en síðan sat hann margsinnis á þingi fyrir N-Múlasýslu og síðan Austur- landskjördæmi fram til 197.3 og hefur auk þess starfað mikið fyrir Fram- sóknarflokkinn. Hann varð alþingis- maður Austurlands 1974. Hann er kvæntur Þóru Kristínu Eiríksdóttur frá Neskaupstað og hafa þau eignazt fjögur börn, Eirík, Árna, Tómas Þór og Gunnar Guðna. „Eins og hvert annaö starf“ Kjartan Jóhannsson sjávarútvegsráðherra er fæddur 19. desember 1939 í Reykjavík en uppalinn í Hafnarfirði. Hann varð stúdent frá M.R. 1959 og lauk prófi í byggingarverkfræði í Stokkhólmi fjórum árum síðar og í rekstrarverk- fræði frá háskóla í Bandaríkjunum 1965. Hann hefur aðallega starfað sem ráðgjafarverkfræðingur og kennt við viðskiptadeild H.í. Hann var bæjarfulltrúi fyrir Alþýðuflokkinn í Hafnarfirði 1974—1978. Hann hefur verið varaformaður Alþýðuflokksins síðan 1974. Hann skipaði efsta sæti á lista flokksins í Reykjaneskjördæmi við kosningarnar nú og hefur ekki setiö á þingi fyrr. Kona hans er Irma Karlsdóttir fædd í Svíþjóð og eiga þau eina dóttur, Maríu. Aðspurður um hvernig ráðherra- vinnan legðist í hann svaraði Kjartan: „Þetta er eins og hvert annað starf sem maður gengur í og verður bara að reyna að gera sitt bezta. Það sem ég held að skipti mestu máli fyrir þessa ríkisstjórn er þrennt; aö gott samstarf náist við launþegasamtökin, að takist að draga úr misrétti í þjóðféiaginu og auka jöfnuð og þá meina ég að uppræta ýmiss konar fríðindi sem viðgangast, skattsvik og fleira slíkt. í þriðja lagi held ég að sé til lengri tíma litið verði að reyna að breyta fjárfestingunni, þannig að hún fari í auknum mæli í tæknilega og rekstrarlega uppbyggingu í atvinnu- vegunum." Kjartan kvaðst treysta því að gott samstarf tækist innan ríkisstjórnar- innar og þá væri heldur ekki ástæða til að efast um árangurinn og væri hann því hinn bjartsýnasti. Aðspurð- ur um þann ágreining sem væri innan þingflokks Alþýðuflokksins varðandi afstöðu til ríkisstjórnarinnar kvaöst hann ekki sjá neina ástæðu til að láta það draga úr sér kjark og tæki því rólega, vonaði hið bezta og myndi starfa eftir beztu getu og samvizku. Tek viö jj hreinu boröi“ Steingrímur Hermannsson dóms- og kirkjumálaráðherra og land- búnaðarráðherra er fæddur 22. júní 1928 í Reykjavík. Hann var stúdent frá M.R. 1948 og lauk prófi í rafmagnsverkfræði í Bandaríkjunum 1952. Hann varð verkfræðingur hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur eftir heimkomu og síðan hjá fleiri fyrir- tækjum. Hann varð fulltrúi í varnar- máladeild 1954. Hann hefur verið framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs ríkisins síðan 1957. Hann varð varaþingm. Vestfjaröakjördæmis fyr- ir Framsóknarflokkinn um tíma 1968 og aftur 1971 en var síðan kjörinn á þing fyrir flokkinn það ár. Hann hefur setið í ýmsum ráðum og nefndum fyrir flokkinn m.a. verið í stjórn Framkvæmdastofnunarinnar síðan 1972, og einnig í nefndum sem fjallað hafa um orku, iðnað og byggðamál ofl. Kona Steingríms Hermannssonar er Guðlaug Edda Guðmundsdóttir, og eiga þau þrjú börn, Hermann, Hlíf og Guðmund. Af fyrra hjónabandi á Steingrímur þrjú börn, Jón, Ellen Herdísi og Neil. í stuttu símtali við Mbl. í gær sagði Steingrímur: „Ég er í fyrsta lagi ákaflega ánægöur með að þetta hefur tekizt eftir mjög langt og þreytandi starf; sumarið hefur alger- lega horfið í þetta. Ég er bjartsýnn á starf þessarar stjórnar, enda þótt maöur verði var við einhvern fiðring hjá Alþýðuflokksmönnum. Ég held samt að í þessu séu drengskapur og heilindi hjá öllum meginþorra þess- ara manna og öllum sem í stjórnina hafa valizt og tel ég að svona starf byggi að verulegu leyti á því. Aðsþurður um hvort honum þætti miður að hafa ekki fengið ráöuneyti orku og iðnaðar, þar sem hann væri verkfræðingur og hefði mikið starfað á því sviði sagði Steingrímur að hann neitaði því ekki að sem verkfræðing- ur hefði hann mjög gjarnan viljað fara í orku- og iðnaðarmál en hins vegar teldi hann aö í öllu svona starfi væri það sem skipti meginmáli að gera sitt bezta og beita sér eftir megni. Hann kviði enda engu í þeim ráðuneytum sem hann tæki nú við, því að þar væru afbragðs starfsmenn og mikið búið að vinna, og hann tæki í raun viö hreinu boröi. Hann kvaðst hafa fullan hug á að halda áfram umbóta- starfi á þessum sviðum báðum af fullum krafti, enda skorti ekki verkefnin. „Akveönar hugmyndir um lausn Kröflumála“ „Ég tel mikla þörf á því að mótuð verði heildarstefna á sviði iðnaðar- og orkumála, en að mínu mati hefur þess gætt of mikið hingað til að við upphaf framkvæmda hafi menn ekki verið búnir að ráða það við sig hvernig ætti að nýta raforku", sagði Hjörleifur Guttormsson iönaöar- og orkuráðherra, þegar Morgunblaðið spurði hann að því hver hann teldi vera brýnustu verkefnin á nýjum vettvangi. „Þessi viðhorf munu að sjálfsögðu hafa áhrif á störf mín strax í upphafi, en þetta markast auðvitað af stjórnarsáttmálanum. Þar er meðal annars gert ráð fyrir því aö koma á einu orkuöflunarfyrirtæki fyrir allt landiö, en það hefur meðal annars í för með sér sameiningu Landsvirkjunar og Laxárvirkjunar. Um þetta náðist fuli samstaða í stjórnarmyndunarviðræðum, en í þessu er fólgin forsenda þess að unnt sé að bjóða orku á samræmdu verði um allt land. Krafla er líka mál, sem brýnt er að leysa, og í því sambandi hef ég ákveðnar hug- myndir, sem ég tel ekki rétt að ræöa á þessu stigi". Orkuverö til ísals sagði Hjörleifur að væri samningsbundiö, og ósenni- legt væri að hægt væri að hrófla við því, en varðandi járnblendiverksmiöj- una sagðist hann gera ráð fyrir að athugað yrði hvort þar yrði einfiverju breytt. Fyrir lægi að verksmiöjan tæki til starfa á vori komanda og færi þá í gang annar af tveimur ráðgerð- um bræðsluofnum, en síðari bræðsluofninn væri mál sem þyrfti að athuga og taka afstöðu til. Hjörleifur Guttormsson er uppbót- arþingmaður Alþýðubandalagsins. Hann er líffræðingur að mennt og hefur verið kennari á Neskaupstað frá því að hann lauk prófi frá háskólanum í Leipzig árið 1963. Hjörleifur er fæddur á Hallormsstað 31. október 1935. Kona hans er Kristín Guttormsson læknir, sem er austur-þýzkrar ættar, og eiga þau einn son, Einar. „Hef mestan áhuga á verö- tryggðum lífeyrissjóði“ Magnús H. Magnússon heilbrigðis- og tryggingaráðherra og félagsmálaráðherra er fæddur 30. september 1922 í Vestmannaeyjum. Hann lauk prófi hjá Loftskeyta- skólanum 1946 og stundaði tækni- nám hjá Pósti og síma. Hann hefur fengizt við ýmis störf, m.a. stundað sjómennsku og bílaakstur, en lengst starfað hjá Pósti og síma sem stöðvarstjóri í Vestmannaeyjum. Magnús var kjörinn í bæjarstjórn í Vestmannaeyjum 1962 og var forseti hennar árin 1966—1975. Magnús H. Magnússon skipaði efsta sætið á framboðslista Alþýðuflokksins í Suðurlandskjördæmi við kosningarn- ar í sumar og er þetta fyrsta kjörtímabil hans á þingi. Kona Magnúsar er Marta Bjarna- dóttir og er hún ættuð frá ísafirði og eiga þau 4 börn: Helgu Sigríði, Pál, Björn Inga og Bryndísi. Er Mbl. leitaði eftir því hjá Magnúsi Magnússyni hvernig hugur hans væri vegna ráðherradóms sagöi Magnús: „Mér líður öldungis ágætlega og er bjartsýnn á þetta samstarf. Varðandi þá málaflokka sem ég kem til með að hafa á minni könnu hef ég mestan áhuga á því að vinna að því að koma á fót verðtryggðum lífeyrissjóði fyrir alla landsmenn og vonast til að geta unnið að því. Þetta er númer eitt. í öðru lagi þarf að endurskoða lögin um almannatryggingar bæði með það fyrir augum að þau virki meira sem launajöfnunarkerfi og auk þess þarf að íhuga vel stöðu aldraðs fólks og öryrkja, bæði stöðu og jöfnun aöstöðu. Ég hef áhuga á að reyna að beita mér fyrir þessu, en hitt verður þó að viðurkennast að til að byrja með verður þetta erfitt að gera mjög mikla hluti, að minnsta kosti það sem kostar mikið, af því að þetta er nú fyrst og fremst aðhaldsstjórn, að minnsta kosti verður hún að vera það í fyrstu meðan verið er að komast dálítið meira niður á jörðina í efnahagsmálunum. Ég er að vona að stjórnin muni taka það raunhæft á hlutunum að komizt verði yfir þennan vanda og hægt að huga að fleiri málum." Mbl. spurði Magnús að því hvenær þaö heföi komið til tals aö hann tæki við ráðherraembætti. Hann sagöi aö hann hefði ekki heyrt á það minnzt fyrr en í gærkvöldi, miðvikudag, þá hefði verið stungið upp á því í þingflokknum og það síðan sam- þykkt þar og gerð um það tillaga til flokksstjórnar sem féllst á það í nótt. Benedikt Gröndal utanríkisráö- herra er fæddur 7. júlí 1923 að Hvilft t Önundarfirði. Hann varð stúdent frá M.R. 1943 og lauk BA prófi frá Harvardháskóla í Bandaríkjunum með sögu sem aðal- grein. íþróttafréttaritari Alþýðublaðs- ins og síðan við almenn blaða- mennskustörf þar og síðar ritstjóri Alþýðublaðsins í tíu ár. Hann var landskjörinn þingm. Alþýðufl.okks 1956—1959 og síðan alþingismaður Vesturlands frá 1959. Hann var efstur á lista Alþýðuflokksins í Reykjavík í þingkosningunum í vor. Benedikt hefur verið forstöðumaður Fræðslumyndasafns ríkisins síðan 1969. Hann var í stjórn Þingmanna- samtaka Atlantshafsbandalagsins 1956—1959 og hefur oft sótt fundi samtakanna síðan. Hann sat í útvarpsráði 1956—1971 og lengst af sem formaður. Hann hefur verið formaður Alþýðuflokksins frá 1974. Kona hans er Heidi Jaeger Gröndal, fædd í Bandaríkjunum og þau eiga þrjá syni, Jón, Tómas og Einar. — • — Olafur Jóhannesson forsætisráö- herra er fæddur 1. marz 1913 aö Stórholti í Fljótum. Hann lauk stúdentsprófi frá M.A, 1935 og lögfræðiprófi frá Háskóla íslands 1939. Hann gerðist síðan lögfræðing- ur Samb. ísl. samvinnufélaga og rak auk þess málflutningsskrifstofu í Reykjavík til ársloka 1943. Hann var settur prófessor við Hásk. íslands 1947 og skipaður rúmn ári síðar og fékkst við kennslu unz hann var kosinn á þing fyrir Framsóknarflokk- inn sem 1. þingm. Norðurlandskjör- dæmis vestra 1959, en hafði setið skamma hríð á þingi áður sem varaþingmaður. Hann varð forsætis- ráðherra 1971 í annarri vinstri stjórn og fór þá einnig með dóms- og kirkjumál. í ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar, sem nú er að láta af störfum, hefur Ólafur verið dómsmála- og viðskipta- ráðherra. Hann hefur gegnt fjölmörg- um trúnaðarstörfum fyrir Fram- sóknarflokkinn og hefur verið for- maður hans undanfarin tíu ár. Ólafur Jóhannesson er kvæntur Dóru Guðbjartsdóttur og voru börn þeirra þrjú, Kristrún, Guöbjartur sem lézt nítján ára að aldri, og Dóra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.