Morgunblaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1978 19 Haldið verði áfram að flytja þjónustuþætti hins opinbera út á land og efla þar ýmsa aðra starfsemi í tengslum við það. 3.7 Samgöngumál. Gerðar veröi samgönguáætlanir fyrir landið í heild og einstaka landshluta, þar sem samræmdir verði flutningar á landi, sjó og í lofti. Sérstakt átak verði gert til aö leggja bundiö slitlag á aöalvegi, og til endurbóta á vegum í strjálbýli. Áhersla verði lögð á að leysa samgönguerfiðleika staöa, sem eiga af þeim sökum við vanda að glíma í framleiðslu, svo og í félagslegum samskiptum. 3.8 Tryggingamál. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir endurskoöun á lögum um almannatryggingar, þann- ig að aukin áhersla verði lögð á tekjujöfnunaráhrif tryggingakerfisins. Gerð verði úttekt á kjörum og aðbúnaði aldraðra og öryrkja og leitast við að tryggja jafnræði óháð búsetu. Unnið verði að úrbótum í atvinnumálum aldraðra og öryrkja að frumkvæði opinberra aðila og tryggður auðveldur aðgangur þeirra að opinberum stofnunum. Lögö verði áhersla á að bæta aðstöðu þeirra, sem eru líkamlega eða andlega fatlaðir. Sett verði löggjöf, sem tryggi öllum landsmönnum verðtryggðan lífeyri og stefnt að einum lífeyrissjóði fyrir alla landsmenn. 3.9 Dómsmál. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að haldið verði áfram umbótum ( dómsmálum, er stuðla m.a. að auknum hraða í afgreiðslu mála, greiðari aðgangi almennings að dómstólum, svo sem með lögfræöilegri aðstoð án endur- gjalds, og mjög bættrar aðstöðu til harðari baráttu gegn efnahagslegum brotum. Lögð verði sérstök áhersla á að vinna gegn skatta- og bókhaldsaf- brotum. Athugað veröi hvort rétt sé aö setja á fót sérstakan dómstól er fjalli um slík mál. 3.10 Menntamál. Sett verði lög um framhaldsnám og sérstök áhersla lögð á að efla verknám. Aukinn verði réttur starfsfólks til endurmenntunar að eigin vali án kaupskerðingar og verkþjálfunar- námskeið skipulögð í auknum mæli. 3.11 Húsnæðismál. Áhersla veröi lögð á félagsleg sjónarmið í húsnæð- ismálum. Sett verði löggjöf um réttindi leigjenda, löggjöf um verka- mannabústaði veröi endurskoðuð, stefnt verði að því að hækka húsnaeöislán og létta fjármagnsbyröi með lengingu lánstíma. Endurskoðuð verði löggjöf um fasteignasölu. 3.12. Sala lands. Gróöi af sölu lands, sem ekki stafar af aðgerðum eiganda, skal skattlagður. 3.13. Orkulindir. Djúphiti í jörö'og virkjunarréttur fallvatna verði þjóðar- eign. 3.14. Umhverfismál. Stjórnsýsla á sviöi umhverfismála verði endur- skipulögð með það að markmiði að færa saman í eitt ráðuneyti helstu málaflokka á þessu sviði. Unnið veröi að lagabótum varðandi skipulags- þeim hlutum sem nú þykja nauðsynleKar til lífsþæginda. En þar var hópur af smábörnum otí faðirinn við dauðans dyr. Er mig bar að garði var húsfreyjan að grafa gulrófur uppúr garðholu á bak við húsið. I spaugi lét ég orð falla á þá leið að prestkona ætti ekki að vinna svona moldarverk. En þá svaraði hún. „bað fer nú líklega bráðum af mér þrestkonu- glansinn.“ Eg hafði ekki orðið þess var að það væri neinn sérstakur glans yfir prestkonum, nema um innri verðleika eða persónutöfra væri að ræða, sem oft ber við hjá myndar- konum af öllum stéttum. Ég hefi samt aldrei gleymt þessum örðum, og hefi oft hugsað um þau og getið mér þess til hvað hún átti við. Mér fannst hún opi^a mér sál sína og láta í það skína að vonbrigði steðjuðu að, og að langt stríð biði hennar er hún yrði nú ein að ala upp allan hópinn sinn í framandi landi. En ekki kvartaði hún yfir kjörum þá eða síðar. Ég sá hana síðast þremur dögum áður en hún dó. Fimmtíu og fjögur ár voru liðin frá fyrsta fundi okkar. Margt hafði breyst á rúmlega hálfri öld. Hún hafði fyrir löngu leyst af hendi sitt móðurlega hlutverk með miklum sóma. Börn hennar hófðu reynst frábærlega vel gefin og myndarlegt fólk. Nöfn þeirra átta systkina eru; Sif, mál, mengunarmál, starfsumhverfi og vinnuvernd, náttúrurannsóknir og þjóðminjavernd. 3.15 Atvinnulýðræði. Sett veröi löggjöf um atvinnulýöræði og byrjað á því að veita starfsfólki aðild aö stjórnun ríkisfyrirtækja. 3.16. Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga. Haldið veröi áfram athugun á verkefnaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og fengin niðurstaða svo fljótt sem kostur er. 3.17. Starfshættir Alpingis. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að fram fari endurskoðun á þing- sköpum Alþingis. 3.18. Utanríkismál. Þar eö ríkis- stjórnarflokkarnir hafa ekki samið um stefnuna í utanríkismálum, verður í þeim efnum fylgt áfram óbreyttri grundvallarstefnu og verður þar á eigi gerð breyting nema samþykki allra ríkisstjórnarflokkanna komi til. Það skal þó tekið fram, að Alþýðu- bandalagiö er andvígt aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu og dvöl hersins í landinu. Ekki verða heimil- aðar nýjar meiri háttar framkvæmdir á yfirráðasvæði varnarliðsins. 4. Endurskoðun stjórnarskrár Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að nefnd sú, sem stofna ber til þess að fjalla um endurskoðun stjórnar- skrár samkvæmt samþykkt Alþingis og samkomulagi þingflokka þar um, Ijúki því verki á tilsettum tíma. Jafnhliða fari fram endurskoðun á lögum um kosningar til Alþingis og á lögum um kosningar til sveitarstjórna. 5. Nefnd um athugun á öryggismálum Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að sett verði upp nefnd, þar sem allir þingflokkar eigi fulltrúa og verði verkefni nefndarinnar að afla gagna og eiga viöræður viö innlenda og erlenda aðila til undirbúnings álits- gerðum um öryggismál íslenska lýðveldisins. Nefndin geri ítarlega úttekt á öryggismálum þjóðarinnar, stöðu landsins í heimsátökum, val- kostum um öryggisstefnu, núverandi skipan öryggismála og áhrif á íslenskt þjóðlíf svo og framtíð herstöðvanna eftir að herliðið fer og varnir gegn hópum hryðjuverka- manna. Nefndin fjalli einnig um hugmyndir um friölýsingu, friðar- gæslu og eftirlit á Norður-Atlantshafi og láti semja yfirlit yfir skipan öryggismála smáríkja í heiminum, einkum eyríkja sem eiga svipaðra hagsmuna að gæta og íslendingar. Nefndin fái starfskrafta og fé til að sinna verkefnum sínum og til að gefa út álitsgerðir og greinargerðir um afmarkaða þætti í því skyni að stuðla að almennri umræðu. 6. Endurskoöun Stjórnarflokkarnir eru sammála um að endurskoða samstarfsyfirlýsingu þessa á árinu 1979. Heimir, Hrund, Freyr, Sif, Þór, Bragi og Slgrún Ada. Fjögur þeirra eru dáin en aö tölunni til eru þau skörð meira en fyllt af barnabörnum. I hárri elli hafði hún lengi setið í skjóli dóttur sinnar og manns hennar sem reyndist sem besti sonur. Það var vakað yfir henni með kærleiksríkri árvekni og allt að henni rétt sem ástvina hendur gátu borið. Henni var aldrei ofaukið á þessu heimili, og hún var þakklát, glaðvær og ung í anda. Aðspurð um líðanina undir það síðasta svaraði hún skýrt og ákveðið. „Mér líður vel. Ég kvíði engu.“ Er ég horfði á hana á dánarbeði gat ég ekki betur séð en að það væri glans yfir ásjónu hennar og y-firbragði. Var gamli „prestkonu- glansinn" sem hún taldi sig hafa misst kannski korninn aftur? Sannleikurinn er sá að það var alltaf „glans“ yfir þessari konu vegna gáfna hennar, fróðleiks, staðfestu og góðvildar. Þessi glans fór aldrei af henni vegna þess að hann var henni eðlilegur og kom innanfrá. Jafnvel þyngstu harmar megna ekki að afmá aðalsmerki andans. Það fágast við hverja raun og skín æ skærara sem nær dregur hjartanu sem er aflstöð lífsins. Blessun Guðs og manna fylgdu Sigrúnu út yfir grof og dauða. Yfir minningu hennar er ljómi lífsins. Valdimar .1. Eylands. ÁstþórPétur Ólafsson -Minning Fa'ddur 15. mars 1938 Dáinn 23. ágúst 1978 Hann var alinn upp hjá ömmu sinni — ömmu okkar; skírður þriggja mánaða við kistu 23ja ára gamallar móður sinnar, Astu, og nefndur eftir henni, Ástþór. Ömmu hefur þótt ástæða til að tengja barnið við nafn mannsins síns sáluga, svo að sveinninn fagri var látinn heita Ástþór Pétur. Föður sinn sá hann aldrei. Hann fylgdi ömmu sinni á heimili foreldra fninna strax og það var stofnað. Þau komu á fyrsta degi. En við. komum seinna, þrjú systkini, seinust langþráð systir okkar. Með móðurmjólkinni drukkum við í okkur af óbifandi ást mömmu á þessum systursyni hennar. Hann kallaði hana alltaf Öggu sína. Hann óx upp við hlið okkar. Þó mátti segja að heitur faðmur ömmu væri eins og ríki í ríkinu. Hún var sterk og ástrík, og svo gagntekin af heilagri skyldu sinni við dóttursoninn,að aðrir máttu gá að sér, éf þeir hugðust láta til sín taka við uppeldi hans. Hann var fallegur ungur maður, í meðallagi hár, sterklega vaxinn og vel limaður, brúneygur, hárið kastaníubrúnt, tennurnar perlu- hvítar og vel lagaðar. Og hann var snyrtimenni fram í fingurgóma. Maður starði hugfanginn á þennan stóra bróður sinn og fannst lítið til um sjálfan sig. Hann var dulur og viðkvæmur í lund, það breyttist aldrei, og það gat vafist fyrir manni að komast að honum. Afar seinn til að taka ákvarðanir, en þegar þær höfðu verið teknar, var erfitt og oftast ómögulegt að þoka honum. Ef maður skildi ekki áform hans eða rök varð hann óþolinmóður og það kom undrunarglampi í brúnu augun. Ekki man ég hvernig honum flaug það í hug að læra mjólkur- fræði. Hann „sigldi“ til Noregs eftir byrjunarnám hér heima og dvaldist þar ytra í tvö ár. Svo kom hann heim, fannhvítur mjólkur- fræðingur, og okkur fannst frami hans mikill og framtíðin brosa við honum. Hann var heill í faginu, eins og allri sinni hugsun og framferði, trúr og traustur, jafnvel svo að manni fannst taka út yfir alla skynsemi. Þoldi ekki hálfkák eða kæruleysi. Eftir nokkurra ára starf við mjólkurvinnslu sneri hann sér að öðru. Hann fór í siglingar, stundaði járnsmíðar og aðra vinnu sem til féll. Lærði organleik og gekk í myndlistarskóla sér til hugar- hægðar, tók einkaflugmannspróf. Ailt gat Addó. B2n eitthvað var hann vansæll og rótleysi sótti á hann. Það var Sigrún sem aítur kom reglu á líf hans og færði honum hamingju. Hann fluttist inn á heimili hennar og fyrir voru þrjú börn. Hann elskaði hana og börnin og fékk tilfinningar srnar endur- goldnar. Hann lagði sig allan fram, vildi búa þeim skjól og öryggi. Fyrir nokkrum árum var við- leitni hans alvarlega ógnað. Hann slasaðist við vinnu sína og var fluttur um langan veg á sjúkrahús. Þegar ég konr til hans á gjörgæslu- deildina fann ég að lífsvilji hans var eindreginn. Hann greri af sárum sínum, og aftur varð hann vinnufær. En honum var brugðið. Nú var maður þó viss um að tilveran hlyti að hafa rétt honum sinn skammt. En hún var á öðru máli og lét sig hafa það að höggva enn í sama knérunn. Óróinn á Kröflusvæðinu hafði víða áhrif, ekki síst hjá „bormönn- um Islands" en Addó var einn af þeim. Vinnan snarminnkaði. Það sem áður hafði verið honum leikur einn, varð nú þrautin þyngri. Og fyrir hálfu öðru ári fór hann í fyrstu aðgerðina. Lokakaflinn var hafinnj erfiðasti kaflinn. Stofu- fangelsi vinnufúsum manni. Sjúkrahúsvist, uppstytta, vanlíðan og óvissa. Áhyggjur af afkomu fjölskyldunnar. En hann lél ekki bugast. Lét miskunnarleysið aldrei herða hjarta sitt. Hárið var farið að þynnast og hann var þreytulegur. Illskeyttur sjúkdómurinn náði þó aldrei að svipta hann voninni. Og þess nutum við ástvinir hans. Ililmar P. Þormóðsson. Skráð okkar verð verö Nautasnitchel 5.407- 4.600- Nautagullasch 4.260- 3.470,- Nauta roast beef 4.470- 3.740- Nauta hakk 2.790- 2.390.- Nauta mörbrá 6.047- 4.860.- Nauta T.bone steik 2.760- 2.240.- Nauta hamborgari 200- 130.- Nauta innan læri 5.407- i 4.600.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.